Fylkir


Fylkir - 26.11.1977, Blaðsíða 4

Fylkir - 26.11.1977, Blaðsíða 4
FYLKIR Veðráttan hefur verið slœm til sjósóknar þessa viku, það er ekki fyrr en á fimmtudaginn sem slotar aðei.is óg trollbát- arnir gátu farið út. Aflabrögð hafa verið léleg bœði i trollið og netin. Spœrlingsbát- arnir hafa verið úti í vikunni og lönduðu þessir bátar: Berg- ur 120 tonn, Draupnir 20, Valdi mar Sveinsson 25 og Sóley 105. B.v. Klakkur kom inn á fimmtu dag með ca. 30 to'.in, sem er mjög lélegt, en þess ber að geta að skipið gat ekki verið að vegna veðurs nema Iítinn tíma af túmum. Hinn nýi togari FIVE Guð. mundur Jónsson GK (Breki Ve) fór út á veiðar á laugardags- kvöldið og er væntanlegur í næstu viku, vonandi með góðan afla, ef veður verður þolanlegt til veiða. Síldveiðum er nú að ljúka að þessu sinni, þó eiga nokkrir Eyjabátar eftir að veiða upp í kvótann eins og t.d. Bylgja, Stígandi og Álsey, en þessir bátar lönduðu síld í vikunnl: Álsey 30 tonn, Stígandi II. 110, Sæfari 46 og Stígandi 80. Netabátarnir sem eru byrjað- ir og ætluðu að fiska í siglingu eru allir búnir að landa, nema Þórunn Sveinsdóttir, sem var komin með eitthvað um 18 tonn í vikubyrjun, þar sem hrei'.i- lega ekkert hefur verið að hafa í netin og er það eflaust eitt- hvað tíðinni að kenna, þó segja formennirnir að það sé alveg steindauður sjór. Grindavík: Eg var í vikunni á þingi LÍÚ. Var þi.igið haldið í Grindavík að þessu sinni. Það var skemmtileg tilbreytni. Með. al gamalla vina sem ég- hitti þar var Ingólfur Arnarson. Hann starfar á vegum útvegs- manna á Suðurnesjum og kunni því frá mörgu að segja um útveg þarna syðra. M.a. sagöi hann mér að 63 bátar væru með línu á öllu svæðinu og þar af 15 úr Grindavík. Um fiskirí sagði Ingólfur að á linuna fengj ust um 3—4 tonn í róðri, dálítið keiluborið í Grindavík, en aftur annars staðar á „Skag anum” svo sem í Sandgerði meira um ýsu og þorsk. Um netin sagði Ingólfur að þeir væru að búast á þau, eink- um þeir bátar er hefðu verið á síldinni. Hyggðu margir á „siglingu”. Aflabrögðin í netin hafa það sem af er verið mjög léleg, nánast alveg dautt. í Grindavík hefur á þessu hausti verið saltað mikið af síld, á. þremur söltunarstöðvum alls um 22 þús tunnur. Skipt- ing á söltunarstöðvar er sem hér segir: Fiskanes hf. 10.000 tunnur Porbjörn hf. 9.000 tun.iur' Gjögur hf. 3.000 tirnnur Sterk útgerðarfyrirtæki: f Grindavik eru mörg sterk útgerðarfyrirtæki em standa á gömlum merg og eíga fymingar má t.d. þar til nefna Þorbjöm h.f„ er Tómas Þirvaldsson veit- ir forstöðu og Fiskanes h.f., er Dagbjartur Einarsson stýrir. La'ndfundarfulltrúar LÍÚ, sem langt em að komnir gista í verbúðum fyrrgreindra fyrir. tekja, Athygli vakti hversu verbúðirnar eru vel búnar, snyrtilegar og allt viðhald í hámarki. f stuttu spjalli við Dagbjart Einarsson kom fram að það sem áhyggjum veldur í Grindavík er það sama og í Eyjum, — fiskleysið. Sagði Dag- bjartur fiskleysið alveg ugg- vænlegt, aflinn væri alltaf að dragast saman ár frá ári. Af- koma bátanna væri líka eftir því, svo léleg að með ólíki’.nd- um væri. Loðnan: Andrés Finnbogason tjáði mér er ég innti hann frétta af loðnuveiðunum, að veiði hefði að undanförnu verið 'nánast engin. fs lægi nú yfir öllu veiðisvæðinu og verður þann. ig að útilokað væri með öllu að athafna sig, hvert stórviðrið eftir annaðí ísingarhætta mik- il og mætti því búast við að stór hluti af loðnuveiðiflotan- um myndi gefast upp við veið- arnar, svo fremi að aðstæður á veiðisvæðinu breyttust ekki til hins betra, en á þvcí taldi Andrés í loðnunefnd litlar líkur. Sumir Eyjabátarnir hafa kom- ið heim í brælunni, eins og ís. leifur og Huginn, e.r aðrir eins og t.d. Kap er í slipp fyrir norð an. Fiskifræðingurinn: Sigfús Sch- opka, fiskifræðineur hélt á ný afstöðnu þingi LÍÚ í Grindavík erindi um „ástand helstu fiski stofna við ísland”. í þessu er- indi kom margt mjög athyglis- vert fram. Par á meðal að fiski fræðingar telja sem fyrr að algjört hámark sfm ve^a má af þorski á ári hveriu að minnsta kosti fyrií um sinn er 275 þús tonn, að oðrum kosti blasi við hrun í þorskveiðum íslendinga. Sagði fiskifræðing- uri'.in að hrygningarstofninn af þorski á næstu vertíð yrði 170 þús tonn og hefði c’drei verið minni. Vegna þessarar Iitlu stofnstærðar væru líkur á sterku klaki mun meira heldur en ella. Þá kom fram í erindinu að heildarstofnstærð þorsksos væri nú um 1 millj. tonn og hefði einnig aldrei verið minni. Sagði Sigfús að afli á næstu vetrarvertíð yrði ekki betri en á síðustu vetrarvertíð og að öllum líkindum verri. Siá þá allir hvað við okkur blasir. Heldur var fiskifræðingurinn bjartsý'.mi á ýsuveiðina. Hrygn. ingin 1973 og 1976 hefðu tekist vel, svo að gera mætti ráð fyr- ir því að veiði á ýsu færi vax- andi á næstu árum. Um ufs- ann sagði Sigfús að stoíninn væri fullnýittur en ekki ofveidd- ur. Þjóverjar sem hefðu veitt umtalsvert magn af ufsa hér við land færu nú af miöu’num og við brottför þeirra ætti að koma meira í hlut fslending. anna af veiðinni heldur en að áður hefði verið. Vanda'.m f sam bandi við fiskistofnana bæri að leysa á þann hátt að hlýfa smáfiski sem allra mest og koma í veg fyrir ofveiði með heildarveiðitakmörkimum, það er, að banna allar veiðar þegar að tilteknu aflamagni er náð. — Bj. Guðm. /ftik: DU/veflN SMttiÚ/oeb l£ÍK6TSofí\ : SlGuR.G£ÍR 5c^£U!NG__ ÓTVTTÍö srOMNOieit) MíO ■Hness 4VOÍ ■M/.HTQl r n> /í 3 O ft L £i K-M U SIW U. FRUM ÍVAV/Vér SuMUfiR Kvol o KL. 8és ( tflÐQSFUfí SftMfí 1>4G Ftfikf.S-'J i G>/£'sn\R££itc~UL4S\bJtA J) ÁRNAÐ HEILLA Elsti borgari Eyjanna, Sveinn Jónsson frá Landamótum, verð- ur 100 ára 1. desember n.k. Sveinn hefur dvalist á Vifil- staðaspítala síðustu árin og dvelur Kristín kona hans þar líka. Fylkr óskar þessum há- öld'ruðu heiðurshjónum allra hella. LANOAKIRKJA Bamaguðsþjónusta. kl. 11. Messa kl. 2. Samkoma sunnudagskvöld kl. 20.30. Skúli Svavarsson talar. Sóknarprestur. Verslið ódýrt í Kaupfélaginu í FYRRA FENGU VIÐSKIPTAVINIR OKKAR 17,6 MILLJ. KRÓNA VÖRUMARKAÐSAFSLÁTT.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.