Fylkir


Fylkir - 23.12.1977, Blaðsíða 1

Fylkir - 23.12.1977, Blaðsíða 1
r r V. „í Betlehem er harn oss fætt.” Gamall vel þekktur sálmur hljómar enn. Sögur og frásagnir sem við höfum ýmist heyrt eða lesið rifjast upp. Kærar mi'nningar frá liðnum jólum leita á hug- ann. Þá merkti Kristur sál barnsins og það merki ber sál þín enn. Og þótt þú hafir fjarlægst hann, hjarta þitt kólnað og mynd. hans föln. að í huga þér, þá talar hún til þí'.i því máli, sem hjarta þitt skilur, hin heilaga nótt. Og minningin um bernskujólin þín heima lætur þig finna, að nú ert þú að mæta honum enn. Og vald hans yfir þér er enn sterkt vegna þess að hann talar til hins besta, sem í sál þinni býr, til alls sem bærist þar og gerir þig að betri manni, alls sem gerir þér lífið dýrmætt, vi'ii þína dýrmæta og sjálfan þig að sönnum manni. Ef til vill þykist þú vera stór karl og vaxinn upp úr bamaskapnum að trúa á góðan og almáttugan Guð. Þér finnst sköpunin hans, jörðin hans dapurleg og dimm. En sársauka þinn yfir því, hve fjarlægur heimurinn er enn því að vera fullkominn, átt þú líka honum að þakka. Vegna þess að Han:i kom getum við ekki tekið fullum sáttum við miskunnar- leysið, ranglætið, kúgun og ófrelsi. Hann hefur kennt okkur að leita að því góða, fagra og fullkomna. Og leitin heldur á- fram. Hún stöðvast ekki. Kristinn mað- ur leggur ekki árar i bát. Enn stendur kristin lífsskoðun gegn hatri og ófriði. Ef það er barnaskapur þá Guði sé lof fyrir barnaskapinn. Sagan frá hinum fyrstu jólum rifj- ast upp og slær á ýmsa stre igi í hörpu minninganna. Söngur englanna á Betle. hemsvöllum hljómar enn: „Verið ó- hræddir, því sjá ég boða yður mikinn fög'iuð, sem veitast mun öllum lýðn- um.” Þeir komu til að boða frelsi og frið. Þeir komu með fagnaðarboðskapinn Y J mikla um frelsarann. Fullir eftirvænt. ingar héldu hirðarnir af stað. Kyrrð og friður ríkti allt í kringum þá og fögnuð- urinn var fullkomini, nær þeir fundu Jesúbarnið reifað og liggjandi í jötu. En skömmu síðar hljómaði hinn ægi- legi boðskapur og ógnvekjandi — um fjöldamorð meðal barna. Þar ríkti ekki „friður á foldu”, þar var enginn sem gat sungið „Fag ia þú maður.” Andstæðurnar eru miklar. Annars veg- ar söngur um frið og frelsi, hins vegar hatur og hryllingur. Þannig er það enn r dag. En einmitt þess vegna seidi Guð son sinn í heiminn. Við fæðingu Jesús rættist sá draumur og það fyrirheit, sem engillinn gaf Jósef: „Þú skalt kalla nafn hans Jesús, því að ha'in mun frelsa lýð sinn frá syndum þeirra.” Enn á ný kalla klukkur Landakirkju til guðsþjónustur á helgum jólum. Enn eru lesnar sögurnar um fæði'igu frels- arans. Enn hverfum við í huganum til þess tíma, er Jósef og María héldu til borgar Davíðs sem Betlehem heitir. Eru sögurnar ævintýri eða raunveru- leikí? Erum við að minnast fallegra sagna sem „einu sinni voru”, e'.i hafa enga þýðingu lengúr? Erum við, sem kristnir viljum vera, að leika eitthvert apaspil? Hvers vegna stríð og hatur? Hvers vegna eymd og volæði? Hvers vegna ó. róleiki og eirðarleysi? Hvers vegna sárs- auki og dauði? Sumum spurningum lífsins verður aktrei svarað, e’.i lausn frá öllu, trú, von og kærleikur er að finna í frelsaranum, sem á jólunum fæddist. Ef sagan um Jesúm er aðeins helgi. sögn eða fallegt ævintýri, skulum við hætta að leika gervihlutverk á leiksviði heimsins. En ef sagan er sönn, verðum við að gefa henni betri gaum, svo að hú'i fái að hafa áhrif í lífi okkar, veita okkur blessun og frið. — Þitt er valið. Guð gefi þér gleðileg jól. Kjartan Örn SigUrbjörnsson. V J

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.