Fylkir


Fylkir - 23.12.1977, Blaðsíða 3

Fylkir - 23.12.1977, Blaðsíða 3
FYLKIR 3 JÓHANN GUNNAR ÓLAFSSON ( Fæddur 25. ágúst 1875. TTf I Dáinn 16. desember 1924 uauaor v----------------- Gunnlaugsson héraðslæknir í Vestmannaeyjum r Á þessu ári eru liðin eitt hundrað og tvö síðan Halldór Gunnlaugsson héraðs- læk'.iir í Vestmannaeyjum fæddist, en fimmtíu og sjö ár síðan hann fórst við embættisstörf. Pó svona langt sé um liðið síðan að hann andaðist er minning hans enn í fersku minni bæði sakir mannkosta hans og hversu ágætur læknir hann var. 'Einnig lifa enn gamankvæði hans, þó þau væru aðeins ætluð líðandi stund. Halldór lækrir lifði stutta en starfsama læknisævi, vann nótt með degi uns yfir lauk um aldur fram, eftir átján ára þrotlaust starf í Vestmannaeyjum. Vinir hans og samferðamenn minntusf" hans með sök.iuði. Bekkjarbróðir hans, Árni Pálsson prófessor, skrifaði um hann látinn: „Sjaldan mun slíkan fjörkálf hafa borið að dyrum skólans. Hann var einn vaskasti allra sinna jafnaldra, fimleikamaður mikill, þolinn og harðskeyttur. Engin íþrótt lét honum þó betur en sund, enda kvað hann hafa þreytt langa sundraun, áður en harm gaf upp vörnina á sinni síðustu ævistund. — E.r þá var hann ekki miður að sér ger um andlegt atgervi. Han.r var ágætur náms. maður, gáfurnar þýðar og fjölhæfar, og þar að auki bjuggu ríkir listamannshæfi- leikar í h«num. Enginn piltur í skóla kunni betur en hann að teikna skop- my.idir, og vakti það almenna aðdáun, hvað hann gat gert úr sumum skólabræðr- um sínum og kennurum. En einkum hafði hann þó frábæra leikarahæfileika. Skóla- piltar léku jafnan sjónleiki á hverjum vetri, og bar Halldór jafnan af öllum öðr. um, enda hafði ha.rn margt til þess. Þess varð snemma vart að hann var mann- þekkjari miklu meiri en í meðallagi, og þar að auki hafði ha.m hina meðfæddu gáfu skopleikarans til þess að hlægja að öllu því, sem hneykslar flesta aðra. Brest- ir manna og vankantar höfðu ekki önnur áhrif á hann en þau, að hann langaði til að draga allt slíkt fram á leiksviðið, — eða þá lýsa því í ljóðum. Því að snemma Halldór Gunnlaugsson bar á því, að ha.m var vel hagmæltur. Pó orti hann aldrei mikið í skóla, en á Hafnarárunum gerði hann talsvert af kveð- skap og hafa sum meinfyndin smákvæði hans og skopvísur frá þeim tíma borist landshornanna á milli. Sá skáldskapur átti aldrei að vera annað en augnabliksgaman, en þó er synd, ef hann hefur allur farið forgörðum. Það var því engin furða, þó að félagar Halldórs Gunnlaugssonar hefðu ó. venju miklar mætur á honum. Ha.rn var sjálfsagður hrókur alls fagnaðar á hverj. um skemmtifundi. Honum var það gefið að geta alltaf vakið skellihlátur með einu orði eða einu augnatilliti. Og aldrei vissi ég neinn mann reiðast Halldóri fyrir kerskni hans eða kveðskap. Maðuri'.rn var ekki grályndur og tilgangurinn sá einn að fá aðra menn td að hlægja.” Porsteinn í Laufási sagði um hann í For- man.isævi: „Halldór Gunnlaugsson héraðslæknir var einn hinn mikilhæfasti maður, sem ég hef kynnst, sannur mannvmur og búinn flest- um þeim kostum, sem mann mega prýða. Við störfuðum saman í ýmsum nefndum og hafði ég af honum mikil kynni.” Séra Jes A. Gíslason sagði um ha.in í afmælisgrein, sem hann skrifaði um Kven- félagið Lík'n, sem hann var hvatamaður að: „Félagið var stofnað eins og fyrr get. ur 14. 2. 1909 fyxir forgöngu hins vinsæla mannvi.iar Halldórs læknis Gunnlaugsson. ar." Páll V. G. Kolka læknir skrifaði um hann í Læknablaðið: „Hann var hvers manns hugljúfi, því að hann var hvorttveggja í senn friðsamur og glaðlyndur, jafnvel æringi í vinahóp. Hann var ágætur hagyrðingur, sérlega sýnt um að gera smellnar kímnivísur, og hagur „karikatur”-teiknari, enda var mörg fyndni hans svo að segja þjóðkunn. Halldór var elskaður og virtur af al- menningi. Olli því ljúfmennska hans og brjóstgæði, auk þess sem hann var í áliti sem góður læknir, e-inkum sem handlækn- ir. Hann var yfirleitt ágætur læknir, víð- lesinn og fylgdist vel með nýjungum, enda þótt erfitt og yfirgripsmikið starf gerði það að verkum', að hann eltist heldur um tíma fram. Prátt fyrir mikil og erfið læknis- störf safnaðist honum aldrei fé, enda var hann mjög mildur við sjúklinga sína og gekk ekki fast eftir sínu. Hann var mjög vel menntaður maður, talaði t. d. vel ensku, þýsku og frönsku.” Páll læknir gerðist á miðju sumri 1920 starfandi læknir í Vestmannaeyjum og þekkti því manna best til læk'.iisstarfa Halldórs. II Halldór var fæddur að Skeggjastöðum á Langanesströndum og voru foreldrar hans séra Gunnlaugur Jón Ólafur Halldórsson prestur þar og eiginkona hans Margrét Andrea Luðvigsdóttir Knudsen. Séra Gunnlaugur var sonur séra Halldórs lónssonar á Hofi í Vopnafirði Péturssonar prests á Steinnesi í Húnavat'.issýslu Sig- urðssonar á Mýlaugsstöðum og Einarsstöð. um í Þingeyj arsýslu. Kona séra Jóns Pét- urssonar var Guðnin dóttir séra Björns Jónssonar í Bólstaðarhlíð. Séra Halldór var einn af merkisklerkum 19. aldari.inar og alþingismaður um langt skeið. f fyrstu var hann konungkjörinn alþingismaður, en gekk í lið með Jóni Sig- urðssyni á Þjóðfundinum árið 1851. Móðir séra Gunnlaugs var Gun'.iþórunn Ingibjörg Ragnheiður dóttir séra Gunn- laugs Oddssonar dómkirkjuprests í Reykja- vík, sem var mikill lærdóms. og mennta. maður, og konu hans Þórunnar dóttur séra Björns Jó.rssonar í Bólstaðarhlíð. Ludvig Árni Knudsen móðurfaðir Hall- dórs var sonur Laurits Michaels Knudsens kaupmanns í Reykjavík, sem fluttist til íslands frá Danmörku um 1800. Kona hans var Margrét Andrea Hölter, sem áður hafði verið gift Claus Mohr verslunarstjóra í Stykkishólmi. Foreldrar he.mar voru Lars Hölter beykir á ísafirði og í Stykkishólmi og Guðrún, dóttir séra Þorbergs Einars- sonar prests á Eyri í Skutulsfirði. Séra Þorbergur var þriðji maður frá Birni Sveinssyni járnsmið á Þórustöðum í Ön- undari'irði, hálfbróður Brynjólfs Sveins- sonar biskups. En móðir séra Þorbergs var Guðrún, dóttir séra Hjalta Þorstei.isson. ar prests í Vatnsfirði, sem frægur er fyr. ir málverk sín og tréskurð. Hann var fjölfróður á marga grein og lagði einnig fy.rir sig kortagerð og tónlist. Séra Þorbergur var óskilgetinn og var faðir hans E-nar Jónsson smiður í Reykjar- firði í Vatnsfjarðarsveit. Séra Þorbergur var alinn úpp í Vatnsfirði hjá afa sínum, sem kenndi honum skólalærdóm og mál- aralist. Hagleikur, dráttlist og söngur gekk í arf með afkomendum séra Hjalta. í Knudsensætt voru hinsvegar leikara- hæfileikar. Kunnastur leikari í þeirri ætt er Josephine Eckhardt, fædd Thorberg, sem var fræg leikkona við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn á síðara hluta 19. aldar. Margrét Andrea, móðir Halldórs, andað- ist árið 1880, og var hann þá fimm ára að aldri. Árið 1884 fluttist séra Gunnlaugur aö Breiðabólsstað í Vesturhópi í Húnavatns- sýslu. Séra Gunnlaugur dó árið 1893 og var Halldór þá í Latínuskólanum í Reykja-

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.