Fylkir


Fylkir - 23.12.1977, Blaðsíða 5

Fylkir - 23.12.1977, Blaðsíða 5
FYLKIR 5 vík. Mikið orð fór af því hvílíkur öðlingur séra Gunnlaugur var, og því var við brugð- ið hversu mikill söngmaður hann var og röddin fögur. Stóðu þannig merkar ættir að Halldóri lækni og náin skyldmenni hans voru mikil- hæfir menn. III Halldór tók próf inn í Latínuskólann vorið 1891 og settist í fyrsta bekk um haustið. Sóttist honum námið vel, enda var hann jafnvígur á allar lærdómsgrein. ir. Halldór var umsjónarmaður í 4. bekk 1894—1895, en inspector scholæ þegar har.Li var í 6. bekk. Voru þetta virðingarstöður í skólanum. Halldór lauk stúdentsprófi vorið 1897 með hárri 1. einkunn, 97 stigum. Var hann 5. í röðinni, en hærri einku.mir hlutu Jón Þorláksson, síðar ráðherra, Sigurjón Jóns. son læknir, sem báðir voru með 1. ágætis- einkunn, Sigurbjöm Á. Gíslason cand. the- ol. og Árni Pálsson prófessor. Um haustið fór Halldór til Kaupmanna- hafnar og innritaðist í læknadeild háskól- ans. Heimspekipróf tók hann vorið 1898 með ágætiseinkunn og undirbúningspróf í læknisfræði þá um sumarið og í janúar 1899 með frábærum árangri. f efnafræði og grasafræði fékk hann fyrstu ágætiseink. unn og góða einkunn í hinum þrem fög. unum. Veturinn 1902 tók hann siðan próf í fyrsta hluta læknisfræði, einnig með ágæt- um. f lífeðlisfræðinni fékk hann 1. ágætist- einku'.m, en góða einkunn í líffærafræði og lyfjafræði. Lokaprófi í læknisfræði lauk hann sið- an 13. júni 1903 með 1. einkunn, 158 1/6 sc., laudabilis. Að prófi loknu vann hann síðau á Amts- sjúkrahúsinu á Friðriksbergi og Fæðingar. stofnuninni á tímabilinu júlí/ágúst 1903. Hann hafði aú lokið undirbúningi að ævistarfinu, og hélt þegar heim til íslands. Fór hann fyrst til Mjóafjarðar til séra Þorsteins föðurbróður síns að Þinghól, en þar hafði hann jafnan dvalið að sumr.-.iu meðan hann var við nám. Þaðan hélt hann til Akureyrar. Hafði hann verið ráðinn aðstoðarlæknir Guð. mundar Hannessonar héraðslæknis og sjúkrahússlæknis þar. Vann hann með hon- um á sjúkrahúsmu, en hafði líka lækninga- stofu í húsi stjúpmóður sinnar, Halldóru Vigfúsdóttur, sem flutt hafði til Akureyrar eftir andlát séra Gunnlaugs og gerst ráðs- kona sjúkrahússins. Guðmundur Hannesson var um þessar mundir á hátindi frægðar sinnar sem skurð- læknir. En nokkrum árum síðar varð hann héraðslæknir í Reykjavík og kenndi jafn. framt við læknaskólan.r. Síðar varð hann prófessor við háskólann. Guðmundur lét sér ekkert mannlegt óviðkomandi og skrif. aði mikið um heilbrigðismál og pólitík. Samstarfið við Guðmund hefur eflaust orðið Halldóri góður skóli, enda varð hann eins og Guðmundur frábær skurðlæk.iir. Halldór var á Akureyri þangað til í mars 1905. Hann var 6. júlí skipaður héraðslækn- ir í Hornafirði, en tók ekki við því embætti. Hann fór erlendis um sumarið 1905 og kvæntist þá unnustu skini Önnu Sigrid Terp. Hann var síðan settur héraðslæknir í Rangárhéraði 4. ágúst 1905 í veikindafor- föllum Ólafs Guðmundssonar héraðslæknis, og sat á Stórólfshvoli. En 17. mars 1906 var honum veitt héraðslækrisembættið i Vestmannaeyjum og tók hann við því seint í maí af Jóni Rósinkrans lækni, sem hafði verið settur til að gegna því frá 1. október 1905 þegar Þorsteinn Jónssc.i hvarf úr Eyj- um. Halldór segir í bréfi, sem hann skrif- aði Sigurjóni Jónssyni lækni dags. 16. 6. og 3. 8. 1906: „Úr Rangárvallasýslu fór ég 17. 5. til Reykjavíkur —, dvaldi þar í fimm daga og fór svo með Ceres til hinna þorsk- auðgu eyjanna . . . Ég var búinn að týna örkinni. Þá er ég búinn að vera hér tvo mánuði. Fyrra mánuðinn mikið að gera, en nú eru margir farnir til Austfjarða og hingað og þa igað. Mikið að gera allan vet- urinn, þá ca. 1400 manns —, þar að auki útlendingar. Spítalinn verður ekki opnaður fyrr en í haust eða vetur. Ég hamast nú í frönskumi, hér var í þrjár vikur frönsk stúlka (hjúkrunarkona), en var svo sótt til Reykjavíkur. Þá æfðist ég talsvert . . . Ég sakna voðalega reiðtúranna og hestarn- ir hérna eru ekki skemmtilegir, en fimmtíu stykki eru þó til, en það sem lengst verður riðið er ekki nema hálftíma ferð. Sérstak- lga ei ikennilegt fyrir Vestmannaeyjar er rigning, tannpína, njálgur og bindindi í orði en ekki á borði . . . Vín selt en masse í pukri, en allir þykjast vera templarar. Fínt um félagslíf hér í Vestmannaeyjum. Þorskurinn uppfyllir allra sáUr. Ég var sóttur til konu í þessu, en um leið og ég rak höfuðið inn, rak aniar íslendingur höfuðið út. Einu sinni töng síðan ég kom hingað — konan var sú stóra Katrín, syst- ir Engilberts, sem einu siini lét sitt ljós skína í skóla. Þú átt skilið betra bréf, en nú er kominn minn konsúltationstími, og þá fer ég niður á spítala, þar sem ég einn- ig hef apótekið.” IV Það voru mikil viðbrigði fyrir Halldór að koma til Vestmannaeyja til starfa, frá Ak. ureyri og úr Rangárvallasýslu. f Vestmannaeyjum voru þá 841 íbúar. Allt líf var þá enn í hiiiu forna fari. Húsa- kynni voru yfirleitt léleg og heilbrigðisá- stand fremur bágborið. Berklaveikin fór þá yfir eins og logi um akur og hörgulsjúk- dómar voru algengir. Það er sagt að Hall- dór hafi lýst einkennum mannlífsins í Vest. mannaeyjum með þessum þremur orðum: Útgerð — aðgerð — ígerð. Handarmein voru mjög algeng. Vatnsskortur var mik. ill. Engin uppsprettulind var þá til í Eyj- um, sem gæti fullnægt neysluvatnsþörfinni. Þó mikið rigndi hrökk vatnið af húsþök- unum ekki til, en því var safnað í þrær við hvert hús, og notast varð við vilpuvatn úr brunnum í lægðum í túnum. Voru bru'.mar þessir gamlir, og vatnið úr þeim mengað gerlagróðri. Til fiskþvottar var notaður sjór úr höfninni og gegndi sama máli með hann. Hafði Halldór læknir stór- ar áhyggjur af þessu ástandi og leitað úr. bóta. Mjólkurskortur var ein.iig mikill. En Halldór kom tU Eyjanna í upphafi nýrrar aldar — vélbátaaldarinnar —, sem hafði í för með sér stórfelldar breytingar — umbætur — á atvinnuháttum og afkomu Vestmannaeyinga. Vertíðina 1906 voru gerðir út til fiskveiða tveir fyrstu vélbátai'.rir, Unnur og Knörr, sem keyptir höfðu verið í Noregi og Dan- mörku seint á árinu 1905. Aflabrögð á Knerri gengu ekki vel, en Þorsteinn í Lauf- ási fiskaði svo mikið á Unni að á þessari fyrstu vertíð skilaði útgerðin kaupverði bátsins og nokkurri fjárhæð að auki, eftir að greiddur hafði verið allur kostnaður. En þessi litli bátur færði mö.mum einnig heim sanninn um yfirburði vélarinnar og olli þessi vel heppnaða tilraun Þcrsteins og félaga hans aldahvörfum í Vestmanna- eyjum. En veldur hver á heldur, segir mál- tækið. Má það til sanns vegar færa um Þor. stein, sem var einhver með þörfustu mönn. um í Eyjum — brautryðjandi, sem lengi verður minnst. Á næsta áratug stækkaði veiðiflotinn svo ört, að árið 1917 voru vélbátamir orðnir 67 talsins, samtals 613 smálestir. Halldór læknir var einn þeirra, sem keyptu sér hlut í báti, en ekki varð það affarasæl út- gerð, og seldu þeir félagar bátinn eftir fá ár. Mann fjöldi í Vestmannaeyjum var orð- inn í lok sama tímabils 2005. Vestmannaeyingar voru miklir dugnað- ar- og athafnamenn bæði fyrr og síðar, enda hafa ekki dugað vettlingatök í svipt- ingum við Ægi. Á árunum 1905—1906 byggði frakkneska líknarfélagið Societe’ des hopitaux fran- cais d’Islande sjúkrahús í Vestmannaeyj- um. Það tók til starfa á vertíð 1907. Við það varð Halldór læknir og annaðist jafn- framt bókhald og stjórn reksturs. Aðeins 9 sjúkrarúm voru í húsinu og skurðstofa, auk vistarveru fransks læknis, sem sturid- um var þar líka, og hjúkrunarfólks. Frönsk hjúkrunarkona starfaði við sjúkrahúsið, enda var það sérstaklega ætlað frönskum sjómönnum. Það var í fyrstu aðeins rekið hluta úr árinu, og á stríðsárunum fyrri var það alveg lokað um tíma. En sýslu- nefnd tók það á leigu seinna og rak það allt árið eða hluta úr ári. Miklar annir voru hjá Halldóri, en þó einkum á vetrum. Þá bættust við 400—500 vertíðarmenn á fyrstu árum hans, en fleiri síðar. í skýrslu til landlæknis um árið 1907 segir hann sjúkratilfelli og vitjanir hafa orðið 700 og eins 1908. Þá komu í land 100 erlendir sjúklingar. Annir hans við læknisstörf fóru stöðugt vaxandi eftir

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.