Fylkir


Fylkir - 23.12.1977, Blaðsíða 13

Fylkir - 23.12.1977, Blaðsíða 13
FYLKIR 13 en á Manga Th. þeir hafa misst allt traust, hann valt um koll á kössunum, sem stolið var í haust. Saligramm Siggi slembir hefur, saligramm samt hann ekki gefur, saligramm. Steingrímur Matthíasson læknir á Akur- eyri skrifaði Halldóri og minntist á það, að sig langaði til að koma til Eyja. Þá sendi Hallór símskeyti: Sértu voða velkomini vinum, konum, meyjum, klökkur Heimakletturinn kallar þig að Eyjum. Oft er sundið erfitt þar, aldan knörrinn skekur, en Jónas í kviði hvalfiskjar kannski með þig tekur. VII Halldór læknir fórst 16. desember 1924 ásamt sjö mcnnum öðrum í brimgarðin- um við norðanvert Eiðið í Vestmannaeyj- um. Gullfoss var að koma frá útlöndum þann dag og lagðist hann við Eiðið um hádegisbil. Veður var í uppgangi og orðið allhvasst á austan þegar Halldór og Ólafur Gunnarsson afgreiðslumaður skipsms lögðu frá Eiðinu. Peir voru á þriggja manna fari með valda skipshöfn, sem árum saman hafði flutt Halldór um borð í skip til sóttvarnaeftirlits. En í þetta sinn voru um borð í þessum litla báti níu manns. í ýti-igu tókst svo hrapalega til að bát- inn fyllti og maraði hann borðstokkafull- ur af sjó út úr brimgarðinum undan vindi. Fáir voru í fjörunni, þegar ýtt var frá landi, og gátu þeir engum björgunar- tilraunum komið við, sakir þess að á Eið. inu var enginn bátur eða tæki. Báturinn mun hafa sokkið. Mennirnir losnuðu allir við hann, nema einn maður, sem hélt sér í þóftu, og var honum ein- um bjargað. Nokkru síðar tóku líkin að berast upp í fjöruna, en um fjórar klukku- stundir liðu þar til síðasta líkið barst upp á ströndina. En ólafur fannst aldrei. Hallór læknir fékk áverka á höfuð og mun hafa látist fljótlega. Strandferðaskipið Esja lá einnig undir Eiðinu. Við skipshliðina lá vb. Lagarfoss og var unnið að því að taka upp úr bátn- um vörur. Leið alllangur tími þangað til því var veitt athygli að slys hafði orðið við strönd- ina. Hafði einn þeirra manna, sem stadd- ir voru á Eiðinu farið upp á Almenning- inn — fjárréttina — og veifað þaðan til þess að vekja athygli á þessum atburði. Lagarfoss fór síðan á vettvang og bjargaði Ólafi Vilhjálmssyni, sem var í bátnum, og náði líki Halldórs, sem flaut á lofti í kápu hans. Voru þeir fluttir um borð í Esju, og þar voru reyndar lífgunartilraunir á Hall- dóri, en án árangurs. Voru Vestmannaeyingar harmi lostnir yf- ir þessu mikla slysi. Halldór læknir naut mikilla vinsælda í Eyjum. Á fertugs afmæli hans, 24. 8. 1915, hafði sýslunefndin heiðrað hann. Kom hún þá saman á fund og heimsótti hann síðan, og pakkaði í nafni sýslunnar störf hans í þágu eyjarskeggja. Frakkar veittu honum heiðursmerki fyrir störf hans við frakkn. eska sjúkrahúsið og konsúlsstörf fyrir þá. Kvenfélagið Líkn gaf herbergi i Stúdenta- garðinum í Reykjavík tú minningar um hann, og Vestmannaeyingar reistu vegleg- an minnisvarða á leiði hans. Það er mikil eftirsjá í mikilhæfum mönn. um, sem fara svo um aldur fram. Hall- dór læknir á Kirkjuhvoli hafði um nær tvo áratugi sett svip sinn á Vestmanna- eyjakaupstað og látið að sér kveða í bæj- arfélaginu á eftirminnilegan hátt. Fjöl- margir áttu hc.ium gott upp að inna og öllum var hann minnisstæður sakir lækn- inga, geðprýði og gamansemi. Ungir og gamlir minntust hans með söknuði. Mér eru enn í minvú komur hans til min, er ég veiktist af liðagigt á unglingsárunum. Ræddi hann fyrst með rósemi um líðan mína, en sat síðan góða stund og glugg- aði í bækur þær, sem ég var að lesa mér til afþreyingar, og í mesta lagi sagði hann einu sinni eða tvisvar: Tien. Hann notaði oft í viðræðum þetta franska smáorð, sem segir margt eftir tóninum, sem það er talað. Halldór og Anna kona hans eignuðust fjögur börn: Ólaf Þorstein lækni, Gunnlaug Pétur Kristján arkitekt, Axel Valdimar heildsala og Ellu Vilhelmínu kaupkonu. OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO-OOOOOOOOOOOOOOQ oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo o o o o o o Verncfið heimiliy<kr.... Óskum Vestniannaeyingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS Skólav. 6. Vestmannaeyjum. Óskum viðskiptavinum okkar GLEÐILEGRA JÓLA og farsæls komandi órs Þökkum viðskiptin ó liðnum árum. DRÁTTARBARAUT VESTMANNAEYJA OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.