Fylkir


Fylkir - 23.12.1977, Blaðsíða 15

Fylkir - 23.12.1977, Blaðsíða 15
FYLKIR 15 Frá Páli í Þorlaugargerði FYRSTA FROSTNÓTTIN. Friðarguðinn faðir minn, felldi að sumri dómi'nn. Nú hefur fyrsta frostnóttin fángað lífsglöð blómin. Svalur vetur sest við völd, sveiflar veldissprota, um mann næðir nistingsköld norðangarrans þota. Stráir kuldinn hrími á hlíð, háttar s-iemma sólin. í baksýn, þó við bitru og stríð, blessuð ljóma jólin. Þó að snemma sofni sól og svæli nepjan inni, heyrirðu ekki „Heims um ból” hljóma úr fjarlægðinni? P. H. Á. LISTAVERKIN. Pegar ég sá Tröllkerlinguna uppstillta á aðalskemmtisvæð- inu innan bæjarins, duttu mér í hug eftirfarandi vísur: Prýða á með afskræmum, öld menningarinnar. Tákamynd má þar tala um, Tröllkerlingarinnar. Pað verður aldrei lífsins lán að leika sér að níði. Jafnvel tröll er ekki án allra dyggða og prýði. Öll afskræming er illur fleinn, er ætíð dregur niður. Listamaður er sá einn, er allífs fegurð styður. Ei'.iars listin líkar mér, lífs hann túlkar sanninn. Eg vil heldur eiga hér útilegumanninn. Pað er sannarlega ekki úr vegi að rita smá jóla-sindur að þessu sinni. Mál er víst að linni því makalausa kjaftæði, sem yfir bæjarbúa hefur dimið frá sæfarendum, land- kröbbum og öðrum ámóta lýð og eins gott að eitthvað af góðu' orði fylgi með í lok jóla- föstu. Enginn skyldi þó skilja þau orð mín svo, að ég hyggist gerast einhver aUsherjar- sálnsorgari bæjarbúa, til þess eru aðrir og mér mun betri menn til kjömir. Ekki er þó úr vegi að líta ögn á blessuð jólin og aUt sem þeim fylgir. Nú orðið mun hátíðin einkum eiga að snúast í kringum frelsarann frá Nasaret, sem af hagkvæmni- ástæðum er látinn halda upp á afmæli sitt á þessum árstíma, þótt visindamenn hafi á það fært sönnur, að sá ágæti maður hafi fæðst á sauðburðartíma íslenskum. Nóg um það, heiðnir menn þurftu sitt jóla- hald, þótt kristni væri viðtekin á landinu, og sú rammheiðna hátíð, sem áður fyrri var haldin til heiðurs hækkandi sól gerðist allt í einu persónugervingur frumsmíðar krist- innar trúar. Væntanlega hafa báðir getað unað glaðir við sitt. Frumherjar trúar hafa talið sig vera í landi með málamiðluninni og þeir hinir lítiltrúaðir sömuleiðis að fá að halda sínum gömlu siðum í Ijósi nýrrar vakningar. Raunar er orðið „jól” frá fornu eitt hund- heiðið nafn, en af undanlátssemi kirkjunnar öldunga látið halda sér en ekki umbreytt svo sem daganöfnin gömlu, sem hvarvetna um álfuna eru enn í gildi frá rammheiðni. Voru þó færð tU kristlegra horfs af góðum biskupum vorum liðnum, hérlendum. Nú sem þetta tilskrif skal í meginhlutum vera jólahugvekja er ekki úr vegi að víkja ögn betur að aðalinntaki þeirra og þá á nú- tímavísu og klerklegur lærdómur látinn milli hluta liggja að mestu, utan þess er óhjákvæmilegt reynist í að vitna. Gamalreyndur meistari, kirkjulegur, sá er ég hef alltaf haft nokkuð dálæti á, sagði svo um jólahald í sjónvarpi fyrir allnokkru, að hinn ytri búnaður jólanna ætti hinn fyllsta rétt á sér. Ekki fögnuðu menn venjulega gesti utan þess að gera honum gott, á hvern hátt svo sem menn óskuðu þess. Sömu sögu vildi hinn aldni meistari gera jólum og komu hans er þá er sérdeiL's í heiðri hafður. Það er nú svo með mig vesælan, að þá er góða gesti ber að garði að Ketilsstöðum, er ávallt reynt að bera fram hið besta er finnst í mat og drykk á því heimili, og sérdeilis má sá maður vera illa sér að orði og í stakk að ekki fái hann þar inngöngu með blessun guðs og heimilisfeðra og þeir fáir, sem í kraiti réttlætis og góðvilja og vinsemdar þar upp á banka, sem ekki fá innangengt. Svo er og um jólin. Hví skyldum við ekki m'nnast þess, að frá fornu fari, og það löngu áður én kristni var lögtekin hér á landi var það viðtekin venja, að haldin voru boð um jól og menn út Ieystir með gjöfum. Og sem betur fer er sú siðvenja enn í heiðri höfð, þótt með nýjum sið hafi okkur verið það sagt, að slíkt hafi upptekist með þríheil- ögum kóngum nokkrum úr austurvegi, sem ekki skal þó íefa dregið að gefið hafi gjafir af sínum góðu efnum og til góðs máls. Osjaldan hefur mátt heyra og reyndar sjá, með tilkomu nýrra fjölmiðla, örvænt- ingaróp manna um að jólin séu að verða þeim ofviða, fjárhags vegna. Hafa sumir, Iíkt og fé á ofbeittu Iandi, haldið á vit síns hjáguðs til vona um víxillán til aflausnar syndum á jólaföstu, ódrýgðum syndum sem ,og fyrirfram drýgðum til aflHJsnar, Má þá og með sanni segja, að stóll banka. og sparisjóðsstjóra sé hinn sanni skriftastóll og arftaki pápisku, er fram í febrúar kemur og vertíðin klikkar, og víxillinn feöur. AUt um það sér undirritaður enga ástæðu tíl annars en að gera sér glaðan dag um jóL Þótt árshátíðir margvíslegar séu uppi að- hausti og menn fagni skilum fæðingardagá á hinn vísasta máta, hverfur það ekki, að sú hátíð, sem eitt sínn var kennd við sól- risu en hefur nú færst yfir á komu frelsara mannkyns, á fullt erindi við allt mannfólk, hvora stefnuna sem það svo aðhylbst. Um hina, sem hvorugt halda hátíðlegt er aftur á móti vandasamara að segja til um. Einn góður kunningi minn hafði það fyrir sið að halda daga í „Fjölvíssbókinni” hátíðlega. Eitt sinn varð þjóðhátíðardagur Uruguay honum að hátíðarefni, svo að lyfta varð glasi, og þótti þá sumum nóg um, sem ekki kalla allt ömmu sína í þeim efnum. Á jólum er það takmark okkar að gera okkur dagamun, og skiptir þá varla megin- máli, hver tilgangurinn er. Sumir ákalla vorn Drottinn af miklum ákafa, en aðrir eru svo niðursokknir í hinn guðinn (sem ég þori ekki að nefna á nafn í þessu blaði), að þeir eru í sumum tilfellum hreint út- keyrðir á aðfangadagskvöld, og þá vafasamf hvort þeir sofa guðs eða hins útvalda svefni. Vart situr á höfundi Sindur að gefa fólki hedræði og þyrfti hann mörg sjálfur að taka. Pó vill hann minna á hið gamla spakmæb, „að aldrei skuli sér hurðarás um öxl reisa” svo og „að margur hyggur sér viðhlæjendur vini” hvernig svo sem menn vilja það skilja. Með bestu þökkum og gleðileg jól. Sigurg. Eg hef heyrt þá skýringu á útfærslu verksins, að það eigi að tákna nátttröll, er bregði upp hendi móti árdegissól, e.i sé þó þegar, að breytast í klettadrang. — Mer virðist nú líkara því að kerlingin sé að hjaðna niður og verða að lofti, en að hún sé að túttna út og verða að kletti. T. d. höfuðið, það minnir helst á gapandi, tannlausan hundshaus. Fyrst að höndin, sem má heita það eina á verkinu, sem minnir á mannlega sköpun, er þó þetta lík, hefði mátt búast við því, að höfuðið, sem upplyft höndin átti að skýla, hefði enn getað sýnt nokkra mannlega, sterka drætti. Pað er mikill munur á tröllateikningum Ásgríms Jóns- sonar eða þessu skrípi. Mér fyndist við hæfi, að kf'I- ingin yrði flutt út á Nýja hraun og stillt þar -ipp í umhverfi er hæfði henni betur, en það sem hún nú er í. Þó hvergi verði hún skapara sínum til mikús sóma. Að sjálfsögðu þyrfti ann- að fí,ngerðara og frjórra að koma í hennar stað, t. d. „Út- lagar” Einars Jónssonar. ,ALDA ALDANNA”. Falbð bárur faldanna jmeð fegurö hrífur lýði. Nú er Alda Aldanna orðin bæjarprýði. Eilífð horfir himni mót, hýrum móðuraugum. Er það göfgun allri snót, undir stjörnubaugum. Par er Ijúflegt bstabúr, svo ljós í hugsun dafni, hingað drögum áfram úr, Einars minja saf'.ii. Aldan er dásamlegt bstaverk. Stórbrotin að hugsun og fram. úrskarandi að fínlegum frá- gangi, eins og allt eftir Einar. Einhverju sinn var þetta sagt um Einar m. a.: „Einar var skáld hins góða, fagra og íull- komna. Hann mátti ekki hugsa til þess, að verk hans túlkuðu neitt það, er unnt væri að taka í þjónustu skuggavaldanna.” — Nokkuð hefur verið rætt um óvandaðan frágang fótstallsins, og er það að vonum. Eins og hann er nú, er hann í miklu ósamræmi við svona fínlegt verk. Held að réttast væri að steypa hann og jafnvel efna til hugmynda samkeppni um vgerð hans. Vel fy.idist mér eiga við að efri brún fótstalls. ins væri í líkingu við brotnandi bylgju. Bráðabirgðabót væri að setja þakinn jarðvegshring utanum steininn sem er, og næði hann talsvert upp eftir honum. Pví ljótast er hobð, sem er undir brúnir steinsins. P. H. .4.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.