Fylkir


Fylkir - 03.12.1977, Síða 4

Fylkir - 03.12.1977, Síða 4
FYLKIR Veðráttan: Veðrið hefur ver. ið heldur stopult þessa vikuna og í erfiðara lagi um sjósókn, sunnan þræsingur og suðaustan rok og þungur sjór. — Veiðiskapur: Sama saga.r um aflabrögðin, varla bein að haía. Gildir þetta þó hvað helst um trollið og netin. Nokkrir bátar hafa verið að reyna að fiska í „siglingu”, en aflaleysið svo í netin, að jafnvel dugnaðarþjark ar eins og Sigurjón á Þórunni Sveinsdóttur urðu að hætta. Enn eru þó nokkrir netabátar að reyna, en mjög vafasamt hvort yfirleitt tekst að ná í það stóran farm að nokkurt vit sé í að „sigla” á erlendan markað. Smávegis hafa þeir verið að kroppa á spærlingnum. Hald manna er þó að það sé að þoma upp á þessum veiðiskap. Þessir bátar lönduðu í vikunni: Danski Pétur 29 lestir; Bergur 148; Bjarnarey 94; Suðurey 104. Jötunn: Sjómannafélagið Jöt. unn mun um aðra helgi, eða nánar tiltekið 10. des. n. k. eí'.ra til árshátíðar svo sem gerðist í gamla daga. Forráðamenn fé- Iagsins hugsa til þess að hafa reisn yfir hátíðinni með mörg. um skemmtiatriðum, happ. drætti og svo að sjálfsögðu borðhaldi, sem ekki á að vera af verri endanum. Athygli skal vakin á að starfandi sjómenn hafa forgang á miðapöntunum. Línan: Afli á línuna er heldur að dragast saman enda tíðin ó- hagstæð. Helst ber á Elliðaey og Öðlingi á þessum véiðiskap, og aflinn þetta 4—5 tonn, kann. ske heldur meira suma dagana. Uppistaðan í aflanum er langa og keila. Togararnir: Guðmundur Jóns son, nýi togari Fiskimjölsverk. smiðjunnar, kom úr sinni fyrstu veiðiferð eftir eigenda- skiptin 1. des. sl. Afli var rýr 55 tonn, en að sögn Jóhanns í. Guðmundssonar í Fiskiðjunni, þess grandvara manns, úrvals. vara, ýsa og þorskur, og alveg sérlega vel með farinn. Síldin: Nú er síldveiðum lok. ið á þessu ári. Alls munu hafa komið hér á land um það bil 4200 tonn af síld. Smávegis fór Hin vlnsæla og árlega verður laugardagi'-m 10. des. n. k. Þá veröur kjörið tækifæri til að gera góö sælgætiskaup og styrkja um leið gott málefni. í frystingu, en stærsti hlutinn fór í salt. Söltunin var sem hér segir: Vinnslustöðin: 8606 tunnur. Hraðfrystistöðin 7864 tun'.iur. Fiskiðjan 6702 tunnur. ísfélagið 4280 tunnur. Afskipun á síldinni er í far- vatninu og fara fyrstu tunnur héðan í 'næstu viku. Er hér um að ræða óverulegt magn er fara á í Rússann. Bjl Guðm. ÓDÝRT í KAUPFÉLAGINU! Strásykur 10 kg .......... kr. 900.00 Strásykur 2 kr .......... kr. 195.00 Molasykur 0,5 kg......... kr. 78.00 Molasykur 0,4 kg.......... kr. 75.00 Flórsykur 0,5 kg......... kr. 75.00 Púðursykur 0,5 kg........ kr. 85.00 RYDENS kaffi pr. pk...... kr. 420.00 vc kaupfélag VESTMANNAEYJA UNDIRSTAÐAN Allir sem þekkja til í Eyjum vita, hve stór- stígar framfarir urðu hér eftir að fyrsti vél- báturinn gekk hér á vertíðinni 1906. Þá voru íbúar um 600, en næstu ár flykktist fólk úr sveitum Suðurlands hingað svo kringum 1930 voru hér yfir 3000 manns. Sem dæmi um þá byltingu, sem fylgdi vélbátunum skal nefnt, að 1912 eru komnir hér 58 vélbátar. Allir þessir bátar voru vegna lélegra hafnarskilyrða aðeins 6—10 tonn. Á öðrum og þriðja áratugnum stendur yfir hin erfiða barátta að byggja hér trausta hafnar- garða. Er öllum Eyjamönnum kunn sagan af hruni Hringskersgarðsins oftar en einu sinni. Loks skildu hinir útlendu verkfræðingar þunga úthafsöldunnar og eftir það fór stríðið að ganga betur. Um 1930 eru loks garðamir komnir í það horf sem þeir hafa verið í síðan. Með gosinu og „nýju” Víki'.mi má segja að hlutverki þeirra sé lokið. Bryggjur og legupláss er meira og betra hér en víðast hvar á landinu og öll aðstaða með miklum ágætum. En það ber mikinn skugga á þetta allt: stærstu skipin eru hætt að fljóta inn í höfn- ina með fullfermi. Það var eitthvert mesta gæfuspor sem bæjaryfirvöld í Eyjum stigu er þau keyptu dýpkunarskipið, sem er nú orðið yfir fjörutíu ára gamalt. Er það ljósasti vottur um afkastagetu þess að þar voru áður kálgarðar sem Friðar. höf'.i er nú. Fyrir daga skipsins lágu þrjátíu tonna bátar fastir milli garða um fjöru. Fyrir gos sigldu stór hafskip hér óhindruð inn: Nú er ástandið svo að stærstu heimabátar standa með loðnufarmana við austurenda Friðarhafnar og Sigurður hverfur frá, ef afl- inn er kominn nær fjórtán hunduðum tonna. Hversu miklir fjármunir glatast fyrir byggð- arlagið við einn farm, sem ekki kemst inn? Þegar litið er til þess hve skip fara stækk- andi er hér voði á ferð, sem verður að snú. ast gegn strax. Fyrir leikmannsaugum virð- ist dýpkuaarskipið ítið notað og pramma- kerf;ð seinvirkt og dýrt. Hér á árunum voru lögð rör gegnum Eiðið. Kunnugir menn teja þau nothæf enn. Að- eins þurfi að hreins frá endum. Geta alir séð hve afköst gætu aukist, ef þau væru tekin í notkun og lögð niður sú handabaksvinna að eiga jafnve á hættu að vikurinn kæmi aftur inn í höfnina úr Flóanum. En þótt unn- ið yrði af kappi við þessa undirstöðu mann- lífs í Eyjum liggur a:nnað vandamál fyrir í sambandi við útveginn og höfnina. Það er eilífðarmálið, — skipalyftan. Senn mun það tíu ára gamalt og lyftan komin hingað fyrir gos. Nokkur afturkippur kom í þessi mál, þegar óhappið varð við skipa- lyftuna á Akranesi. Nú telur bæjarstjóri að með viðbótar tjökkum sé hægt að gera hálfu sterkari lyftu en áætlað var og mm hún geta lyft allt að helmingi stærri skipum en ráðgert var. Reyndar mun það ekki nema halda í horf- inu, því skip hafa stækkað það mikið á þess- um árum. Þá deila kunnugir um staðarval fyrir lyftuna og telja að hagkvæmast hefði verið að reisa hana þar sem gömlu slippam- ir eru. Það sé við bæjardyr smiðjanna, bæði tré- og vélsmiðja og uppsátur miklu aðgengi- legra og laidrými meira allt frl Herjólfs. bryggju að lóð Fiskimjölsverksmiðjunnar. Hvað sem staðarvali líður geta menn dæmt hve stórkostlegt mál fyrir atvinnulíf Eyj- anna er hér um að ræða. Ef stærstu skip hér, þrjú til fimm hundr- uð tonn, fara annað, kostar uppsátur í þrjá daea og botnförðun um 800 þúsu-id kr. Ef skip er allt málað, þótt það standi ekki uppi nema fáa daga, kostar það vart minna en tvær milljónir. Mestur hluti þessa kostn- aðar er vinnulaim. Hinn hlutinn yrði aukin sala verslana og annarra fyrirtækía. á staðn. um. Allt þetta fé fer burt úr byggðarlaginu. Auk þess verða skipshafnir að hírast fjarri heimilum sínum á meðan á kostnað útgerð- ar eða vera að hendast milli lands og Eyja. Auk þessa stórfellda taps fyrir alla verður að minna á, að hér er um að ræða hvort Vestmannaeyjar eiga að vera á algeru þró- unrstigi í undirstöðu atvinnuvegi og láta aðra fleyta rjómann af dugmiklu starfi út- gerðarmanna og sjómanna og svelta iðnað hér, því ekki verður hægt að byggja stöðugt hús er innflutningur fólks er hættur. Hér verður ekki rætt um það, er lán Al. þjóðabankans, einn milljarður, sem ætlað var í fyrstu tiluppbyggingar í Eyjum, lenti allt í hafnir í Þorlákshöfn og Grindavík. Það er efni í stærri grein en þessa. Að lokum: Á sama hátt og lyftan er hagsmunamál út- gerðar- og ið'.iaðarmanna er dýpkun hafnar- innar mikilvægt hagsmunamál verkafólks og fiskvinnslu. Undir framkvæmd bæjarstjórnar á þessu máli málanna, eins og hafnarmálin voru nefnd hér á hinu mikla framfaraskeiði Eyj. anna, er framtíð byggðarinnar hér komin. Þess skulu hinir „vísu landsfeður” minnast. V. Verslið ódýrt í Kaupfélaginu í FYRRA FENGU VIÐSKIPTAVINIR OKKAR 17,6 MILLJ. KRÓNA VÖRUMARKAÐSAFSLÁTT.

x

Fylkir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.