Fylkir


Fylkir - 25.02.1978, Qupperneq 1

Fylkir - 25.02.1978, Qupperneq 1
SJÁLFSTÆÐISMENN VESTMANNAEYJUM Takiö þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, sem fram fer á næstunni vegna bæjarstjórnar- kosninganna í vor. Virk þátttaka sem flestra víkkar sjóndeildarhring flokksins og eflir hann. Sjálfstæðisflokkurinn. Embættismannakeríið Á síðasta bæjarstjórnarfundi kom enn einu sinni í ljós hve embættismannakerfið er orðið hrikalegt hér í bæ. Bæjarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins höfðu pata af því að tveir aðúar voru sendir á vegum bæjarins til Hannover á sýningu á dögun. um. Spurt var hvernig stæði á því að bæjarstjóri gæti leyft sér slíkt án samþykkis bæjar. ráðs og bæjarstjórnar. Páll svaraði því til að það hefði gleymst og tók Sigurgeir und- ir það. Sannleikurinn er sá, að völd embættismanna eru orðin slík að óþarft hefur verið að leita samþykkis. Eg veit að 1 bæjarráðsmaður sagðist ekki mundi samþykkja umrædda ferð og því hefur Páll gleymt að bera það undir bæjarráð og treyst á að hægt væri að sam- þykkja það eftir á. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis. flokksins komu með eftirfarandi tillögu: Bæjarstjórn Vm. mótmælir að starfsmenn bæjarsjóðs og stofn ana hans séu sendir í dýrar utanlandsferðir á kostnað bæj. arsjóðs. án heimildar og vit- undar bæjarfulltrúa. Svo fór að tillaga þessi var samþykkt með 5 atkvæðum. Tryggvi Jónasson sýndi þá á- byrgð gagnvart skattborgurum þessa bæjar að líða ekki slíkt. Þegar verið er að karpa um hvort kirkjukórinn eigi engan styrk að fá á fjárhagsáætlun eða 300 þús. eins og hann fékk, þá leyfir bæjarstjóri sér, ekki í fyrsta skiptið, að senda mann í slíka ferð án nokkurrar sam. þykktar. Sigurgeir Kristjánsson varð til að bjarga Páli frá hneisunni með því að koma með eftir. farandi tillögu: Bæjarstjórn samþykkir að greiða ferð Viðars Aðalsteins- sonar á sýningu í Þýskalandi með sama hætti og gert heíur verið í slíkum tilfellum. Tillag- an var samþykkt með 5 at. kvæðum. Vonandi lætur bæjarstjóri sér þetta áfall að kenningu verða og, man að hann og aðrir eiga að vinna eftir fyrirmælum bæj arráðs og bæjarstjórnar, en ekki öfugt. Annað embættishroka dæmið er þegar innheimtustjóri G.H.T. tók fasteignagjaldið af öllum starfsmönnum á vegum bæjar- sjóðs, án lagalegs réttar og hreitti svo ónotum og ósvífni að þeim sem kröfðust leiðrétt- iagar. Eg tala ekki um þegar, annað árið í röð, er tekið af fólki sem er búið að borga. Svo er bókhaldið fullkomið að ekki þarf að líta á hvort viðkomandi aðili skuldi umrætt gjald eða ekki. Þórarinn Magnússon skrifaði í Eyjablaðið að ekki hefði þurft að samþykkja tillögu Sjálf- stæðismanna um að gjalddag- ar fasteignagjalda væru 3 í stað tveggja, þar sem dráttar- vextir kæmu ekki á fyrr en mánuði seinna svo að gjalddag- ar væru í raun 4 í stað 3ja. Annað kom í Ijós. 3. embættismannahrokinn kem ur í ljós þegar Sigurgeir Kristjánsson spyr hvernig það geti átt sér stað að ibúðarkaup. endur á Áshamri, sem ólokið áttu einhverjum greiðslum sem giskað var á nokkur hundruð þús. og þótti mikið ef færi upp í 600 þús., fá reikning upp á 1,2 njillj. Auðséð var, að bæj- mwmim ekki neitt og ekki AUGLÝST er eftir framboðum til prófkjörs. í reglum um framkvæmd prófkjörs vegna framboðs Sjálfstæðisflokksins í Vestmanna- eyjum við ;■> bæjarstjómarkosningarnar 1978 segir svo m.a.: 3. grein. Val frambjóðenda til prófkjörs fer fram á eftirfarandi hátt: a. Kjörstjórn auglýsir eftir framboðum. Hverju framboði skulu fylgja skrifleg meðmæli minnst 10 og mest 20 flokks- manna í Vestmannaeyjum, á kosninga- aldri. b. Frambjóðendur skulu vera að minnsta kosti .15. Komi ekki fram sá fjöldi fram- bjóðenda með þeim hætti, sem um ræðir í a - lið þessarar greinar, skal stjórn full- trúaráðsins bæta við, þar til tilskyldum lágmarksfjölda er náð, að minnsta kosti. c. Nauðsynlegt er að samþykki frambjóð- enda til framboðsins liggi fyrir, og geng- ur kjörstjórn endanlega úr skugga um að svo sé. d. Ekkert er því til fyrirstöðu, að með- mælendur sbr. a - lið þessarar greinar styðji fleiri en eitt framboð. Samkvæmt framansögðu er hér með aug- lýst eftir framboðum til prófkjörsins. Framboðum þessum ber að skila til kjör- stjórnar á skrifstofu Fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna í Vestmannaeyjum, Eyverjasalnum í Samkomuhúsinu, eigi síðar en kl. 19.00, þriðjudaginn 7. mars. F. h. kjörstjórnar Páll Scheving. t' { •$;i • '3 A- -i heldur Sigurður Jónsson, sem báðir eru í stjórn BÁV. Ekki hafði innheimtustjóri fyrir því að bera þetta undir þá. M.M. reyndi að verja GHT að venju þótt erfitt væri. Æ fleiri bæj- arfulltrúar gera sér ljóst að embættiskerfið er að verða bákn sem við rísum ekki undir. Eftirfarandi 2 tillögum Sjálf- stæðismanna var vísað til bæj- arráðs: I. Bæjarstjórn Vm. samþykkir að yfirvi.ma starfsmanna fari ekki fram úr 25% af umsömd- um launum, nema samþykki bæjarstjórnar komi til. II. Teljum að yfirstjórn kaup- staðarins sé alltof dýr eins og við höfum magsinnis gagnrýnt og bent á og því nauðsynlegt til að létta á greiðslubyrði bæj- arsjóðs, að 'nú þegar verði fækkun á dýrasta starfsfólki kaupstaðarins til samræmingar við það sem annarsstaðar þekk- ist. Minnti ég á enn einu sinni að þegar skrifstofustjóri J.P.A. var ráðinn lét Sigurgeir Kristjáns- son bóka og Sigurður Jónsson tók undir að jafnframt hefði M.M. sagt að G.H.T. færi héð- an. Ekki hefur vilji þessara bæjarráðsmanna náð fram að ganga, enn ræður embættis- ma.makerfið — s. A. /--------------------------\ TILLÖGUR SJÁLFSTÆÐISMANNA Eftirfarandi tiilögur Sjálf- stæðismanna voru einróma samþykktar á seinasta bæj- arstjórnarfundi; 1. Bæjarstjórn Vestm.eyja lítur á hitaveituframkvæmdir í kaupstaðnum sem forgangs verkefni, og mun beita afii sínu til þess að þeim verði flýtt sem kostur er, til hags. bóta fyrir bæjarbúa. 2. Bæjarstjórn Vestm.eyja ítrekar þann vilja sinn að komið verði upp fyrirhug- aðri skipalyftu og heitir á stjórnvöld landsins að bregð- ast ekki í þessu hagsmuna. máli. En fyrirtæki þetta mu.i stórauka atvinnutækifæri bæjarbúa. Minnst er á ein- hæfa atvinnumöguleika og sérstöðu, auk nauðsynjar á því að komið verði upp þess- ari aðstöðu fyrir fiskiflot- ann, sem veiðar stunda við Suðurla.id, auk heimaflotans. 3502 6’i ÍSLANOS

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.