Fylkir


Fylkir - 04.03.1978, Page 1

Fylkir - 04.03.1978, Page 1
SJÁLFSTÆÐISMENN VESTMANNAEYJUM Takiö þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, sem fram fer á næstunni vegna bæjarstjórnar- kosninganna í vor. Virk þátttaka sem flestra víkkar sjóndeildarhring flokksins og eflir hann. Sjálfstæðisflokkurinn. SIGIR 1) L lí JÓNSSO N Nú líður senn að lokum þess k.iörtímabils er bæjarstjórn var kjörin til að gegna. Á þessum árum (frá 1974) hefur margt mjög vel tekist í uppbyggingar- starfinu. Þó er æði margt, sem hefur farið á annan veg en æskilegt má telja og hefði, ef betur hefði verið staðið að, tek. ist mun betur. Mistök hafa orð- ið mörg, sum smá ön'nur stór. Þetta er hægt að sjá nú í lok tímabilsins. f þessu sambandi er ekki hægt að sakast við einn ákveðinn aðila, enginn bæjar- fulltrúi getur skotið sér undan ábyrgð í þessum efnum. Öll eigum við þátt í því sem vel hefur farið og líka í því sem miður hefur farið. En það dug. ir ekki sífellt að lifa og hrær- ast í fortíði'ini, í sífelldri leit að syndaselnum. Mun frekar er ástæða til að draga lærdóm af mistökunum og strengja þess heit að gera betur í framtíðinni. skal hér á eftir farið nokkr- um orðum um, hvað að mínu mati eru brýnustu verkefni sem bíða nýrrar bæjarstjórnar. YFIRBYGGINGIN OF STOR í framkvæmda og byggða. áætlun fýrir Vestman’.iaeyjar 1977 — 1978 er litið á reksrar- afgang sem lykilatriði. Rekstr- arafgangur Bæjarsjóðs var kominn yfir 40°/o árið 1972, en va-r dottinn niður í 16% árið 1976. Var hann þá lægstur allra kaupstaða landsins Auðvitað má að einhverjum hluta rekja þetta til gossins, en ekki að öllu leyti. Að mínu mati er yf. irstjórn hér of kostnaðarsöm í samanburði við aðra kaupstaði. í framkvæmdaáætlun er geng ið út frá því takmarki, að rekstrarafgangur aukist á næstu árum uppí 30%. Þetta tekst ekki nema með mjög auknu aðhaldi, Eg hef oft bent á það, að ekki nái nokkurri átt, að hæst lau’.i- uðu menn bæjarsjóðs vinni tugi tíma á hverjum mánuði í yfir- vinnu. Hver tími sé allt of dýr. Það tíðkast á flestum stöðum, að við hæst launuðu mennhia sé samið um ákveðna yfirvinnu- þóknun, en hver mínúta sem fer fram yfir dagvinnumörkin sé ekki skrifuð. Tillögur hafa verið fluttar í bæjarstjórn í þessa átt, þ.e. að setja þak á alla yfirvin'.iu. Meiri hluti bæjarfulltrúa hefur enn ekki viljað taka á þessu máli. Mjög varlega verður að fara í aukna þjónustu á vegum bæj- arfélagsins á næstu árum, frek- ar verði stuðlað að auknum f ramkvæmdum. tJTBOÐ Þegar minnst er á fram. kvæmdir hrista margir bæjarbú ar höfuðin. Te’ja allt of mik- inn seinagang á þeim hjá bæj- arsjóði. Of mikið sé unnið í tímavinnu. Það er min skoðun, að sem allra flest verkefni á vegum Bæjarsjóðs verði boðin út. f langflestum tilfellum er það hagstæðara fyrir bæjarfél- agið bæði hvað varðar kostn- að og tímalengd á framkvæmd- um. Auk þess skapar það mun eðlilegri samkeppni milli verk. taka og kemur í veg fyrir alls konar klíkuskap, hver fær þetta eða hitt verkið. FÆKKUN LEIGUÍBÚÐA Bæjarsjóður mun nú eiga rúmlega 100 íbúðir, sem leigðar eru út. Miðað við stærð sveit- arfélags er þetta hæsta íbúða- eign la'ndsins. Hér er nauðsyn. legt að snúa við blaðinu. Fyrir bæjarsjóð er nægilegt að eiga 15 — 20 íbúðir. Nauðsynlegt er að selja á næstunni öll tele- scope-húsin og einnig þau rauðu. Aftur á móti tel ég, að bæj- arsjóður eigi að nota fjármuni sem þar koma inn til að byggja eina blokk og selja á þeim kjör- um sem tíðkast hafa við verka- mannabústaðina og einkum er ætlað efnalitlu fólki. Þá er einn ig nauðsynlegt að byggja og selja á svipuðum kjörum íbúð. ir fyrir aldraða. FJÖLBREYTTARA ATVINNULÍF. Þó að fiskvinnslufyrirtækin Framhald á 2. síðu. ATHUGIÐ Framboöum til prófkjörs Sjálfs vegna bæjarstjórnarkosninganr tæðisflokksins a í vor, þarf ClU OlNllci. Lll IVJ vjl o ul Ilcll d OTciIlk ráðs sjálfstæðisfélaganna. Ey\ ÍLUIII -T Ulivl Ucl’ ærjasalnum í isPciiiiKuiiiuiiUoiiiU, j.yiii ivi. i.y.uu 7. mars. li.iv. lujLLUug F.h. kjörstjórna r Páll Scheving. SÆBJÖRG VE 56 er nýkoinin lieim frá Danmörku, þar sem gerðar voru á henni gagngerar breytingar. M.a. var liún lengd um 6 metra og yfirbyggð. Telst Sæbjörg- in nú með stærstu og bestu nótaskipum flotans, er t.d. talin geta borið ailt að 650 tonn af loðnu. Ililmar og Theodór! Til hamingju með gott og fallegt skip Ljósm. Sigurgeir Jónasson.

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.