Fylkir


Fylkir - 04.03.1978, Blaðsíða 5

Fylkir - 04.03.1978, Blaðsíða 5
FYLKIR 5 „Falsanir" og sitthvað fleira LJósm.: Guðm. Sigíilss. Eg held að flestir séu sam. mála um, að með tilkomu ms. Herjólfs nýja hafi langþráðu marki verið náð í samgöngu- málum Vestmannaeyinga, að koma á daglegum ferðum milli lands og Eyja, bæði fyrir far- þega, bifreiðar og einnig vöru- flutninga alla virka daga. Sem betur fer eru Vestmannaeying- ar eftir þetta betur settir en margir ef ekki flestir staðir aðrir utan þéttbýbsins við Faxa- flóa og næsta nágre'.mis og er því ekki að leyna að athygli hefur vakið og nokkrar öfundar gætt hjá ýmsum aðilum úti á landsbyggðinni vegna þessarar aðstöðu okkar og er það ekkert óeðlileg, þar sem öruggar sam- göngur er eitt af undirstöðu. atriðunum í sambandi við bú- setuskilyrði. Hitt hlýtur ekki síður að vekja 'nokkra athygli, að stjórn Herjólfs h.f. hefur ó- neitanlega orðið fyrir nokkru aðkasti með allskonar órök- studdum söguburði og á hana hefur verið opinberlega deilt fyrir stjórnarlaun, sem aðal- fundur ákvað henni, án þess að hún ætti þar nokkurn hlut að máli. Og nú síðast er henni borið á brýn falsanir í Dag- skránni í sambandi við „vél- stjóramálið” svokallaða, þó að þar sé nokkuð dregið í land í næst síðasta blaði. í sambandi við þetta mál hafa ýmsir aðil- ar komið fram á sjónarsviðið með allskonar athugasemdir, en enginn þeirra getið þess að hann skrifaði í umboði eða eftir til- mælum viðkomandi aðila. Með- an svo er ekki mun stjórn Her- jólfs h.f. láta nægja þá yfirlýsj ingu, sem hún gaf, að senda Vélstjórafélagi íslands greinar. gerð um málið. Eigandi m.s. Herjólfs er hlutafélag og hljóta því öll samskipti við áhöfn skipsins að skoðast sem einka. mál viðkomandi aðila, en að sjálfsögðu eru það hvors aðila fyrir sig að ákveða sjálfur hvort hann vill gera deilumál, sem upp kunna að koma að blaða- máli eða ekki. Ennþá liggur ekkert slíkt fyrir í þessu tilfelli og mun því stjórn félagsins láta kyrrt liggja meðan svo er, þó að við teljum alla rökstudda gagnrýni á rekstur fyrirtækis- ins eðlilega og sjálfsagða og allar ábendingar um það, sem betur mætti fara frekar af hinu góða en hinu illa. En fleipur um einkamál annarra eða ó- rökstuddar kjaftasögur þjó'.ia svo sannarlega engum tilgangi. ÞATTUR garðars SIGURÐSSONAR f grein, sem G.S. skrifar í Eyjablaðið fyrir nokkru lætur hann að því liggja að ég sem stjómarformaður í Herjólfi hf. hafi hlu'.nnfarið hann í að láta boða hann á stjórnarfund eins og aðra, sem þar áttu að mæta, og það alveg sérstaklega í sambandi við „vélstjóramálið”. Hér er að sjálfsögðu um mjög bamaleg ósannindi að ræða. Auðvitað hljóta margir stjórn- arfundir að vera hald'air í fél- aginu, þar sem hvorugur okk- ar hefur haft aðstöðu til að mæta vegna fjarveru úr bæn- um og hefi ég satt að segja ekki orðið þess var fram að þessu að það hafi neitt háð rekstri félagsins. Á einum stað í umræddri grein sinni vitnar G.S. í sam- tal við Steingrím Ar.iar og seg- ir þar orðrétt: „S.A. átti ekki tal við mig um þessi efni, enda hefði hann varla fengið skýr svör frá mér í málinu, ósköp einfaldlega vegna þess, að ég hvorki hafði né hef þau á reiðum höndum” Eg held að G.S. lýsi þarna sjálfum sér mseta vel, sem stjórnarmeðlim í Herjólfi h.f. Hann mua í fæstu hafa skýr svör á reiðum höndum að því er varðar málefni fyrirtækisins. Ekki af því að hann hafi verið hlunnfarinn í fundarboðun á Á undanförnum árum hefur það mjög færst í vöxt hér, að menvi hefðu til umráða smá- bát. Er þá ýmist um að ræða, að menn róa til að draga nokkra fiska eða nota fleytur sínar eingöngu sér til gamans. Því miður verður það að segjast eins og er, að bæjaryfirvöld hafa sorglega lítið gert til að skapa áhugamönnum um þetta „sport” þá aðstöðu, sem þeir hafa þurft á að halda. Oft hefur komið fyrir, að eigendur þessara smábáta hafa lent í verulegum vand- ræðum, ef vmd hefur eitthvað hreyft. Eftir að nokkrir eigendur smábáta komu að máli við mig flutti ég tillögur í bæjarstjórn í mars 1977 þess efnis' að að- staða yrði bætt verulega. Til- laga þessi fékk jákvæðar und- irtektir í bæjarstjórn og sömu- leiðis í hafnarstjórn. Því mið. pr hefur sáralítið gerst tú bóta. Eg hef nú að nýju ritað hafnarstjórn bréf, þar sem minnt er á fyrri tillögur. Hafn- stjómarfundi, heldur vegna þess að lítið hefur borið á að hann hefði nokkurn yfirþyrm. andi áhuga fyrir því, sem þar gerist. Aðdróttanir G.S. í garð vara- manns síns, Sigurðar Gunnars- sonar, skipstjóra, að „valda- mikbr” menn fái hann til að taka aðra afstöðu, en hann sjálf ur vill, tel ég bæði ómaklegt mjög og ódrengilegt. Eg full- yrði, að S.G. hefur frá fyrstu tíð starfað af mun meiri áhuga í stjórn fyrirtækisins, en sá „aðalmaður”, sem hann starf. ar fyrir. Guðl. Gíslason. arstjóm bendir á að málin séu á undirbúningsstigi. Bæjarstjóri gat þess á síðasta bæjarstjórnarfundi, er mál þessi voru lítillega rædd, að í sumar yrði unnið að lausn á þessu máli og yrði þá hafnarstjórn frekar að fresta öðrum verk- efnum. Hér væri þó ekki um framtíðarlausn að ræða. Er því vonandi, að smábátaeigendur hressist nokkuð er dagana tek- ur að lengja. Að mínu viti er hér um sjálf- sagt réttlætismál að ræða. Til margra þátta sportsins er var- ið verulegum fjármunum. Má þar nefna styrki til ÍBV, rekstur og viðhald íþróttavalla ásamt golfvelli, nýbygging valla o.s.frv. Nema þessar upphæðir milljóna tugum. Á engan hátt skal það talið eftir, því fátt er, hollara ungu fólki en iðkun íþrótta. En þeir mevin sem velja sér það „sport” að sigla á sjónum eiga einnig sinn rétt á fyrir- greiðslu af hálfu bæjaryfirvalda úr hinum sameiginlega sjóði okkar allra. Sigurður Jónsson. Við byrjuðum — í dag nægir að hringja í — ^ og við sjáum um tryggingar ykkar. Trillukallar enn útundan

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.