Fylkir


Fylkir - 11.03.1978, Blaðsíða 3

Fylkir - 11.03.1978, Blaðsíða 3
FYLKIR 3 SIGURÐUR JÓNSSON: Aukið aðhald í bæjarrekstrinum er nauðsynlegt Á bæjarstjcrnarfundi fyrir skömmu var fjárhagsáætlun fyrir bæjarsjóð og stofnana hans fyrir árið 1978 samþ. við aðra umærðu mótatkvæðalaust. Áætlað er að tekjur bæjarsjóðs muni í ár nema 877 milljónum og fjármagn til ráðstö.'nnar (eignabreytinga) verði 489 millj ónir, þar af frá rekstri aðekis rúmar 27 milljónir. Á sama fundi voru einnig einnig afgreiddir reikningar bæjarsjóðs og stofnana frá ár- inu 1976. Fróðlegt er að bera saman tölur á þeim reikningi og fjárhagsáætlun nú. Segja má, að allar tölur tvöfaldist á þessu tímabili. Hér er tákn- rænt dæmi um þá skuggalegu verðbólguþróun sem hefur ver. ið í landinu síðustu misseri. Sú hugsun hlýtur að læðast að manni, hvort slík fjárhags- áætlunargerð sé ekki fyrirM’am dæmd til að mistakast í ve-rð- bólguþjóðfélagi. Nánast er úti- iðlokað að ein einasta tala geti staðist, þróunin er því miður alltaf þannig. Prátt fyrir þetta þá tel ég nauðsynlegt að fyrir hvert ár sé gerð mjög nákvæm fjárhagsáætlun. Hún verður stefnumarkandi, hvað rekstur- invi þolir mikið og í hvaða fram. kvæmdir hægt er að ráðast í á árinu. En fjárhagsáætlun má þó ekki verða plagg, sem stung- ið er í skrifborðsskúffuna um leið og hún hefur verið sam- þykkt. Eftir henni ber að fara. Fjárútlát úr bæja-rsjóði, sem ekki er gert ráð fyrir í fjárhags áætlun er óheimil nema til komi sérstök samþykkt bæjar- ráðs og bæjarstjórnar. í HVAÐ FARAR TEKJURNAR? Stjórn kaupstaðarins tekur til sinna þarfa um 67 m'-‘ "Jr. Lang stærsti liðurinn í þessari eða um 56 milljónir (tækni- deild ekki talin með). Árið 1976 fór um 7,2% af rekst-rargjöldum bæjarsjóðs til þessara mála, en í ár er reikn- að með 7,8%. Rétt er einnig að benda á, að rau:-‘'.verulegur skrifstofu- kost.iaður er mun hærri eða 79 milljónir, en 23 milljönir eru teknar af tölunni og hinar ýmsu stofnanir látnar taka hana á sig sem þátttöku í stjórn kaupstaðarins. Pá má geta þess, að áætlun tæknideild ar hljóðar upp á rúmar 26 milljónir. Séu þessar tölur tekn ar inn í dæmið um skrifstofu- kostnaðinn, eru gjöldin 13,4% af heildinni. Eins og ég benti á í síðasta blaði er yfirbyggingi'.i of stór hjá okkur, sem þessar tölur hljóta að sanna. Úr henni verð- ur að draga á næstu mánuð- um. 50 MILLJÓNA HALLI. Til félagsmála er gert ráð fyrir að verja um 140 milljón- um króna. Stærsti liðurinn í þessari tölu eru barjiaheimilin. Hallini á þeim er ráðgerður uppá tæpar 50 milljónir. Til félagsmála var árið 1976 varið 19,6%, en í ár er gert ráð fyrir að í þennan mála- flokk fari 16%. HEILBRIGÐIS. OG HREINLÆTISMÁL. Til þessara mála mun á ár- inu verða varið um 76 millj- ónum. Stærstu liðir eru: heilsu- gæslustöðin með 12 milljónir — tannlækningar (skólabarna) 12 milljónir, sorphreinsun 19 milljónir og gatnahreinsun 11 milljónir. OPIN SVÆÐI. Til málaflokks sem nefndur er Opin svæði og uppgræðsla verður á árkiu varið 20 millj. ónum. Ráðgert er að í ár verði lokið uppgræðslu í nýja vestur- bænum. Áfram verður haldið með Stakagerðistúnið. Pá verð- ur unnið að uppgræðslu á svæði, sem afmarkast af Strembugötu, Kirkjuvegi og Dalavegi. MENNINGARMÁL. Til fræðslu- og menningar mála verður á árinu varið tæp. um 107 milljónum. Árið 1976 fóru til þessara mála 12,6%, en nú er reiknað með að til þeirra verði varið 12,2% af tekjum bæjarsjóðs. ÍPRÓTTAMÁL. Til íþrótta- og æskulýðsmála veröur á árinu varið 51 milljón. Parna tekur íþróttahöllin lang- stærstu upphæðina eða um 21 milljón. Árið 1976 var varið til þess- ara mála 4,1%, en í ár er reikn að með 5,8%. GATNAGERÐ. Langstærsti útgjaldaliðurinn á fjárhagsáætlun er gatnagerð- in. Áætlað er að til þessara mála verði á árinu varið 250 milljcaum. Nokkuð átak var gert sl. sumar í gatnagerðinni, en næsta sumar verður stórá- tak í varanlegri gatnagerð. Veitir sannarlega ekki af, því göturnar hafa orðið útundan á undan'örnum árum. AFGANGUR. Til annarra gjaldaliða fara svo smærri upphæðir, en þó má benda á, að fjánnagnskostn aðurinn er áætlaður uppá 40 milljónir og viðhald gatna uppá 46 milljónir. Þegar allir gjaldaliðir hafa verið týndir til, er reiknað með að rekstrarafgangur verði rúm- lega 27 milljónir. RÁÐSTÖFUN FJÁRMAGNS. í fjárhagsáælun er reiknað með, að fjármagn til ráðstöf- unar til verklegra framkvæmda verði 489 milljónir. Stærstu tekjuliðimir eru: lán á vegum ríkissjóðs 200 milljónir. Upp- hæð þessi ætti að koma vegna niðurstöðu úttektarnef.idarinn- ar svokölluðu. Seldar fasteignir 70 milljónir. Auk þess eru ýms- ir styrkir og framlög úr ríkis- sjóði. Stærstu útgjaldaliðir á ráðstöfum 'jármagnsins eru: Nýbygging Safnahúss uppá rúmar 30 milljónir. Gert er ráð fyrir að lokið verði við hús- ið að fullu á þessu ári. Byggðar safnið mun opna innan tíðar og bókasafnið hefur þegar verið opnað eins og kunnugt er. Sorpkvörnin verður tekin í notkun á árinu, en i það verk verður varið 14 milljónum. Af- borganir lána nema yfir 200 milljónum á árinu. Pá er gert ráð fyrir að hægt verði að lækka viðskiptamannaskuldir um rúm ar 40 milljónir á árinu. Staða bæjarsjóðs hefur að undan- förnu verið mjög slæm gagn- vart þeim, þannig að lækkun á þeim skuldum er bráðnauðsyn- leg. Pá má minnast á, að til nýs skóla í vesturbæ verður á ár- inu varið 8 milljónum til und- irbúnings.. Skólanefnd hefur nýlega sam- þykkt eftirfarandi tillögu varð- andi þetta mál: „Skólanefnd er sammála að mæla með því, að byggður verði nýr 3ja hliðstæðna grunnskóli í Hamarshverfi. Skólanefnd lít- ur svo á, að leið 2 í kaflanum um skólamál í Framkvæmda- og byggðaáætlun Vm 1977 — 1986 sé sú leið sem lengst gangi í laus.i þess vanda er blasir við í húsnæðiseklu skólanna.” Pað er sem sagt gert ráð fyr- ir því, að byggður verði skóli fyrir forskóla og upp í 9. bekk í Hamarshverfi. Núverandi barnaskóli verði einnig grunn- skóli sömu aldorsflokka. Nauð synlegt er, að byggingu nýs skóla verði mjög hraðað, þar sem fjölmennir árga'.igar fara nú að koma inní skólakerfið. Rétt mun einnig að staðsetja hann í Hamarshverfi, þar sem fjölgun íbúa verður fyrst og fremst þar. E>á má einnig minnast á, að til undirbúnings íbúðabygginga fyrir aldrað fólk verður nú var- ið 2 milljónum. Hér er um mjög nauðsynlegar framkvæmd ir að ræða. Kemur þá fyrst og fremst til greina að byggja þær í námunda við dvalarheimilið Hrauibúðir. Eins og fram kemur í bréfi kjörinna endurskoðenda með xeikningum ársins 1976, hefur margt í bæjarrekstrinum færst í betra horf frá því sem áður var. En aukið aðhald með bæj- (arrekstrinum dr nauðsynlegt. Möguleikar bæjarfélagsins til að auka tekjur sínar eru mjög takmarkaðar, því er nauðsyn- legt að sem best verði á þeim haldið, til að framkvæmdir geti orðið sem mestar á ári hverju. toiu tí i eKStur SKi'.iSto.u.Aiia.r ' ‘ "" LAÖMAGREIÐEMDUR ATHUGIÐ! Vegna álagningar dráttarvaxta á gjaldfallna fyrirframgreiðslu útsvara, sem fram fer að kvölai hins 15. mars n. k. eru launagreiðendur alvarlega áminntir um að skila til innheimtu Bæjarsjóðs fyrir þann tíma öllum þeim greiðsl- um, sem þeir hafa haldið eftir af launum síns starfsfólks upp í útsvör. Innheimta Bæjarsjóðs

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.