Fylkir


Fylkir - 01.04.1978, Blaðsíða 2

Fylkir - 01.04.1978, Blaðsíða 2
2 FYLKIR Ritstj. og ábm.: Steingrímur Arnar Pósthólf 151, Vm. Afgr. og augl.: Páll Scheving Símar 1344 og 1129 Útgefandi: Sjálfstæðisfélögin í Vestmannaeyjum. Offsetprentun: Prentsmiðjan Eyrún h.f. Skipalyfian Með einróma samþykkt á tillögum sjált'stæöismanna hefur Bæjarstjórn Vestmannaeyja á fundi í febrúar- mánuui s.l. ítrekað fyrri samþykktir sínar og yfirlýs- ingar um að flýtt verði uppbyggingu fyrirhugaðrar skipa- lyftu. Á s.l. ári var lítilsháttar byrjað á framkvæmdum í sambandi við byggingu lyftunnar og skipasmíðastöðv- arinnar, sem fylgja mun í kjölfarið. Áformað var þá, að fyrirtækið gæti tekið til starfa á þessu ári og yrði þá unnt að taka hér upp 500 þungatonna skip, þ.e. allt að 750 rúmlesta. Hafnarsjóður Vestmannaeyja mun verða eigandi skipa lyftunnar, en ríkissjóður tekur þátt í byggingu hennar að 40 hundraðshiutum. Að öðru leyti verði Hafnarsjóði útveguð lá til að standa undir sínum hluta framkvæmda kostnaðar. í framkvæmda- og byggðaáætlun Vestmannaeyja er kafli um skipalyituna. Þar er bent á hina miklu áherslu, sem Bæjarstjórn Vestmannaeyja leggur á framgang þessa máls. Bent er á nauðsyn þess að komið verði upp þessari þjónustuaðstöðu fyrir fiskiflotann, sem veiðar stundar fyrir Suðurlandi, auk heimaflotans, — í einu lífhöfninni fyrir allri suðurströnd landsins frá Reykja- nesi að Austfjörðum. Auk þess mundi þessi atvinnu- rekstur auka mjög á fjölbreytni í atvinnulífi Vestmanna- eyja. Framkvæmdaáætlun bendir til að mikið undirbúnings- starf sé enn óunnið í þessu máli, svo unnt sé að áætla hvenær þetta mikla fyrirtæki getur tekið til starfa. Gera þarf rekstraráætlun og markaðskönnun fyrir skipasmíða- stöðina. Fyrirtækið þarf að verulegu leyti að fá viðskipti frá öðrum byggðarlögum, og samkeppni er hörð á því sviði. Útvega þarf nægilega mikið af faglærðu vinnuafli og er einnig sögð milcil og hörð samkeppni á því sviði. Hinsvegar, — segir í áætluninni, — má einnig líta á út- vegun faglærðs vinnuafls sem áfanga að þvímarkmiði þessarar áætlunar, að skapa 300 ný starfstækifæri á árunum 1977 — 1981. Þó að Hafnarsjóður Vestmannaeyja, sem eigancti skipalyftunnar, verði ekki tengdur rekstri skipasmíða- stöðvarinnar með öðrum hætti en þeim, að leigja henni lyftuna, þá er ekki lítið atriði fyrir Hafnarsjóð að skipa- smíðastöðin beri sig fjárhagslega og að rekstur hennar gangi snurðulaust. Hún þarf að geta greitt umsamda leigu fyrir afnot af lyftunni, og á umsömdum tíma, svo að staðið verði við gerða samninga um lánagreiðslur. Skipasmíðastöðin þarf að veita verulegum fjölda manns trygga atvinnu. Áætlað er, að á næstu árum geti starfs- menn fyrirtækisins orðið allt að 200. Skipasmíðastöðin þarf að verða snar og öruggur þátt- ur í rekstri bæjarfélagsins, fjárhagslega og menningar- lega, til að svara þeirri áhættu og kostnaði sem bæjar- búar almennt leggja í hennar vegna, beint eða óbeint. Ljóst er að hér er um áhættusaman atvinnurekstur að ræða. Og þó að áhættan sé fyrst og fremst hjá rekstrar- fyrirtækinu, mun bæjarfélagið í heild koma til með að eiga gífulegra hagsmuna að gæta í því að vel takist til. Það liggur því í hlutarins eðli, að starfsmenn bæjarins munu hafa hönd í bagga með öllum aðalatriðum þessa máls. Fara ber að öllu með gát. En aðgæsla þarf ekki endilega. að þýða áralangt hik. Veljum hæía menn Framhald af 1. síðu samfara nýjum, þau þurfa að geta starfað án mikilla skulda- bagga. Stefna á að vera sú fyrst að koma því í lag sem fyrir er, óður en ný fyrirtæki verði sett á stofn. Hvernig hefur bæjarstjórn unnið í atvinnumálum? Pað er verðug spur.iing til að ræða um. Eg er hræddur um að þar megi þcir skammast sín. At- vinnumálanefnd hefur verið til, en líúð hefur heyrst frá henni. Það er verkefni bæjarstjórnar að sjá um að atvinnumál séu í föstum skorðum og að ekki komi til stöðvunar á stærstu fyrirtækjum landsins. Allt líf í Eyjum byggist á því, að hér sé blómlegur atvinnurekstur. Á þessum málum þarf að taka með fcstu og hér reynir á hver,n og einn sem vill vinna vel fyrir byggðarlag sitt. Vestmannaeyingar! Við get- um haft áhrif á að í bæjar- stjóm veljist hæfir menn. Tök- um þátt í væntanlegu pröfkiöri og vdjum hæfa menn. Kjörorð okkar Vestmmna- eyinga eru: að Eyjan okkar verði eins falleg og hún var fyrir gos, að við fáum allt það fé, sem við eigum inni hjá íslensku þjóðinni, að við fáum eitthvað af pví fé, sem okkur var ætlað i hafnarframkvæmdir hér i Eyj- um, en fór tál annarra kaup- staða. Geir Jón. Litla búðin með lága verðið KJÖTVÖRUR í MIKLU ÚRVALI: Súpukjöt Læri Hryggir Kótelettur Lærisueiðar Dalapylsa Reykt metisterpylsa Búrpylsa Léttpylsa Kjötbúðingur Kjötbollur Hamborgarar Svið, hrein og skítug SS Pylsur Kindabjúgu Hrossabjúgu Kálfabjúgu Ærhakk Nautahakk Lamba-snitchel Kálfa-snitchel Folalda-snitchel Beinlausir fuglar Kjúklingar Kálfabauti Grísabauti Kjötfars, nýtt og saítað Pakkað álegg frá S S: Skinka, bacon, malakoff, rúllupylsa, hangi- vöðfi, steik og lifrakæfa. DAGLEGA NV BRAUÐ 0G KÖKUR FRÁ MAGNÚARBAKARÍI. DAGLEGA NÝ MJÖLK 0G MJÓLKURVÖRUR ATHUG3Ð ALLAR VÖRUR Á SÉRSTÖKU VÖRUMARKAÐSVERÐI. LÁGT VÖRUVERÐ AUKIN KAUPGETA ! VERSLUN Gunnar Olafsson & (o h.f. Hólagöíu 28 — Sími 1593.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.