Fylkir


Fylkir - 01.04.1978, Blaðsíða 3

Fylkir - 01.04.1978, Blaðsíða 3
FYLKIR 3 KYNNING FRAMBJOÐENDA Sigurgeir Jónasson sér um kynningu frambjóðenda í máli og myndum Bjarni Sighvatsson, kaupmaður. Við Vestmannaeyingum blasa í dag mörg stór vandamál, mörg stór verkefni. Af vanda. málum má nefna erfiðleika í atvinnumálum auk fjárhags- legra vandamála bæjarfélagsins. Mörg stór verkefni eru og á döfirmi, svo sem hraunhitun (fjarhitun), uppbygging í raf- magnsmálum, skolp úr höí.i. inni og m. m. fl. Eg tel þó aðalatriðið vera að bæjarbúar sameinist um að kjósa þann flokk sem lík- Iegastur er til þess að koma málum bæjarfélagsins í heila höfn, liklegastur er til þess að gera Vestmannaeyjar að því sem þær, voru orðnar þegar Sjálfstæðisflokkurinn hélt hér síðast um stjómvölinn. Því marki náum við með því að kjósa sjálfstæðisflokkinn í komandi bæjarstjómarkosning um. Arnar Sigurmundsson, framkvæmdastjóri, Bröttugötu 30. Fæddur í Vestttjannaeyjum 19. nóv. 1943. Gagnfræðingur 1960, hef unnið við ýmiskonar verslunar. og skrifstofustörf. Haustið 1973 framkv.stjóri Við lagasjóðs í Vestm.eyjum, og frá ársbyrjun 1977 framkv.stjóri Klakks h.f. og skrifstofustjóri Samfrost. Kjörinn annar af endurskoð- endum Bæjarsjóðs 1974 — ’76 og vann samkv. beiðni bæjar. stjórnar að endurskoðun ár- anna 1970 — 1973. * Kvæntur Maríu Vilhjálms- dóttur og eigum 3 börn. Fái ég tækifæri til mun ég beita mér fyrir eftirtöldum mál um á næsta kjörtímabili: 1. Stjórnun bæjarfélagsins. Mikil þensla hefur einkennt allar framkvæmdir bæjarins síð an 1974, og liggja til þess nokk uð augljósar ástæður. Nú má segja að jaí ivægi sé að nást og liggur þá beint fyrir að draga úr kostnaði við stjórn. un og skrifstofuhald og koma niður í sama hlutfall og gerist hjá sambærilegum sveitarfélög- um. 2. Malbikun gatna. Leggja verður meiri áherslu en verið hefur á malbikun gatna, og ástæða er til að flýta gatnagerðaráætluninni. Góðar götur skipta miklu máli fyrir alla bæjarbúa. Samfara þeim kemur snyrtilegri bær og lækkun viðhaldskostnaðar bif. reiða. 3. Skolpið út fyrir Eiði. Vinda verður bráðan bug að því að ráðast með fullum krafti í það að koma skólpinu út fyr- ir Eiði. Pað má ekki lengur við- gangast að meirihluti alls frá. rénnslis skuli ren ra beint í höfn ina. Allt of lengi hafa bæjar- yfixvöld dregið að ráðast í þessar framkvæmdir, þrátt fyr- ir að fjármagn hafi verið lagt í verkið að hluta, og teikningar legið fyrir i nokkur ár. 4. Framkvæmdir við höfnina. Par ber hæst skipalyfturji og þyljun norðurhaí.iarinnar. Skipalyftumálið hefur þokast lítið áfram á þeim sex árum sem liðin eru síðan Hafnar- sjóður yfirtók lyftuna. Virðist málið nú strandað í nefnd suð- ur í Reykjavík. Ríkisvaldið kemst ekki hjá því að stuðla að framgangi þessa mikla hags. munamáls, á sama hátt og gert hefur verið annarsstaðar á land inu. Verði ekkert frekar aðhafst í málinu er aukin hætta á því að þjónustugreinar í sjávarút- vegi hér í Eyjum missi drjúgan spón úr aski sínum á næstu árum. Jafnframt mun skipa. lyftan veita fjölmörgum at- vúmu ef vel tekst til. Piljun norðurhafnarfnnar tengist skipalyftumálinu og er ánægjulegt að fyrsti vísir að því er hafinn. 5. Uppgræðsla Heimaeyjar. Þrátt fyrir stórkostlegan ár- angur í uppgræðslu Heimaeyj. ar eftir gos, varður að viðhalda þeim árangri og koma í veg fyrir gróðurskemmdir. Eg hef nú mi'nnst á nokkra málaflokka sem mér eru efst í huga, á þessari stundu. Ávallt hlýtur að vera álitamál hve mikil áhersla er lögð á einstaka mál, og í hvaða röð verk eru unnin. Á undanförnum árum hefur mikið átak verið unnið í félags- legri þjónustu hér í Eyjum með byggingu barnaheimila, íþróttamiöstöðvar, Hraunbúcía og lokið við byggingu sjúkra. hússins. Ekki má gleyma fjarhitun með hnaunvarma sem komin er vel af stað. Gæta verður þess þó vand- lega að gjöld borgaranna til bæjarfélagsins verði ekki hærri en gerist hjá öðrum kaupstöð- um á landinu. Pví í sambandi við búsetu fólks skipta þessir hlutir miklu máli. Geir Jón Þórisson, lögregluþjónn. 25 ára fæddur í Reykjavík, en fluttist til Eyja í janúar ”74. Kona mín er Guðrún Ingveldur Traustadóttir frá Skaftafelli hér í bæ. f Reykjavík lærði ég vélvirkjun, en eftir að ég flutt- ist til Eyja vann ég aðallega við verslunarstörf og síðan við löggæslustörf. Eftir að hafa kynnst Vestmannaeyingum fittnst mér ég aldrei hafa kynnst betra fólki. Eg hef fund ið að hér á ég heima. Með því að taka þátt í próf. kjöri, til undirbúnings bæjar- stjórnarkosningunum í vor, vil ég með því að leggja mitt lóð á vogarskálina. Það hafa verið gerð stórátök í ýmsum málum hér í Eyjum, en betur má ef duga skal. Mitt kjörorð er, ekki að gera hitt og þetta í eigin krafti, heldur það sem fólkið vill að verði gert. Vestma rnaeyjakaupstaður var fallegasti kaupstaður landsins, fyrir gos, en hefur nú dregist afturúr. Pað þarf að gera stór átök í þeim málum fyrir utan allt hitt: Æskulýðs- og íþrótta- mál, gatnagerð og hafnarmál. Kjörorð mitt er fallegt og gott bæjarfélag og ábyrga stjórn í bæjarmálum. Georg Þór Kristjánsson verkstjóri, Hásteinsvegi 52. Hann er fæddur 25. mars 1950 hér í Vestmannaeyjum. Georg er sonur hjónantta Helgu Björnsdóttur og Kristjáns Georgssonar. Hann er kvæntur Kristrúnu Hörpu Rútsdóttur frá Hafnarfirði. Þau eiga sam- an tvö börn, Kr.istján og Ragn. heiði Rut. Georg Þór er gagnfræðingur að mennt frá Gagnfræðaskólan um í Vestmannaeyjum. Á skóla árum sínum var Georg alltaf í fararbroddi í íþrótta- og fél- agslífi skólans. T.d. formaður skólafélagsins 1965 og formað- ur árshátíðai'ttefndar 1966. Bæði þessi ár var hann í íþróttaráði skólans. Fyrst eftir að Georg lauk gagnfræðaprófi stundaði hann ýmiss verkamannastörf hjá ýmsum fyrirtækjum bæði hér í Eyjum og einnig upp á landi. En tuttugu og eins árs byrjaði Georg sjóme.insku fyrir „al. vöru”, og stundaði hana allt fram á mitt sumarið 1977. Pá ákvað hann að hvíla sig frá sjónum og fara í land, því hann langaði til þess að taka virkari þátt í félagslífinu og þá sérstaklega hjá íþróttafélag- inu Pór. Nú cr hann starfattdi hjá Eimskipafélagi íslands sem verkstjóri. Helstu áhugamál Georgs hafa alltaf verið æskulýðs- og íþrótta mál, og ávallt valist þar til forustu. Hann var t.d. virkur þátttakandi í starfi skátafélags- ins Faxa og þá oftast í broddi fylkingar. Eitt kjörtímabil var hann í Æskulýðsráði Vest- mannaeyja fyrir hö'.id Sjálf- stæðisflokksins. En þrátt fyrir þetta er hans aðaláhugamál íþróttir. Hann hefur s.l. tvö ár verið formaður knattspyrnu. deilda íþróttafélagsins Þórs, og þetta ár einnig í knattspymu ráði Vestmannaeyja. Bæjarmál: Hann segir að ótrúlega mörg mál bíði úrlausnar hjá Vest- mannaeyjabæ. En eins og gefi að skilja verði sum mál að

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.