Fylkir


Fylkir - 01.04.1978, Blaðsíða 4

Fylkir - 01.04.1978, Blaðsíða 4
4 FYLKIR KYNNING FRAMBJÓÐENDA O hafa forgang fram yfir cnnur. Hjá honum ber hæst fram. kvæmdir við höfnina. Skólpið út fyrir Eiði, hafskipabryggja, hin margumtalaða skipalyfta, stækkun viðlegupláss og stór- átak í dýpkun hafnarinnar. íþróttamannvirki: í vallarmálum okkar á sýni- lega að gera stórátak með bygg i'ngu nýs grasvallar við rætur Helgafells. Eitt er víst að þetta vallarsvæði kemur til með að verða ágætt fyrir augað, en illa verð ég svikinn ef einhvérjir eiga ekki eftir að bölva strekk- ingnum, sem þarna myndast í hvaða átt sem er. En úr því sem komið er ættu bæjaryfir. völd að sjá sóma sinn í því, óður en lengra er haldið, að taka Kópavog til fyrirmyndar og leggja jarðvarma undir gras vallarins svo ekki sé alltaf verið mörgum árum á eftir tímanum og gera þm. íþrótta- mönnum okkar kleift að vera stoltir með sinn heimavöll og umhverfi hans. Eins og sést hefur aðeins verið stiklað á stóru og vonum við að ekki líði á löngu þar til við sjáum meira frá þessum unga og dugmikla manni. Þið ungir kjósendur, sem er. uð að ganga að kjörborðinu í fyrst skipti í vor! Komið og látið hug ykkar í ljós með þátttöku í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins og kjósið ung- an mann í öruggt sæti á listan- um. — N. N. Gísli Geir Guðlaugsson, Smáragötu 13 — 37 ára. Vélvirki að rmnnt, en hefur starfað við allflestar greinar atvinnulífsins hér í bæ, bæði til sjós og lands. Rak hér Vérsl. Geysir í mörg ár og vafalaust þekktastur við það starf. Um framboð mitt í prófkjör Sjálfstæðisflokksins er það að segja að rekstur þeirrar stofn- unar sem Bæjarsjóður Vest- mannaeyja heitir er komln út fyrir öll þau velsæmistakmörk hvað fjármál og framkvæmdir varðar að ekki er hægt fýrir hinn almenna borgara að sitja auðum höndum og hafast ekk- ert að. Á ég þar fyrst og fremst við þá staðreynd, að fram- kvæmdaféð af tekjum bæjar- félagsins er komið niður fyrir 20%, enda varla von á öðru, því öll orka ráðamanna fer í áætlanagerð og ráðabrugg, sem fyrirfram er vitað að aldrei geta staðist, svo ekki er von á að við dettum um framkvæmd- ir þeirra. Annað mál er, sem lítið hefur heyrst talað um, en er þó eflaust okkar stærsta mál, semsé sá hái kostnaður af búsetu hér í Eyjum. Á ég þar við fasteignagjöld af hús- eignum og kyndingarkostnað, því þarf strax að nýta þá orku sem við höfum hér á hlaðinu og gæti eflaust komið okkur í samkeppni við höfuðborgar- svæðið ef rétt er á milum hald- ið. Endalaust mætti halda svona áfram að tína til, eitt gott ráð er við mörgum vanda, settu x. D í kosningunum í vor, þar verða menn sem vilja, þora og geta. Gunnlaugur Axelsson, framkv.stjóri — 37 ára. Þar sem venja er að fram. bjóðendur geri grein fyrir skoð unum sínum og h’Istu áhuga- málum finnst mé rétt að minn- ast hér á þau míl sem mér finnst að komandi bæjarstjórn ætti að beita sér fyrir. Efst á blaði á þeim lista ætti að vera að koma skolpinu út fyrir Eiði. Öllum bæjarbúum á að vera það Ijóst að bær sem byggir afkomu sína á sjávar. útvegi og framleiðslu sjávar- afurða getur ekki leyft sér að frárennsli bæjari.is sé sett í höfnina. Næst myndi ég telja að Ijúka beri lagningu hitaveitu sem nú er vel á veg komin. Þær niður- stöður sem fengist, hafa um hita í hrauninu ætti að rétt- læta verulegar lintökur til að Ijúka því verkeíni sem fyrst. Auk þess vildi ég minnast á atvinnulífið sem er alltof ein- hæft miðað við bæ á stærð við Vestm.eyjar, þar sem á vinnu- markaðinn bætist árlega fjöldi manns. Þarf komandi bæjar. stjórn að taka þessi mál föst- um tökum. Uppsetning skipalyftunnar sem Vestm.eyjabær eignaðist fyrir nokkrum árum, hlýtur að fara fram á næstunni, þar sem hún myndi skapa fjölda manns atvin iu og bæta aðstöðu til viðgerða þannig að halda mætti verulegum fjármunum í bænum, sem annars fara ann- að. Jafnframt skipalyftunni þarf að koma upp iðnaði, alls ó. skyldum sjávarútvegi, svo skapa megi atvinnutækifæi-i fyrir þá bæjarbúa sem ekki hafa áhuga á eða getu til að vinna við okk- ar aðal atvinnuveg, sjávarútveg. Mér er það ljóst að verkefni bæjarins hljóta að stjórnast af fjárhagsgetu bæjarsjóðs hverju sinni og hlýtur því bæj- arstjórn á hverjum tíma að reyna að nýta það fjármagn sem hún hefur til umráða sem best. Ingibjörg Á- Johnsen, frú — Skólavegi 7. Þau mál sem ég vil persónu. lega vi'.ina að á vettvangi bæj- armála, varða sérstaklega æsku lýð þessa bæjar og eldri borg- ara. Taka verður tillit til hags. muna bæjarfélagsins í heild og vinna sérhverju máli framgang af festu, en þó þannig að sam- ræmi og hagkvæm skipulagning sé í framkvæmdum. Varast verð ur yfirbyggingu í stjóm bæjar- ins, en umfram allt stuðla að einfaldri og öruggri stjórmin. Nýta ber fyrst og fremst verkkunnáttu þeiTra manna, sem hafa reynslu í hverju máli. Hagsmunum bæjarins verður að fylgja fast og ákveðið eftir, því ef við verjum ekki sjálf hagsmuni okkar og rétt, getum við ekki búist við því af öðr- um, og ef vel á að fara. Við verðum að treysta á okkar eigið frumkvæði. Það er öll. um Ijóst að á þeim árum sem liðin eru síðan eldgosið dundi yfir hafa Vestmannaeyjar ekki náð fyrri stöðu sinni í þjóðfál. aginu, þótt sitthvað hafi áunn- ist hér heima. Þegar stoðunum var kippt undan rekstri bæjarfélags okk- ar vantaði ekki vilja og aðgerð. ir hjá ýmsum bæjarfélögum til þess að ná ákveðinni stöðu í þjóðfélagsbyggi'igunni, sem Ves’t mannaeyingar höfðu skapað sér með dugnaði og áræði á sviði grundvallaratvinnuvegs þjóðarinnar. Sem dæmi um það hvernig hallar á okkur má neí-ia þá fásinnu að rætt skuli um það í alvöru að loka fyrir rafmagn til Vestmannaeyja, stærstu verstöð landsins, að fjármagnssvelti sé í Útv-gs. banka íslands í Vestm.eyjum og að Vestmannaeyingar sitji ekki við sama borð og aðrar helstu /verstöðvar landsins í sambaidi við uppbyggingu at- vinnutækja á sjó og landi. Það hefur sýnt sig á undan- förnum árum að mörg byggð. arlög hafa krækt sér í óverð. skuldaða bita úr þjóðarbúinu á sama tíma og Eyjamenn hafa ekki fengið eðlilegan hfut, hvað þá meir. Þessar staðreyndir ættu að brýna fólk til þess að sta'.ida saman, fast og ákveðið um heill bæjarfélagsins með það ávallt í huga að berjast fyrir sínum hlut. Við þurfum að veita Æsku fólki okkar fjölbreytta og trausta aðstöðu til aukins þr;oska fyrir okkar bæjarfélag. Við þurfum að treysta stoðir atvinnulífsins msð því að knýja fram eðlilega fyrirgreiðslu í upp byggingu og aukinni fjölbreytni í atvin iuháttum. Við þurfum á ný að taka for- ustuna í þróim og uppbyggingu fiskiðnaðar og útgerðar á ís- landi, því við höfum alla mögu. léika til þess, ef við höldum málum fram af einurð. Við þurfum að gæta þess að eldri borgarar okkar byggðar fái not- ið þess í virðingu og góðri að. stöðu á efri árum fyrir að hafa lagt krafta sína fram í þágu samfélagsins. Flest framfaramál eigum við sameiginlega og ef við fylgjum þeim eftir með samstilltu á- taki er framtíð þessa byggðar. lags tryggð. Guðni Grímsson, vélstjóri, Dverghamri 42. Helstu áhugamál eru: Að hraðað verði eftir mætti uppbyggi-igu Rafveitunnar, ser.r mér hefur fundist dragast fram úr hófi. Að unnið verði kappsamlega að uppbyggingu gatnakerfis- rns á næsta kjörtímabili og að

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.