Fylkir


Fylkir - 01.04.1978, Blaðsíða 6

Fylkir - 01.04.1978, Blaðsíða 6
6 FYLKIR KYNNING FRAMBJÓÐENDA r’yrsta grein Jóns um það mál þirtist 1941, og baráttan stóð í 20 ár; 1961 kom Lóðsinn. And- stæðingar málsins héldu því fram, að Lóðsinn mundi á stuttum tíma éta upp alla fjár. muni haf iarinnar. En nú mundi enginn vilja missa hann, svo vel hefur hann þjónað útvegin. um og byggðarlaginu. Jón f. Sigurðsson hefur ein'n ig átt sæti í stjóra Sjúkrasam- lags Vestmanniaeyja um langt árabil og þykir þar úrræðagóð. ur rhálsvari þeirra, er við erf- iðleika eiga að stríða. Ekki er að efa að Jón í. Sigurðsson mun framvegis sem hingað til bera fram og styðja mörg góð málefni, með hag og heill byggðarlagsins í huga. Sigurgeir Ólafsson, Skipstjóri, Boðaslóð 26. Sigurgeir var farinn á sjó þegar kynningargreinar voru gerðar og gat hann því ekki orð. ið með að þessu sinni, En það kemur ekki að sök. Allir Eyja- búar þekkja Sigurgeir Ólafsson og mannkosti hans og þurfa ekki upplýsingar í þeim efnum. bæjarfulltrúi. 1. Höfnin verður að hafa for- gang, sem lífæð bæjarins. Hraða þarf að koma skolpinu út fyrir Eiði og að skipalyftan verði að veruleika. Dýpkun hafnarinnar er mjög aðkallandi, svo að fiskiskip af öllum stærðum geti athafnað sig hér hvenær sem er með góðu móti. 2. Hitaveituframkvæmdum verður að hraða sem mest yið megum og freista þess að íá nóg fjármagn til þeirra fram- kvæmda. 3. Malbikun hófst loksins eftir mikið stapp og leiðinda stífni af ráðamanna hálfu. Verður að halda vel áfram því stórátaki sem áætlað er, svo Vestmannaeyjabær verði fremst ur allra í gatnagerð eins og var þegar Sjálfstæðisflokkurinn hafði hér meirihluta. 4. Sorpeyðingarstöð er eitt sárgrætilegt dæmi um viljaleysi í framkvæmd. Um það bil 2 ár eru síðan sorpkvörn var keypt hingað og enn er hún ekki komin upp. Verður að ætla henni stað sem ekki blasir við allra augum, við Dali eins og nú er áætlað. 5. Óhjákvæmilegt er að Vest mannaeyjakaupstaður eigi ein. hverjar ibúðir til ráðstöfunar. E',i að eiga á annað hundrsð í- búðir nær ekki nokkurri átt. Stefna ber að því að lækka þá tölu sem fyrst. Selja þarf öll rauðu húsin í Áshamri á við rmandi verði, þannig að efna- lítið fólk geti keypt þau, en ekki selja þau á svo upp- sprengdu verði eins og Tele- scope-húsin hafa verið boðin á. Eiinig á að fækka Telescope. húsunum. Viðhaldskostnaður þessara húsa er bæjarfélaginu alltof dýr. 6. Minnka þarf yfirbygging- una á bæjarkerfinu sem er ó- hugnalega mikil og langt fyr- ir ofan sambærilega staði an.i- ars staðar á landinu. 5 ár em nú liðin frá gosi og mál til kom ið að við gerum okkur ljóst, að hér ríkja ekki stríðstímar eins og um og eftir gos. 7. Framkvæma þarf þá bæjar samþykkt að flest verk á bæj- arins vagum verði boðin út. Sfeingrímur Arnar, verkstjóri — 47 ára. Mitt framboð er ekki fram kom. ið fyrir áeggjan nokkurs manns, og ég hef fáa heyrt tala um nauðsyn þess að ég verði kos. inn í bæjarstjórn. Þátttaka mín í prófkjörinu varð að ráði, þeg- ar óttast var að of fá framboð myndu bjóðast. Þetta reyndist ástæðulaus ótti, sem kunnugt er, og nægilega margt ágætt fólk gaf kost á þátttöku sinni. Bak við mig stendur engin breyfing inna'.r flokksins né neinskonar skipulögð samtök. En úr því að maður er kom. inn út í þetta, þætti mér vænt um að vera fremur talinn mál- svari þeirra sem min.ii eru fyr- ir sér og halloka fara. Fari svo að ég verði kosinn í bæjarstjórn, mun ég skipta mér af öllum málefnum kaup- staðarins, stórum og smáum, eftir því sem vit og þrek hrökkva til. Verkefnin fram. undan eru mörg og brýn, og vandséð hvei.iig Vestmanna- eyingar ætla að leysa þau á * viðunandi hátt á hæfilegu tíma. bili, án þess að snúa bökum betur saman en hingað til hef- ur tíðkast, og taka upp fastari stefnu innbyrðis gagnvart va'.ida málum sínum og utanaðkom- andi áhrifum á þau. Reynsla seinustu ára sýnir að við mun- um þurfa á öllu okkar að halda til að fá sneitt hjá þeim öldu. dal, sem óneita ilega blasir við. Það mun ekki líða yfir mig við að detta í prófkjöri. En fari á annan v-g, mun ég gera mitt besta. Þórður Rafn Sigurðsson tJtgerðarmaður — 35 ára. Eg er fæddur og uppalinn á Siglufirði. Fluttist til Vest- mannaeyja 1964. Lauk prófi frá Stýrimanne- skólanum í Reykjavík 1964. Hef æfinlega verið sjómaður, og skipstjóri á eigin útgerð sein. ustu árin. Hef mesta'.i áhuga fyrir hafn armálum, sjávarútvegi og fisk- vinnslu. En þessir atvinnu- þættir eru lífsnauðsynleg skil- yrði til búsetu í Vestmanna. eyjum, og eru verulega háðir störfum bæjaryfirvalda hverju sinni. Samgöngumál Eyjanna þarf að tryggja €'.in betur en gert hefur verið, og horfa í þeim efnum fram í tímann. Tryggja verður áframhald- andi rekstur sjómannaskól- .janna í Vestirrpinnaeyjum, Stýrimannaskólans og Vélskól ans, sem sérskóla með svip- uðu sniði og verið hefur, en láta þá ekki hverfa inn í bákn- ið. Eg gef mig í þetta prófkjör Sjálfstæðisflokksins vegna þess að ég hef áhuga fyrir mörgum bæjarmálefnum. Eg met einstaklingsframtakið mik. ils, og Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurin.i sem metur það einhverS í stefnuskrá sinni. NAUDUNGARUPPBOÐ Opinbert nauðungaruppboð, annað og síðasta, sem auglýst var í 95., 99. og 104. tbl. Lögbirting arblaösins 1977, á eigninni Búhamar 33, þing- lesinni eign Heiðars Marteinssonar, fer fram að kröfu Guðjóns Steíngrímssonar hrl., Agn- ars Gústafssonar hrl. og Gunnars Sæmunds- sonar hdl. og hefst uppboðið á eigninni sjálfri föstudaginn 7. apríl n.k. kl. 16.00. BÆJARFÓGETINN í VESTMANNAEYJUM Þegar um er að ræða ÖL og VÍNGERÐAREFNI liggur leiðin til okkar. Við bjóðum úrval heimskunnra merkja og auka- hluta. j(OSTAKJÖR SKOLAVEGI 21 - SIMI 2220 - VESTMANNAEYJL'M

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.