Fylkir


Fylkir - 22.04.1978, Blaðsíða 1

Fylkir - 22.04.1978, Blaðsíða 1
íbúðir afhentar Um síðustu helgi voru fyrstu íbúðirnar afhentar í fjölbýlis. húsinu að Áshamri 57—63. Bygg ingarfélagið Áshamar h. f. hef. ur byggt þessar íbúðir og séð um sölu þeirra. Eigendur hluta félagsins eru eftirtaldir Vest- mannaeyingar: Erlendur Péturs son, smiður; Þórart.in Sigurðs. son, rafvirki og Grétar Pórar- insson, pípulagningamaður. í tilefni afhendingarinnar var nokkrum aðilum boðið síðasta laugardag að skoða íbúðirnar. Var undirritaður þeirra á með- al. Skal hér stuttlega gretit frá því, sem þar kom fram frá forsvarsmönnum fyrirtækisins. Framkvæmdir félagsins hóf. ust í febrúar 1977. Nú verða Verðmæti nýtilegrar hitaorku I síðustu skýrslu Raunvis- indastofn. Háskólans, er send var iðnaðarráðuneytinu og bæj- arstjórn Vestmannaeyja, segir meðal annars: „Meðalársnotkun varma til hitunar húsa í Vestmannaeyj- um er talinn nema 75000 MWh. Með olíu kostar þessi hitun rúmar 400 milljónir króna á ári." Ennfremur segir í skýrslunni: „Óstorkið hraun er nú a. m. k. 25 milljónir m3 eða rúmlega 140 sinnum ársnotkun bæjarins. Af nógu er því enn að taka næstu tíu árin, en eftir þann tíma getur farið að bera á erf. iðleikum í framleiðslu gufu." Sýnir skýrsla Raunvísinda. stofnunar, sem reyndar hefur verið vitað síðan 1974, að nægi- leg hitaorka er í nýja hraun inu til upphituiar allra húsa í bænum og mun meira en það. Verður því að harma þann seinagang, sem verið hefur frá hendi ráðamanna bæjarins, að nriada þessu máli áfram og hafa bæjarbúar þegar tapað mörg hundruð milljónum kr. á áhugaleysi og tómlæti ráða- manna bæjarins í sambandi við málið. Guðlaugur Gíslason. byggðar 36 íbúðir í fjórum stigagöngum. Fyrstu 9 íbúðirn- ar voru nú afhentar. Eins og að sjá má hefur verkinu miðað ó- trúlega vel áfram. fbúðirnar voru s^ldar á föstu verði og er verð 2ja herbergja íbúðar kr. 6,6 millj., 3ja herbergja íbúð er seld á 8,3 millj. íbúðirnar em að öllu leyti tilbúnar til að flytja í þær. Lóð verður vélunn- in undir torf. Bílastæði verða malarborin. Áshamar h. f. gerir ráð fyrir, að hægt verði að af. henda næstu 9 íbúðir 15. júlí í sumar. í þeim áfanga hefur bæjarsjóður keypt 6 íbúðir, á grundvslli laga um leiguhús- næði. Bæjarsjóður hefur þegar selt allar þessar íbúðir á svip. uðum kjörum og gildir um kjör á verkamannaíbúðum. Fjárút. lát Bæjarsjóðs veg;ia þessa eru engin. Aftur á móti gefst tekju- litlu fólki kostur á að eignast þessar íbúðir á sérstaklega hag. kvæmum kjörum. Byggingafyr. irtækið gerir ráð fyrir, að hægt verði að selja íbúðir í þriðja stigagangi innan hálfs mánað- ar og þá á föstu verði. Athygli vekur hve lágt verð íbúðanna er. Að sögn forráða. maina fyrirtækisins er það Framhald á 2. síðu. Framboðslisti Sjálfstæðisfiokksíns í Vestmannaeyjum við bæjar stjórnarkosningamar í vor, eins og hann var end- aniega samþykktur á fundi í fulltrúaráði sjálfstæð- isfélaganna s. I. fimmtudag. Par af er skipað í fimm efstu sætin í samræmi við prófkjör, er fram fór 8. og 9. þessa mánaðar. 1. Arnar Sigurmundsson, framkvæmdastjóri, Bröttugötu 30. 2. Sigurður Jónsson, yfirkennari, Fjólugðtu 8. 3. Gísli G. Guðlaugsson, vélvirki, Sma'ragötu 13. 4. Georg Þór Kristjánsson' Verkstjóri, Hásteins- vegi 54. 5. Sigurgeir Úlafsson, stýrimaður, Boðaslóð 26. 6. Sigurbjörg Axelsdóttir, frú, Hátúni 12. 7. Eyjólfur Martinsson, skrífstofustjóri, Brim- hóíabraut 22. 8. Steingrímur Arnar, verkstjóri, Faxastíg 39. 9. Magnús Jónasson, stöðvarstjóri, Höfðavegi 28. 10. Stefán Runólfsson, forstjóri, Ásavegi 22. 11. Geír Jfjn Þórisson, iögregluþjónn, Stóragerði 7. 12. Gunnlaugur Axelsson, framkvæmdastjóri, Kirkjuvegi 67. 13. Ingibjö'rg Johnsen, frú, Skólavegi 7. 14. Þórður Rafn Sigurðsson, útgerðarmaður, Fjóiugötu 27. 15. Unnur Tómasdóttir, frú, Bröttugötu 29. 16. Hjálmar Eiðsson, bankafuiltrúi, Birkihlíð 16, 17. Jóhann Á. Kristjánsson, aflestrarmaður, Bessastíg 10. 18. Jón í. Sigurðsson, hafnsögumaður, Vestmanna- braut 44. Mikill hugur er nú í sja'lfstæðismönnum til að gera sigur Sjálfstæðisflokksins stóran í kosning- unum í vor, og telja þeir öll skilyrði fyrir hendi, til að svo geti orðið.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.