Fylkir


Fylkir - 22.04.1978, Blaðsíða 2

Fylkir - 22.04.1978, Blaðsíða 2
2 FYLKIR Ritnefnd: Sigurður Jónsso'.i (áb) Magnús Jónasson Steingrímur Arnar og augl.: Páll Scheving Símar 1344 og 1129 tJtgefandi: Sjálfstæðisfélögin í Vestmannaeyjum. Offsetprentun: Prentsmiðjan Eyrún h.f. Afgr. Vktslo Byjjld oj lístdsdfns Sl. laugardag var nýtt hus- næði fyrir Byggða. og listasafn Vestmannaeyja vígt hér við há- tíðlega athöfn í Safnahúsinu. Athöfnin hófst á því, að Páll Zóphoníasson, bæjarstj., bauð gesti velkomna og rakti í stór. um dráttum byggingarsögu hússins. Þar kom m. a. fram að húsnæði það er Byggða- og listasafnið hefur til umráða er um 600 ferm. að stærð. Heildarkostnaður við bygg- ingu hússins er f dag um 120 millj. kr. Þá kom einnig fram í ræðu bæjarstjóra, að húsnæði í kjall- ara hússins væri enn ólokið og myndi Byggða. og listasafnið fá þar pláss að hluta á móti Bókasafninu, sem er til húsa á neðri hæð Safnahússins. Að lokum kynnti bæjarstjóri svo dagskrá þessarar athafnar. Saga safnsins. Þá tók til máls Þorsteinn Þ. Víglundsson, sem að flestra mati er „faðir” þessa safns, og rakti aðdraganda stofnunar safnsins og síðan hvernig safn. ið hefur þróast til þessa dags. Margt fróðlegt og skemmti- legt kom fram í máli Þorsteins, er ekki verður rakið hér nánar. Það yrði of langt mál. Gjafir. Safninu bárust nokkrar gjaf- ir í tilefni dagsins. Bæjarstjórn færði safninu upphleypt kort af Eyjunum. Er það tölusett nr. 1, og undirrit. að af bæjarstjórn Vestmanna. eyja. Páll Zóphoníasson færði safninu að gjöf hlífðarhjálm þa.in og súrefnistæki er hann notaði hér í gosinu. Taldi Páll þetta geta orðið vísi að „gos. mynjasafni.” Magnús Jónasson, forseti Rotaryklúbbs Vestmannaeyja, færði safninu peningaupphæð að gjöf frá klúbbnum. Skal upphæðmni varið til kaupa á skáp fyrir sýningarmuni. Guðlaugur Gíslason, alþingis- maður, færði safninu segul- bandsspólur og vélritað handrit af því, sem á spólunum er. En á spólunum er allt það, sem birtist í Ríkisútvarpinu fyrstu tvo sólarhringa gossris. Ræður fluttar. Þá flutti Sigurgeir Kristjáns. son ávarp. Flutti hann kveðjur ag árnaðaróskir frá þingmönn. um Framsóknarflokksins í Suðurlandskjördæmi, er ekki gátu verið þarna þennan dag. Reynir Guðsteinsson, forseti bæjarstjómar flutti þarna ræðu og skýrði m. a. frá því, að Bæj- arstjórn hefði ákveðið að gera Þorstein Þ. Víglundsson að heiðursborgara kaupstaðarins. Var honum afhent skrautritað skjal þessu til staðfestingar. Einnig var þeim hjónum, Þor- steini og Ingigerði, færð blóm og heillaóskir. Reynir afhenti síðan safn. verði, Ragnar Óskarssyni, lykil að safninu og fól honum varð- veislu þess. Saí'.avörður ávarpaði síðan gesti með nokkrum orðum, en bauð þeim síðan að skoða safn- ið. Safnið. Safnahúsið er í alla staði hið glæsilegasta. Munum komið smekklega fyrir og er ekki að efa að margir eiga eftir að koma og skoða þetta merka safn. Þennan fyrsta opnunardag komu um 200 man.is til að skoða safnið. Safnið er fyrst um sinn opið daglega milli kl. 16 og 18. Framhald af 1. síðu. einkum að þakka, að notuð em svokölluð P-form steypumót, Það eru samskonar mót og notuð hafa verið á Akureyri. Þaðan hafa einmitt borist frétt- ir af ótrúlega hagstæðu íbúða. verði. Það er vissulega mikið fagn- aðarefni fyrir okkur, að upp skuli vera risið byggingafyrir tæki hér í Eyjum, sem getur. tekið að sér slík stórverkefni og skilað íbúðum á mun lægra verði, heldur en hér hefur áð- ur tíðkast. Þá er það ekki síð- ur áiægjulegt, að aðilar eru allir búsettir hér og skapa heimamönnum aukin atvinnu- tækifæri. fbúðirnar eru hinar huggu- legustu að sjá. Allur frágangur virðist til mikillar fyrirmynd- ar. Innréttingar vandaðar og smekklegar. Eg óska Áshamri h. f. tú hamingju með merkilegt fram. tak og vona að þeir haldi á. fram á sömu braut og þeir hafa nú farið út á. S, j. Lífeyrissjóður Vestmannaeyinga mun veita fasteignatryggð lán> eins og verið hefur. Há- markslán eftir 5 ára réttindatíma er kr. 1.500^000,00 eftir fjögurra ára réttindatíma kr. 1.000.000,00 og eftir þriggja ára réttinda' tíma kr. 750.00000. Að öðru leyti eru söniu skilyrði og verið hef- ur, og er umsóknarfrestur til 30. apríl 1978. Stjórnin hefur ákveðið að veita þeim er fengu lán 1975 eða fyrr viðbótarlán, þegar séð verður hvort hægt verður að sinna um- sóknum þeirra sem eigi hafa fengið lán fyrr. Pásthálf 26S Lífeyriss]óður V estmannaeyinga NÝJU ILMKÚLURNAR Shell eru komnar aftur. - Einnig fyllingar í kúlurnar! BÍLASTÖÐIN v/Heiðarveg.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.