Fylkir


Fylkir - 22.04.1978, Blaðsíða 3

Fylkir - 22.04.1978, Blaðsíða 3
FYLKIR 3 Hart barlst í l©lk Vals og ÍBV í keppnl meistaraliða. FRAMBOÐSFRESTUR til bæjarstjórnarkosninga í Vestmannaeyjum 28. maí 1978 rennur út miðvikudaginn 26. apríl n. k. Framboðslistum ber að skila til formanns yfirkjörstjórnar, Kristjáns Torfasonar, bæjar- fógeta, fyrir kl. 24,00 þann dag. Vestmannaeyjum 18. apríl 1978. Yfirkjörstjórn Vestmannasyja Kristján Torfason Georg H. Tryggvason Jón R. Þorsteinsson. Skriðan komin af stað Þá er voniandi, að sú skriða sé komin af stað, sam ógerning- ur verður að hefta framrás á. Þ. e. a. s. að mótherjum ÍBV veitist erfitt að heyjá keppni við lið okkar í sumar. Meistarakeppni KSf. Á sunnudaginn var fengum við Val í heimsókn. Leiðinda veður var, austan rok, en þrátt fyrir það sáust oft mjög góðir kaflar í leiknum, einkum hjá ÍBV, sem er með töluvert sterk ara Iið en Valur um þessar mundir. Valur hyrjaði með krafti og strax á fyrstu mín. leiksins voru heimamenn heppnir, þeg ar valsmeni áttu hörkuskot í stöng. En Eyjamenn „sóttu í sig veðrið” og gáfu ekkort eft- ir enda áttu þeir eftir að sýna marga skemmtilega kafla. Á fertugustu mín. voru okk- ar menn óheppnir að skora ekki. Aukaspyrna var tekin rétt utan við vítateig Valsmanna. Sigurlás framkvæmdi spyrnuna og boltinn rétt sleikti slá.ia hægra megin í markinu, en spyrnan var sndurtekin þar sem Valsmenn voru ekki rétt staðsettir og enn lét Lási skot- ið ríða af, en liú fór boltinn hárfínt yfir vinstra megin. Með smáheppni hefði þarna orðið mark. Stórgóðar spyrnur hjá Lása. En nú var komið að markamín. frægu. Enn fengum við aukaspyrnu rétt uta.i víta. teigs Vals og nú spyrnti Einar og það vel fyrir markið á Kalla sem nikkaði boltanum að Vals markinu, en í Valsara og út til Tomma, sem ekki var í vand- ræðum að skora. 2 min. og 10 sek. í hálfleik. Seinni hálfleikur var mun skemmtilegri en sá fyrri. Strax á 18. mí:i. skoraði Valþór stór- gott mark og staðan orðin 2:0. „Gamla kempan” Páll Pálma- son var búinn að verja eins og „herforingi” í fyrri hálfleik, en átti eftir að verja enn betur, því á 25. mín. varði hann þrí. vegis stórkostlega í röð. Paö sem eftir var leiksins voru Eyjamenn mun ákveðnari og sigruðu verðskuldað. Valsliðið er ekki svipur hjá sjón frá í fyrra, en aftur á móti eru okkar menn alltaf jafrt frískir. Bestu menn okk- ar: Páll í markinu, Magnús og Valþór. Bæjarkeppni. Vestmannaeyjar — Kópavogur. Þessi leikur var ekki nærri því eins skemmtilegur og Vals- leikurinn. Pó að mun lygnara hafi verið var var mun meira um klúður og spörk út í loftið. Það markverðasta í fyrri hálf- leik var þegar Örn var í dauða. færi, en markvörðurinn henti sér vel og varði. Ein’aig máttum við þakka Þórði fyrir að fá ekki á ókkur mark, er hann bjarg- aðiá línu um miðjan hálfleik. Þótt mikið hafi verið um klúð- ur, var ÍBV alltaf sterkari að- ilinn á vellinum. f hálfleik var skipt um þrjá menn, Maggi, Sveinn og Valþór komu i'an á og það fannst mér breyting til hins betra. Eyjamenn byrjuðu seinni hálf leik með krafti, enda skoraði Óli Sigurvins fyrsta og eina mark leiksins strax á 6. mín. Gott hjá Óla. En þó að menn reyndu að spila, kom ekkert út úr því nema spörk út í loftið og tómt pat. Er 15 mín. voru til loka lenti Kalli í samstuði og varð að yfirgefa völlinn, en í hans stað kom Óskar Axels og spilaði sem bakvörður, en Jón Hermanns fór á miðiuna. Eina almen'.iilega marktæki. færið kom á 40. min. þegar Val. þór átti hörkuskot á mark Blik anna, en markmaður þeirra varði vel. En í lokin vorum við heppnir að fá ekki á okkur mark, þegar Blikarnir fengu aukaspyrnu við vítateigslínu og framkv. hana glæsilega, en bolt inn fór á innanverða stöngina og þaðan út. f sambandi við þessa leiki er ég hrifinn af því, hvað Skinner hefur leyft mörgum strákum að spreyta sig og er það á- nægjuleg breyting frá í fyrra. Bestu menn: Þórður, Óli og Valþór. Sumaráætlun Hinn 1. apríl gekk sumará- ætlun millilandaflugs Flugleiða, þ. e. Flugfélags fslands, Loft- leiða og Air Bahama, í gildi. Með tilkomu sumaráætlunar fjölgar áfangastöðum og ferð- um. Þegar áætlunin hefur að fullu tekið gildi verður ferðum hagað sem hér segir: Til Chieago verður flogið sex sinnum í viku, þ. e. alla daga nema laugardaga. Til New York verður flogið 13 sinnum í viku, tvær ferðir á dag alla daga nema miðvikudaga, þá ein ferð. Ferðatíðni vestur um haf verður því 19 flug á viku, einni ferð fleiri en í fyrrasumar. Til Luxemborgar verða 19 flug á viku, þ. e. tvö flug á fimmtu- dögum og sunnudögum, en þrjú aðra daga vikimnar. Til Kaupmannahafnar verða 12 flug á viku, til Osló verða fimm flug á viku, til Stokkhólms fjög ur flug, til London fimm flug Og til Glasgow fjögur flug. Þá er flogin ein ferð í viku til Dusseldorf, Parísar, Gautaborg. ar og Frankfurt. Til Færeyja verður flogið þrisvar í viku og til Kulusuk eru áætluð 50 flug á tímabilinu frá 9. júní til 8. september. Til Narssarssuaq á Vestur-Grænlandi verður eitt á- ætlunarflug í viku, á fimmtu- dögum. Áætluiarflug International Air Bahama milli Nassau og Luxemborgar verður með sama sniði og í fyrrasumar. Flognar verða fjórar ferðir í viku, á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og laugardögum. Til Atlantshafsflugsins verða fimm DC-8-63 þotur í frum, en einnig munu þær fljúga þrjár ferðir til Norðurlanda, svo og eina ferð í viku til Glasgow og Lc ídon. Annað flug til megin. lands Evrópu svo og til Bret- lands verður framkvæmt með tveimur Boeing—727 þotum, en Færeyjaflug og flug til Kulusuk með Fokker Friandship. Þá verður vikulegt flug tú Nassar- ssuaq framkvæmt mðe Boeing 727 þotu.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.