Fylkir


Fylkir - 29.04.1978, Blaðsíða 1

Fylkir - 29.04.1978, Blaðsíða 1
30, árg. Vestm.eyí am 29. april 1978 8, tbl. Kosningashrí|sto|d OPID DAGLEGA FRÁ KL 2. - 6 E. II. í EYVERJASALNUM SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Höfuðmarkmið í næstu tölublöðum Fylkis mun birtast stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í bæjarmálum á næsta kjörtíma- bili. Mun þar verða leitast við að setja fram á einfaldan og skýran hátt þau stefnumál, sem fulltrúar Dlistans í væntanlegri bæjarstjórn ætla sér að vinna að. Að sjálfsögðu er ekki hægt í svo fáum blöðum að gera nákvæma grein fyrir öllum málum, sem snerta hagsmuni bæjarbúa. Munu fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins taka mannlega á þeim málum, sem upp koma hverju sinni. Hagkvæmari stjórnun. Rekstrarafgangur (fram- kvæmdafé) Bæjarsjóðs hefur á síðustu árum sífellt farið minnkandi og er nú lægstur allra kaupstaða landsins. Það er lykilatriði fyrir mögu- le'ka bæjarins til aukinna fram- kvæmda, að rekstrarafgangur aukist verulega á 'næstu árum. Við stefnum að því, að hann verði kominn í a. m. k. 30% á kjörtímabilinu. Þetta markmið næst með auknu aðhaldi í öllum bæjar- rekstrínum. Það er nauðsynlegt að dregið verði verulega úr þeirri miklu yfirbyggingu, sem nú er hjá Bæjarsjóði. Við viljum, að dregið verði verulaga úr aðkeyptri tækniað. stoð. í staðinn verði reynt að nýta betur þá tæknideild, sem er til staðar hér í bæ. Við vörum v^ð þeirri stefnu, að ráðist sé í alls kyns kostn. aðarsamar áætlanagerðir til margra ára, s^m oft á tíðum eru úreltar þegar þær sjá dags. ins ljós. Félagsleg þjónusta er nauð. synleg hverju bæjarfélagi, en gæta verður þess þó, að kostn- aðarsamri þjónustu vsrði ekki komíð á sjálfrar þjónustunnar vegna. Það verður að liggja ljóst fyrir, að þörf sé á þeirri þjónustu, sem komið er á. Það verður einnig að vera fullkann- að, að sá kostnaður, sem af þj onustuaukningu.ini leiðir sé réttlætanbgur. Útboð verka. Nauðsynlegt er, að sem flest verkefni á vegum bæjarsjóðs og stofnana hans verði boðin út. Það mun í flestum tilfell. um lækka framkvæmdakostn- að og flýta v^rkefnum. Það er skoðun okkar, að Bæj- arsjóður eigi ekki sjálfur að staada i mannfrekum verkefn. um, heldur sé nauðsynlegt að kaupa þá þjónustu af einstakl. ingum og fyrirtæl'.jum. Við legg.jum á það ríka á. herslu, að innanbæjaraðilar verði í eins ríkum mæli og unnt er, látnír sitja fyrir er verk- eívii eru boðin út. Fækkum leiguíbúðum. Bæjarsjóður á eins og kunn. ugt er margar íbúðir, sem hann leigir. Sjálfstæðisflokkurmn mun beita sér fyrir því, að flestar íbúðir bæjarsjóðs verði seldar Það er skoðun okkar, að selja eigi telescopehúsin burt úr bænum. Það verður að aug- lýsa þau á almcanum markaði og fá fasteignasala til að sjá um sölu þeirra. Á næsta kjörtímabili verða Framhald á 2. síðu. Við viljiím breyta Pulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjorn raunu á næsta kjörtímabili leggja mikla áherslu á, að breyting verði á núverandi stefnu hvað við- keniur gjöldum, sem lögð eru á bæjarbúa. Markmið Sjálfstæðisrnanna er, að gjöld til Bæj- arsjóðs verði hér aldrei hærri, heldur en í sam- bærilegum kaupstöðum. FASTEIGNAGJÖLD. Brýna nauðsyn ber til að samræma ailt mat fast- eigna í bænum. Við leggjum á það áherslu, að breyting verði á gjalddögum fasteignagjalda, verði 3, þ. e. 15. jan., 15. maí og 15. júlí Núverandi kerfi gerir ráð fyrir tveimur gjalddögum. VATNSSKATTUR. Tekið verði aftur upp eldra fyrirkomulag, að innheimta fastagjald vatns með rafmagnsreikning- um. Gjalddagar verða þá 6 í stað 2 nú. Þetta myndi dreifa greiðslum á allt árið til hagsbóta fyrir bæj- arbúa. óheyrilegur munur er nú á fastagjaldi vatns- veitunnar. Dæmi eru til um, að bæjarbúar borgi frá 3 þús. og upp í 60 þús. á ári í fastagjald. Tryggja verður, að breyting verði gerð á núverandi fyrirkomulagi, þannig að óréttlætið verði leiðrétt næst þegar álagning fer fram um næstu áramót. Athuga þarf rækilega þann möguleika, að húseig- endur borgi vatnið eingöngu eftir notkun. ÐRÁTTARVEXTIR Innheimta dráttarvaxta á bæjargjöldum hefur mjög aukist á undanförnum árum. Hefur tölvu- notkun orðið þess valdandi, að mannlegi þáttur- inn í samskiptum bæjarbúa við bæjaryfirvöld hef- ur rofnað að einhverju leyti. Við mótmælum þeirri framkvæmd vinstri manna að leggja dráttar\'exti á dráttarvexti. Pessu viljum við breyta. Eitt af höfuðmarkmið- um okkar Sjálfstæðismanna er að breyta þeirri gjaldapólitík, sem vinstri menn halda svo mikið upp á. Það verður að koma í veg fyrir að Bæjarsjóð- ur seilist svo djúpt í vasa borgaranna, að þeir gef- ist upp á búsetu hér eða þeir, sem hug hefðu á að flytja hingað, gerðu það ekki vegna þjónkunar bæjaryfirvalda við tölvur.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.