Fylkir


Fylkir - 06.05.1978, Blaðsíða 2

Fylkir - 06.05.1978, Blaðsíða 2
2 FYLKIR Ilitnefnd^ Sigurður Jónsso'.i (áb) Magnús Jónasson Steingrímur Arnar og augl.: Páll Scheving Símar 1344 og 1129 Útgefandi: Sjálfstæðisfélögin í Vestmannaeyjum. Offsetprentun: Prentsmiðjan Eyrún h.f. Afgr. Virkari bæjarstjórn Þann 28. maí næstkomandi ganga kjósendur að kjör- borðinu og velja sér nýja bæjarstjórn til næstu 4 ára. Hér í Vestmannaeyjum verða 4 listar í kjöri. Flokk- arnir hafa staðið misjafnlega að vali þeirra frambjóð- enda, sem listana skipa. Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag ákváðu sína framboðslista á sama hátt og undanfarna áratugi, þ. e. á fundum með þröngum hópi flokksmanna. Alþýðu- flokkurinn valdi sína menn með opnu prófkjöri. Fram- bjóðendur voru fáir og þátttaka afar slæm eða um V3 af fylgi flokksins í síðustu kosningum. Eins og Eyjabúum er í fersku minni hafði Sjálfstæð- isflokkurinn prófkjör um val fimm efstu manna á lista flokksins til bæjarstjóinar. Stuðningsfólk Sjáif- stæðisflokksins sýndi prófkjörinu mikinn áhuga, en þátttaka í því var rúmlega 90% af fylgi flokksins í síð- ustu kosningum til bæjarstjórnar. Þrátt fyrir skiptar skoðanir fer ekki á milli mála, að prófkjör með virkri þátttöku almennings er lýðræðis- legasta aðferðin við val frambjóðenda og tryggir best rétt hins almenna kjósanda að hafa áhrif um hverjir skipa efstu sæti framboðslista til sveitarstjórna og Al- þingis. Efstu sæti Iista Sjálfstæðisflokksins skipa ungt fólk, sem á undanförnum árum hefur haft mikil og heilla- drjúg áhrif í félags-, atvinnu- og bæjarmálum. Þetta fólk er tilbúið að leggja á sig mikið starf fyrir þetta byggðarlag með hagsmuni allra bæjarbúa fyrir augum. Fram að kosningum mun bæjarmálastefnuskrá Sjálf- stæðisflokksins verða kynnt almenningi á skýran og ein- faldan hátt, en 10 efstu menn listans hafa unnið að samningu stefnumálanna. Viðtökur þær, sem listi Sjálfstæðisflokksins hefur fengið benda til þess, að kjósendur eru orðnir þreyttir á núverandi ástandi í bæjarmálum, þar sem embættis- mannavaldið hefur ríkt á kostnað kjörinna bæjarfulltrúa. Þessu viljum við breyta. Aukum vald og virðingu bæjarstjórnar, jafnt innan- bæjar sem utan. Þessu marki verður ekki náð nema með glæsilegum sigri Sjálfstæðisflokksins í kosningunum 28. maí n. k. STARFSMAÐUR ÓSKAST. Starfsmaður vanur handflökun og flatningu óskast til starfa í Matsstöðinni við Skildinga- veg. Nánari upplýsingar veitir Bjamhéðinn Elíasson, forstöðumaður, sími 1371. MATSSTÖÐIN. Norræna eldfjallastofnunin við mælingar hár í Eyjum. Nú undanfarna daga hafa menn frá Norrænu eldfjalla- stofúninni verið við mælingar hér í Eyjum. Hafa þeir ver‘ð að mæla fjarlægðir á milli eyj- anna í þeim tilgangi að kanna hvort að nokkur breyting eigi sér stað. Hafa þeír sett! upp fasta punkta á eyjunum hér í kring og síðan er ætlunin að koma síðar og mæla aftur fjar lægðina á milli föstu punkt- an.ra. Mun þetta vera gert til að athuga hvort hugsanlegt sé að gosið hafi haft einhver áhrif á þessá hlut'. 357,7 millj. Bund'n innstæða í Seðlabanka fslands nam í árs lok 102,4 millj. Bókfærðar fast eignir námu í árslok 8,1 millj., en voru að brunabótamati 77,7 millj. Rekstrarhagnaður ársins var 5,7 millj. og varasjóður í árslok 13,4 millj. Fimm manna stjórn er í Sparisjóði Vestmannaeyja: Arnar Sigurmundsson, Georg Hermannsson, Jóhann Björ.is- son, Magnús H. Magnússon og Sigurgeir Kristjánsson. — Endurskoðendur kosnir af bæjarstjóin eru. Eyjólfur Páls son og Gísli G. Guðlaugsson. Starfsfólk var í árslok 7. — Sparisjóðsstjóri er Benedikt Ragnarsson. FRÉTTATILKYNNING FRÁ SPARISJÓÐI VM Aðalfundur Sparisjóðs Vest- maninaeyja fyrir ádð 1977 var haldinn 31. mars sl. Á fundin- um kom fram, að heildarinn. stæður námu í árslok 473,1 millj. og höfðu aukist um 43,75% á árinu 1977. Heildarútláa námu í árslok jjjj Fasteignaúrvalið ig 13 13 13 m m m m 13 13 13 1(3 igSBBSBBBEig er hjá okkur. Viðskipta* þjónustan h/f Tangagötu 1 Siml 2000 Fyrir Hvítasunnuna Dilkakjöt. Súpukjöt, Læri, Lærissneiðar, Hryggir, Kóte- lettur, Framhryggir, Heilir bógar, Lambasnitchel, Hamborgarhryggir, Hamborgarlæri, London lamb. Kjúklingar, Kjúklingalæri & bringur, Rjúpur, Gæsir. Svínakjöt. Læri ný, Hamborgarlæri, Hamborgarhryggir, Hamborgarbógar, Nýir bógar, Lærissneiðar, Svína- lundir, Nýir hryggir og Kótelettur. Nautakjöt. Nautahakk, Buff, Gulloch, Filé og Lundir. ATHUGIÐ: Vegna takmarkaðs magns verður tekið á móti pöntunum á nautakjöti til miðviku- dagskvölds, til að tryggja afgreiðslu fyrir helgi. KAUPFÉLAGIÐ VÖRUMARKAÐUR Rjómapantanir. Mótttaka rjómapantana til kl. 12 á miðvikudag. fyrir hvítasunnu. Pantanir ber að sækja fyrir kl. 3 á föstudag. MJÓLKURBÚÐIN Vestmannabraut 38.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.