Fylkir


Fylkir - 13.05.1978, Blaðsíða 2

Fylkir - 13.05.1978, Blaðsíða 2
2 FYLKIR Ritnefnd: Sigurður Jónsson (áb) Magnús Jónasson Steingrímur Arnar og augl.: Páll Scheving Símar 1344 og 1129 Útgefandi: Sjálfstæðisfélögin í Vestmannaeyjum. Offsetprentun: Prentsmiðjan Eyrún h.f. LOKADAGUR Lokadagurinn 11. maí er ekki lengur það tímamark, sem hann áður var hér í Eyjum. Á tímum opnu róðrarskipanna voru skipin sett upp þann dag, þeim hvolft og gengið frá til geymslu yfir sumarið undir Skiphellum eða annarsstaðar, þar sem henta þótti. Útvegsbændur veittu mönnum sínum súkku- laði og brennivín eftir vos og strit vertíðarinnar. Lands- menn héldu heim til bús og bama, en heimamenn hugðu til eggjatekju og fuglaveiða sumarsins. Er blómlegust var hér mótorbátaútgerð og rúmt eitt hundrað báta gekk héðan á vertíð var lokadagurinn enn það sama tímamark, sem áður var og kappi var att fram á síðasta dag um aflakóngstign og hæstan hlut. Daginn þann var gleði haldið hátt á loft, sakir upp gerðar og stilltir saman strengirnir, sem ekki höfðu fallið saman um vertíðina. Nú er af sem áður var, enginn tekur eftir lokadeg- inum, hann er aðeins venjubundinn vordagur, sem mark- ar engin afgerandi tímamót í lífi verstöðvarinnar. Lok- in eru miður mánuður. Ekki fer þó hjá því, að lokadagurinn veki okkur til umhugsunar um þær miklu breytingar, sem orðnar eru á síðustu ármn á sjósókn og aflabrögðum og þá þróun, sem við verðum vitni að. Einni rýrustu vertíð mn langt árabil er um það bil að ljúka. Vertíðin í fyrra var að vísu lakari. Margt ber til. Sjór er nú sóttur árið út. Margir okkar dug- mestu skipstjórnarmanna hafa snúið sér að veiðum á bræðslufiski, elta loðnu um allan sjó lungann úr árinu. Sjósókn byrjar mun seinna en áður í upphafi vertíðar og fáir bátar stunda veiðar með línu, þó nokk- uð brigði til hin betra á þessari vertíð. Öll þorskveiði var stöðvuð í vikutíma á hávertíðinni og hefði það ein- hverntíma þótt tíðindi. Bátar hætta þorskveiðum í byrj- un apríl og taka til við spærlingsveiðar í bræðslu. Bát- um, sem veiðar stunda héðan hefur fkkað á sama tíma og afli minnkar. Fiskvinnslan reynir að bæta sér upp rýrari afla bátaflotans með kaupum á togurum. Hrygningarstofnar eru í lágmarki og skulum við vona að lágmarki sé náð og nú fari afli aftur að aukast. Ef svo verður ekki, er vá fyrir dyrum. Til að beina þeirri vá frá dyrum okkar þurfum við að endurmeta stöðu sjávarútvegs, taka upp virka stjórn veiðiálags með arðbæran rekstur útgerðar, hag- kvæma vinnslu, hámark afla og arðsemi í huga. ' SJALFSTÆÐIS FLOKKURINN. I KOSNINGA- I SKRIFSTOFA. | Opid daglega frá kl. 2 til 6 e.h. í Eyverjasalnum. Opid hús í Eyverjasalnum á föstudögum frá . kl. 8 e.h. Bæjarstjórn Vestmannaeyja hélt sinn síðasta fund á þessu kjörtímabili sl. fimmtudag. Mörg mikilvæg mál lágu fyrir þessum fundi, m. a. síðari umræða um nýja bæjarmálasamþykkt fyrir kaupstaðinn. Pessi bæjarstjórn hefur haldið 67 fundi á kjör- tímabilinu og hafa alls 22 fulltrúar setið þessa fundi S_____________________________________________> FRft RITSÍMANUM: FERMINGARSKEYTI. Vinsamlegast sendið fermingarskeytin tím- anlega til að forðast óþarfa tafir og til að tryggja að skeytin berist viðtakendum sam- dægurs. Móttaka skeyta er nú þegar hafin í afgreiðslu stöðvarinnar og í símum 06, 1020, 1018, 1021 á venjulegum afgreiðslutíma. Afgreiðslan er opin sem hér segir: Hvítasunnudag kl. 10 — 18. Annan í hvítasunnu kl. 9 — 19. Við viljum minna ykkur á að sýnishorn af skrautskeytaeyðublöðum Landsíma íslands eru aftast í símaskránni. Póstur og sími, Vestmannaeyjum AUGLYSING um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar í Vestmannaeyjum. Utankjröfundaratkvæðagreiðsla fyrir bæj- arstjórnarkosningarnar, 28. maí n. k., fer fram á skrifstofu bæjarfógetans í Vestmanna- eyjum, Bárustíg 15, Vestmannaeyjum, alla virka daga og um helgar, eftir því sem þurfa þykir. Vestmannaeyjum, 12. 5. 1978. Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum. Innileg þökk og kveðja til allra þeirra, sem glöddu mig á 70 ára afmæli mínu. Guð blessi ykkur öll. JÓNA ÞORSTEINSDÓTTIR Fáxastíg 2B.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.