Fylkir


Fylkir - 20.05.1978, Blaðsíða 3

Fylkir - 20.05.1978, Blaðsíða 3
FYLKIR GUÐLAUGUR GISLASON: VANMAT KRATA Á YNGRA FOLKINU Kosningabaráttan fyrir bæ j arstj órnarkosningarnar nú hefur verið með nokkr- um öðrum blæ en oft und- anfarið, Frambjóðendur hafa gert grein fyrir af- sTöðu sinni til fram- kvæmda ýmissa mála byggðarlagsins, en látið persónulegar ádeilur land og leið og er það vel. Ein undantekning er þó á þessu, en það eru skrif kratablaðsins Brautarinn- ar sl. miðvikudag, þar sem ráðist er á frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins með persónulegu níði og þeir stimplaðir „reynslulitlir ungliðar" eins og þar seg- ir. Sýnir þetta fyrirlitningu kratanna á yngri kynslóð þessa byggðarlags og van- mat á getu þess unga fólks sem eðli málsins sam- kvæmt hlýtur að verða krafturinn í þróun mála og uppbyggingu byggðar- lagsins í framtíðinni. Flokk ur með slíka skoðun er svo sannarlega ekki trausts verður. Fyrst þetta er helsta ádeiluefni andstæð- inga Sjálfstæðisflokksins á framboðslista hans lofar það svo sannarlega góðu fyrir flokkinn í þeim kosn- ingum, sem framundan eru. Er rétt í þessu sambandi að gera sér grein fyrir, að fimm efstu sætin á fram- boðslista Sjálfstæðisflokks- ins skipa menn, sem valdir voru í stærsta opnu próf- kjöri, seím hér hefur nokk- urn tíma átt sér stað, þar sem nær 900 manns tóku þátt í. Umræddir frambjóð- endur S.iálfstæðisflokksins eru því kallaðir til starfa fyrir byggðarlagið af stærri hóp kjósenda en til þekk- ist áður og er það óum- deilanlepoir stvrkur fyrir þá og hvatning þegar til alvörunnar kemur að ráða fram úr málefnum bæjar- ins. Vegna fullyrðinga í skrifum Brautarinnar um að hér sé um að ræða „reynslulitla ungliða" er rétt að benda á, að meðal- aldur framb.ióðenda Sjálf- stæðisflokksins í fimm efstu sætunum er 38 ár. Sá yngsti 28 ára og sá elsti 52 ára og hefur þetta al- mennt og jafnvel hjá kröt- um verið talinn sá aldur, sem starfsorka manna er mest og þeir taldir líkleg- astir til stórra átaka. Og þessir menn standa svo sannarlega ekki einir. Sá háttur hefur ávallt verið hafður þegar Sjálfstæðis- menn hafa haft áhrif á gang bæjarmála eða for- ystu þar um, að varamenn bæjarfulltrúanna hafa ver- ið hafðir með í ráðum um allar stærri ákvarðanatök- ur og listi flokksins. að þessu sinni eins og áður skipaður frá fyrsta til síð- asta manns fólki, sem all- ir kjósendur vita að hefur bæði vilja og getu til að ráða fram úr málum byggð arlagsins, ef flokknum verður í kosningunum fal- ið að gegna þar forystu- hlutverki. Þörf er breytinga á stjórn bæjarmálanna. Öllum er að sjálfsögðu Ijóst, að náttúruhamfar- irnar hér 1973 hlutu á mörgum sviðum að hafa röskun í för með sér ekki einasta fyrir hvern ein- stakling heldur einnig byggðarlagið í heild. Pað þurfti'því sterka og samhenta stjórn á málefn- um bæjarins eftir að Vest- mannaeyingar fluttu heim aftur. En því miður urðu úrslit kosninga 1974 á þann veg, að sömu mönnum og áður höfðu stjórnað mál- efnum bæjarins við minnk- andi orðstýr gafst á ný tækifæri til áframhaldandi samstarfs. Árangurinn blas ir við og er gatnakerfi bæj- arins þar kannski gleggsta dæmið um, og getur enginn í dag sagt til um hve háar fjárfúlgur óviðunandi á- stand gatnakerfisins hefur kostað bifreiðaeigendur á undanförnum árum í aukn um viðhaldskostnaði farar- tækja sinna auk þess sem trassaskapur ráðamanna bæjarins í þessum efnum hefur sett, alltof leiðinleg- an blæ á byggðarlagið í heild. Pó fram hjá öllu öðru sé litið, er þetta ábending um að bein nauðsyn er, að breyting verði gerð á yfir- st.jórn bæjarmála í þeim kosningum, sem frainund- an eru. Þá vegnaði bæjarfélaginu best. Petta er ekki sagt út í bláinn. Sú staðreynd liggur fyrir, að á árunum 1954 til 1966, þegar Sjálfstæðis- menn höfðu forystu um bæjarmálin, voru fram- kvæmdir hér mun meiri en þær höfðu nokkurn tíma áður verið. Vegna mikilla framkvæmda í mal- bikun og hellulagningu gangstétta voru Vestmanna eyjar á þeim tíma taldar einhver hreinlegasti bær á landinu og sköruðu þar fram úr öllum sveitarfélög- um á landinu að Reykjavík undanskilinni. Útsvör og fasteignagjöld voru þá um 25 til 30% lægri en í flest- um öðrum kauostöðum landsins og þrátt fyrir miklar framkvæmdir lækk- uðu skuldir bæjarsjóðs þetta tímabil, eins og reikn ingar bæjarsjóðs óvéfengj- anlega bera með sér. — Pá vegnaði bæjarfélaginu best. Pó að það hljóti að taka einhvern tíma að rétta við hag bæjarins, þá er hægt að ná þessu marki, ef kjósendur fela Sjálfstæðis- mönnum forystuna á ný í þeim kosningum sem fram undan eru. Og þó að frambjóðend- ur á lista andstöðuflokk- anna séu án efa mætir menn hver í sínu starfi, hefur reynslan sýnt, að hrossakaup innan þriggja ósamstæðra flokka hefur ávallt stefnt til ófarnaðar í stjórn bæjarmálanna. Eins og bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins tókst á sínum tíma að rífa bæj- arfélagið upp úr doða framkvæmdaleysis vinstri flokkana og f jármálaóreiðu munu þeir menn, sem nú eru í framboði fyrir flokk- inn einnig og ekki síður reynast þess megnugir með fastri og samhentri stjórn bæjarmálanna að gera slíkt hið sama. Þetta ættu kjósendur að athuga þegar að kjörborð- inu kemur 28. maí n. k. Kosningahappdrætti Sjálfstæðisflokksins Er nú í fullum gangi. Dregið verður á fimmtudaginn 26. maí 1978. Aðeins ðregið úr seldum miðum. Hver hlýtur ferðir til sólarlanða fyrir 500.000 kr.? Miðar fást enn á skrifstofunni í Eyverjasalnum. Gerið skil um helgina. Opið aila ðaga frá kl. 9.00 til 22.00. STUÐNINGSMENN SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS SÆFARI UPPLÝSTUR Nokkrir af toppkrötum bæjarins hafa af og til brugdid sér í gerfi Sæfara og skrifad greinar undir hans nafni um menn og málefni. Nú í sídustu Braut eru Sjálfstædismenn einu sinni enn teknir fyrir. Adallega rætt um prófkjörid. Þar er m.a. sagt ad þær sögur gangi, ad 300 hafi tekid þátt í prófkjöri Sjálf- stædisflokksins sem ekki hafi nád kosningaaldri. Rétt er ad upplýsa Sæfara og fleiri sem reynt hafa ad smjatta á þessu ad undanförnu um þad, ad á þessum aldri tóku þátt í prófkjörinu43. Annars er þad ofur skiljan- legt, ad krötum svídi heil ósköp, hve þátttaka í prófkjöri Sjálfstædisflokksins var al- menn, en 866 kusu í því. Kratar fundu þad best í sínu prófkjöri á dögunum, ad þeir ná ekki til fólksins. Adeins um 1/3 af fyrra fylgi flokksins tók þátt í prófkjörinu eda 269 kjósendur (þar med taldir 18 og 19 ára). Pá gerir Sæfari þad ad um- talsefni í greinarstúf sínum, ad efstu menn á lista Sjálfstædis- flokksins séu eintómir strák- lingar sem enga þekkingu eda reynslu hafi á málefnum bæj- arfélagsins. Hér er vísvitandi verid ad reyna ad læda ad fólki lúalegum áródri. Frambjód- endur Sjálfstædisflokksins, er fólk úr ólíkum stéttum, sem hefur reynslu af félags-, at- vinnu- og bæjarmálum. Fram- bjódendur Sjálfstædisflokksins hafa kynnt rækilega sína bæj- armálastefnu. Þad er furdulegt mat krata, ad ekki megi kjósa fólk í bæjarstjórn vegna þess ad þad sé ekki ordid nógu gamalt. Hvad skyldi Gudmundur P. B. hafa hugsad þegar hann las þær línur. SJ.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.