Fylkir


Fylkir - 27.05.1978, Blaðsíða 4

Fylkir - 27.05.1978, Blaðsíða 4
hYLKlK UR VERINU VIKAN Ágætt sjóvedur hefur verid þessa viku og flestir byrjadir aftur, sem ætla ad vera á fiskitrolli í sumar. Afli hefur verid gódur hjá þeim, sem sótt hafa austur um. T.d. var Alsey med 43 tonn á þridjudag, Ófeigur III. 28 tonn og Frár 23 tonn. I gær var Sudurey med um 30 tonn, Heimaey 25 tonn og Ver 20 tonn. Hjá minni bátunum hefur verid sáratregt á færin, en reitingsafli á lúdulínu. TOGARARNIR Klakkur landadi 148 tonn- um, mest þorski, á þridjudag og er nú á veidum fyrir vestan land. Sindri landadi 30 tonnum í fyrradag og fór aftur á veidar samdægurs. Vestmannaey var enn í Reykjavík í gær, en vidgerd langt komin og stódu vonir til þess ad hún kæmist á veidar um helgina. f gærkvöldi átti ad opna tilbod í vidgerd á Breka og var búist vid 6 til 8 tilbodum, þar af 2 til 3 innlendum. Unnid verdur úr tilbodunum í samrádi vid eigendur og endurtryggj- endur skipsins og verdur sennilega ákvedid um vid- gerdina í lok næstu viku. Tíminn, sem lidinn er, hefur ekki med öllu farid til önýtis, því unnid hefur verid ad hreinsun skipsins og undir- búningi vidgerdar. AUKIN KASSANOTKUN Skipshöfnin á m.b. Andvara gerdi ad öllum netafiski í vetur og kassadi og ísadi um bord. Fiskurinn reyndist bera af ödrum netafiski ad gædum og skiladi skipshöfn og útgerd þar med mtin hærra skiptaverdi en ella. \ Pá vþru þeir ísfélagsmenn ekki sídjur ánægdir med fiskinn, en haun reyndist úrvals vinnslufiskur. Árangur þessi er einkum athyglisverdur vegna þeirra neikvædu þróunar, sem nú er á saltfiskmarkadi. okkar og erf- idleika og óvissu í skreidar- vinnslu, en lakari gædaflokk- arnir fara í þær vinnslugreinar. Allt verdur nú ad leggjast upp úr ad koma fiskinum í fryst- ingu. Líklegt er, ad fleiri neta- bátar, sérstaklega stærri og yfirbyggdu bátarnir, kassi fiskinn næsta vetur og væri æskilegt, ad minni netabátarnir ísudu og hillulegdu fiskinn, þótt landad sé daglega. Talsverdur áhugi er hjá sjó- ¦¦¦¦¦ ¦¦-¦—n^^^^ mönnum fyrir notkun kassa um bord í trollbátunum, einkum þeim stærri og er vitad um a.m.k. 8-10 báta, sem kassa aflann í sumar. Skipshöfnin á Dala-Rafni hefur kassad allan trollfisk sídan um lok med mjög gódum árangri. HUMARVEIÐARNAR f sumar verda leyfdar veidar á 2.500 tonnum af humri eda 300 tonnum minna en í fyrra. Veidarnar gengu ekki sem skyldi í fyrra og var mikid af smáum humri og millihumri í aflanum. Ekki er búist vid aukningu á stórhumri fyrr en á árunum 1979-81, þegar gódir árgangar frá árunum 1969-71 ná tilskildri stærd. Byrja má veidar í dag, en áhugi er lítill hér í Eyjum og fáir bátar, sem byrja strax. M.S.HOFSJÖKULLL M.s. Hofsjökull hefur legi hér í Fridarhöfninni sídustu daga, en verid er ad endurbæta kælikerfi skipsins. Búid er ad fá undanþágu til útskipunar á um 22 þúsund kössum af frystum fiski í skipid SKÓLASLIT S TÝRIMANN ASKÓLANS Stýrimannaskólanum verdur slitid í húsakynnum skólans kl. 14.00 í dag med hátídarbrag. Skólaslitin eru öllum opin og eru fyrrverandi nemendur og aurir velunnarar skólans sér- staklega hvattir til ad mæta. SJÓMANNADAGURINN Um adra helgi, 3. og 4. júní n.k., verdur sjómannadagurinn hátídlegur haldinn med hefdbundnum hætti og vinnur sjómannadagsrád ötullega ad undirbúningi hátídarinnar. Á laugardag byrjar hátídin kl. 13.00 med íþróttakeppni vid Fridarhöfn. Keppt verdur í kappródri, koddaslag, jafnvel stakkasundi, ef þátttaka fæst o.fl. Um kvöldid verda dansleikir í Samkomuhúsinu og Alþýduhúsinu. Á sunnudag verdur hátídin sett kl. 13.00 vid Samkomu- húsid, gengid í skrúdgöngu til Landakirkju, þar sem minn- ingarathöfn verdur vid minnis- vardann. Kl. 16.00 verdur útiskemmtun á Stakkagerdis- túni og þar flytur Sigurgeir Ólafsson' hátídarræduna. Skemmtun verdur um kvöldid kl. 20.00 í Samkomuhúsinu adallega med heimakröftum og dansleikir aftur í bádum húsum til kl. 04.00. STARFIÐ A IvJ O Jcv D ACr Á kjördag verdur kosningamidstöd Sjálístæd- isflokksins í Sumkoimihusinu. Almennar upplýsingar og bflasími 2233. í litla salnuin verda kaffiveitingar og létt músík. f stóra salnum verdur kvikmyndasýning kl. 15.oo. Verda þar sýndar Eyjamyndir, m.a. úr gosinu og uppbyggingu Eyjanna. Studningsfólk D-Iistans er hvatí til þess ad líta inn. Sigur Sjálk'st ædisflokksins er sigur Eyjanna. D-LISTINN. Frambodsfundurinn Frambodsfundur fyrir bæj- arstjórnarkosningarnar á sunnudaginn fór fram í gær- kvöldi og var útvarpad frá fundinum. Fundarstjórar voru Jóhann Fridfinnsson og Áki Haraldsson. Fjölmenni var á fundinum, eda um 250 manns. Málflutningur frambjódenda Sjálfstædisflokksins var vel tekid af fundarmönnum, enda eini flokkurinn sem bodar breytingar á stjórn bæjarmála. Studningsfólk fjölmennti á fundinn, en eftir því var tekid ad kratar sáust varla, né framsóknarmenn, sem ekki var vid ad búast. Fundurinn fór vel fram, ef frá efu talin frammíköll nokkra æstra komma á fremstu bekkjum, en þad er hlutur sem skedur alltaf á frambods- fundum og kom engum á óvart. Frambjódendur Sjálfstædis- flokksins þakka studningsfólki fyrir góda fundarsókn, og hvetja þad til starfa á kjördag og tryggja þannig sigur Sjálf- stædisflokksins. Eyjabladid bodar lokun fiskvinnslustödva í stefnuskrá fulltrúa konunúnista, sem birtist í Eyjablaðinu 18. þan. segir svo orðrétt: „ad leggja niður vinnslu í þeún fiskviimslufyrirtækjum, sem ekki eru taiin henta fyrir slíkan rekshir". Það hefdi verid fródlegt ef Eyjablaðið hefdi jafnhlida skírt 1 rá því hvaða f isk vinnslu fy ri rt a- k i kopunúnistar stefna ad, ad leggja niður, svo verkafólk þar gæti farið að líta í kringum sig með vinnu annarsstaðar. Ef það er atvinnusamðráttur, sem kommúnistar stefna að, er gott fyrir kjósendur ad hafa þadí huga vid kjörbordið á morgun. Þetta er þveröfugt við stefnu Sjálfstæðismanna. Þeir vilja auka aflamagnið til handa fiskvinnslustöðvunum með kaupum á tveimur eða þremur nýjum togurum til að tryggja hér sem öruggasta atvinnu allt árid. Þetta er grundvaUar stefnumid Sjálfstæðisflokksins í atvinnumálum. Valið fyrir kjósendur á milli þessara flokka er auðvelt. Annarsvegar atvinnusamdráttur kommúnista, hinsvegar atvinnuöryggi S|álfstæðismanna.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.