Fylkir


Fylkir - 03.06.1978, Blaðsíða 4

Fylkir - 03.06.1978, Blaðsíða 4
FYLKIR 4 MINNING Óskar Pétur Einarsson lögregluþjónn F. 11. janúar 1908 — D. 21. maí 1978 Útför hans var gerd frá Landakirkju laugardaginn 20. maí s.l. Óskar var fæddur ad Krossi í A-Landeyjum 11. janúar 1908, sonur hjónanna Einars Nikulássonar og Val- gerdar Oddsdóttur, sem þar bjuggu þá, en þau fluttu ad Búdarhóli í sömu sveit, þegar Óskar var 3ja ára gamall. Á Búdarhóli ólst Óskar upp og þar átti hann heimili, uns hann flutti hingad til Eyja. Óskar var þridji yngstur sinna systkina, en alls voru systkinin 9 og komust 6 þeirra til full- ordinsára og eru 4 þeirra enn á Iífi. I þessum stóra systkinahópi ólst Óskar upp og nádi þar gódum þroska, bædi til líkama og sálar. Sem margra annarra Rangæinga lá leid Öskars í ver til Eyja. 17 áfa gamall var hann, þegar hann kom hér fyrst á vertíd og í rúmar 10 er hann hjá sama skipstjóra, frænda sínum, Karli Sigurdssyni frá Litlalandi. Karl var ordlagdur aflamadur og med honum valdist ávallt einvalalid. Um vorid 1935 flytur Óskar hingad til Eyja. Saga hans er svipud svo ótal margra annarra Rangæinga, sem leitudu hingad atvinnu og stadfestust hér og settu og setja svip sinn á bæinn okkar med atorku sinni og eljusemi. 1. vetrardag, 23. okt. 1935 kvæntist Óskar eftirlifandi konu sinni Gudnýju Svövu Gísladóttur frá Arnarhóli hér í Eyjum. Heimili þeirra hjóna í 35 ár hefur verid ad Stakkholti vid Vestmannabraut 49 og hafa þau eignast 6 böm, sem eru: Gudný gift Páli Sæmundssyni raffrædingi hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Valgerdur Erla gift Fridriki Ásmundssyni skipstjóra frá Löndum, nú- verandi skólastjóra Stýri- mannaskólans í Eyjum, Gísli vélstjóri kvæntur Kristínu Haraldsdóttur frá Patreksfirdi, Rebekka sem andadist 1971 og gift var Ara Pálssyni bifreida- stjóra, Rut gift Atla Einarssyni trésmid og yngstur er Einar semer vid Háskólanám í Bandaríkjunum. Einnig tóku þau ad sér 2 dótturböm sín vid andlát Rebekku. Nokkrum ámm eftir ad Óskar flutti til Eyja, hóf hann nám í skipasmídi hjá hinum landskunna meistara Gunnari Marel Jónssyni. Ad námi loknu starfadi hann hjá meistara sín- um vid skipasmídar um ára bil eda þar til ad hann, árid 1949, gerdist lögregluþjónn í lögreglu Vestmannaeyja. Óskar starfadi í lögreglunni hátt á þridja áratug vid gódan ordstír. Hann hafdi sem ungur madur verid í skóla hjá þeim merka manni Sigurdi Greipssyni í Haukadal. Var Óskar talinn efni í gódann íþróttamann. Lagdi hann stund á íslenska glímu og vann þar til afreka og verdlauna. Hann var alla tíd mikill áhugamadur um íslensku glímuna. Þá var hann og mikill addáandi íslendinga- sagna og las þær og adrar gódar bækur mikid, sér til skemmt- unar og fródleiks. Hefur námid hjá Sigurdi Greipssyni verid Óskari gott veganesti á lífs- leidinni. Óskar var um margt vel gerdur madur, hann var vel gefinn og gódur smidur og sérlega vandvirkur. Hann var þægilegur í vidmóti sérstakt prúdmenni og naut vináttu þeirra, sem þekktu hann. Óskar flutti aldrei frá Eyjum í gosinu, þó ad fjölskylda hans dveldi á meginlandinu. Vaktir sínar og skyldur rækti hann med prýdi. í janúar s.l. þegar Óskar verd sjötugur, bárust honum margar hamingju og árnadaróskir. Pá undanfarid hafdi hann kennt lasleika, sem eftir adgerd og góda læknismedferd virtist þá horfa mjög til hins betra med heilsu hans. Enn var snerpa og hreysti drengsins frá Búdarhóli í kjölfari Oskars og óskudu vinir hans honum ad njóta þess um mörg ókomin ár. En vid rádum ekki ferdinni og ég vil ljúka þessum fáu minningar- ordum med því, ad endurtaka ord sóknarprestsins: Vest- mannaeyingar allir kvedja og þakka Öskari samfylgdina og bidja honum Guds blessunar. Eiginkonu hans og ástvinum öllum sendum vid okkar inni- legustu samúdar kvedjur. Páll Scheving. Vestmanna- eyjabær Staóa bæjarritara Vestmannaeyjabæjar er iaus til umsóknar. Starfið er margþætt, en í meginatriðum eftirfarandi: Bæjarritari er fulltrúi og staðgengill bæjarstjóra. Bæjarritari er skrifstofustjóri á bæjarskrifstofunum. Bæjarritari undirbýr gerð fjárhagsáætlana og gerir mánaöarlegar greiösluáætlanir. Bæjarritari sér um ársfjóröungslegt uppgjör bæjar- sjóðs og bæjarstofnana. Bæjarritari annast ýmiss önnur störf á vegum bæjarins. Æskilegt er að umsækjandi hafi lokið háskólaprófi í lögfræöi eöa viðskiptafræði, eða hafi aöra sambæri- iega menntun. Umsækjandi þarf að hafa til að bera starfsvilja og þrek. Reynsla af mannaforráöum og/ eða fjármálastjórn er nauösynleg. Umsóknir merktar: „Bæjarritari“, er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist undirrituöum, sem einnig veitir allar upplýsingar, eigi síöar en 15. júní 1978. Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum. KVEN — SVEINN Fyrir skömmu lauk Gudrún Ólafsdóttir (Pálssonar frá Hédinshöfda) sveinsprófi í raf- virkjun. Meistari var mágur hennar, Snorri Jónsson, og nam Gudrún lengstan námstíma sinn í Fiskimjölsverksmidju Vestm.eyja. Gudrún mun vera fyrsta konan á íslandi, sem hlýtur þessi idnréttindi. NY KYNSLÓÐ Auglýsum nýja kynslóð af snúningshraðamæl- um. Ljósgeisli plús rafeindaverk. Fáanlegt hvort sem er, með skífu eða visi, eða skífulaus með Ijós-tölum. Mælisvið 25.000, 50.000, 100.000. SöyöímiigMr <& wykjavik, íoh-amd VESTURGOTU !6-SlMA8 1 4 6 80 -13 2 80 - TEtEX, 2067 STURLA 15 SJÓMANNSKONUR — Til hamingju med daginn

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.