Fylkir


Fylkir - 17.06.1978, Blaðsíða 4

Fylkir - 17.06.1978, Blaðsíða 4
FYLKIR SLGURGEIR ÓLAFSSON, srýrimadur: Sj ómannaðagsræða SJOMENN — GÓÐIR HÁTÍÐARGES TIR Sjómannadagurinn hefur verid há- tídlega haldinn á íslandi frá 1937. Árid 1941 var fyrst efnt til hátídarhalda á sjómannadaginn hér í Eyjum og hefur hann sídan borid höfud og herdar yf'ir önnur hátídarhöld hér í bæ. Hann hefur sídan verid sá dagur, sem sjómcnn hafa í alvöru skipt um föt, gladst á þann hátt. áém þeim einum er lagid. Sjómanna- dagurinn hefur ekki verid baráttudagur sjómanna, heldur hefur hann verid þeirra hátídardagur og um leid fjár- öflunardagur. Dvalarheimilis fyrir aldrada sjómenn. Sjómannadagurinn er ekki eingöngu hátídardagur sjómanna. Hann er ekki sídur hátídardagur sjómannskonunnar sem svo oft hefur bedid milli vonar og ótta. Konunnar. sem sjómadurinn leggur á herdar þyngri byrgdi og meiri skyldur, en menn annarra stétta, t.d. í uppeldi barna og ad vera í flestu og oft ad öllu leyti forsvari þess heimilis sem þau hafa í samciningu stofnad. Þad er þetta fólk, sérstaklega þetta. sem gerir sér dagamun á Sjómanna- daginn. Þegar rætt er um sjómenn og sjósókn er oft rætt samtímis um mjög samtengt mál. slysavarnir og bjorgun manna úr sjávafháska. Saga slysavarna á Islandi er ol' langt og yfirgrípsmikid mál til ad gera því nokkur vidhlítandi skil hér. Þó vil ég adcins minnast á nokkra þætti þess. Björgunarfélag Vestmannaeyja var Stofnad 4. ágúst 192S og verdur því 60 ára á þessu ári. Adal hvatamadur ad stolnun þess var Karl Einarsson, sýslu- og alþingismadur. A þessum árum voru bátar hcr smáir og vanbúnir, en hart sótt. Bátstapar voru tídir og slysin geigvænleg. Frá aldamótum til 1917 fórust hér 161) sjómenn. Fyrir stofnun Björgunarfélagsins voru hér uppi háværar raddir um naudsyn þess ad Vestmannaeyingar eignudust sitt eigid Björgunarskip til öryggis fyrir sjómenn og til gæslu veidarfæra, sem urdu fyrir miklum ágangi erlendra togara, sem ullu á þeim geysilegu tjóni. Einnig átti skipid ad vera vardskip og gæta land- helginnar hcr vid Eyjar. A þingmála- fundi 7. apríl 1918 var deilt mjög hart á Karl Einarsson fyrir ad hafa ekkert gert til framdráttar þeirri fjögurra ára gömlu hugmynd ad Vestmannaeyingar eignudust Björgunarskip og fcngju til þess lítilsháttar ríkisstyrk. A fundinum var samþykkt tillaga um, ad þing- madurinn beitti sér fyrir því á Alþingi ad fá landsstjórn til ad veita þennan styrk. Hér heima gekk hugsjónar- madurinn Sigurdur Sigurdsson lyfsali og skáld frá Arnarholti í hvcrt hús og safnadi fé og brýndi fyrir fólki naudsyn þess ad hrinda málinu í framkvæmd sem fyrst. Þad er líkast því ad lesa eda heyra ævintýri, þegar madur les eda heyrir um þá samstödu, sem nádist um þetta mál. Dæmi eru til ad fjölmargir ungir, sem aldnir, gáfu sinn sídasta eyri því til framdráttar. í ágúst 1918 má segja ad Karl Einarsson hafi fært Björgunarfélagi Vestmannaeyja þad í vöggugjöf á lokudum fundi ad sam- þykkt hafi verid á Alþingi ad veita 40 þús. kr. til kaupa á Björgunarskipi fyrir Eyjamenn. Ádur en fundinum lauk höfdu safnast 30 þúr. kr. í hluta eda stofnbréfum í hid nýja Björgunarfélag. Þar hafdi Sigurdur lyfsali undirbúid jardveginn. Sigurdur var valinn sem erindfeki Björgunarfélagsins og utan fór hann til athugunar um smídi á skipi eda í leit ad hentugu skipi, 11. okt. 1919. Skipid fann hann og kostadi þad 150 þús. kr. í því ástandi sem þad var í og átti ad greidast út í hönd. Ákvedid var ad kaupa skipid. Á fyrsta adalfundi Björgunarfílagsins 29. des. 1919 skírdi Sigurdur frá því ad til skipskaupanna hefdu safnast 1 1 I þús kr. hcr í Eyjum og 36 þús. hcfdi tekist ad safna í Reykjavík. Þá hal'di félagid l'engid ríkisstyrk, 40 þús. kr. ísína vörslu. Enn fór Sigurdur af stad. Þad þurfti ad breyta skipinu, sem hafdi verid haf- rannsóknarskip, í björgunar og vard- skip, áætlad var ad breytingin myndi kosta um 75 þús kr. Þessu fé tókst einnig ad safna og föstudaginn 26. mars 1920 sigldi Þór, fyrsta vardskip ís- lendinga og brautridjandi ad Land- helgisgæslunni inn á Vestmannaeyja- höfn, í)g var cign Vestmannaeyinga. Vid skulum reyna ad gera okkur í hugalund þann f'ögnud, þad stolt, og þá öryggiskennd sem ríkt hefur í hug l'ólksins hcr í Eyjum þennan dag. Eg hefi reynt ad stikla hér á stóru í frumsögu björgunar og slysavarna í Vestmannaeyjum. Um þessi mál væri hægt ad skrifa margar bækur. Eftir cr ad minnast á björgunarsveit Björg- unarfélagsins, Lódsinn og hans stóra þátt í öryggismálum sjómanna hér, Eykyndil og Hjálparsvcit skáta o.fl. Vestmannaeyingum. En ég minni á ad ein af fjárönunárleidum þeirra er hid vinsæla Eykyndilskaffi, sem framreitt er í Alþvduhúsinu hvern Sjómannadag. Skora ég á alla, nema þá sem eru í línunni, ad gæda s«r á hressandi. Eykyndilskaffi og góntsætu kökunum, sem á bodstólum eru, og styrkja med því gott starf' Eykyndils. Sjómenn scnda Björgunarfélagí Vestm.cyja og Slysavarnarfélagi ís- lands hugheilar afrfiæliskvedjur og þakkar þeim vel unnin störf í þágu sjómannastéttarinnar Sjómenn gleyma ekki þeirri qryggiskennd sem störf þessara félaga afl slysavörnum vid og á sjó hefur vakid og mun vekja í hugum þeirra og starfi. Besta slysavörnin á sjó er adgæsla og gód menntun skipstjórnarmanna. Fyrr á árum var lítid um slíka menntun. Þó voru til menn, sem skörudu fram úr í þessum efnum. Jósep Valdason, fadir Jóhanns Þ. Jósepssonar alþingismanns, midladi mörgum af kunnáttu sinni. Jósep fórst í fiskiródri 1887. Um og eftir aldamótin tók vid Sigurdur o.fl. sem of langt yrdi ad telja upp hér. Ég vil þó geta þess ádur cn cg hætti ad tala um Björgunarfélag Vestm.cyja, ad félagr þcss og velunnarar hafa ekki gleymt „gamla Þór". Þeir ætla ad reisa honum veglegan minnisvarda í tilefni 60 ára afmælisins. Mér finnst nú rcyna á hvot vid stöndum okkur eins vel í fjárframlögum til minnisvardans og þad fólk, sem med eigin framlögum keypti skipid sem minnisvardinn vcrdur reistur um. 29. janúar 1928 varSlysavarnarlélag Islands stofnad og átti því 50 ára almæli á þessu ári. Slysavarnarfélagid hefur á þessum 50 árum lyft grettistaki í slysavörnum og ber þar hæst fjöldi björgunarafreka úr sjávarháska. Hal'a þar oft verid unnin slík afrek, vid erfidar adstædur ad undrun sætir. Stærsti þátturinn í starfi Slysavarnar- félagsins er starf þcirra fjölmörgu deilda, sem starfa um allt land. En adalstödvar fclagsins eru í Reykjavík og á vegum félagsins starfar fjöldi vel búinna og vel æfdra björgunarsveita. Reist hafa verid vel búin skipbrots- mannaskýli vídsvegar um landid, komid hefur verid á tilkynningarskyldu allra íslenskra skipa, sem er geysi mikid öryggismál og svo mætti lengi telja. í starfi Slysavarnarfélagsins hcfur þáttur kvennadeildanna alla tid verid mjög stór og fórnfús. Þótt konur standi ekki í fremstu röd í björgunarsveitum félagsins, væru margar sveitirnar ekki eins vel búnar tækjum og ödrum búnadi ef starf kvennadeildanna nyti ekki vid. Ein af þessum deildum er Eykyndill, sem var stofnud 25. mars 1934 og verdur því 45 ára á næsta ári. Gott starf Eykyndils þarf ekki ad kynna fyrir Sigurfinnsson hreppsstjóri á Heidi og leidbeindi hann mörgum. Seinna í upphafi vélbátaaldarinnar kenndi Sigurdur siglingareglur og siglinga- frædi. 1910 krefst Bátaábyrgdarf'élag Vcstmannacyja þcss ad nýir formenn leggi fram vottord um kunnáttu sína í siglingafrædi og var Sigurdur próf'- dómari. 1915 cr fyrsta vclstjóranámskeidid haldid hér í Eyjum. Námskeidid var í nóvember og voru á því 14 nemendur. 9 gengu undir próf. 8 nádu pról'i og fengu sumir ágætiscinkunn. Námskeid þessi haldast allt til 1964 og veittu réttindi á vélar allt ad 400 hestöflum. Haustid 1968 byrjar Vélskóli íslands hér í Vestmcyjum. Skólaárid 1968-69 luku 22 ncmendur prófi 1. stigs, sem veitti 500 hcstafla réttindi. 18 af þeim fcngu tilskylda framhaldseinkunn. Mér er ekki kunnugt um fjölda nemenda sem útskrifast hafa frá Vélskólanum hér, en þad er stór hópur. Skólinn er vel búinn tækjum og hefur nú ordid mjög góda adstödu til ad kenna allt sem vidkemur rafmagni. Skólastjóri Vél- skóla Islands er einnig skólastjóri skólans hér, en forstödumadur er Kristján Jóhannesson. Ég álít naudsynlegt ad Vélskólinn fái eins og Stýrimannaskólinn sína skóla- nefnd hér heima og hafi sinn skóla- stjóra hér. Fyrsta stýrimannanámskeidid á vegum Fiskifélags íslands var haldid hér 1918. Frá 1918 til 1940 voru hér stýrimannanámskeid á vegum Fiski- félagsins og var Sigfús Scheying í Heidarhvammi oftast forstödumadur þeirra. Réttindin sem námskeid þessu veittu voru lítil. 1 fyrstu 30 tonn, sídan 60 tonn og loks 120 tonn. Frá 1945- 1957 voru hér engin stýrimanna- námskeid, sjómönnum til mikils óhagrædis. 1957-1964 voru hér fjögur námskeid á vegum Stýrimannaskólans í Reykjavík. Allan þann tíma, sem ég hef hér talad um, þurftu þcir sjómenn sem vildu ödlast meiri réttindi, en fyrr- greind námskeid veittu, ad sækja þá menntun til Reykjavíkur, hvort sem um skipstjórn eda vélstjórn var ad ræda. 1964 er brotid blad í menntunarsögu sjómanna í Vestmannaeyjum. Þá tekur til starfa hér stýrimannaskóli, sem veitti nemendum sínum fyllstu fiskimanna- réttindi. Skólinn var fyrsta árid rekinn af Vestmannaeyjabæ, en hefur sídan smá færst yfir á ríkid og er sídustu árin ad öllu leyti rekin af ríkinu. Fyrsti skólastjóri var Gudjón Armann Eyjólfsson, og var þad mikid happ ad fá slíkan mann fyrir skólann. Vel menntadur og fullan af áhuga. Mann sem bar hag skólans og nemenda hans ofar sínum eigin hag. Skólinn var strax, og hefur verid sídan skipadur frábærum kennurum. 1973 þurftu bædi Vél- skólinn og Stýrimannaskólinn ad flytja hédan, sem og adrir Vestmannaey- ingar. Fyrir hardfylgi skólastjóranna var nemendum ekki deilt inn í bekki vidkomandi skóla í Reykjavík, heldur héldu áfram námi undir handleidslu þeirra, sem sér deild í skólunum og útskrifudust um vorid frá skólunum í Vestmannaeyjum. Sama var med nem- endur II. stigs á næsta ári, þeir út- skrifudust frá skólanum í Eyjum, þótt þeir væru vid nám í Reykjavík. Eftir gosid féll svo kennsla nidur í þessum skólum eda skólaárid 1974-75 og óttudust þá margir ad þeir myndu med því leggjast nidur. En med hjálp og áeggjan gódra manna sem mátu gildi þeirra fyrir þennan bæ, tóku þeir til starfa aftur um haustid 1975 ísamkrulli vid Idnskólann og í hans húsnædi undir skþlastjórn Lýds Brynjólfssonar. Sídan hafa þeir verid til húsa í Idnskólanum. Samstarf þessara þriggja skóla hefur verid mjög gott og færir skólanefnd og skólastjóri Stýrimannaskólans Lýdi Brynjólfssyni bestu þakkir fyrir alla þá alúd og dugnad, sem hann hefur lagt í þad ad samræma þessa þrjá skóla og óska þess ad þad fyrirkomulag, sem vcrid hefur undanfarin ár megi haldast áfram óbreytt. Skólastjóri , Stýri- mannaskólans er Fridrik Ásmundsson. Frá Stýrimannaskólanum hafa út- skrifast 137 nemendur. Fjöldi ad- komumanna hefur sótt skólann. Margir þessara manna hafa fest hér rætur. Ársæll heitinn Sveinsson átti sæti í fyrstu skólanefnd skólans og var hann þar sannspár, sem svo oft ádur, þegar hann sagdi: „Vid þurfum ad ná í strákana í skólann, svo halda stelp- urnar okkar þeim hér." Þetta reyndist rétt. Fjöldi af adkomnum nemendum skólans hafa einmitt gifst hér og verid hér sídan velmctnir borgarar og hard- duglegir aflamenn. Undir stjórn ágætra skólastjóra og kennara hafa þessir skólar ekki eingöngu unnid sér ást og virdingu nemenda sinna, heldur allra Vestmannaeyinga. Þeir hafa skapad sér þá sérstödu sem þeimeinum ber og ekki má rjúfa. Ég hef sagt ádur ad þeir hafi sína sérstöku sál innan sinna veggja. Þegar ég féllst á ad flytja hátídarrædu Sjómannadagsins spurdi ég hvort þad væri eitthvad sécstakt, sem Sjómanna- dagsrád vildi láta koma fram, og svarid var: „Þótt Sjómannadagurinn sé ekki baráttudagur í þess ords merkingu viljum vid gera þad ad baráttumáli okkar á þessum Sjómannadegi ad Vélskólinn og Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyjum verdi ekki látnirfalla inn í væntanlegt fjölbrautarskólakerfi, heldur haldi þeir sérstödu í skóla- kerfinu sem þeir hafa haft hingad til". Þessi ord Sjómannadagsráds vil ég gjarnan gera ad mínum og ætla ad fjalla örlítid um þau í lokaordum mínum hér í dag. Ég hef reynt í rædu minni ad skíra frá menntun sjómanna hér í Eyjum. Allt frá hálfgerdri sjálfsmenntun frá námskeidum, sem veittu takmörkud réttindi til, þeirrar adstödu, sem vid Samleið með Sjálfstæðismönnu

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.