Fylkir


Fylkir - 17.06.1978, Blaðsíða 5

Fylkir - 17.06.1978, Blaðsíða 5
FYLKIR höfum í dag í fullkomnum skólum hér heima, sem veita nemendum sínum fyllstu réttindi og hafa hingad til haft sérstödu í okkar flókna skólakerfi og skilad frá sér stórum hóp vel mennt- adra manna. Á s.l. vetri var gerd tilraun til ad fella Vélskólann og Stýrimannaskólann inn í væntanlegt fjölbrautarskólakerfi, sem sennilega verdur ad lögum á næsta ári. Þeir sóttu nám í nokkrum greinum í Gagnfrædaskólann og settust þar á bekk med unglingum í skyldunámi. Þarna getur lent saman í bekk, fólk á öllum aldri og frá mismunandi at- vinnugreinum. Reynslan af þessari tilraun vard sú, ad enginn -ekki einn einasti af adkomnu nemendum Stýri- mannaskólans, sem voru í 1. stigi koma hingad aftur til náms í II. stigi, ef sami háttur verdur hafdur á kennslu næsta vetur. Skólanefnd og skólastjóri Stýrimannaskólans hafa tekid þad skýrt fram, ad þetta sé ekki vegna slæmrar kennslu eda nokkru ödru sem snertir Gagnfrædaskólann, heldur falli nemendur Stýrimannaskólans ein- faldlega ekki inn í þad kerfi, sem á ad troda þeim í og med því ad ridla þeirri einingu og þeim góda anda, sem í skólanum hefur ríkt. Ég var um daginn vid skólaslit Stýrimannaskólans. Þar kvöddu sér hljóds tveir nemendur sem voru ad kvedj^ skólann. Peir þökkudu skól- anum, skólastjóra og kennurum samveruna og báru mikid lof á skólann. Þeir vörudu alvarlega vid allri röskun á fyrri tilhögun skólans og töludu þar af fenginni reynslu. Ord þeirra og rök hljóta ad hafa festst í minni þeirra manna sem þar voru vidstaddir. En sumir þeirra eru mjög hlyntir fjöl- brautarskólakerfinu. I Vélskólanum og Stýrimanna- skólanum sækir ennþá fólk med misjafna menntun og á misjöfnum aldri, sem eins og er á ekkert erindi inn í Væntanlegt fjölbrautarskólakerfi. Vid skulum flýta okkur hægt í þessu máli. Vid vitum hvad vid höfum, en vid vitum ekki hvad sú stóra og snögga breyting sem gera á getur valdid okkur og byggdarlagi okkar til tjóns. Því hefur verid slegid fram, ad þessir skólar geti lagst nidur og ríkid neiti ad reka þá ef þeir verdi mjög fámennir og standa utan vid væntanlegt kerfi. Sjómenn! Vid teljum þad verdugt verkefni fyrir væntanlega þingmenn okkar kjördæmis, hvar í flokki sem þeir standa ad sameinast og standa vid hlid okkar í þessu máli og leida þad far- sællega til lykta. Vid heitum þeim fullum studningi okkar. Vid heitum skólanefnd Stýri- mannaskólans og skólastjórum skól anna fullum studningi í þessu máli og þökkum þeim skelegga baráttu. Vid teljum á því fulla naudsyn ad skólanefnd verdi skipud fyrir Vél- skólann og hann hafi sinn skólastjóra hér heima og þannig verdi betur stadid ad velferd skólans. Vid skulum leggja í þad allan okkar metnad ad þessir skólar verdi sem best búnir til ad reka þad þýdingarmikla hlutverk sem þeim er ætlad og þeir verdi reknir áfram í þeirri mynd, sem þeir hafa verid reknir. Pessir skólar eru okkar stolt. Ég óska sjómönnum til hamingju med daginn og velfarnadar á ókomnum árum. ORÐSENDING frá Vinnslustödinni h.f. Vegna þrengsla í frystigeymslum okkar, er okkur ómögulegt ad taka lunda og önnur matvæli til geymslu. VINNSLUSTÖÐIN H.F. ^ 17. júní 1S78 Kl. 13.00: Skrúdganga frá íþróttahúsinu á Stakagerdistún. Samkór Vestmannaeyja Avarp Fjallkonunnar Hátídarrœda. Reynir Gudsteinsson Vid leikum okkur. Félagar úr Leikfélagi Vm. Handbolti. 2. fl. TýrogÞór Vída vangshlaup Kl. 17.00: Barnaball Diskótek í Samkomuhúsinu (á vegum Samkomu- hússins) frá kl. 22-02. Verd adgöngumida kr.1000. Sýning Gests og Rúnu er opin í Akóges-húsinu Vid h vetjum fólk til ad taka þátt ískrúdgöngunni. • • Kratapólutík Fyrir bæjarsrjórnar- kosningarnar ritadi for- ystumadur Framsóknar- flokksins hér í bæ, Sigur- geir Kristjánsson, fram- haldssögu í Framsóknar- bladid er bar yfirskriftina „Kratapólutík". Fjalladi greinarbálkur þessi um ýmsa midiir góda þætti frá stjórnartíd Magnúsar H. Magnússonar. Vidhafdi S.K. mörg ljót og stór ord um M.H.M. og adra topp- krata bæjarins. Taldi lianii, ad bæjarbú- ar ættu ad fordast ad veita þessum mönnum frekari álirií á stjórn bæjarmála. Þad hefur nú verid svo, ad S.K. er almennt taUnn mjög heidarlegur og gegn madur. Því vakti þad nokkra furdu, ad eitt af hans fyrstu verkum eftir bæjarstjórnarkosningarn ar skyldu vera fundarhöld med M.H.M. og sídan meirihlutamyndun med honum ásamt kommúnist- um. Verdur nú fródlegt ad sjá, í hvada valdastödu innan bæjarstjórnar S.K. muni stydja Magnús og adra toppkrata bæjarins. Þá verdur ekki sídur fród- legt ad fylgjast med því, hvort framhaldssagan um vondu kratana heldur áfram eda lofadi S.K. máske ad vera gódi strák- urinn. Nyr meðlimur A frambodsfundinum fyrir bæjarstj.kosningarn- ar taldi Sigurgeir K. ad Ræda Ragnars Óskars- sonar væri ansi skrum- kennd og vurpadi því fram hvort hann hefdi verid á námskeidi hjá Kúbuvina- félaginu. Þá minntist hann á bók eina, sem kennd væri í skóla Ragnars, upp- full af kommúnistaáródri, og væri bókin ættud frá Kúbuvinafélaginu. Eins og kunnugt er, hef- ur S.K. nú bundist sam- tökum vid þessa Kúbuvini og heitid því ad stydja þá til frekari áhrifa í stjórn bæjarmála. Heyrst hefur, ad kommúnistar hafi sett þad skilyrdi fyrir meirihluta- myndun, ad Sigurgeir Krisfjánsson gengi í Kúbuvinafclugid. Trúlega hefur ekki studid á Sigur- geiri ad gera svo. Stefnumál nr. 1 Fyrir kosningar til bæj- arstjórnar bodudu komm- únistar í Eyjabladinu, ad öll fiskverkunartækin í Eyjuiii skyldu sett undir eina stjóm med þátttöku bæjarins og verkalýdsfél- aganna. .... ad leggja nidur vinnslu í þeim fiskverk- unarfyrirtækjum, sem ekki eru talin henta fyrir slíkan rekstur. .....ad nýta til annarar starfsemi hús þeirra fisk- vinnslufyrirtækja sem hætta rekstri. í stefnuskrá kommún- ista var þessi samdráttar og þjódnýtingarhugmynd sett sem stefnuskráratridi niimer 1. Fródlegt verdur ad fylgjast med því fyrir Vestm.eyinga, hvort Sigurgeir K. hefur gleypt þessa hugmynd eda kannski hefur þetta bara verid meiningarlaust kosningahjal kommúnista, til þess eins ud veida nokkur atkvædi. Blekkingar? Fyrir sídustu kosningar gösprudu kommar hátt um kaupránsstefnu ríkis- stjórnarflokkanna. Samningana í gildi var þeirra mottó. Fullar verd- bætur á öll luun frá 1. murs var krafa þeirra. Nú ber svo vid, ad þegar þeir komast í meirihluta- adstödu hér í bæ, þá er þad alls ekki meiningin ad greida fullar vísitölubætur á öll laun. Hvad meintu kommar eiginlega med öllum þess- um hávada. Var þetta ekki réttlætismál sem sitja átti fyrir ölluin ödrum. Hvern- ig stendur á því, ad þeir taka þátt í meirihluta sem ekki vill fallast á þeirra skodanir. Eda var þetta kannski adeins lidur í því ad blekkja kjósendur til fylgis vid sig, eftir kosn- ingar eru öll fögru lofordin gleymd. Vonandi taka kjósendur ekki eins mikid mark á bladrinu í þeim fyrir þing- kosningamar. Eda halda menn virkilega, ad þeir stæðu nokkud frekar vid stóm ordin, þótt þeir kæmust í ríkisstjóm. SJ. im er oryggi x-D

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.