Fylkir


Fylkir - 24.06.1978, Blaðsíða 4

Fylkir - 24.06.1978, Blaðsíða 4
FYLKIR Eyjamenn, til sigurs stæðismönnum Líkt er fólkið sem Eyjamar byggir. Þótt hver ein- staklingur hafi sín sérkenni og sínar skobanir þá eigum við fiest sameiginlegt. Menn kenna sig við eitt og annað, en umfram allt er það ósk og vilji hvers einstaklings að gera samfélagi slnu og sjálfum sér öruggt athvarf með eðlilegri framþróun. Það er ekki aðeins þjóðemi og ísiensk tunga sem stuðla að þessu, heldur þær tilfinningar sem landið og lífið hafa alið okkur I bijósti. Hver maður á að skila betri hlut en hann tók við og tryggja þannig iandnám á ferli sínum, en til þess þarf að velja og hafna og það skiptir því miklu máli að veija sér ieið með þeim öðrum mönnum sem virða rétt einstaklingsins og í kosningunum um helgina hvet ég alla Vestmanna- eyinga að taka höndum saman með okkur sjálfstæðis- mönnum og tryggja sigur Eyjanna með glæsilegu kjöri fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Suðurlandskjördæmi skiptist i Ámessýslu, Rangárvallasýslu, Skaftafellssýslu og Vest- mannaeyjar og af 6 möguiegum þingmönnum kjör- dæmisins eigum við tvo, þótt við ráðum ekki yfir nema um 20% atkvæða. Okkar hlutur er því ekki fyrir borð borinn og Sjálfstæðisflokkurinn hefur tryggt mönnum úr öllum sýslum nema Skaftafellssýslu sæti á Alþingi fslendinga og miðað hefur I átt að 4. þingsætinu. Sjálfstæðismenn hafa um Iangt árabil verið I fararbroddi stærstu mála Vestmannaeyja og Suðurlandsundirlendis og þeim er best treystandi til þess með sterkari stöðu í langstærsta og sterkasta stjómmálaflokki þjóðarinnar. Flokki sem virðir rök manna sem þora að takast á við hugmyndir sínar til uppbyggingar okkar þjóð. Tryggjum hagsmuni okkar og kjósum D-listann. Til sigurs Eyjamenn. Bráðadoði Garðars og álit flokksbræðranna .KRATAPOLITIK S.K.” Það er 'líka staðreynd, að M.H.M. greiddi Reyni Guðsteins- syni á bak við bæjarráð og bæjarstjórn, laun fyrir umsjón með byggingu Barnaskólans. Síðan sótti Reynir í bæjarsjóð tugi milljóna króna tál skólans, umfram áætlun, og inn- réttaði sér 'þar íbúð til að búa 1 meðan hann þurfti á að ihaMa. Þar að aulká afhenti svo bæjarstjórinn svo skóda- stjóranum umboð Brunabótafélagsins í kaupbæti. Þegar vinstri meirihlutinn tók við á árinu 1966 lá m.a. fyrir, að tilnefna nýjan fulltrúa í stjórn Brunabótafélags ísl. Guðlaugur Gislason, sem hatdi verið þar, benti á, að eðlilegt væri að bæjarstjóri væri þar áfram fulltrúi Vestmannaeyja. Það var ákveðið. Sveinn Guðmundsson hafði umboðið hér i Eyjum og lét allvel af þeim tekjum, enda dugðu þær honum og hans fjölskyldu til framfæris. Þegar Sveinn lét svo af störfum i gosinu, sá Magnús engan meiri burfandi fyrir þessar tekjur en fíeyni Guðsteinsson skóla- stjóra. Það var si/o sem ekki verið að tala við okkur bæjar- fulltrúana, sem studdum Magn- ús til áhrifa í Brunabótafélag- inu um þetta mál. Ég er á móti því að hrúga að óþörfu fleiri störfum á sama manninn og einhvernveginn finnst mér, að Magnús hefði jafnvel úr röð- um sinna stuðningsmanna get- að fundið mann, sem fremur þurfti á þessu að halda. Ef til vill sömdu þeir bæjar- fulltrúarnir um þetta á bak við ..gardinuna", sem hann Reynir var að tala um á bæjarstjórnar- fundínum. Sigurgeir Kristjánsson. S.K. ritadi niikla langloku í Fram- sóknarhladid sl. haust og vetur, þar sem hann lýsir fyrrv. bæjarstj., sem „óalandi og óferj- andi”, sér í lagi vegna þeirra adstödu er hann notfærdi sér vid úthlutun bitlinga, svo sem um- bodsmanns Brunabótafélagsins hér. Hvad gerdist nú ad kosningum loknum? S.K. og M.H.M. í eina sæng og S.K. fellir tillögu í bæj- arstjóm um ad núverandi bæjar- stjóri, Páll Zophoníasson verdi kosinn í stjóm Brunabótafélagsins, en kýs í hans stad M.H.M. sem fulltrúa Vestmannaeyinga í þeirri stjóm. Ja, margt er nú skrítid í kýr- hausnum. Þad vakti mikla athygli hjá landsmönnum sem ekki þekktu til mála, þegar Sveinn Tómas- son efsti madur á lista Al- þýdubandalagsins til bæjar- stjórnar lýsti því yfir í blada- vidtölum bædi í Þjódviljanum og Dagbladinu eftir bæjar- stjórnarkosningarnar ad á- stædan fyrir því ad Alþýdu- bandalagid hefdi heimt aftur ríflega sitt fyrra fylgi í bæjar- stjórnarkosningunum væri sú ad Gardar Sigurdsson, alþing- ismadur, og adrir sem ádur hefdu skipad efstu sætin hefdu verid stokkadir nidur í nedstu sætin. Þessi ummæli vekja hins vegar enga undrun heima- manna þar sem um þvílíkan doda hefur verid ad ræda hjá Gardari ad edlilegast er ad nota ordid brádadodi, sem bændur nota um kindur. Gardar Sigurdsson hefur lítid gert annad á Alþingi en hirda launin sín og espa sig upp DAGBLADID. MÁNUDAGUR 29. MAl 1978. Vestmannaeyjan Stórsigurokkarað þakka uppstokkun í efstu sætum — sagði efsti maðurá lista Alþýðubandalagsins „Þetta er mikill sigur fyrir okkur ekki sizt þegar tekiö cr tillit til þess aö okkur vantaöi ekki tiltakanlega mikiö til aö ná inn þriðja manninum," sagöi Sveinn Tómasson. efsti maður á lista Alþýöubandalagsins i Vestmannaeyj- um. þegar DB náöi tali af honum i nótt. Sveinn sagði þaö hafa komiö sér á óvart hversu mikiö fylgi framsóknar- menn fcngu en engu að siöur vsru úr- slitin stórsigur fyrir Alþýöubandalagið. „Ég tel aö þessi sigur sé tilkominn fyrst og fremst vegna mikillar upp- stokkunar i efstu sætunum," sagöt Sveinn Tómasson að lokum, „og þá vil ég einnig þakka þaö unga fólkinu sem hefur fylkt sér á bak viö okkur.- ■ÓV SveinnTómasson — stórsigur. á fjögurra ára fresti á fram- bodsfundum. Slíkt gengur ad sjálfsögdu ekki til lengdar og því munu þeir sem vilja raun- hæfan árangur þingmanna standa vid bakid á stefnu og markmidum sjálfstædismanna í þessum kosningum. Forysta sjálfstædismanna í stærstu mál- um Vestmannaeyja og þjódar- innar í heild hefur einkennst af frumkvædi, árædi og dug. Á kjördag verdur kosningamidstöd Sjálfstædis- flokksins í Samkomuhúsinu. í litla salnum verda kaffiveitingar og létt músík. í stóra salnurn verdur kvtkmyndasýning kl. 15.00. Verda þar sýnda Eyjamyndir, m.a. lundatími, landkynningarmynd. Studningsfólk D-listans er hvatt til þess ad líta inn. Sigur Sjálfstædisflokksins er sigur Eyjanna. D-LISTINN

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.