Fylkir


Fylkir - 08.07.1978, Blaðsíða 1

Fylkir - 08.07.1978, Blaðsíða 1
Vinstri flokkarnir í Eyjum mestu kaupránsflokkarnir Kauprán er mjög vinsælt ord í munni vinstyri flokkanna nú þessa dagana. Hæst hrópa full- trúar kommúnista í þessu sambandi þó ad þeir hafi þegar verid stadnir ad beinum svikum á lofordum, sem þeir gáfu fyrir sídustu sveitarstjórnarkosn- ingar, saman ber samþykkt þeirra í borgarstjórn Reykja- víkur. Hér í Eyjum hafa fulltrúar þessara flokka framkvæmt meira kauprán, en dæmi eru til um fyr eda sídar, en þad er med svikum þeirra í sambandi vid hraunhitaveituframkvæmdirn- ar, sem núverandi bæjarstjóri hefur lýst yfir í bladavidtali, ad myndu lækka kyndingarkostn- ad hér í Eyjum um helming til húseigenda auk þess sem sam- tímis yrdi stofnkostnadur bæjarkerfisins nidurgreiddur. Olíukyndingarkostnadur húseigenda hér hefur verid miili 300 ()g 400 millj. kr. á ári og hefdi mátt spara bæjarbúum þessi útgjöld ad heita má ad fullu, undanfarin tvö ár, ef unnid hefdi verid ad þessum framkvæmdum eins og efni stódu til. Helmingur þessarar upp- hædar, sem hefdi getad runnid beint í vasa húseigenda og annarra. scm olíukyndingu nota, en liinn helmingurinn til nidurgreidslu á stofnkostnadi bæjarkerfisins. Þetta er án nokkurs vafa mesta ,,'kauprán" sem l'ramid hefur verid á landinu og sam- svarar 5 til (->% kaupmáttar- aukningar. Ennum barinn Af og til á síðasta kjörtímabili kom vínveit- ingaleyfi Hótels Vm. til umræðu í bæjarstjórn. Gekk á ýmsu í atkvæða- greiðslum um það mál og mjög skiptar skoðanir inn- an bæjarstjórnar um málið og skiptust menn þá ekki eftir pólitískum flokkum. Eins og kunnugt er hef- ur Hótel Vm. nú aðeins leyfi til að selja vín á efri hæð hússins, þ.e. matar- og dvalargestum þess. Nú hefur Hótelið sótt um leyfi til bæjarráðs að fá meðmæli fyrir vínveit- ingaleyfi, þ.e. einnig fyrir bar á neðri hæð (diskótek). Ráðuneytið hei'ur einn- ig beðið um umsögn bæj- aryfirvalda á þessari beiðni Hótelsins. Bæjarráð samþykkti að visa þessu erindi til af- greiðslu bæjarstjómar. Munu þessi vínmál því enn einu sinni koma til um- fjöllunar og afgreiðslu í bæjarstjóm. Eins og jafn- an áður munu þau á- byggilega skapa þar miklar og langar umræður. Fróð- Iegt verður að fylgjast með þessu máli, þar sem 6 nýir bæjarfulltrúar hafa nú tek- ið sæti í bæjarstjórn og ekki vitað hvemig afstöðu þeir kunna að taka í þessu mjög svo viðkvæma máli. A gallabuxum og gúmmískóm. framlengdur Enn hefur ekki verid rádinn bæjarritari til starfa hjá bæjar- sjódi. Umsóknarfrestur hefur nú verid framlengdur um stödu þessa til 15. júlí n.k. 200 milljónir Á fundi bæjarráds 26. júní S.I. lá fyrir svar frá Félags- málarádherra um 200 millj. kr. lánid, sem bæjaryfirvöld hafa sótt um á grundvelli nidurstödu Úttektarnefndarinnar svo- kölludu. Er í fjárhagsáætlun gert rád fyrir þessu fjármagni. I svari rádherra kemur fram stadfesting á lofordi ríkis- stjórnarinnar, ad hún muni beita sér fyrir öflun heimildar í fjárlögum, annars vegar á rík- isábyrgd á 200 millj. kr. láni frá Framkvæmdasjódi íslands og hins vegar á greidslu þess mismunar sem verda kann á umræddu láni og tillögum út- tektarnefndar. Neitun Bæjaryfirvöldum hefur borist bréf frá Þjódhátídar- sjódi, þar sem tilkynnt er, ad stjórn sjódsins sjái sér ekki fært ad verda vid umsókn bæjarráds um styrk ad þessu sinni. Á sínum tíma var sótt um styrk úr sjódi þessum til frekari fornleifarannsókna í Herjólfs- dal. Margt bendir til þess, ad þar sé ad finna elstu merki um búsetu manna hér á landi. Er því mjög bagalegt, ad ekki skyidi fást styrkur til frekari rannsókna nú. Danspallur íþróttafélögin Þór og Týr hafa sótt um til bæjaryfirvalda ad fá adstod vegna varanlegrar vidgerdar á stærri danspalli í Herjólfsdal. Fara þau fram á, ad adstodin verdi í formi efn- iskaupa. Bæjarrád lýsti því yfir, ad þad væri hlynnt hugmynd- inni og fól bæjarstjóra ad gera kostnadaráætlun og leggja fyrir bæjarrád. Svínabú? Á fundi bæjarráds fyrir nokkru lá fyrir erindi frá Gudmundi Eyjólfi Jóelssyni, Gördum, þar sem hann fer fram á leyfi til ad setja upp svínabú hér í Eyjum. Bæjarrád samþykkti á fundi sínum ad vísa erindinu tii um- sagnar atvinnumálanefndar kaupstadarins. Punktar

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.