Fylkir


Fylkir - 08.07.1978, Blaðsíða 4

Fylkir - 08.07.1978, Blaðsíða 4
FYLKIR ÚR VERINU ÚR VERIN VIKAN Afli hefur veriö frekar tregur þessa viku, sérstaklega hjá stærri bátunum, sem ekki geta togað nema inn aö 4 mílunuin og smærri bátunum, sem aðallega stunda heimamiðin. Stærsta löndunin í vikunni var hjá Sigurbáru, unt 26. tonn, á mánudag, afli, sem veiddur var í fyrri viku. Humarafli er rýr hér heima við, en ívið skárri austurfrá og liafa einstakir bátar komið með sæmilegan afla þaðan. JÚNÍIHÁNUÐUR 46 bátar voru á botnvörpu og var afli þeirra 2.232 tonn, 13 bátar voru á humartrolli og fengu 29 tonn af slitnum humri og 304 tonn af fiski, 10 minni bátar voru meö handfæri og fiskuöu um 29 tonn, 2 bátar voru með línu og fengu 5 tonn, 2 bátar voru með spærlingstroll og fengu 179 tonn af spærlingi og 10 tonn af öðrum fiski. Togararnir 3 lönduðu 878 tonnum í mánuðinum hér i Eyjum. Heildarafli sein harst á larnl var því 3.666 tonn. Heildarafli í júní í fyrra var 2.747 tonn. Þá voru 37 bátar á fiskitrolli, 20 bátar með humartroll, 2 á línu, I á spærlingstrolli og togararnir 2, sem lönduðu hér. Afli togaranna í júní skiptist þannig, Klakkur með 272 tonn í 2 löndunuin, Vestmannaey með 268 tonn í 2 löndunum og Sindri með 337 tonn í 3 löndunuin. HÆSTU BÁTAR í JÚNÍ 1. Sigurbára llOtonn 2. Þórunn Sveinsd. >j6 tonn 3. Danski-Pétur S4 tonn 4. Stígandi II 83 tonn 5. Sigurbára II. 81 tonn 6. Bylgjan 77 tonn 7 Stígandi 74 tonn 8 Kristbjörg 71 tonn Hæstu humarbátarnir voru Ófeigur III., með 5 tonn af slitnum humri og 14 tonn af fiski og Árni í Görðum ineö 5 tonn af slitnum humri og 11 tonn af fiski. TOGARARNIR Sindri landaði 102 tonnum fyrri fimmtudag, mest þprski, Klakkur landaði s.l. fimmtudag 160 tonnum af blönduðum fiski, karfa, ufsa og þorski. Vestmannaey landaði hér síðast 20. júní 163 tonnum, mest þorskií eii er nú í siglingu og seldi í gær í Hull 124 tonn fyrir 27,8 millj. ísl. kr„ sem skilar meðalverði 225 kr. á kíló. Nú er unnið af kappi að viðgerð á Breka á Akureyri og er gert ráð fvrir að hann verði tilbúinn til veiða um mánaöarmótin okt.-nóv. Heildarafli togaranna er nú: Klakkur 1440 tonn, Sindri 1347 tonn og Vcstinannaey 1200 tonn. SPÆRI.INGURINN Bjarnarey hefur veriö á spærlings- veiðum síðasta hálfan mánuðinn, en afli hefur verið tregur, en í gær landaöi hún um 70 tonnum. M.b. Boði KE landaði hér í fyrradag uin 60 tonniiin af mjög sináum kolmunna, sem hann fékk við Surtinn. ÚTSKIPUNARBANNIÐ Þótt útskipunarbanniö sé enn í fullu gildi var talsverðu skipað út héðan í þessari viku. Um miðja viku fóru um 28 þús. kassar af frystum fiski í Brúarfoss, Jektorar StityirDnygjtyö3 ^ ©@ ESTABLISHED 1 925 — TELEX: 2057 STURLA-lS — TELEPHONES 14680 8c 1 3 280 sem fara á, á Bandaríkjamarkaö. Erlent skip tók hluta af loönuhrogna- framleiðslunni frá í vetur. Eldvík lestaði um 200 tonn af saltfiski á fimintudag. Danska skipið Inge Danielsen lestaði um 2.300 tonn af mjöli fyrri hluta vikunnar hjá FES. Svanur og Langá lestuðu um 1800 lestir af mjöli hjá Fiskimjölsverk- smiöjunni um iniðja vikuna. ERFIÐLEIKAR FISKVINNSLUNNAR Gífurlegir erfiðleikar steðja nú að frystihúsunum eftir að frystidcild Verðjöfnunarsjóðs tæmdist um s.l. inánaöurmót. Veröur ekki séð hvernig eöa hve lengi fyrirtækin geta lialdiö áfram rekstri við óbreyttar aðstæður. Má því búast við, aö Þau stöðvist eitt eftir annaö á næstu vikum. Nauðungaruppboð Opinbert nauðungaruppboð er auglýst var í 95., 99, og 104. tbl. Lögbirtingarblaðsins 1977, annað og síðasta uppboð á húseigninni Búhatnar 33, Vestm.eyjum, eign Heiðars Marteinssonar, fer frain að kröfu Guðjóns Steingrímssonar, hrl., Agnars Gústafssonar, hrl. og Gunnars Sæmundssonar, hrl., föstudaginn 14. júlí n.k., kl. 16.00 og hefst uppboðið á skrifstofu réttarins og verður fram haldið á eigninni sjálfri. BÆJARFÓGETINN í VESTMANNAEYJUM Happdrætti Háskóla íslands Endurnýjun 7. flokks stendur yfír. Að gefnu tilefni skal það tekið fram að óendurnýjaðir miðar hljóta ekki vinning. Gleymið ekki að endurnýja. Umboðsmaður BYLTING Paint Platlng endist 8—16 sinnum iengur en venjulegt vaxbón. í VIÐHALDI BIFREIÐA Hættið að bóna bifreið yðar, en berið á hana PAINT PLATING það borgar sig BIFREIÐASTÖÐ VESTMANNAEYJA H.F. Heiðarveg 10 LANDAKIRKJA Guðsþjónusta í Landakirkju kl. 17. s.d. á sunnudag. Séra Porsteinn L. Jónsson prédikar. HERBERGI ÓSKAST Óska eftir herbergi á leigu frá og með 20. júlí. Uppl. í síma 1077. íþróttafél. ÞÓR

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.