Fylkir


Fylkir - 26.10.1978, Blaðsíða 2

Fylkir - 26.10.1978, Blaðsíða 2
—”—^ Ritstjóri og ábm.: Gísli Geir Guðlaugsson Afgr. og auglúsingar: Páll Scheving Símar 1344 og 1129 Upplag: 2000 eint. Útgefandi: Sjálfstæðifélögin í Vestmannaeyjum Filmusetning og Offsetprentun: Eyrún h.f., Vm. Merkileg tillaga á Alþingi Þingmenn okkar Sunnlendinga, Eggert Haukdal og Guðmundur Karlsson, lögðu fram á fyrstu dögum Alþingis nú í haust merkilega tillögu um stofnun iðngarða. Tillaga þingmannanna hefur vakið verðskuldaða athygli meðal þeirra, sem áhuga hafa á atvinnumálum þjóðarinnar. í tillögunni er fjallað á skynsamlegan hátt um hugmyndir í atvinnumálum, sem örugglega munu koma allri þjóðinni að verulegu gagni í framtíðinni, verði þessari tillögu vel tekið af Alþingi og ríkisstjórn. Lofa þessi fyrstu verk hinna nýkjörnu þingmanna okkar Sunnlendinga vissulega góðu. í tillögunni er gert ráð fyrir, að ríkisstjórnin undirbúi lög um iðngarða, er einstaklingar félög og sveitastjómir byggi með stuðningi ríkisins. Er í rökstuðningi með tillögunni vitnað til þess hvernig nágrannaþjóðirnar fara að því að skjóta stoðum undir iðnað af ýmsu tagi, t.d. með því að hið opinbera útvegar ódýrt leigu- húsnæði eða selur með góðum kjörum. Með byggingu slíkra iðngarða myndu skapast í framtíðinni mun fleiri atvinnutækifæri og fjölbreytni aukast í atvinnulífi okkar. Hið opinbera myndi þá standa fyrir því að margvíslegar iðnaðarhugmyndir yrðu að veruleika, sem nú eru ekki fyrir hendi. Einnig yrði betur stutt við bakið á þeim atvinnugreinum sem fyrir eru. Er það mun skynsamlegri stefna heldur en hér hefur verið, þar sem tilhneigingin hefur alltof mikið verið í þá átt að gera atvinnuvegunum sem erfiðast fyrir. Flutningsmenn tillögunnar benda á ýmis atriði til stuðnings henni. Má þar nefna augljósa hagkvæmni við hönnun, útboð, smíði og fjármögnun staðlaðs húsnæðis fyrir iðnað. Þá benda þeir á fleiri atriði: „Þar sem fleiri en eitt fyrirtæki eru saman komin á þar til skipulögðu at- hafnasvæði, hefur reynslan sýnt, bæði hér og erlendis, að fyrirtækin geta haft margvíslegan stuðning hvert af öðru. Þau geta haft samstarf um skrifstofu-, sölu- og margháttaða aðra þjónustu. Þau geta haft nánara samstarf um framleiðslu og nýtingu tiltekinna sér hæfðra véla. Loks má nefna sameiginlegt mötuneyti og félagslega aðstöðu starfsfólks.” Þingmennirnir benda einnig á, að iðngarðar eigi ekki einungis við í stærri kaupstöðum, heldur einnig á smærri stöðum. Gætu iðngarðar komið að miklu gagni, hvort sem væri í sjávarplássum, stórum eða smáum, og einnig upp til sveita. Hér í Eyjum hefur afkoma okkar fyrst og fremst byggst á sjávarútvegi og þjónustu kringum hann. Þessar atvinnugreinar eiga nú í miklum erfiðleikum, og útlitið er vægast sagt mjög dökkt. Því verður samt seint trúað að stjórnvöld skilji ekki þennan vanda. Stuðningur við þennan höfuðatvinnuveg okkar hlýtur að aukast, og það sem fyrst ef ekki á illa að fara í byggðarlagi okkar og þar með fyrir þjóðinni allri. Þótt sjávarútvegur verði vonandi um ókomin ár undirstaða efnahagslífs okkar, þarf að huga að nýjum atvinnufyrirtækjum. Eigi hér að verða eðlileg fólks- fjölgun þarf að skapa að minnsta kosti 300 ný at- vinnutækifæri á næstu árum. Bygging iðngarða er mjög merkilegt framlag í þá umræðu um atvinnuuppbygg- ingu, sem hér hefur farið fram. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir fyllsta stuðningi við framkomið frumvarp og munu beita sér fyrir því, að bæjaryfirvöld fylgist náið með framvindu mála og að þau veiti málinu sem mestan stuðning. Vonandi salta stjómvöld ekki þessa tillögu, heldur samþykkja hana sem fyrst og framkvæma hana síðan í framhaldi af því. —S.J. EFTIRÞANKAR Þegar litið er til baka, eftir sumarstarf bæjarstjómar, ber þá einna hæst brölt og gagns- laust starf bæjarstjóra og for- seta bæjarstjómar í atvinnu- málum, frystihúsin og stöðvun þeirra. í núverandi meirihluta bæj- arstjómar em forystumenn verkalýðsfélaganna varafull- trúar, svo hæg hefðu heima- tökin átt að vera til að koma í veg fyrir lokun frystihúsanna í sumar. Réttu þeir út höndina til að koma í veg fyrir atvinnu- missi fólksins eða tekjutjón bæjarsjóðs vegna þeirra að- gerða? Nei, svo langt var ekki hugs- að, heldur mætti ætla að nú skyldi uppfylla kosningaloforð eins meirihlutaflokksins frá því í vor, að smala frystihúsunum undir sama þak, eða í eitt fyr- irtæki. Slíkar em óskir þeirra. Hvað mundi þá taka við? Trú- lega ættu formenn verkalýðs- félaganna og bæjarstjómar að skipa þar stjómarsæti. Ekki væri að efa að kaup og vinnu- samningar yrðu óþarfir. Þá þyrfti aðeins að skammta og yrði eflaust tapinu þá útbýtt í leiðinni, þannig fara þeir að því austan jámtjalds. Á bæjarstjómarfundi um daginn upplýsti einn bæjarfull- trúa hver spamaður yrði af sammna frystihúsanna. Tók hann sem dæmi skrifstofu- haldið, það mundi nú spara að skella þeim saman í eitt. Var honum þá snarlega bent á að líta í eigin barm og bera það saman skrifstofubákn bæjar- sjóðs, sem hefði trúlega fleiri starfsmenn en öll frystihúsin til samans, fyrir utan það að hvert frystihús fyrir sig hefði meiri veltufjármagn en bæjarsjóður. En þegar á hólminn var kom- ið og frystihúsin höfðu gert alvöru úr því að loka vegna fjárhagsörðuleika og útflutn- ingsbanns og fólkið sá að hverju stefndi, þá vom þeir háu herrar tilbúnir til alls, aðeins ef frystihúsin opnuðu nú aftur! Mættum við öll þakka fyrir að ekki skyldi hafa farið verr, og ætti það að vera víti til vamaðar, því ekki þarf að efa, hvar við stæðum í dag, ef hnútamir hefðu ekki verið leystir. Gísli Geir Guðlaugsson ___________FYLKIR Góð ' skemmtun Á fyrsta vetrardag var að venju haldin árshátíð Sjálf- stæðisfélaganna. Var hún vel sótt og tókst í alla staði mjög vel. Hófst hún með borðhaldi, veislumatur frá Óla ísfeld, síðan fluttu þeir Gísli Gíslason og Guðmundur Karlsson ávörp. Veislustjóri var Jóhann Friðfinnsson. Guðmundur Jónsson söngvari kom fram og söng nokkur lög, var honum vel og lengi fagnað, þá flutti Sigurbjörg Axelsdóttir gamanvísur með undirleik Áma Johnsen og viðlagið sungu þingmaðurinn og bæjarfulltrúamir. Happ drættið sáu þau Ingibjörg Johnsen og Jóhann Frið finnsson um, hlutu þar margir góða vinninga. Síðan lék hljómsveitin London fyrir dansi til kl. 2. Er ekki ofsagt að hún hafi staðið sig með prýði. Veg og vanda að árshá- tíðinni áttu formenn félag- anna og fæmm við þeim bestu þakkir fyrir góða skemmtun. I___________________/ FÆSTÁ BÍLASTÖÐINNI „ÞögU meirihlutinn” Athygli hefur vakið, hvað meirihlutamenn í bæjar- stjóm taka sjaldan til máls eða segja skoðun sína á málunum. Bæjarstjóri hefur að langmestu orð fyrir þeim og gefur þeim merki hvort þeir eigi að rétta upp hönd með eða á móti. Forseti bæjarstjómar virðist líta á sig á bæjar- stjómarfundum sem fund- arstjóra eingöngu og segir því fátt. Ég hélt nú satt best að segja að forseti væri raunvemlega leiðtogi meiri- hlutans, en það virðist vera annar maður. Fyrir nokkm brydduðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins upp á því að á þriggja mánaða fresti myndi bæjarstjóri gefa skýrslu um stöðu framkvæmda, um stöðu innheimtunnar, hvaða verkefni væm fram- undan, hvort yfirvinna væri mikil o.s.frv. Yrði þessi skýrsla flutt á opnum bæj- arstjómarfundi og slíkur fundur haldinn t.d. á laug- ardegi eða að kvöldi til, þannig að líkur væm til að fólk hefði betri möguleika á að mæta. Þannig gæti fólk fylgst með gangi mála. Enginn af fulltrúum meirihlutans (utan bæjar- stjóri) tjáði sig um mál þetta. Og enginn slíkur fundur hefur verið ráð- gerður af meirihlutanum eða minnst á að hann stæði til. M.H.M. og „Kratinn” Utistöður þær sem M.H.M. ráðherra hefur átt í við Bárð Daníelsson hafa að vonum vakið mikla athygli. Ráðherrann neitar að láta starfsmann Bmnamála- stofnunar hætta störfum, þótt um skipulagsbreytingu sé að ræða og að dómi Bárðar sé starfsmaðurinn óþarfur eftir það. M.H.M. ráðherra hefur nú tekið manninn til starfa að nýju, þótt það vitanlega auki út- gjöld ríkissjóðs, enda er maðurinn einn af þessum „góðu” krötum. Vom ekki kratar ein- hvemtíma að tala um sið- leysi í stjómmálum? Tólf dagar Vinstri menn hafa oft haft á orði, að lítið hefði nú verið að marka allar malbikunar- framkvæmdir Sjálfstæðis- manna, þegar þeir vom með meirihluta, allt hefði verið ónýtt. Sem dæmi tóku þeir Bámgötuna m.a. á fram- boðsfundi í vor. Það hefði orðið að rífa malbikið af og malbika upp á nýtt- Einn gámnginn í bænum viðhafði þau orð fyrir nokkm, að malbik Sjálf- stæðismanna á Bámgötunni hefði dugað í 12 ár, en malbik vinstri manna á götunni hefði dugað í 12 daga. Já, það er von að þeir hrópi vinstri mennimir. Rally akstur Heyrst hefur, að vinstri meirihlutinn ætli í haust, að beita sér fyrir rally akstri eftir skólaveginum. Verður þar ábyggilega um spenn- andi keppni að ræða, því erfitt verður að forðast holumar. Allavega hefur ekkert heyrst um, að til standi að lagfæra þessa fjölfömu götu, þótt ástand hennar skapi á hveijum degi slysa- hættu. SJ.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.