Fylkir


Fylkir - 09.11.1978, Blaðsíða 1

Fylkir - 09.11.1978, Blaðsíða 1
Málgagn Sjálfstæðis- félaganna í Vestm.eyjum 20. tölublað Vestmannaeyjum, 9. nóvember 1978 30. árgangur Tillaga Sjálfstæðismanna samþykkt: Aukin tengsl bæjarstjórnar og bæjarbúa Á síðasta bæjarstjórnarfundi komu viðtalstímar bæjarfull- trúa til umræðu. Eins og kunnugt er hefur sú nýbreytni verið tekin upp, að bæjarfull- trúar hafa viðtalstíma í Ráð- húsinu á miðvikudögum. Bæj- arfulltrúar hvers flokks hafa fjórða hvern miðvikudag. Er nú þegar búin ein umferð. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins fögnuðu þessari skip- an mála, enda er það í beinu framhaldi af stefnuskrá okkar um aukin tengsl og upplýsinga- skyldu við bæjarbúa. Á bæjar- stjórnarfundi þessum, og á fundum áður, höfum við rætt um að gera þyrfti enn betur til Ný flugleið Föstudaginn 3. nóv. var opnuð ný flugleið um Evrópu til Batimore í Bandaríkjunum. í því tilefni buðu Flugleiðir um 40 blaðamönnum og 20 ráða- mönnum flugmála í þessa fyrstu ferð sína. Flugtími er um 6 klukkustundir, og er lent á Baltimore-flugvelli sem er á milli Baltimore og Washington. Flugvöllurinn er svo til nýr og verður fullbúinn eftir um það bil eitt ár, getur hann þá annast um ellefu milljón farþega á ári, ekkert smásmíði það. Hlutur okkar frá Eyjum var stór, sex blaðamenn, eða firá öllum blöðunum sem gefin eru út hér. Síðar mun ég segja betur frá ferð þessari sem í alla staðí tókst með ágætum og sendi ég Flugleiðum, ráða- mönnum þess og starfsliði bestu hamingjuóskir með þann stórhug og framsýni sem það heldur uppi í nafni íslands hér heima og erlendis. Um leið þakka ég fyrir þá stórkostlegu ferð sem boðið var í. Gísli G. Guðlaugsson að auka þessi tengsl og upp- lýsingaþjónustu bæjaryfir- valda. Því fluttum við bæjar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórn Vm. samþykk- ir, að á þriggja mánaða fresti verði haldinn almennur fundur í bæjarstjórn á laugardegi. Á þeim fundi gefi bæjarstjóri yfirlit um stöðu framkvæmda á vegum bæjarsjóðs og stofnana hans, og enn fremur hvaða framkvæmdir eru fyrirhugaðar á næstunni. Á slíkum fundi geri bæjarstjóri einnig grein fyrir stöðu fjármála, gefi yfirlit um stöðu innheimtu útsvara, fast- eignagjalda, aðstöðugjalda og innheimtu á eldri gjöldum. Þá komi einnig fram innheimtu- hlutfall í húsaleigutekjum bæjarsjóðs. Listi fylgi einnig um afborganir lána og hvort lán hafi verið tekin á tímabilinu. Bæjarstjóri geri einnig grein fyrir stöðu bæjarsjóðs á hlaupareikningi. Á þessum fundum geri bæjarstjóri einnig grein fyrir stöðu viðskipta- manna, innanbæjar og utan- bæjar. í skýrslu bæjarstjóra komi fram, hver launakostnað- ur bæjarsjóðs hefur verið á s.l. þriggja mánaða tímabili, hvert sé hlutfall yfirvinnu í launa- kostnaðinum. Fundir þessir verði auglýstir rækilega í bæjarblöðunum, þannig að bæjarbúar hafi sem best tækifæri til að sækja fundi. Sigurður Jónsson, Arnar Sigurmundsson, Gísli G. Guðlaugsson, Georg P. Kristjánsson" TILGANGUR TILLÖGUNNAR Eins og fram kemur í til- lögunni er höfuðtilgangur hennar, að bæjarbúar fái betra tækifæri til að fylgjast með gangi mála heldur en verið hefur. í því sambandi er rétt að benda á þann þátt í tillögunni, sem gerir ráð fyrir, að slíkur fundur yrði haldinn á laugar- degi. Þá ættu fleiri að hafa tök að koma á almenna bæjar- stjórnarfundi heldur en nú, þegar fundir eru oft haldnir í miðri viku á vinnutíma. Satt best að segja bjóst ég við, að bæjarfulltrúar myndu fagna tillögunni og hún yrði samþykkt umræðulítið. Eitt- hvað virtist þessi tillaga þó fara í taugarnar á meirihlutamönn- um og ekki laust við að ein- hverrar hræðslu virtist gæta að samþykkja hana. Töldu þeir jafnvel, að eitthvað gæti verið óframkvæmanlegt í henni. Ekki gátu þeir þó nefnt eitt einasta atriði, enda væri það slæmt ástand hjá bæjarsjóði, ef ekki væri hægt að gefa bæjar- búum svona upplýsingar á þriggja mánaða fresti. FRÁVÍSUN S.K. Sigurgeir Kristjánsson flutti tillögu um það, að máli þessu yrði vísað til bæjarráðs „til frekari skoðunar". Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins töldu enga ástæðu til þess, það þýddi aðeins frestun á málinu. Ekki væri eftir neinu að bíða með að samþykkja hana. Þá væri strax Framhald á 2. síðu Hörmulegt slys Það hörmulega slys varð hér s.l. sunnudag er eidur varð laus í fiskverkuninni Eyjaberg, að 44 árá* gamall Vest- manneyingur, Vignir Sigurðsson frá Helli, fórst. Það var á fimmta tímanum s.l. sunnudag að tilkynnt var um að eldur væri laus í Eyjabergi. Slökkviliðið kom fljótlega á vettvang og var þá mikill eldur laus á efstu hæð hussins. Kom í Ijós að Vignir hafði farið upp til að reyna að ráða niðurlögum eldsins en komst ekki til baka. Ekki reyndist unnt að komast til Vignis fyrr en um seinan. Vignir heitinn lætur eftir sig konu og þrjú uppkomin börn. Fylkir sendir aðstandendum innilegar samúðar kveðjur við þetta sviplega áfall. Miklar skemmdir urðu á húsinu í eldsvoða þessum að sögn eigenda. Þykir h'klegt að um tvo mánuðí taki að lagfæra þær. Hefur þetta því orðið mikið áfall fyrir eigendur frystihússins. 11 línu bréfið... —svar ráðuney tisins framkallar fleiri spurningar en það svarar Á síðasta bæjarstjórnarfundi lá fyrir skriflegt „svar" ráðu- neytísins varðandi innheúntu gatnagerðargjalda í Vest- mannaeyjum. Eins og bæjarbúum er eflaust kunnugt um, hafa staðið nokkrar deilur um túlkun laga um gatnagerðargjöld hér í Eyj- um. Deilur þessar hafa einkum staðið um svokallaða aftur- virkni gatnagerðargjalds, þ.e. hvort innheimta beri gjald af þeim húsum er standa við götur sem höfðu verið lagðar bundnu slitlagi fyrir 1970, en hafa verið É$wm ^\ eða verða lagðar nýju slitlagi að hluta eða öllu leyti aftur. LÖG ALÞINGIS Samkvæmt lögum Alþingis hér um, og þó einkum greinagerð flutningsmanns að lögum þess- um, Ölafs G. Einarssonar, alþm., virðist hér vera nokkur vafi á. Ekki skal hér lagður neinn dómur á, hvort túlkunin er rétt, en eitt er víst, að „svar" ráðu- neytisins hér um skýrir málið ekki neitt. Nú er það þannig, að þegar Alþingi setur okkur lög ber okkur að fara eftir þeim lögum, hvort sem okkur líkar hetur eða verr. Á umræðum í bæjarstjórn virðist sem sumum meiri hlutamönnum sé fyrirmunað að hlýtá því. Þeir þrástagast á, að ekki sé sanngjarnt annað en allir borgi þetta gjald. Og þar Framhald á 3. síðu

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.