Fylkir


Fylkir - 09.11.1978, Blaðsíða 2

Fylkir - 09.11.1978, Blaðsíða 2
—“—^ Ritstjóri og ábm.: Gísli Geir Guðlaugsson Afgr. og auglúsingar: Páll Scheving Símar 1344 og 1129 Upplag: 2000 eint. Útgefandi: Sjálfstæðifélögin í Vestmannaeyjum Filmusetning og Offsetprentun: Eyrún h.f., Vm. Skattaok vinstrí stjómarinnar Vart hefur hina yngri og óreyndari kjósendur vinstri manna í vor grunað, að þeir væru með atkvæði sínu að beygja sig undir mesta skattaok, sem hér hefur verið á lagt á síðari tímum. Hinir eldri kjósendur máttu muna feril fyrri vinstri stjórna, þegar skattaálögur allar voru auknar og skattbyrðin íþyngd svo einstaklingum og atvinnu- rekstri, að tæpast varð undir risið. Strax og stjómarherrarnir, sem fyrir kosningar börðu sér á brjóst til áréttingar sjálfskipuðu hlutverki sínu sem brjóstvörn og vemdarar hinna vinnandi stétta og allrar alþýðu, voru sestir í valdastólana, greip þá skatt- lagningargleðin. Úrræði voru engin önnur í efnahagsvanda en að leggja með bráðabirgðarlögum á mikinn hluta skatt- greiðenda allverulegan aukatekjuskatt, tvöfalda eignaskatt og leggja tekjuskatt á fyrningar. Skatta- álagning þessi, sem hlýtur að kallast siðleysi stjórn- valda, leggst nú með ofurþunga á stóran hluta heiðarlegra skattgreiðenda. Unga fólkinu, sem er að koma þaki yfir höfuðið og hefur með þrotlausri vinnu náð miklum tekjum er nú refsað fyrir atorku sína með tekjuskattsviðauka. Aflamanninum, sem af harðneskju og ósérplægni hefur sótt gull í greipar ægis, er nú refsað fyrir aðsækni sína með tekjuskattsviðauka. Gamla fólkið, sem með sparnaði og iðjusemi hefur á langri starfsæfi eignast skuldlaust hús, hina sjálf- sögðustu eign hverrar fjölskyldu, er hún hirtar fyrir með 50% hækkun eignaskatts. Margt af þessu fólki býr við skerta tekjumöguleika og reynist því fullerfitt að standa skil á hinni sligandi skattbyrði. Skattlagning fyrninga kemur harðast niður á undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar, sjávarútvegi, iðnaði og landbúnaði, sem allir verða að nota dýrt húsnæði, tæki og vélakost. Fyrirtækin ráða ekki lengur við endurnýjun og viðhald í kappi við verðbólguna og hlýtur því að draga úr framleiðslu þeirra og framleiðni, þau drabbast niður og skila þjóðfélagsþegnunum lakari lífskjörum. Tekjuskattur og skyldusparnaður nemur um 70% tekna einstaklinga og haldi svo áfram sem horfir um verðbólguvöxt, skattlagningarvísitölu og skatt- lagningargleði stjórnarherranna, veit enginn hvar skattprósentan endar. Tekjuöflun ríkissjóðs verður að vera með þeim hætti, að sem mest réttlætis sé gætt og að greiðslugetu einstaklinga, heimila og fyrirtækja sé ekki ofgert. Hún verður að hvetja til aukinnar tekjuöflunar og verð- mætasköpunar í samfélaginu, en má ekki brjóta niður framtak fólksins og letja vinnuvilja þess. Sjálfstæðismenn vilja setja skattlagningu hins opinbera ströng og ákveðin mörk. Skattlagning á að þeirra mati fremur að beinast að eyðslu en verð- mætasköpun og vinnuframlagi. Peir vilja afnema tekjuskatt af almennum launatekjum. Sjálfstæðismenn telja, að ráðstöfunarfé borgaranna eigi ekki að takmarkast af umsvifum ríkisins og tekjuþörf, heldur öfugt. Umsvif ríkisins og ráðstöfunarfé eigi að takmarkast af sanngjarnri skattheimtu á eyðslu þegnanna. —G.K. / Marantz/ / / / ° / Grundig ’79 / ------ -------------------- FYLKIR Hitaveitan og meirihlutinn Á bæjarstjómarfundi sem haldinn var 27. október s.l. kom fram svohljóðandi tillaga frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks- ins: Bæjarstjóm Vm. samþykk- ir að kjósa framkvæmdanefnd fyrir fjarhitun Vm. (Hitaveitu). Nefndin hafi yfirstjóm verk- legra framkvæmda og annist útvegun fjármagns til þeirra. Hún hraði sem mest fram- kvæmdum, bæði lagningu dreifikerfis og nýtingu hraun- hitans sem orkugjafa. ÁHUGI ESSO-FORSTJÓRANS Þá stóð upp Sigurgeir Kristjánsson forstjóri ESSO, bar hann fram frávísunartillögu sem meirihlutinn greip fegins hendi og samþykkti. Þar með felldu þeir tillögu okkar og má þar með áætla að umskipti hafi orðið á þeim kosningaloforð- um sem allir flokkar settu númer eitt í kosningabarátt- unni í vor. Því virðist meiri- hlutinn ekki hafa áhuga lengur á því að hraða virkjun hraun- hitans, heldur skal droll og áhugaleysi embættismanna bæjarsjóðs ráða ferðinni eins og hingað til. Hugmynd okkar fneð tillögunni var sú, að með framkvæmdanefnd sem ein- beitti sér að þessu ákveðna verkefni mætti ná hraða á framkvæmdum sem nauðsyn- legur er til nýtingar hraun- hitans, dreifikerfis í allan bæinn, og semja mundi áætlun af fenginni reynslu sem leggja þarf fram til stjórnvalda, ásamt staðfestingu vísindamanna og stofnana um viðurkenningu á þeim möguleika sem hraun- hitinn getur gefið. Slík stað- festing held ég að legið hafi hjá bæjarstjóra síðan í apríl s.l. „ALGJÖRAN FORGANG” Á sama tíma hafa yfirvöld marg lýst því yfir að fjármagn til hitaveituframkvæmda hafi al- gjöran forgang. Er því ein- kennileg sú stefna sem virðist ráða ferðinni að láta heim- taugargjöldin fjármagna hita- veituna. Slíkt tæki áreiðanlega Aukin tengsl............... Framhald af 1. síðu hægt að fara að undirbúa slíkan upplýsingafund. Tillaga Sigurgeirs var síðan felld með 4 atkv. (Sjálfstæö- ismanna) gegn 3 (Framsókn og kommar) kratar sátu hjá. Tillagan var þá borin undir at- kvæði og samþykkt með 6 at- kvæðum Sjálfstæðismanna og krata. Kommar og Framsókn sátu hjá. Þessi tillaga á því að koma til framkvæmda á næstunni. Mun þá bæjarbúum gefast miklu betra tækifæri til að fylgjast með málum hjá sameiginlega sjóði okkar. Furðu vekur, að Framsókn og kommar skuli taka svona afstöðu þegar um bætta upp- lýsingaþjónustu til almennings er að ræða. —S J. heila öld, ef ekki meira. Á sama tíma er Fjarhitunarstöð Vm. rekin með stór tapi, svo ekki er ofsagt að olíukynnt hitaveita er vonlaust fyrirtæki og verður aldrei annað en óþarfa baggi á bæjarbúum. Var það því von okkar Sjálfstæðismanna að bæjarfulltrúar tækju höndum saman og ýttu þessu stór- hagsmunamáli allra bæjarbúa Á síðasta bæjarstjómarfundi komu bæjarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins með svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn Vm samþykkir að selja nú þegar „Telescope”- húsin, sem legið hafa í nokkra mánuði á hafnarbakkanum í Friðarhöfn. Ennfremur skuli að því stefnt að selja samskonar hús jafn óðum og þau losna. Bæjarritara verði falið að sjá um framkvæmd málsins”. Tiiefni þessarar tillögu var það, að í sumar kom ég inn í þetta mál í bæjarstjóm, en ekkert hafði skeð í málinu. En nú vill svo til, að með tilkomu tillögu þessarar og ráðningu áleiðis í höfn. Sannast það hér með, að meirihlutinn fer aðeins eftir merki bæjarstjórans hvort kjósa skuli með eða móti málum sem koma fram í bæjarstjóm. Slíkt er vald hans yfir þeim, scm eiga og ber skylda til að stjóma bænum okkar. Er þetta kannskl vinstra samstarfið? nýs bæjarritara hefur komið skriður á málið. Það er ergilegt til þess að vita, að inni í Friðarhöfn hafa legið 13 „Telescope” hús í marga mánuði án þess að reynt sé að selja þau. Ef við áætlum að hvert hús mundi seljast á c.a. 4 milljónir em þama verðmæti á að giska um 52 milljónir og er ég hræddur um að það muni um minna. En nú hafa málin sem sagt þróast á þá leið að þegar húsin vom auglýst til sölu, komu strax fjölda margar fyr- irspumir um þau. Bæjarfull trúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að loks skuli einhver skrið- ur vera kominn á mál þetta. Tillaga okkar átti því fyllilega rétt á sér. Georg Þ. Kristjánsson Keppni frestað Eins og greint var frá í síðasta blaði kom til greina hjá meirihluta bæjarstjómar að efna til RALLY-keppni á Skólaveginum nú í haust. En nú er sýnilegt, að keppni þessari verður að fresta um sinn. Svo kynlega brá við, að um leið og síðasti Fylkir hafði komið út var vinnu- flokkur sendur til að fylla holumar á Skólaveginum með biki. Margur maðurinn var farinn að hlakka til keppninnar, en verður nú að bíða um sinn. Trúlega verður sú bið samt ekki löng ef miðað er við fyrri reynslu. Þessar holufyllingar duga skammt og skyldi þetta ekki verða dýrara á endanum? Erlendir ístrubelgir Nýlega lagði fjármála- ráðherra fram fjárlaga- fmmvarp. Kemur þar í ljós að ætlun er að hækka beina skatta vemlega frá því sem nú er. Fannst þó mörgum nóg komið. Þá vekur það athygli að enn á að auka útflutnings- bætur með kjötinu. Sam- kvæmt fmmvarpinu er gert ráð fyrir að 5,3 milljarðar verði greiddir með kjötinu á næsta ári. Sem sagt vem- legur hluti af útflutningi Vestmannaeyja fara til þessara hluta. Þessi upphæð þýðir, að hvert mannsbam á Islandi verður að greiða um 24 þús krónur til að erlendir ístmbelgir geti gætt sér á íslenska lambakjötinu okk- ar. Það er kannski eðlilegt, að það þurfi að hækka skattana þegar svona er staðið að málunum. —SJ. Gísli G. Guðlaupssnn „Telescope”-húsin

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.