Fylkir


Fylkir - 16.11.1978, Side 1

Fylkir - 16.11.1978, Side 1
Málgagn Sjálfstæðis- félaganna í Vestmeyjum 21. tölublað Vestmannaeyjum, 16. nóvember 1978 30. árgangur Tillaga Sjálfstæðismanna á þingi: Verðtryggður lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn Á fyrstu dögum þessa þings sem nú situr lögðu þingmennimir Guðmundur H. Garðarsson, Oddur Ólafsson, Eyjólfur Konráð Jónsson 02 Guðmundur Karlsson fram frumvarp um Lífeyrissjóð Islands. Þar sem hvorttveggja er að hér er um afar merkt mál að ræða og ástandið í lífeyris- og tryggingarmálum hér á landi vægast sagt mjög slæmt, þykir rétt að kynna í nokkrum orðum humvarp þeirra félaga og reyndar sjálfstæðismanna í tryggingarmálum. MA.RKMIÐ FRUMYARPSINS í stuttu máli má segja að markmið frumvarpsins séu þessi: 1. Að tryggja öllum sem komnir eru á ellilífeyrisaldur að lokinni starfsævi viðunandi og mannsæmandi lífsviðurværi. 2. Að veita örorkulífeyris- þegum öryggi og viðunandi tryggingarbætur. 3. Að auka barnalífeyri og bæta aðstöðu þeirra sem verr eru settir í þjóðfélaginu. 4. Að tryggja konum fæð- ingarlaun. 5. Að einfalda lífeyriskerfi þjóðarinnar og útrýma misrétti. Þessum mikilvægu mark- miðum hyggjast flutningsmenn ná með því að gjörbylta líf- eyristryggingakerfi þjóðarinn- ar, breyta því uppsöfnunar- fyrirkomulagi sem verið hefur í svokallað gegnumstreymis- kerfi. í því felst einfaldlega að lífeyristryggingar verða ekki í framtíðinni byggðar á sjóðum sem til er safnað á löngum tíma, heldur verði þörfum þeirra sem komnir eru á ellilífeyrisaldur (og örorkulífeyrisþega) mætt með ákveðnu framlagi þeirra sem á starfsaldri eru. í frum- varpinu kemur fram að til þess að fjármagna þetta trygginga- kerfi þyrfti lífeyristrygging- argjald að vera 12,2% af H. Garðarsson saman helstu galla núverandi lífeyriskerfis í þessum kjarngóðu setningum: „Það er gersamlega óviðunandi að skylda fólk til mikils spam- aðar, lána því svo eigið fé með háum vöxtum og greiða að lokum ófullnægjandi lífeyri til lífeyrissjóðsfélaga sem eru búnir að greiða í 20-30 ár í viðkomandi sjóð. Slíkt kerfi stenst ekki og mundi einhvers staðar vera kallað svínarí”. Við þessi orð má bæta: I. Lífeyrissjóðirnir þjóna ekki lengur tilgangi sínum, heldur eru helsta gróðalind verðbólgubraskara og nú á seinni árum uppspretta auk- inna ríkisumsvifa. 2. Stórir þjóðfélagshópar og þar má einkum nefna hús- mæður eru gersamlega afskipt- ir í þessu kerfi. Velkominn Breki í gærmorgun sigldi Breki VE 61 í höfn í Eyjum í fyrsta sinn eftir brunann sem skipið varð fyrir á Akureyri. Það er skemmtileg tilviljun að í gær var rétt ár liðið frá því skipið kom til Eyja í fyrsta sinn eftir að núverandi eigendur keyptu það. Skipið hefur verið endurbætt og mun ekki frálcitt að telja það nú flaggskip togaraflotans. Sem sagt: Velkominn vertu Breks og megi Guð og lukkan vera méð þér og skipshöfn þinni. 3. Núverandi lífeyriskerfi er ákaflega flókið, og það svo að almennir lífeyrisþegar vita varla lengur hver réttur þeirra er. Lífeyrissjóðir munu vera 100 að tölu, og hver með sitt skipulag. 4. Óviðunandi ranglæti ríkir milli einstakra starfsstétta, þar sem sumir búa við verðtryggða lífeyrissjóði, en aðrir ekki. Framhald á 2. síðu Ljósm.: Sigurg. Jónasson heildartekjum nú, en þá ber að hafa í huga að núverandi líf- eyrisgreiðslur, sem eru 10%, féllu niður, og svo stórlega mætti draga úr útgjöldum ríkis- ins (þ.e. Tryggingastofnunin lögð niður, og greiðslum til verðtryggðra lífeyrissjóða hætt) að nægja mundi til að fella niður tekjuskattinn. Þegar öllu væri til skila haldið mundu bæði ellilífeyrisþegar og allir starfandi menn hafa mikinn hagnað af þessari breytingu. GALLAR NÚVERANDI KERFIS í framsöguræðu sinni með frumvarpinu dró Guðmundur Fjölbreyttara atvínnulíf Oft hefur það verið rætt, að nauðsynlegt væri að atvinnulíf okkar í Eyjum væri fjölbreytt- ara. Lítið hefur samt enn orðið um athugun eða framkvæmdir í þeim efnum. Fólk sem unnið hefur erfið- isvinnu við sjósókn og fisk- vinnslu og komið er yfir miðjan aldur vill oft breyta til og fá eitthvað léttara, sem þá hentar betur. Slík atvinnutækifæri eru æði fá hér í Eyjum. Um tvennt er þá að ræða, að halda áfram á meðan nokkur kraftur er til eða leita til annarra sveitarfélaga í at- vinnuleit. Margur maðurinn hefur örugglega orðið að fara héðan af þessum sökum. Einn- ig má benda á, að þetta atriði aftrar örugglega einhverjum af gömlum Vestmanneyingum að flytjast hingað að nýju. A síðasta bæjarstjómarfundi fluttu bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins eftirfarandi til- lögu: „Bæjarstjóm Vm. sam- þykkir að láta fara fram könnun á því, á hvem hátt megi koma hér upp atvinnugreinum, sem henta öldruðu fólki og fólki með skerta starfsgetu.” Bæjarstjóm samþykkti að vísa þessari tillögu til atvinnu- málanefndar. Vonandi bregður nefndin skjótt við og gerir eitthvað raunhæft í málinu. Á sama bæjarstjómarfundi lýsti bæjarstjóm því einnig yfir að hún væri hlynnt hugmyndinni um byggingu iðngarða. Eins og kunnugt er hafa alþingismenn- imir Eggert Haukdal og Guð- mundur Karlsson flutt á Al- þingi þingsályktunartillögu um byggingu iðngarða. Bygging iðngarða af hálfu bæjarins væri mjög jákvæð og myndi auka og efla fjölbreytni í atvinnuuppbyggingi. Að mínu viti væri nauðsynlegt að gefa fyrirtækjum kost á að ganga inn í slíkar byggingar með leigu- kaupsamningi. Með því móti væri þeim ekki íþyngt of mikið í stofnkostnaði. Bygging iðn- garða myndi auðvelda allt skipulag og á þann hátt gætu mörg fyrirtæki verið undir sama þaki. Einstaklingar og smærri fyrirtæki hafa oft möguleika og vilja til að hefja nýjan rekstur, en hafa ekki fjármagn til stórra bygginga. Bygging iðngarða myndi þannig íta undir fjöl- breyttara atvinnulíf. Benda má á, að með tilkomu Herjólfs gefast ný tækifæri til að koma framleiðslunni á góðan markað á fastalandinu. Öll þjónusta á vegum bæjar- ins miðast við miklu fjöl- mennari byggð heldur en hér er nú. Því er það lífsspursmál fyrir framtíð byggðarlagsins að at- vinnumálunum verði eitthvað sinnt. Það verður að skapa hér fjölda nýrra atvinnutækifæra á næstu árum. í þeim efnum þarf sérstaklega að mínu viti að huga að ýmsum iðnaðargrein- um og þá sérstaklega að hafa í huga svokallaðan léttan iðnað sem hentar vel fyrir fólk sem á orðið erfitt með að stunda erfiðisvinnu eins og fiskvinna er. —SJ.

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.