Fylkir


Fylkir - 16.11.1978, Blaðsíða 3

Fylkir - 16.11.1978, Blaðsíða 3
FYLKIR -í. HÚS- EIGENDUR 00 «««1 varanleg álklæðning, á þök, loft og veggi-úti og inni. Seltuvarðar álplötur með innbrenndum lltum, auðveldar i uppsetningu, þarf aldrei að mala. gott að þrifa, og gefa fallegt utlit.Tilvalið á ný hús, gömul hús. stór hús. litil hús. lek hús og öll hús sem þörf er á góðri varanlegri klæðningu. Aukin einangrun. sparar hitakostnað. Vandið valið og setjið Azr-ÆSímm á húsið. Framleiddar af Nordisk Aluminium A/S Noregi í mismunandi gerðum. Reynist vel við islenskar aðstæður. Nánari upplýsingar í Vestmannaeyjum hjá Garðari Björgvinssyni í síma 2228. INNKAUP HF ÆGISGÖTIJ 7 REYKIAVlK. SIMI 22000-PÓSTHÓLF 1012 TELEX 2025 SOLUSTIÓRI: HEIMASlMI 71400. Lífeyrissjóður V esimannaeying Aðalfundur Lífeyrissjóðs Vestmannaeyjaey- inga fyrir árið 1977 verður haldinn fimmtudaginn 30. nóvember n.k. í Akóges og hefst hann kl. 20, stundvíslega. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Önnur mál. Reikningar sjóðsins fyrir árið 1977 liggja frammi á afgreiðslu hans. Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta á fundinn. Stjórnin Vigtar 1 kíló. Lyftir 60 kílóum. Stærö 8x9x3 sentimetrar. Gott til aö „fiska“ upp járnhluti úr sjó, ám, vötnum, gjám, svelg, tönkum. Líka til aö halda verkfærum og smíöahlutum. Sendum í póstkröfu. SSflyirCSMgltUiF c=P&BTl©©caxre ® ©® reykjavik, iciland VÍSIURGOTU 16 — SÍMAR 14680 - 21480 - POB 60i-TElEX; 2057 STURIA IS Segulstál Gódir eiginmenn sofa heima Nú í kvöld (fimmtudagskv.) frumsýnir Leikfélagið fyrsta verkefni sitt á þessu leikári, en það er gamanleikurinn „Góðir eiginmenn sofa heima” eftir Walter Ellis. Herra Warburton býr við konuríki og hefur orðið að yfirfæra allar eignir sínar á nafn frúarinnar, til þess að fá að halda hjónabandinu óslitnu. Nú lendir blessaður maðurinn í bílslysi „með vitlausum kven- manni” og mikil vandræði og spaugileg skapast við að reyna að sanna sakleysi hans fyrir frúnni. Ekki meira um það, sjón er sögu ríkari. Hr. Warburton er leikinn af Sveini Tómassyni og frúin er leikin af Eddu Aðalsteinsdótt- ur, svo enginn þarf að efast um að þarna er fyrirmyndar leik- hjónaband. Aðrir leikendur eru Andrés Sigurvinsson, Magnús Magnússon, Hrafn- hildur Hlöðversdóttir, Runólfur Gíslason, Björn Bergsson, Sigrún Þorsteins- dóttir, Sigurjón Guðmundsson og Baldvina Sverrisdóttir ásamt aukaleikurum. Leikstjóri er Sigurgeir Scheving og hann og verk hans þekkjum við öll, svo að í sjálfu sér er það engin áhætta að fara og fylla leikhúsið og fyllast sjálfur af kátínu og hlátri. En leikfélagið er líka að plægja akurinn fyrir framtíðina, því nú standa yfir tvö námskeið í leikrænni tjáningu og túlkun orðsins. Það þriðja hefst svo þegar er þessum tveim er Iokið, en það seinasta er fyrir fullorðna, en hin tvö fyrir börn og unglinga. Námskeiðunum stjórnar Andrés Sigurvinsson, en hann útskrifaðist úr Leiklistarskóla ríkisins í vor. Nú, síðan tekur við barna- leikrit og að því búnu nýtt íslenskt leikrit, o.s.frv. o. s. frv. Við hvetjum alla til að fara í leikhúsið, eiga þar skemmti- lega kvöldstund með konunni eða vinum og kunningjum og svo,. . . .ja, eins og maðurinn sagði „Góðir eiginmenn sofa heima”. Nauðungaruppboð Opinbert nauðungaruppboð, sem auglýst var í 53. 54. og 55. tbl Lögbirtingarblaðsins 1977 á eigninni Vesturvegur 6, þinglesinni eign Erlings B. Einarssonar fer fram að kröfu Jóns Hjalta- sonar hrl., Áma Halldórssonar, Bmnabótafélagi Islands og hefst uppboðið á skrifstofu minni að Bámstíg 15, föstudaginn 24. nóv. n.k. kl. 14.30 og verður síðan fram haldið á eigninni sjálfri eftir nánari ákvörðun. Vestmannaeyjum 15.11.1978 Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum Nauðungaruppboð Opinbert nauðungaruppboð, annað og síðasta, sem auglýst var í 95. 99. og 104. tbl. Lög- birtingarblaðsins 1977, á eigninni Búhamar 33, þinglesinni eign Heiðars Marteinssonar, fer fram að kröfu Guðjóns Steingrímssonar hrl., Agnars Gústafssonar hrl. og Gunnars Sæmundssonar hdl. og hefst uppboðið á eigninni sjálfri föstudaginn 24. nóvember n.k. kl. 14.00. Vestmannaeyjum 15.11.1978 Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum Nauðungaruppboð Opinbert nauðungaruppboð, sem auglýst var í 95., 99. og 104. tbl. Lögbirtingarblaðsins 1977, á eigninni m/b Draupnir VE 551, þinglesin eign Einars, Más og Guðmundar Pálssona fer fram að kröfu Útvegsbanka íslands og Jóns Hjaltasonar hrl., og hefst uppboðið á skrifstofu minni að Bárustíg 15, föstudaginn 24. nóv. n.k. kl. 15.00 og verður síðan fram haldið eftir nánari ákvörðun uppboðsréttarins. Vestmannaeyjum 15.11.1978 Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum Nauðungaruppboð Opinbert nauðungaruppboð, sem auglýst var í 6. 70. og 72. tbl. Lögbirtingarblasins 1977 á eigninni Helgafellsbraut 18, neðri hæð, þing- lesinn eign Gísla Valgeirssonar, fer fram að kröfu Ásmundar Jóhannssonar hrl. og hefst uppboðið á skrifstofu minni að Bárustíg 15 föstudaginn 24. nóv. n.k. kl. 10.30 árdegis og verður síðan fram haldið á eigninni sjálfri eftir nánari ákvörðun uppboðsréttarins. Vestmannaeyjum 15.11.1978 Bæjarfógetinn í Vestmannaeyjum Símnotendur, Vm. Vinsamlega athugið að allar breytingar sem komast eiga í næstu símaskrá þurfa að berast sem fyrst og'í allra síðasta lagi fyrir 30. nóv. n.k. PÓSTUR & SÍMI V estmannaeyjum

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.