Fylkir


Fylkir - 23.11.1978, Blaðsíða 1

Fylkir - 23.11.1978, Blaðsíða 1
Málgagn Sjálfstæðis- félaganna í Vestm.eyjum 22. tölublað Vestmannaeyjum 23. nóvember 1978 30. árgangur Fjárhagsstaða bæjarsjóðs Að undanfornu hafa birst í sér, hvernig fjárhagsstaða fjolmiðlum frásagnir af slæmri Bæjarsjóðs Vm. væri. fjárhagsstöðu ýmissa sveitar- Til fróðleiks fyrir lesendur félaga. Hafa sum þeirra þurft mUn ég gera hér stutlega grein aðbætaúrhennimeðerlendum fyrir stöðu þessara mála og lántökum og stórfelldum nið- þeim greiðsluerfiðleikum, sem urskurði á framkvæmdum. bæjarsjóður á nú í. Mun einnig Margir hafa í framhaldi af verða reynt að skýra út af þessum umræðum velt því fyrir hverju þeir stafa. MIKLAR SKULDIR Lausaskuldir bæjarsjóðs eru nú allmiklar og voru 10. nóv. s.l. sem hér segir: Vegna viðskiptamanna innanbæjar........... 93,9 milljónir yegna viðskiptamanna utanbæjar............ 17,6 milljónir Ýmsir aðilar .............................. 13,9 milljónur Ýmsar gjaldfallnar greiðslur ................ 13,9 milljónir Yfirdráttarskuld við Útvegsbankann ......... 82,3 milljónir Samtals: 221,6 milljónir Gjaldf. greiðsla v/Export-Kredit banken c.a. 34,0 milljónir Gjaldf. greiðsla v/Hambros Bank, London c.a. 34,0 milljónir Samtals eru því lausaskuldir bæjarsjóðs um 290 milljónir. Hér er vissulega um háa upp- hæð að ræða, sem myndast hef- ur, þrátt fyrir niðurskurð á verklegum framkvæmdum eins og varanlegri gatnagerð o.fl. Einnig má benda á, að hita- veituframkvæmdir hafa alls ekki verið drifnar áfram af þeim krafti sem ástæða var til. Þarf í þeim efnum að huga sérstaklega að langtímaláni, öðruvísi munu þær fram- kvæmdir aldrei takast. Ástæð- urnar fyrir slæmri greiðslugetu bæjarsjóðs eru margar og má þar nafna t.a.m. 1 Launakostnaður er orðinn gífurlegur hjá bæjarsjóði og mun nú vera á bilinu 50 - 60 milljónir á mánuði. Sést á þessum tölum, að verulegur hluti af tekjum bæjarsjóðs fer í beinar launagreiðslur. 2 Þjónusta bæjarfélagsins er öll miðuð við mun fleiri íbúa en hér búa. Því er nauðsynlegt að á næstu árum fjölgi íbúum í Eyjum verulega, þar sem kostnaður mun ekki aukast að neinu ráði í þjónusti^iðum, en að sjálfsögðu munu tekjurnar aukast verulega við íbúafjölg- un. Til að stuðla að þeirri þróun verður eins og oft hefur verið bent á, að huga sérstaklega að uppbyggingu í atvinnumálun- um. 3 Eflaust má enn auka aðhald í bæjarrekstrinum frá því sem nú er. 4 Ein helsta ástæðan fyrir greiðsluerfiðleikum bæjarsjóðs er slæm staða innheimtunnar. JJNNHEIMTA GENGUR ILLA Við skulum aðeins líta < á stöðu innheimtu bæjarsjóðs miðað við 1. nóv. s.l. Innheimtuhlutfallið er því 60,84% og er þá bara miðað við álagningu yfirstandandi árs (inni í því eru ekki eldri skuld- ir). Eðlilegt hlutfall innheimtu miðað við fullar heimtur ætti að vera 85% eða 721,5 millj. kr. Mismunur er þannig upp á rúmar 205 millj., sem í eðlilegu ástandi ættu að vera komnar í bæjarkassann. Af þessari upp- hæð skulda fiskvinnslufyrir- tækin rúmar 94 milljónir. Þannig sést að ein höfuð- ástæðan fyrir þessu eru erfið- leikar fiskvinnslunnar. Eins og kunnugt er hefur lítið sem ekkert verið gert til að bæta rekstrargrundvöll hennar. Tómlæti stjórnvalda í þessum efni er með öllu óskiljanlegt. Hefðu þessi fyrirtæki hér fengið einhverja úrlausn væri staða bæjarsjóðs ekki svona slæm. ELDRI SKULDIR Til viðbótar þeirri tölu, sem nefnd var hér að framan á bæj- arsjóður óinnheimtar 143 ESNHEIMTAN GENGUR ELLA Við skulum aðeins líta á stöðu innheimtu bæjarsjóðs miðað við 1. nóv. s.l.: Álagning ársins, útsv., aðst.gj. fasteign.gj. var kr. 782,2 milljónir Reiknaðir dráttarvextir..............'....... 66,7 milljónir Samtals: 848,9 miUjónir Innheimt 1. nóvember ..................... 516,6 milljónir Eftírstöðvar: 332,3 milljónir milljónir frá fyrri árum (1977 og eldra). Ef þessi upphæð er tekin með lækkar innheimtu- hlutfallið í 52%. Rétt er að taka fram, að fiskvinnslan er ekki með neinar skuldir í þessari tölu. Fyrir nokkru blaðaði ég í gegnum þennan skuldalista og þótti fróðleg lesning. Hræddur er ég um að margur aðilinn, sem þar er skráður ætti að geta staðið við greiðslur sínar til bæjarsjóðs, án þess að leggja mjög hart að sér. Flestir bæjarbúar greiða gjöld sín til bæjarins og eru ekkert að því spurðir, hvort þeir hafi efni á því. Það skilja líka flestir, að okkar sameigin- legi sjóður þarf sitt. Það nær ekki nokkurri átt, að til séu velstæðir aðilar sem sleppa mánuðum saman við að borga gjöld sín. Það verður að sína þeim fulla hörku. Náist þeir peningar inn er hægt að grynnka á skuldum viðskipta- manna bæjarsjóðs. Sig. Jónsson Lýðræði, hvað er nú það? Ef einhver örþreyttur kosn- ingasmalinn hefði sofnað svo kirfilega að lokinni talningu í alþingiskosningunum í sumar að hann væri loksins núna að vakna til lífsins, yrði sá heldur betur skrýtinn í framan við þau tíðindi sem orðið hefðu í þjóðmálum. Væri smali vand- lega leyndur ævintýrum síð- sumars mundi hann neita þverlega að trúa og bera fyrir sig að ekkert finnanlegt sam- hengi væri milli 25. júní og 1. september. Tækist okkur vök- umönnum þó á endanum að sannfæra smalann um stað- reyndirnar fengjum við framan í okkur tvær fremur óþægilegar spurningar: Hvernig gat þetta gerst - og hversvegna? HVERSVEGNA Svarið við fyrri spurningunni fælist í því að rekja farsakennda atburðarás milli kosninga og stjórnarmyndunar, en svarið við hinni síðari yrði sínu örð- ugra: hversvegna gat stjórnar- andstaðan gengið til kosninga einhuga undir kjörorðinu „Samningana í gildi", unnið stórsigur, en varpað þessu lausnarorði út í hafsauga og stundað vísitölufals og annað bakkakrafs. Hversvegna getur það gerst að Alþýðuflokkurinn vinni stærri kosningasigur en rúmast innan skynsviðs æfðra kosningaspekúlanta - með höfuðáherslu á dómsmál, land- búnaðarpólitík og orkumál-en dómsmálaráðherra- heitir nú Steingrímur enn ekki Vilmund ur, landbúnaðarráðherrann sá sami Steingrímur en ekki Sig- hvatur og orkumálaráðherra Guttormur (eða Hjörleifur?) en ekki t.a.m. Kjartan Jóhanns- son? Og enn verra: hversvegna situr í forsæti Ólafur Jóhannes- son, ábyrgðarmaður febrúar- laganna og óskoraður fall- kandídat? BULL HANDA KJÓSENDUM Spurningar af þessu tæi eru eðlilegar og setja að mínu viti mjög vel upp höfuðatriði ákaf- lega ákaflegrar meinsemdar í okkar þjóðfélagi. Semsé þess- arar: af hverju eru stjórnmála- menn hættir að taka mark á kjósendum? Af hverju halda stjórnmálamenn að kjósendur séu fífl? - Ef einhver heldur að innbyggðar fullyrðingar í þess- um tveim spurningum séu rangar þá vil ég í fyrsta lagi ítrekað það sem sagt var hér að framan; þegar menn þyrptust til þess að kjósa Alþýðufl. voru menn ekki að biðja Olaf Jóhannesson að verða lands- föður, - og í öðru lagi bar málflutningur sumra fram- bjóðenda því glöggt vitni að ekki væri tekið mið af miklu gáfnafari. Ég get í þessu sam- bandi ekki stillt mig um að hnýta aftan í þetta minnisstæðri umkvörtun þingmanns, sem var herhlega misboðið: „Svona bull getur háttvirtur þingmaður ekki borið á borð fyrir okkur á Framhald á 2. síðu

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.