Fylkir


Fylkir - 23.12.1978, Blaðsíða 5

Fylkir - 23.12.1978, Blaðsíða 5
FYLKIR 5 f... " ^ JÓHANN GUNNAR ÓLAFSSON, HRL.: Karl Júlíus Einarsson sýslumaður, bæjarfógeti og bæjarstjóri í Vestmannaeyjum Karl Júlíus Einarsson, fyrr- um sýslumaður og bæjarfógeti í Vestmannaeyjum, andaðist í Landakotsspítala í Reykjavík 24. september 1970, 98 ára að aldri. Hann fæddist 18. janúar 1872 að Miðhúsum í Eiða- þinghá í Suður-Múlasýslu. Fyrstu minningar mínar um Karl Einarsson sýslumann eru frá árinu 1914. I marsmánuði var botnvörpungurinn Búrgermeister Mönckeberg H.C. 2 frá Cuxhaven í Þýska- landi staðinn að veiðum í landhelgi milli lands og Elliða- eyjar. Hafði mikill togara- sveimur um þær mundir vaðið uppi í lanhelgi, enda var þá mikill afli á grunnslóðum. Sigurður hreppstjóri hafði í umboði sýslumanns farið 22. mars á tveimur vélbátum með einvalalið um borð til þess að stugga þeim burt af veiðislóð- um Vestmanneyinga og gera tilraun til þess að handsama einhvern landhelgisbrjótanna, ef þess væri kostur. Varð þessi för ærið söguleg og lengi í minnum höfð, Sigurði hrepp- stjóra og Karli sýslumanni til ærins sóma og heiðurs. Réðust eyjaskeggjar til uppgöngu í togarann, en Þjóðverjamir snerust til vamar af mikilli hörku með hnífa og barefli á lofti. íslendingarnir höfðu þó fljótlega yfirhönd, enda voru þeir fleiri og harðvítugri og áttu lífsbjörg sína að verja. Voru í þessari för margir hraustir menn. Meðal þeirra má nefna Kristin Ingvarsson, sem þá var talinn með hraustustu og glæsilegustu mönnum í Eyjum, Áma Sigfússon, Stefán Ing- varsson o.fl. Sigurður hrepp- stjóri réðst þegar upp á stjómpallinn og ætlaði að taka í sínar hendur stjóm skipsins og fara með það beint til hafnar, en skipstjóri og stýrimaður læstu að sér brúnni. Réðst stýrimaður, sem var mikill dólgur, á Sigurð hreppstjóra, en hann var þá orðinn við aldur, þó kjarkurinn væri hinn sami og áður og hvergi bilaður, lagði hann á gólfið og þjarmaði að honum. Lá hann ofan á Sigurði, þegar Magnús Guð- mundsson í Hlíðarási, sem var mikill kraftajötunn, kom hon- um til hjálpar eftir að hafa brotið upp brúna. Þó Vest- manneyingarmr hefðu undir- tökin, neitaði skipstjóri að fara til hafnar og skipaði vélstjóra ýmist að sigla aftur á bak eða áfram, hrakti þð fýrir straumi og vindi austur á bóginn til hafs. Stóð í þófi lengi dags. Er leið að kvöldi, sendi Sigurður hrepp- stjóri annan vélbátinn til lands eftir Karli sýslumanni. Kom hann um borð innan stundar og hafði með sér túlk, Alexander Jóhannesson, síðar prófessor við Háskóla íslands, sem þá hafði nýlega lokið prófi í þýskum fræðum. Hann var í heimsókn hjá móðursystur sinni, frú Sigríði í Dagsbrún, eiginkonu Antons Bjamasens kaupmanns. Eftir nokkrar við- ræður við sýslumann gafst Þjóðverjinn upp og sigldi skipi sínu til hafnar. Daginn eftir, 23. mars 1914, fór fram rannsókn í máli hans. Voru þinghöldin háð í Borg, þinghúsi og barnaskóla Vest- manneyinga. Stóðu þau stutt yfir, enda voru aðeins færð til bókar höfuðatriði málsins og ekki vikið að hinni harðvítugu viðureign, sem Sigurður hrepp- stjóri kvaðst þó geta lýst, hvenær sem óskað yrði. Komu ekki aðrir fyrir dóm en Sigurður hreppstjóri, sem skýrði frá því, að þeir hefðu komið að skipinu við ólöglegar veiðar innan landhelgismark- anna, sagði hann frá miðum, sem hann hefði tekið, ásamt nokkrum manna sinna, sem sönnuðu staðhæfingar hans um lögbrot skipstjóra og Magnús Tómasson frá Steinum undir Eyjafjöllum, Magnús frá Hlíð- arásý og_ Sveinn Jónsson á Landamótum. Hann var for- maður á öðrum vélbátnum, sem var í þessari frægu för. Þýski skipstjórinn fullyrti að vísu, að hann væri alsaklaus af landhelgisveiðum, en dómur féll þennan sama dag. Dæmdi Karl sýslumaður skipstjórann til þess að greiða 1335 krónur í sekt til landssjóðs fyrir brot á landhelgislögunum, og afla og veiðarfæri gerði hann upptæk til handa landssjóði. Það hefur líklega verið skömmu eftir dómsuppkvaðn- inguna, að ég sá þá Karl sýslumann, Alexander Jó- hannesson og þýska skipstjór- ann ganga aftur og fram um Krossgötumar (Heimatorg), og ræðast við. Karl sýslumaður var í einkennisbúningi sínum og gekk heldur álútur, eins og stundum endranær, en það sópaði að honum, þó að hann væri ekki hávaxinn, og fremur fámáll að þessu sinni. Þýski skipstjórinn var mjög æstur og hávær, talaði með miklu handapati og öðrum tilburðum. Höfðum við strákar gaman af að fylgjast með þessum við- ræðum, þó ekkert skildum við af því, sem þessum mönnum fór á milli. En samt þóttumst við skilja, að þeir væru ekki á eitt sáttir. Þýski skipstjórinn áfrýjaði ekki dóminum, þó hann væri ekki ánægður með dómsorðin. Greiddi hann sektina og leysti til sín afla og veiðarfæri eftir mati dómkvaddra manná. Urðu mikil skrif í þýskum blöðum um þessa togaratöku og Vestmanneyingar þar kall- aðir sjóræningjar og fleiri hnútur flugu þar um borð, þó næst gengi öfugmælum. Á fyrsta og öðrum áratug þessarar aldar var uppivaðsla útlendinga hóflaus og ásókn í landhelgina til veiða, en eftir- litsskipin dönsku værukær í höfnum inni oft og tíðum, þeg- ar mest lá við. Af þessum sök- um töldu Vestmanneyingar sig nauðbeygða til þess að verja sjálfir landhelgina og veiðar- færi sín og lífsbjörg, og varð þeim nokkuð ágengt. Byrjaði þessi landhelgisvarsla í tíð Magnúsar Jónssonar sýslu- manns, að því er ég hygg. Foreldrar Karls sýslumanns voru Einar Hinriksson, bóndi á Miðhúsum í Eiðaþinghá í Suð- ur-Múlasýslu, Egilsstöðum á Völlum og víðar, og Pálína Vig- fúsdóttir, síðari kona hans. Þau fluttu svo að Vestdal í Seyðis- firði og síðast í þurrabúð á Vestdalseyri, Glaðheim. Þar höfðu þau veitingahús og gist- ingu fyrir ferðamenn. Hinrik Hinriksson, faðir Einars, bjó á Hafursá í Fellum og víðar, en móðir hans var Guðný, dóttir Áma Þórðar- sonar bónda á Ekkjufellsseli í Fellum. Faðir Pálínu var Vigfús Pét- ursson, bóndi á Háreksstöðum, en móðir hennar Katrín Ófeigsdóttir bónda í Hafnar- nesi í Nesjum, Þórðarsonar í Þingnesi. Pálína var hjábam Vigfúsar. Böm þeirra Einars og Pálínu vom mörg, auk Karls, og er mér kunnugt um þessi: Jón, Vigfús Goodman, Ingi- mund, Öla Römer Eirík, Jarþrúði og Guðrúnu. Stóðu að Karli austfirskar ættir, og hefur séra Einar Jóns- son í Kirkjubæ og á Hofi í Vopnafirði rakið ætt hans til grárrar forneskju í Ættum Austfirðinga. Einar, faðir Karls, andaðist í Vestmannaeyjum árið 1910 hjá syni sínum á Hofi, en Pálína 1915 í Winnipeg, hjá Jarðþrúði Mooney, dóttur sinni. Karl var settur til mennta. Lærði hann undir skóla hjá séra Einari Jónssyni í Kirkjubæ í Hróarstungu, en fór síðan í Latínuskólann í Reykjavík haustið 1889, og sat þar fimm vetur. Hann varð stúdent utan skóla vorið 1895. Þá sigldi hann til Kaupmannahafnar og lagði stund á lögfræði við háskólann þar. Lauk hann prófi í heimspeki vorið 1896, en í lögfræði 14. febrúar 1903 og kom upp úr því aftur heim til íslands og byrjaði lífsstarf sitt. Árið 1904 var hann um tveggja mánaða skeið settur sýslumaður í Rangárvallasýslu og í Skaftafellssýslu frá því í júlí 1904 til vors 1905. Karl sat að Kirkjubæjarklaustri. Hann varð vinsælt yfirvald í sýslunni. Karl fékk málflutningsleyfi við Landsyfirréttinn í desem- ber 1906, en var settur aðstoð- armaður í Stjórnarráði 1. maí 1906. Karl var skipaður sýslumað- ur í Vestmannaeyjum 1. ágúst 1909 og gegndi því embætti þangað til hann fékk lausn 25. febrúar 1924. Skömmu síðar gerðist hann starfsmaður í Stjórnarráði og vann þar eink- um við endurskoðun ríkis- reikninga. Karl var glöggur reikningsmaður og lá öll tölvísi opin fyrir honum, enda var hann rökfastur maður og kunni góð skil á höfuðatriðum hvers máls, sem undir hann bar. Eins og kunnugt er, beið Heimastjómarflokkurinn stór- felldan ósigur í Alþingiskosn- ingunum árið 1908. Þá snerist kosningabaráttan um sam- bandslagasamninginn við Dani —Uppkastið—. Unnu Sjálf- stæðismenn þá svo mikinn sigur, að annar eins hefur naumast fallið í skaut nokkurs pólitísks flokks á íslandi, hvorki fyrr né síðar. Hannes Hafstein hafði verið ráðherra íslands — hinn fyrsti með því nafni — frá árinu 1904, er landsstjómin var flutt heim. Hann sleppti þó ekki stjóm- artaumunum fyrr en Alþingi kom saman árið 1909. Hinn 1. apríl tók við ráðherraembætti Bjöm Jónsson, ritstjóri fsa- foldar, sem frá fyrstu tíð hafði gert pólitík að höfuðatvinnu sinni.Bjöm var harðvítugur og sást lítt fyrir í stjómaraðgerð- um sínum, enda mun hann hafa sett sér það markmið, að fletta ofan af atferli 'andstæðinga sinna í pólitík, sem hann hafði ekki talið og taídi ekki vanþörf á. Sú stjómarathöfn hans, sem vakti mestar æsingar og átök, var brottvikning Tryggva Gunnarssonar úr bankastjóra- stöðunni við Landsbanka ís- lands, er hann hafði gegnt all- lengi. Áður hafði Bjöm skipað þriggja manna nefnd, 26. apríl 1909, til þess að rannsaka hag Landsbankans og rekstur. I þessa nefnd vom skipaðir Indriði Einarsson, endurskoð- andi landsreikninga, Ólafur Dan Daníelsson stærðfræðing- ur og Karl Einarsson, sem þá hafði verið aðstoðarmaður í Stjómarráði um þriggja ára skeið. Störf nefndarinnar urðu ekki átakalaus við stjómendur Landsbankans, bankastjórann og gæslustjórana. Indriði var í fyrstu formaður nefndarinnar, en hann hvarf fljótt úr henni og var Karl Einarsson þá skipaður for- maður hennar. Ólafur Dan fór erlendis um þær mundir til þess að ljúka doktorsvöm í stærð- fræði við Kaupmannahafnar- háskóla. í þeirra stað komu í nefndina Magnús Sigurðsson lögfræðingur og Ólafur Eyjólfsson kaupmaður. Ég hef heyrt því haldið á lofti, að Magnús Sigurðsson hafi ráðið mestu um störf nefndarinnar og niðurstöður, eftir að hann tók þar sæti, en það tel ég vafasamt, sakir þess að Karl Einarsson var enginn veifiskati og fór því fram, sem hann taldi rétt vera. Landsbankanefndin lauk störfum í janúar 1910, og var skýrsla hennar prentuð síðar á árinu. Niðurstöður nefndar innar þóttu ærið óhagstæðar fyrir stjóm Tryggva Gunnars- sonar á bankanum, en varla er þó að efa, að þær hafi ekki verið rangar eða hlutdrægar svo vemlega næmi. Tryggvi var orðinn aldraður maður og hef- ur ekki haft, þó hann væri mikilhæfur maður og fylginn sér, full tök á víðtækum bankarekstri, sem varð um fangsmeiri með hverju ári sem leið og í harðri samkeppni við íslandsbanka, sem fengið hafði i hendur seðlaútgáfu landsins. Urðu harðar deilur milli Heimastjómarmanna og Sjálf- stæðismanna um skýrsluna og þetta mál allt, sem raunar var hrapað að af hálfu ráðherra. Hafði hann ekki farið að lögum í öllum atriðum aðgerða sinna, eins og t.d. er hann vék gæslu- stjómm bankans frá og setti aðra í þeirra stað, að sjálfsögðu sína flokksmenn. Karl Einars- son hafði ffá unga aldri fylgt Sjálfstæðisflokknum að mál um. Eins og áður getur, var Karl skipaður sýslumaður í Vest Framhald á næstu opnu

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.