Fylkir


Fylkir - 23.12.1978, Blaðsíða 7

Fylkir - 23.12.1978, Blaðsíða 7
FYLKIR 7 mannaeyjum frá 1. ágúst 1909. Sakir starfa sinna í Lands bankanefndinni gat hann ekki tekið við embættinu fyrr en í byrjun febrúarmánaðar 1910. Þangað til gegndi því Bjöm Þórðarson frá Móum á Kjal- amesi, síðar lögmaður í Reykjavík og forsætisráðherra. Gat hann sér besta orð í Eyjum fyrir skyldurækni og dugnað. Vestmannaeyjar höfðu verið hið mesta Heimastjómarbæli og var Jón Magnússon, sem verið hafði vinsæll og ágætur sýslumaður í Vestmannaeyjum um skeið, alþingismaður Vestmanneyinga um þessar mundir. Hann var Heima- stjómarmaður og hafði verið landritari, en var nú bæjarfó- geti í Reykjavík. Höfuðstuðn- ingsmenn hans í Eyjum vom Sigurður Sigurfinnsson hrepp- stjóri, alkunnur maður fyrir gáfur og dugnað, og Gísli J. Johnsen, verslunarstjóri við Edinborgarverslun í Eyjum. Karl byrjaði fljótlega afskipti af stjómmálum í Eyjum og hugði til framboðs til Alþingis. Var hann fyrst í kjöri árið 1911 og bauð sig fram gegn Jóni Magnússyni við kosningamar 28. október 1911. Úrslit þeirra kosninga urðu þau, að Jón sigraði eins og vænta mátti, jafn rótgróinn og hann var þar. Hlaut hann 99 atkvæði, en Karl 72, og sýnir það, að hann hefur þegar verið búinn að afla sér mikilla vinsælda. Aðalstuðn- ingsmenn hans vom Gunnar Ólafsson og Jóhann Þ. Jósefs- son, kaupmenn á Tanganum. Fljótlega hefur skorist í odda milli Karls og forystumanna Heimastjómarmanna eftir að hann var kominn til Eyja. í dagbók Austurbúðar hefur einhver starfsmanna þar fært þessa klausu: Stórskammir á skrifstofu Austurbúðar milli Gísla J. Johnsens og Antons Bjamasen verslunarstjóra annars vegar og Karls sýslu- manns hins vegar. Mér er að vísu ekki kunnugt, hvert deilu- efnið var, en auðsýnt er af þessum orðum, að Karl hefur ekki látið hlut sinn fýrir þessum stórbokkum, sem vom því vanastir að ráða öllu í Eyjum, og standa engum reikningsskap gerða sinna. Helst dettur mér í hug, að deilt hafi verið um kaupgreiðslur til verkamanna. Fáum ámm áður höfðu verið samþykkt lögin um kaup- greiðslur til manna í peningum, en það tíðkaðist ekki í Eyjum, heldur fengu menn verkalaun sín í vömm. Var það að sjálf- sögðu mjög óhagstætt fyrir verkamenn, einkum eftir að pöntunarfélög hófu þar starf- semi og kaupfélögin komu til sögunnar. Kaupmenn vom alltaf dýrseldari, auk þess sem þeir gáfu minna verð fyrir íslenskar afurðir. Við næstu kosningar til Al- þingis, 11. apríl 1914, sigraði Karl með miklum yfirburðum. Þá var í framboði fyrir Heima- stjómarflokkinn Hjalti Jónsson skipstjóri. Karl fékk 181 at- kvæði, en Hjalti aðeins 48. Var hann þó Vestmanneyingum að góðu kunnur fyrir aflabrögð og fjallamennsku, þó ekki hefðu þeir trú á honum til þingstarfa. En eitt gerði Hjalti sér til frægðar í pessum kosningaleið- angri til Vestmannaeyja. Á þingmálafundi skömmu fyrir kosningamar stakk hann upp á því og færði góð og gild rök að því, að Vestmanneyingum bæri brýn nauðsyn til þess að hafa björgunar- og varðskip á Eyjamiðum um vertíðir, og er það mál manna, að þá fyrst hafi verið hreyft þessu mikla nauð- synjamáli, sem þó var ekki leyst fyrr en sjö ámm síðar. En fyrst þarf að orða hugmyndimar, eða eins og Örn Arnarson sagði Urð em rót og upphaf gjörða. Næst fóru fram alþingis- kosningar 21. október 1916, og var Karl þá enn í kjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en af hálfu Heimastjómarmanna var í kjöri Sveinn Jónsson trésmið- ur, sem áður fyrr hafði átt heima á Sveinsstöðum í Eyjum, og átti þar mannvænlega syni af fyrra hjónabandi. Karl sigraði enn með yfir- burðum og hlaut hann 228 at- kvæði, en Sveinn Jónsson að- eins 39 atkvæði, enda þótt Gísli J. Johnsen og aðrir Heima- stjómarmenn styddu við bakið á honum. Þá lét Gísli prenta í Reykjavík, bækling sem nefnd- ur var Á krossgötum. Var hon- um dreift frá Reykjavík á hvert heimili í Eyjum og fór svo dult, hver að honum stóð, að lengi lék á því vafi, og eins hver hefði samíð hann. Var þar dregið dár að Karli og þeím l angamönn- um, stuðningsmönnum hans, og kosningabrellum þeirra. En þetta herbragð varð til lítils framdráttar fyrir Svein, eins og atkvæðatölumar bera með sér. Við alþingiskosningamar, sem fram áttu að fara 15. nóvember 1919, fór Karl enn fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en varð nú sjálfkjörinn. Hefur Heimastjómarmönnum ekki þótt árennilegt að leggja til at- lögu við hann eftir ófarir und- anfarinna kosninga. Um þessar mundir tók hin gamla flokkaskipun í landinu að riðlast, og sundurlyndi hafði mikið orðið innan Sjálfstæðis- flokksins og hann klofnaði í sundurleita hópa. Alþýðu- flokkurinn og Framsóknar- flokkurinn höfðu verið stofn- aðir árið 1916 og upp úr Heimastjómarflokknum reis Borgaraflokkurinn, sem síðar tók sér heitið íhaldsflokkurinn, en að síðustu Sjálfstæðisflokk- urinn og því nafni heldur hann ennþá. Miklar breytingar höfðu einnig orðið í Eyjum. Karl hafði fjarlægst sína fyrri stuðn- ingsmenn og vini og bar þar margt til, sem ekki verður nán- ar rakið hér. Með alþingiskosningunum, sem fóru fram 23. október 1923, var lokið pólitískum ferli Karls Einarssonar. Þá bauð hann sig fram. utan flokka, en andstæðingur hans var Jóhann Þ. Jósefsson, kaupmaður á Tanganum, sem áður hafði verið einn af höfuðstuðnings- mönnum Karls, ásamt félaga sínum, Gunnari Ólafssyni. Ég hef heyrt því fleygt, að framboð Jóhanns hafi verið þannig til komið, að nokkrir menn í Eyjum tóku sig saman um það, að vinna að falli Karls. Komu þeir sér saman um það, að leita til þriggja manna til framboðs með þessari röð: Séra Jes A. Gíslason á Hóli, sem þá var varslunarstjóri í Edinborg, Jón Hinriksson, kaupfélagsstjóri í Fram og Jóhann Þ. Jósefsson, kaup- maður í Fagurlyst. Viggó Bjömsson bankastjóri og Páll V. G. Kolka Iæknir voru sendir út á örkina til þess að þreifa fyrir sér um undirtektir þessara manna. Jes og Jón af- tóku að verða í kjöri. Þá héldu þeir Viggó og Kolka inn á Tanga og hittist svo á, að þeir sátu báðir í skrifstofu sinni félagamir, Gunnar og Jóhann, en þeir vom saman um skrif- stofu og skrifborð. Þeir bám upp erindi sitt við Jóhann, og svaraði hann því til, að undirtektir hans yrðu að sjálfsögðu komnar undir félaga hans. Það hummaði í Gunnari, eins og hans var vani, áður en hann leysti úr erindi manna, en það þóttist Kolka sjá á honum, að honum mislíkaði, að honum var ekki sjálfum boðið að vera í kjöri, hvort sem það hefur nú verið rétt hugboð hjá Páli. Eftir nokkra stund sagði Gunnar síðan: „Ætii það sé ekki rétt að þú farir fram, Jóhann, þú getur kannski orðið ráðherra.” Þessar kosningar vom óvenjulega harkalegar. Borg- araflokkurinn stofnaði til blaðsins Skjaldar til þess að koma áróðrinum út til almenn- ings. Gísli J. Johnsen átti prentsmiðju, sem lítið hafði verið notuð undanfarin ár, og kom nú í góðar þarfir fyrir flokkinn. Páll V. G. Kolka varð ritstjóri blaðsins. Hann var ritfær í besta lagi og harð- skeyttur, þegar svo bauð við að horfa, og mikill flokksmaður. Var hart sótt að Karli í blaðinu, en hann stóð höllum fæti sakir þess, að góð regla hafði ekki um skeið verið á embættis- rekstri hans, og fjárhagur hans var bágborinn. Mikil veikindi höfðu steðjað að heimilinu og Alþingi hafði gert hann eins og aðra embættismenn að hrein- um ölmusumanni. Dýrtíð stríðsáranna hafði komið þungt við alla launamenn og skrif- stofufé embættisins hafði hvergi nærri hrokkið til þess að reka embættið. Karl hafði ekki yfír blaði að ráða, og greip hann til þess ráðs að senda út í vamarskyni nokkur fjölrituð smáblöð. Áð- alstuðningsmenn Karls í kosn- ingunum vom Alþýðuflokks- menn og þar fremstur í flokki ísleifur Högnason, sem þá var að byrja sinn pólitíska feril. Úrslit kosninganna urðu þau, að Jóhann Þ. Jósefsson var kosinn með 652 atkvæðum, en Karl fékk 354 atkvæði. Bæjarstjóm hafði verið stofnsett í Vestmannaeyjum árið 1918. Samkvæmt lögum var Karl oddviti hennar. Eftir kosningamar 1923 hóf Borg- araflokkurinn áróður fyrir því, að kosinn yrði sérstakur bæj- arstjóri. Fór fram atkvæða- greiðsla um það í lok ársins og var mikill meirihluti bæjarbúa með þeirri breytingu á skipan bæjarmálanna. Fyrri hluta árs 1924 fóm síðan fram bæjar- stjómarkosningar og var Krist- inn Ólafsson kosinn bæjarstjóri með 408 atkvæðum. Um þessar mundir hafði Karli verið veitt lausn frá em- bætti. Á Alþingi var Karl liðtækur starfsmaður. Hann hélt ekki langar ræður, en hann var rök- vís og ræddi höfuðatriði hvers máls. Einkum lét hann sig skipta fjármál landsins og framfarir og kom á framfæri nauðsynjamálum kjördæmis síns. Hér verður aðeins minnst á tvö af stórmálum Vest- manneyinga, björgunar- og eftirlitsskip við strendur lands- ins, og hafnarmál Vestmann- eyinga. Það kom í hlut Karls að annast framkvæmdir að upp- hafi hafnargerðar í Eyjum. Eftir að vélbátaútvegurinn kom til sögunnar, varð mjög aðkallandi, að höfnin yrði bætt og varin. Það var ekki sök Karls eða Vestmanneyinga, að ó- heppilegur maður var valinn til þess að gera áætlanir og tillögur um hafnargerðina, þó að þeir yrðu að mestu leyti að borga fyrir þau mistök, sem urðu á því verki. Á Alþingi þurfti Karl að fá framlög til hafnargerðar- innar og ábyrgðir landssjóðs, en þar var við ramman reip að draga, sakir þess að margir alþingismanna töldu litla þörf á að verja stórfé til þess að gera höfn í litlu fískiþorpi úti á landi. En Karli heppnaðist furðan- lega að afla nauðsynlegrar fyrirgreiðslu. Ég hef skrifað ritgerð um hafnargerðina í Vestmannaeyjum, sem birtist í Tímariti Verkfræðingafélags íslands 1946-1947, þar sem Framhald á næstu opnu Stjórn Björgunarfélags Vestmannaeyja, sú er keypti gamla Þór. Jóhann P. Jósefsson, Sigurður Sipurðsson, Karl Einarsson, Jón Hinriksson, Gísli Lárusson.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.