Fylkir


Fylkir - 23.12.1978, Blaðsíða 27

Fylkir - 23.12.1978, Blaðsíða 27
FYLKIR ZJ TIU ÞUSUND KÍLÓMETRAR. Um miðjan október s.l. barst ritstjóra Fylkis boð frá Flug- leiðum hf. um þátttöku í vígsluferð félagsins á nýrri flugleið vestur um haf. Flug- leiðir höfðu ákveðið að hefja vikulegt flug á milli Baltimore/ Washington og Keflavíkur og tengja þar með þessa flugleið við Evrópu, fyrst allra flug- félaga í Evrópu. Fimmtudaginn 2. nóvember mættum við þátttakendur á Hótel Loftleiðum í Rvík á kynningarfund. Þar fræddi Sveinn Sæmundsson blaða- fulltrúi okkur um ferðatilhögun og afhenti farmiða ásamt ferðaáætlun. Föstudaginn 3. nóv. kl. 15.45 var mætt til brottfarar. Farið skyldi frá Hótel Loftleiðum með rútu til Keflavíkur. Kom þá í ljós, að vegna þoku í Evrópu yrði tveggja tíma seinkun á flugvél þeirri sem við færum með. Höfðum við Vestmanneyingarnir þá á orði að víðar væru tafir en í Eyja- flugi. f>ar sem þetta var stutt ferð fannst okkur mjög ó- heppilegt að fá miklar tafir, en tafir af þessu tagi eru nánast einsdæmi. Eftir að lagt var af stað stóðst öll ferðaáætlun Sveins Sæmundssonar upp á mínútu. Allt skipulag frá hans hendi var alveg frábært og sannaðist það, að hér var maður sem kunni sitt verk. Ferðahópurinn var að mestu blaðamenn, eða um fjörutíu manns, auk tuttugu ráðamanna flugmála. Vorum við Vest- manneyingarnir sex saman. Um kl. fimm var haldið af stað til Keflavíkurflugvallar. Upphófst þar mikið kapp- hlaup, því að margt þurfti að gera og tími naumur. Fyrst var verslunin skoðuð og höndlað, þá var strikið tekið á barinn og einn Gulltoppur tæmdur í snatri. Síðan var boðið í kaffi í starfsmannasal, þar sem menn ræddu ferðatilhögun og biðu komu vélarinnar. Þegar brott- för var tilkynnt gengum við út í vélina sem er DC-10 oa tekur 249 farþega, engin smásmíði það. Allur aðbúnaður um borð er fyrsta flokks, eins og Flug- leiða er von og vísa. Varla hafði vélin sleppt vellinum þegar starfsliðið tók til óspiltra málanna að gera ferðina sem þægilegasta. Mat- seðill merktur í tilefni þessarar fyrstu ferðar var borinn fram, og gátu menn valið tvo aðalrétti auk forréttar, búðings, kökur og auðvitað fylgdi kaffi á eftir öllu saman, að ótöldum öllum ferðum með barinn fram og aftur. Þá komu flugstjórarnir aftur í og heilsuðu upp á boðsgesti. Var fólki síðan boðið fram í stjórnklefa. Fað var stór stund að standa þarna og sjá norð- urljósin, stjörnurnar og ekki síst ljósin framundan niðri í Bandaríkjunum, og vera í 33 þús. feta hæð. Er kom lengra innyfir landið og flogið var yfir borgir, var einna helst sem ljósin mynduðu gríðarlega stóra kóngulóavefi sem síðan teygðu sig inn í sveitirnar. Eftir 6 tíma flug í kyrrð og þægilegheitum var lent á áð- urnefndum flugvelli. Slík er umferðin að er ég leit út um glugga vélarinnar eftir að hún hafði beygt að flugmiðstöðinni sáust einar þrjár flugvélar í aðflugsstefnu. Er vélin hafði stöðvast kom langur rani út að vélinni og gengum við í gegnum hann inn í bygginguna sem er ein sú stærsta sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Flugvöllurinn er í eigu Marylandfylkis og ber nafnið Baltimore/Washington Inter- national Airport. Hann er 48 km norðan Washington DC og 16 km suður af Baltimore. A þessu svæði búa 5,2 milljónir manna og er það fjórða stærsta flugumferðarsvæði Banda- ríkjanna. Nú standa yfir miklar endur- nýjunar- og stækkunarfram- kvæmdir á honum upp á einar 67,5 milljónir dollara, og á honum að vera lokið á næsta ári. Getur hann þá annað meira en 11 milljón farþegum á ári. Þegar við komum í vega- bréfsskoðun var dregin gul lína, sem enginn mátti stíga yfir. Handan hennar stóðu eftir- litsmenn alvopnaðir og held ég að enginn hafi þorað að hætta sér lengra. Aðeins tveir og tveir fengu að fara í senn í vega- bréfsskoðun. Fannst manni blessað frjálsræðið í Banda- ríkjunum frekar stirt, a.m.k. svona fyrst í stað. Að tollskoðun lokinni var stigið upp í rútu og ekið í aðeins tvær til þrjár mínútur og var þá komið að Hótel International. Gekk nú allt mun greiðíegar fyrir sig. Okkur var afhent mappa með lykli að herbergi, ásamt bol með heljarmiklum máluðum lundahaus á sem tákn um flugleiðina til Evrópu. í möppunni var mikið safn upplýsinga um hótel, land og nærliggjandi borgir. Nokkrar mínútur voru nú gefnar til að koma sér fyrir, og var maður nokkuð fljótur að snara sér upp á herbergi, og ekki vantaði þægindin þar; stórt uppábúið rúm, sími, sjónvarp, hús- bóndastóll, skrifborð, auk margra annarra hluta, og ekki má gleyma baðherberginu, sem nú var það kjærkomnasta af öllu þessa stundina. Þegar búið var að skipta um föt og skvera sig upp, var haldið niður í einn af sölum hótelsins til kvöld- verðar og kynningar meðal borðsgesta og ráðamanna. Þar var verið í besta yfirlæti til klukkan hálf eitt að þarlendum tíma, sem er fimm tímum á eftir okkar klukku. Rúmt sex um morguninn var ræst, og boðið í morgunverð þar sem kræsingar voru miklar, og ekki hægt að telja það allt upp, nema menn gerðu þeim góð skil. Farið var síðan í skoðunarferð um Washington, ekið að þinghúsinu, ráðu- neytum og ótal söfnum, keyrt kringum Hvíta húsið, Lincoln- minnismerkið skoðað og margir þekktir staðir og bygg- ingar. Hádegisverður var snæddur í Evans Farm í Virginíu, sem er gamall greiðasölustaður og bóndabýli, ekta bandarískur matur. Má til gamans geta þess að þá varð einum að orði, að þetta væri hið næsta því, sem hann hefði komist, að verða grasbítur, en kálmetið var Yfirþyrmandi. Eftir matinn var ekið til Tysons Corner verslunar- hverfisins og gefinn þar einn klukkutími til að höndla. Því líkt og annað eins! Þarna stóð maður og mátti hafa sig allan við að villast ekki inni í þessari verslun. Svo stór var hún, að hún ein hefði dugað fyrir Rvík. Klukkan fjögur var haldið í boð hjá sendiráði íslands í Washington. tóku þar á móti okkur sendiherrahjónin, Hans G. Andersen og frú Ástríður. Var þar mikil veisla, kalt borð með kalkún og ótal réttum. Úti á veröndinni var bar og upp- vörtuðu þar tveir þjónar og höfðu víst nóg að starfa, enda mannskapurinn orðinn all þyrstur eftir rútuferð og búð- arráp. Dvöldum við þar í góðu yfirlæti til klukkan fimm. Eini bóndinn, sem var með okkur í ferðinni, Stefán Jasonarson hlaupagarpur með meiru, sýndi þann sóma að færa sendiherra- hjónunum veglegan skjöld frá landbúnaðarsýningunni á Sel- fossi í sumar. Við afhendinguna hélt hann ræðu, sem honum var sómi af, enda maður mælskur. Frá sendiráðinu var ekið aftur til hótelsins og sóttur farangurinn og hótelið kvatt. Úti á flugvelli hófst síðan móttaka sem flugmálastjórn Marylandfylkis hélt þátttak- endum til heiðurs. Voru þar saman komnir auk okkar fyrstu farþegarnir með Flugleiðum til Evrópu og ráðamenn flugmála í Bandaríkjunum. Þetta voru hátt í 300 manns. Þarna kom greinilega fram hve mikil og stór auglýsing Flugleiðir eru fyrir -land okkar og þjóð. Móttakan stóð í eina tvo tíma og var létt yfir mönnum, og bjartsýni með þessa nýju flug- leið, sem Flugleiðir binda miklar vonir við. Eftir að hafa belgt sig út af skelfiski og smurðu brauði, ásamt allrahanda mat rétt einu sinni enn, var haldið um borð í flugvélina og flogið sem leið liggur á fimm og hálfri klukku- stund heim til íslands. Um hálf níu lentum við í Keflavík og var ekið itil Rvíkur, þar sem hóp- urinn kvaddi og hver hélt til síns heima. Að endingu vil ég koma á framfæri þökkum til Flugleiða, og ekki síst þakklæti til Sveins Sæmundssonar, sem var far- arstjóri okkar, fyrir frábæra ferð, góða skipulagningu og lipurð, sem hann sýndi okkur öllum. Megi vegur og hagur Flugleiða aukast áfram sem hingaðtil. Megi Flugleiðir bera okkur heiman og heim á ferðum okkar um framandi lönd. Gísli G. Guðlaugsson. Baltimore-Washington International Airport

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.