Fylkir


Fylkir - 23.12.2002, Blaðsíða 11

Fylkir - 23.12.2002, Blaðsíða 11
FYLKIR jólin 2002 11 smfða togarar smíðaðir árið 1951 og voru í seinni lotu svonefndra nýsköpunartogara. Einn af þeim var b/v Ólafur Jóhannesson frá Patreksfirði, en hann var fyrsti íslenski togarinn sem með frystitæki um borð. Má færa nokkur rök fyrir því að hann hafi verið fyrsti íslenski frystitogarinn. í Aberdeen sem var starfrækt skipasmíðastöðin The Duthies frá árinu 1816 til 1925 . Sú stöð smíðaði fyrsta Aberdeen togarann með skrúfu sem hét North Star og var hleypt af stokkunum árið 1883. North Star var byggt sem dráttarbátur og togari en eigandinn William Pyper, vildi hafa mögu- leikann á að nota skipið sem dráttaskip/lóðs, þar sem hann var ekki viss hvort nokkur framtíð væri í togveiðum! Duthies skipasmíðastöðin var seinna keypt af Hall Russel. John Lewis & Sons var þekkt skipasmíðastöð, en þar voni smíð- aðir ýmsir nýsköpunartogarar og maðal annarra togarinn Bjarnarey VE. Aðrir nýsköpunartogarar smíðaðir þar fyrir íslendinga voru: Bjami Ólafsson, Surprise, Neplun- us, Marz á ámnum 1947-1948. Árið 1951 bættust svo Máni og Austfirðingur í hópinn. John Lewis & Sons var starfrækt frá árinu 1907 til 1976 en þá lauk formlega starfseminni undir því nafni. Þessi stöð var merkileg fyrir margra hluta sakir. Meðal annars var þar smíðað fyrsti verksmiðju skut- togari í heimi sem fékk nafnið Fairtry. Þetta var árið 1954 eða 17 ámm áður en Islendingar eign- uðust sinn fyrsta skuttogara, Barða NK 120, sem var keyptur nokkurra ára gamall til landsins árið 1971 I skipasmíðstöðinni Alexander Hall and Sons í Aberdeen var nýsköpunartogarinn Elliðaey smíðuð árið 1947. Á árunum 1947-1948 vom einnig smíðaðir togaramir Egill Rauði, Askur, Karlsefni, og Keflvíkingur. Árið 1949 var svo Úranus og Svalbaki hleypt þar af stokkunum og árin 1950-1951 Harðbakur, Júní og Sólborg. Alexander Hall skipa- smíðastöðin var starfrækt frá 1811 til 1958. Á tuttugustu öldinni var skipa- smíðaiðnaður í Aberdeen í miklum blóma Þar var einn fyrsti togari með skrúfu í smíðaður, þar var einnig fyrsti verksmiðju skut- togarinn í heiminum smíðaður ásamt fyrsta íslenska frystitog- aranum. Þar voru fjölmargir af íslensku nýsköpunartogumnum einnig smíðaðir. Þaðan er einnig spilið í Klaufinni. Skipasmíðar í Aberdeen muna sinn fífill fegurri. Spilið hefur aftur á móti verið í tæplega hálfa öld í Klaufinni og stendur enn. Þar er það orðið órjúfanlegur hluti ijömnnar og eitt af kennileitum í náttúru Vest- mannaeyja. I ljömnni á spilið eftir að standa um ókomin ár, á þeim stað þar sem lundinn er Ijúfastur fugla. Greinarhöfundur, Gísli Gíslason var útibússtjóri RF í Vestmannaeyjum 1990 -1995, en hefur síðan starfað um círabil við sölu- og markaðsetningu á sjávarafurðum. Greinarhöfundur ásamt Ken Knox og Alan Hopper. Ken var skipstjóri á Islandsmiðum 1951 -1973, lengst afá togaranum St. Keverne frá Hull. Alan van um langt skeið hjá FAO og Seafood industry Authority. Aðstoð: Ray Richardson, fyrrverandi togarsjómaður, Grimsby, og Ken Knox, Hull, fyrrverandi togaraskiptjóri en báður útveguðu heimilidir um Star of the East. Baldvin Gíslason, fisksölumaður Hull. Sigtryggur Helgason, útvegaði myndir af Star of the East á strandstað Óskar Sigurðsson vitavörður í Stórhöfða, Bemharð Ingimundarson og Baldur Kristinsson á Túninu fyrrv. starfsmenn í FIVE. Amar Sigurmundsson. Heimilidir: Fréttir 1994,30. Júni. „Spilið í Klaufinni“ e. Þorstein Gunnarsson. Veðurstofa íslands. www.rich24.freeserve.co.uk www.aagm.co.uk/listship.html Olson's Fisherman's Almanac Aberdeen Art Gallei-y and Museums Collections. 7 Myndirnar sýna togarann Star oftlie East á strandstað og sést hér vel hvernig hafaldan brotnar á honum. Þrettán manna áhöfnin bjargaðist öll giftusamlega. LUNDINN MILLI J0LA 0G NYARS Helgina milli jóla og nýárs mun hljómsveitin ÍSLANDS EINA VON betur þekkt sem HÁLFT í HVORU í Vestmannaeyjum spila af lífi og sál á stóra sviðinu á LUNDANUM. Kvisast hefur út að ekkert hafi gengið í megrun hjá Eyjóifi Kristjánssyni fyrir jólin, en fyrir vikið syngur hann mun betur nú en áður. Ryþmagítarleikarinn geðsveiflukenndi Ingi Gunnar Jóhannsson ku ætla að halda fjöldasöngsmaraþon og hefur af því tilefni fest kaup á sérstökum gítarstrengjum, sem ofnireru í Netagerðinni. Einnig munu trommuleikarinn kynþokkafulli Bergsteinn Björgúlfsson og bassaleikarinn vel vaxni Örvar Aðalsteinsson stjórna tilboði á barnum, sem er nýjung á LUNDANUM. Sökum þess að árið 2003 er að renna í garð, en það er einmitt prímtala, mun miðaverð verða 1.100 á föstudagskvöldið og 1.300 á laugar- dagskvöldið, en 11 og 13 eru einmitt uppáhalds prímtölur Jónslnga.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.