Fylkir


Fylkir - 01.05.2007, Qupperneq 1

Fylkir - 01.05.2007, Qupperneq 1
59. árgangur Vestmannaeyjum 1. maí 2007 1. tölublað Öflugt atvinnulíf er grundvöllur alls Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra Atvinnulíf og atvinnutækifæri íslendinga hafa verið mikið til umræðu að undanförnu. Svo hart hefur verið gengið fram í þeirri umræðu að sumir vilja koma í veg fyrir áfram- haldandi vöxt og viðgang þeirra fyrir- tækja sem skapa fólkinu í landinu atvinnu og eru grundvöllur að velferð okkarsem þjóðar. Velferðarmál eru hjóm eitt ef efnahags- og atvinnulíf er í ólagi Á síðustu fjórum árum hefurýmislegt þokast í rétta átt í velferðarmálum þjóðarinnar. Sér í lagi voru stór skref stigin í rétta átt þegar ríkisstjórnin stóð fyrir breytingum í kjölfar sam- eiginlegrar yfirlýsingar ríkisins og félags eldri borgara á miðju síðasta ári. Margt er þó enn óunnið sem vilji er til Ef við eigum að halda áfram á þeirri braut sem fétuð hefur verið síðustu ár og bæta kjör almennings, efla velferðarkerfið og halda uppi öflugu atvinnustigi þá er nauðsynlegt að gefa atvinnulífinu tækifæri til þess að vaxa og dafna. að vinna að á næstu árum. Munurinn á þeirri umræðu sem fram fer nú í dag um velferðarmál í þjóðfélaginu og sömu umræðu fyrir rúmum áratug er sá að í dag getum við rætt um stærri skref til bóta á velferðarkerfinu en áður hafa verið stigin og höfum efni á að stíga þau. Ástæða þess er sú að hjól atvinnulífsins snúast nú hraðar og betur en áður hefur þekkst. Breytingar á skattalögum urðu til þess að fyrirtækin fóru að skila meiri arði og betri afkomu. Samhliða gátu þau þætt kjör á vinnumarkaði, fjárfest í nýjum atvinnutækjum og ráðið nýtt vinnuafl til starfa. Þar með jókst lands- framleiðsla sem leiddi til aukinna skatttekna sem áfram gáfu tækifæri til lækkunar skatta á fólkið í landinu. Þessar auknu skatttekjur hafa leitt til þess að nú höfum við efni á því að bæta velferðarkerfið og hag þeirra sem helst þurfa á því að halda. Atvinna er forsenda velferðar Einn mikilvægasti þáttur í lífi hvers einstaklings eða fjölskyidu er að hafa atvinnu til að sjá sér og sínum farborða. Oft hættir okkur til að gleyma þeirri stöðu sem við vorum í fýrir fáum árum og því er ástæða til þess að minnast þess að fýrir fjórum árum, þegar síðast var kosið til alþingis, var atvinnuleysi rúmlega fjögur prósent á landinu öllu. Eðlilega höfðu margir áhyggjur af þeirri stöðu sem þá var uppi og hvað framtíðin bæri í skauti sér ef atvinnuleysis- draugurinn færi að skjóta upp kollinum í auknum mæli. Á þessu var tekið m.a. með framkvæmdum á Austurlandi og hefur atvinnuleysi verið í algjöru lágmarki undanfarin tvö ár. Við verðum þó að gæta þess að viðhalda því ástandi. Það er auðvelt að stýra þjóðarskútunni þannig að atvinnuleysi blossi upp á nýjan leik og valdi okkur erfiðleikum á mjög skömmum tíma. Umræða um algjört stopp, hvort sem er í vikjunarmálum, stóriðju eða öðrum verkefnum sem veitir almenningi góð og vel launuð störf er því hættuleg umræða sem ástæða er til að varast. Á sama hátt er með ólíkindum að sumir stjórnmála- menn sjái svo ofsjónum yfir velgengni fjármálafýrirtækja í landinu, sem veittu yfir 1000 nýjum einstaklingum störf á árinu 2006, að þeir vilji þessi fyrirtæki úr landi sem fyrst. Höldum áfram á sömu braut Ef við eigum að halda áfram á þeirri braut sem fetuð hefur verið síðustu ár og bæta kjör almennings, efla velferðarkerfið og halda uppi öflugu atvinnustigi þá er nauðsynlegt að gefa atvinnulífinu tækifæri til þess að vaxa og dafna. Um leið og við gætum mikilvægra náttúruauðlinda landsins og þeirra náttúruperla sem víða erað finna hér á landi verðum við að finna þá leið sem gefur okkur tækifæri til þess að nýta þær auðlindir sem landið okkar hefur gefið okkur. Öðruvísi höldum við ekki áfram að bæta velferðarkerfið. Bestu kveðjur til landsmanna allra í tilefni af l.maí. Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra Nýirtímará traustum grunni

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.