Fylkir


Fylkir - 01.05.2007, Side 2

Fylkir - 01.05.2007, Side 2
2 FYLKIR-l.maí 2007 Útgefandi: Ritnefnd: Eyjaprent fyrir hönd Arnar Sigurmundsson Sjalfstæðisfelaganna i Guðbjörg Matthíasdóttir Vestmannaeyjum. Guðmundur Eyjólfsson Prentvinnsla: Gunnlaugur Grettisson ábm. Eyjasýn ehf. / £yjaprent Magnús Jónasson Upplag: 1800 eintök. SkaPli Örn Ólafsson Til hamingju með daginn launafólk Allt sem skilar árangri og skiptirmáli kostar vinnu, vinnuog meiri vinnu. Eðli málsins samkvæmt eru sum baráttumál nánast endalaus en þóttþað reyni á þolinmæðina má aldrei gefast upp. Gott dæmi eru kjaramál fólksins í landinu. Það eru alltaf full rökfyrir því að bæta úr í þeim efnum og það er lítillækkandi þegar stóreignamenn leyfa sér að státa af ofurlaunum, hvort sem það er í röðum bankastjóra og bankaeigenda eða eigenda stærstu fyrirtækja landsins. Uppbygging og drifkraftur undanfarinna ára í skjóli marksækinnar og hvetjandi efna- hagsstjórnar undirforustu Sjálfstæðis- flokksins hefur vissulega skapað gríðarlegar tekjur til handa ríkissjóði, næga atvinnu og öryggi hvað það varðarog vegna þessa drifkrafts hefur verið unnt að ná stórkostlegum árangri í skattalækkunum og stórum verkefnum þar sem kaupmáttar- aukning hefur aukist um 60% á fáum árum. Kaupmáttaraukning er auðvitað fyrst og fremst sú staðreynd að fólk færa meira fyrir sinn snúð en verið hefur, krónan er verðmætari og það þýðir beinlínis hærra kaup þótt krónunum fjölgi ekki að sama skapi. Þess vegna hefur verið meiri friður undanfarin ár en þekkt var áður á vinnumarkaði. Samt eru öll rök fyrir því að laun verkafólks, fiskverkafólks, fólks í heilsugæslugeiranum og þjónustu, fólks í öllum greinum lægstu launa. Það á að vera metnaðarmál okkarallra og hugsjón að hækka laun þeirra lægst launuðu jafnt og þétt á þeirri forsendu að öll störf eru jafn mikilvæg. Jöfnuði verður seint náð, en markmiðið verður að vera klárt og það kostar árvekni og fylgni að fylgja því eftir á öllum vígstöðvum. Örugg stjórnun landsins og metnaðarfull er lykilatriði fyrir árangri í þessum efnum og til að mynda þurfum við að sækja enn meiri tekjur úr athafnalífinu til handa ríkissjóði til þess að geta haldið áfram að bæta í haginn fyrir fólk í velferðarkerfinu og Við eigum að setja háar kröfur í launum, metnaðarfullar kröfur sem eiga að byggjast á sanngirni og rökum. Víð verðum jafnhliða að setja háar kröfur um sanngirni í opinberum kröfum, hvort sem er sköttum, stimpil- gjöldum, vöxtum og hverju því sem tifar til gjalda í þjóðfélaginu. þar sem á bjátar. Vandinn er hins vegar að blóðmjólka ekki fyrirtækin, því þau þurfa að geta dafnað til þess að árangur náist í heildina fyrir bæði fyrirtækin og samfélagið. Við eigum að setja háar kröfur í launum, metnaðarfullar kröfur sem eiga að byggjast á sanngirni og rökum. Við verðum jafnhliða að setja háar kröfur um sanngirni í opinberum kröfum, hvort sem er sköttum, stimpilgjöldum, vöxtum og hverju því sem tifar til gjalda í þjóðfélaginu. Jafnvægisstjórnunin er oft flókin og það er hætta á að gera mistök, en þá þurfa menn að hafa röggsemi til þess að leiðrétta mistökin. Undanfarin ár hafa verið mestu uppgangsár í sögu Isiands. Forusta Sjálfstæðisflokksins hefur ráðið úrslitum. Við vitum hvað við höfum með forustu sjálfstæðis- manna, við viljum halda áfram og það bíða mörg stór verkefni. Þess vegna skiptir öllu að styrkja þá festu sem fylgir Sjálfstæðisflokknum í komandi Alþingiskosningum og þeim mun meiri sem styrkurinn er því auðveldara verður fyrir okkur harðskeytta baráttumenn í hagsmunamálum almennings að ná árangri skref fyrir skref. Innilega til hamingju með daginn, verkafólk, iátum aldrei deigan síga, vinnum saman hönd íhönd til heilla. ÁrniJohnsen 2. sæti D-lista í Suðurkjördæmi AÐALFUNDUR Aðalfundur Ægisdyra, áhugafélags um vegtengingu milli lands og Eyja, verður haldinn þriðjudaginn 8. maí. Fundurinn verður í Höllinni í Löngulág og hefst kl. 20.00. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins 2. Önnurmál. • Kaup á hlutafé í hlutafélagi um göng milli lands og Eyja borin upp til samþykktar. • Fulltrúarframboða til Alþingis segja frá sýn þeirra á göng milli lands og Eyja,framkvæmd rannsókna og þvítengdu. • Fyrirspurnirog umræður. Bæjarbúar eru hvattir til að fjölmenna og taka þátt í fjörugum umræðum. Sýnum samstöðu um eitt brýnasta hagsmunamál Eyjanna okkar á þessari öld. Stjórn Ægisdyra

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.