Fylkir


Fylkir - 08.05.2007, Blaðsíða 1

Fylkir - 08.05.2007, Blaðsíða 1
Ji Nýirtímar átraustum grunni..! 59.árgangur Vestmannaeyjum 8. maí 2007 2.tölublað '- - Hl i II fí Mikilvægar kosningar framundan Kosningarnar fram- undan eru afar mikil- vægar. Á undanförn- um kjörtímabilum hefur íslenska þjóðin upplifað mesta hag- sældarskeið í sögu þjóðarinnar og lífs- kjörhérá landi eru á við það sem allra best gerist í heiminum eins og ítrekað hefur komið fram í alþjóðlegum könnunum, þar sem ítrekað er stað- fest að staða okkar í samanburði við aðrar þjóðir erframúrskarandi góð. Árangurinn ekki sjálfsagður Sá árangur sem íslenskt samfélag hefur náð á síðustu árum er ekki sjálfsagður. Hann er þvert á móti afleiðing þeirrar stefnu sem stjórnvöld hafa fylgt á undanförnum árum. Grundvöllurinn að þessum framför- um er sá frábæri árangur sem náðst hefur í efnahagsmálum hér á landi undanfarin ár. Þar hafa hugmyndir sjálfstæðisstefnunnar um lága skatta og lágmarksafskipti hins opinbera samhliða traustri stefnu í ríkisfjár- málum leikið stórt hlutverk, enda er það bjargfösttrú sjálfstæðismanna að blómlegt atvinnulíf sé undirstaða velferðar í samfélaginu. Stjórnvöld fylgt skynsamlegri stefnu Engum dylst sá aukni kraftur sem leyst hefur úr læðingi íslensks atvinnulífs á síðustu árum. Hér hafa orðið til kröftug fyrirtæki sem hafa leitað út fyrir landsteinana, öflugur Við viljum halda áfram á þessari braut og tryggja að ísland verði í forystu hvað lífskjör og afkomu varðar. í kosningunum sem framundan eru skiptir hvert atkvæði máli. fjármálamarkaður og fjöldi nýrra starfa skapast. Þessi uppgangur íslensks atvinnulífs á sér ekki rætur í því að stjórnvöld hafi stýrt þeirri þróun með því að hlutast til um í hvaða átt atvinnulifið þróast. Árangurinn grundvallast á því að stjörnvöld hafa framfýlgt stefnu sem byggist á frjálsu athafnalífi innan ramma skýrra reglna, en ekki athafnalífi hafta og ríkisforsjár. Sterkari efnahagur skilar sér til almennings Bættur hagur fyrirtækjanna er gleðilegur út af fyrir sig. En mestu skiptir að sterkari fyrirtæki, og skattalækkunarstefna Sjálfstæðis- flokksins, leggja grunninn af bættum kjörum fólksins f landinu. Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur aukist hratt undanfarin ár þannig að landsmenn hafa meira milli handanna en áður. Frá 1994 nemuraukning kaupmáttar 75%, en það þýðir í raun að nú tekur fjóra daga að vinna sér inn fýrir þeim varningi sem áður tók sjö daga. Ennfremur tryggir hið heilbrigða atvinnulíf okkar nánast öllum vinnufærum íslendingum vinnu. Atvinnuleysi hér er meðal þess allra minnsta í heimi - og lægra en nokkurs staðar annars staðar í Evrópu. Uppbygging í velferðarkerfinu Árangur stjórnvalda í rekstri ríkissjóðs hefur einnig verið eftirtektarverður. Stóraukin umsvif í atvinnulífinu hafa aukið tekjur ríkissjóðs. Afraksturinn af uppganginum hefur því verið nýttur til að efla mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfið og tryggja þannig jöfn tækifæri. Jafnframt hafa skuldir ríkissjóðs nánast verið greiddar upp. Þetta þýðir að komandi kynslóðir munu ekki þurfa að borga fyrir eyðslu núverandi stjórnvalda í sköttum. Þetta, ásamt frábærri stöðu íslenska lífeyrissjóðakerfisins, gefur komandi kynslóðum íslendinga mikilvægt forskot í samkeppni við aðrar þjóðir. Tryggjum ísland í forystu Við viljum halda áfram á þessari braut og tryggja að ísland verði í forystu hvað lífskjör og afkomu varðar. í kosningunum sem framundan eru skiptir hvert atkvæði máli. Ég vona að baráttan verði málefnaleg þannig að kjósendur fái ráðrúm til að kynna sér bæði stefnu flokkana og vega og meta þá frambjóðendur sem bera hana fram. Árangur undanfarinna ára er góður. Það er kosið um það hvort við viljum að samfélagið haldi áfram að þróast á sömu braut, með frelsi og velferð að leiðarljósi. Geir H.Haarde Forsætisráðherra Nýirtímará traustum grunni Það hefur verið góður gangur í kosningabaráttunni hjá Sjálfstæðis- flokknum um land allt. Við finnum það best hér í Vestmannaeyjum og leggja fjölmargir leið sína á kosningaskrifstofuna í Ásgarði. Nú er lokaslagurinn hafinn og öllu skiptir að láta ekki hagstæðarskoðanakannanir villa um og draga úr þeim krafti sem einkennt hefur baráttuna. Þessar alþingiskosningar verða án efa einhverjar þær mikilvægustu á síðustu áratugum. Tekist er á um áframhaldandi stöðugleika í þjóð- félaginu undir forystu Sjálfstæðis- flokksins eða þess glundroða sem ný margflokka vinstri stjórn býður upp á. Eyjamenn - stöndum saman og kjósum X-D á laugardaginn kemur. Afl Sjálfstæðis- flokksins er ykkar afl Þaðlóðarveleinsog sagt er til sjós þegar fiskgengd er mikil, þáturinnergóðurog mannskapurinn er góður með magnaðan skipstjóra í brúnni, mann sem erdáðuraffólki hvar í flokki sem það stendur. Það eru mikil hlunnindi fýrir íslenska þjóð að eiga slíkan mann í stjórnmálunum. Nú er lokasóknin hafin og hún stendur til næsta laugardags. Baráttan stendur um það að halda áfram með öflugri sókn til árangurs og framfara, halda áfram til heilla landi og þjóð undir forustu Sjálfstæðisflokksins. Skiljanlega ræða menn hvort breytinga sé þörf, en þegar vel gengur og flest stefnir í rétta átt er allt of mikil áhætta að keyra á róttækar breytingar sem eru miklu líklegri til að hlaða upp vandamálum en leggja nýjan veg til góðs inn í framtíðina. Við viljum ugglaust flest losna við það að matseðill næstu ára byggist á brenndum biximat í samkrulli vinstri flokkanna, sem hafa aldrei í sögu lýðveldisins getað komið sér saman um úrlausnir sem standast vonir og væntingar landsmanna. Flest hefur farið úr böndum í höndum vinstri flokkanna og vítin eru til að varast þau nú sem fyrr. Þeir landsmenn sem vilja halda áfram inn í nýja lotu á traustum grunni geta aðeins tryggt það með því að styðja við bakið á Sjálfstæðisflokknum, þessum eina íslenska stjórnmálaflokki sem byggir stefnu sína á íslenskum grunni frá toppi til táar. Það er mikilvægt að stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins og þeirrar alhliða Þeir landsmenn sem vilja halda áfram inn í nýja lotu á traustum grunni geta aðeins tryggt það með því að styðja við bakið á Sjálfstæðisflokknum, þessum eina íslenska stjórnmálaflokki sem byggir stefnu sína á íslenskum grunni frá toppi til táar. stefnu sem hann stendur fyrir með sjálfstæði, jöfnuð og frumkvæði í fyrirrúmi, standi vaktina með baráttu og leikgleði síðustu vikuna, svo mikið er í húfi að ekkert fari úrskeiðis og menn mega ekki vakna upp við það að hafa misst af tækifærinu til þess að treysta framtíð lands og þjóðar. Við sem viljum tryggja forustu Sjálfstæðisflokksins eins og mikill meirihluti þjóðarinnarvill, verðum að taka á næstu 6 daga, efla samkennd og kapp í lokasókninni fyrir kosningarnar 12. maí n.k. Þá er yfirstandandi kappleik lokið og menn uppskera eins og sáð er til. Göngum keik og baráttuglöð til leiks, látum ekki gylliboð sumra stjórnmálaflokka vilia okkur sýn eða vekja meðaumkun með flokkum sem byggja meira á bögglauppboðum þar sem enginn veit hvort nokkuð er í pakkanum. Áfram stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins, við þurfum á öllu okkar að halda til þess að hafa sem sterkasta stöðu bæði í Suðurkjördæmi og á landsvísu. Flestgengurvel, látum það ganga vel áfram með X við D. Árni Johnsen 2. sæti D-lista í Suðurkjördæmi TILMÓTSVIÐ NÝJATÍMA... XD

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.