Fylkir


Fylkir - 08.05.2007, Blaðsíða 3

Fylkir - 08.05.2007, Blaðsíða 3
FYLKIR - 8. maí 2007 Efling háskóla- og rannsóknastarfsemi Trjáræktarsetur í Eyjum Sérstakur starfshópur um eflingu háskóla- og rannsóknastarfsemi í Vestmannaeyjum var skipaður af bæjarstjórn Vestmannaeyja í mars sl.. í starfshópnum sem er sex manna eru fulltrúar Vestmannaeyjabæjar, Menntamálaráðuneytis, Háskóla íslands, Rannsókna- og fræðaseturs Vm. og atvinnulífsins í Eyjum. Starfshópurinn hefur haldið nokkra fundi og átt viðræður við ráðherra þeirra ráðuneyta sem sem hafa komið að starfsemi sambærilegra þekkinga- setra, einkum á ísafirði, Húsavík og Egilsstöðum. Þá áttu fulltrúar hópsins einnig fundi með forstjórum Matís ohf. og Hafrannsóknastofnunar í síðustu viku. Vinna starfshópsins og væntanlegar tillögur miða fyrst og fremst að eflingu háskóla- og rannsóknarstarfsemi í Eyjum, en meginhluti starfsemi á þessum sviðum fer nú fram í Rannsókna- og fræðasetrinu við Strandveg. Mikil þróun í þessum efnum hefur átt sér stað á landsbyggðinni að undanförnu og má þar einkum nefna tilkomu Háskólaseturs Vestfjarða á ísafirði og Þekkingarseturs Austurlands á Egilstöðum. Rannsókna- og fræð- setrið í Eyjum var fyrsta Setrið á landsbyggðinni og hófst starfsemin hér haustið 1984. Þrátt fyrir að mikil þróun hafi átt sér stað í Setrinu á undanförnum árum, einkum með tilkomu Visku sem hóf starfsemi 2003 er mjög eðilegt að næstu skref í framþróun verði stigin sem fyrst. Að sögn Arnars Sigurmundssonar formanns starfshópsins er vinnan komin vel á veg og þess að vænta að áfangaskýrsla og tillögur um efiingu starfseminnar í Eyjum verði lagðar fram í næsta mánuði. Það eru einkum þrennt sem mun ráða miklu um framhaldið. í fýrsta lagi þarf að styrkja og treysta fjárhagslegan grundvöll starfseminnar, í öðru lagi að auka og efla háskóla- símenntunar- og rannsóknastarfsemina í Setrinu og tryggja um leið virkari aðkomu atvinnulffsins. Gangi það eftir kallar það á aukinn tækjakost og stærra húsnæði. í vaxtarsamningi fyrir Suðurland og Vestmannaeyjar frá 2006 er lögð áhersla á eflingu Setursins í Eyjum. Má því segja má að vinnan sem nú er í gangi falli vel að vaxtarsamningnum. En væntanlegar tillögur hópsins munu ná til fleiri þátta, jafnt faglegra og fjárhagslegra. Væntanlegar tillögur og eftirfylgni þeirra munu miðast við að því að hægt verði að setja aukinn kraft í háskóla- og rannsóknastarfsemi í Vestmannaeyjum frá upphafi næsta árs. Þingályktunartillaga sem undirritaður flutti, ásamt nokkrum þingmönnum var samþykkt á Alþingi rétt fýrir þinglok. Hún byggist á fela landbúnaðarráðherra að hefja undirbúning að stofnun trjá- ræktarseturs sjávar- Suðurkjördæmi byggða , Vest- mannaeyjum sem hafi það markmið að rannsaka særoks- og loftslags- breytingar á trjágróðri og trjárækt á eyjum í Norður-Atlantshafi, einkum fslandi, Færeyjum, Hjaltlandi, Orkn- eyjum, Suðureyjum og Grænlandi. Frumkvæði: Frumkvæði að þessari tillögu kemur frá Skógræktarfélagi Vestmannaeyja með Ólaf Lárusson formann í broddi fylkingar, ásamt Þorbergi Hjalta Jónssyni, skógfræðingi og og eyjapeyja. Það var mjög mikilvægt að geta nýtt alla þá fagkunnáttu sem til þarf, þegar slík mál eru lögð fyrir Alþingi. Af hverju Vestmannaeyjar Vestmannaeyjar eru heppilegasti staður trjáræktarseturs hér á landi, vegna aðstæðna og þeirra rannsókna sem þegar hafa farið þar fram. Árið 1989 hófust þar tilraunir með það markmið að finna heppilegan trjá- gróður fyrir strandsvæði á íslandi. Sex árum síðar efldist sú vinna mjög þegar hrundið var af stað með tilstyrk fslandsbanka rannsóknarátaki til að skýra orsakir trjáskaða íVestmanna- eyjum og gera tilraunir með ræktunaraðferðir sem gögnuðust í saltálagi. Á sama tíma hóf Mógilsá - rannsóknastöð skógræktar tilraunir með mismunandi víði- og asparklóna á Heimaey. Rannsóknir á saltálagi voru einkaframtak en skjótt tókst mjög gott og farsælt samstarf við Mógilsá. Rannsóknirá saltálagi urðu Vestmannaeyjar eru heppilegasti staður trjáræktarseturs hér á landi, vegna aðstæðna og þeirra rannsókna sem þegar hafa farið þar fram. doktorsverkefni Þorbergs Hjalta Jónssonar við Sænska landbúnaðar- háskólann í Alnarp á Skáni og síðar einnig masters-verkefni Margrétar Lilju Magnúsdóttur við Háskóla Islands. Rannsóknirnar hafa staðið óslitið frá 1995 og mynda nú traustan þekkingargrunn á þessu sviði. Skil- yrði á Heimaey eru ákjósanleg til rannsókna á vexti og þroska trjá- gróðurs viðsjó. Miklir möguleikar Við Eyjamenn eigum f góðri sátt við fagaðila hér innanlands að stjórna þessum rannsóknum og hafa frumkvæði. Til að byrja með verður þetta smátt í sniðum, en ef allt gengur eftir þá á þetta rannsóknarstarf eftir að eflast mikið, og vonandi skapa hér mörg störf til framtíðar. Við Guðni Ágústsson mættum galvaskir á fjölmennan aðalfund Skógræktarfélags Vestmannaeyja og það var ánægjulegt hve félagsmenn voru áhugasamir og áttuðu sig vel á því hve þetta verkefni væri spennandi til framtíðar litið. Lokaorð Ég vil að lokum þakka Landbúnaðar- ráðherra, Guðna Ágústsssyni og fjármálaráðherra Árna M. Mathiesen fýrir jákvæð viðbrögð við þessu máli, því án aðkomu þeirra væri þetta verkefni ekki komið eins langt og raun ber vitni. Stjórnarandstaðan skilur ekki muninn á einkarekstri og einkavæðingu Hverjum er best treystandi fyrir rekstri? Sjálfstæðisflokkurinn trúir á frelsi einstaklingsins og hefur fylgt þeirri hugsjón eftir með því að fela einstaklingum og fyrirtækjum rekstur sem áður var heftur af ríki og sveitarfélögum. Engum dylst að farsælast er að fyrirtæki og atvinnurekstur sé á höndum einkaaðila. Til þess að slá ryki í augu kjósenda hefur stjórnarandstaðan ítrekað haldið því fram að Sjálfstæðisflokkurinn hyggist einkavæða heilbrigðiskerfið og að slfkt komi fram í ályktunum flokksins af landsfundi. I’ ályktun flokksins um velferðarmál kemurslíkt hvergi fram. Hins vegar er talað um að nýta kosti fjölbreyttra rekstrarforma á sem flestum sviðum og tryggja þannig hagkvæma nýtingu opinbers fjármagns. Það er útúrsnúningur að halda því fram að einkarekstur sé það Sjálfstæðisflokkurinn trúir á frelsi einstaklingsins og hefur fylgt þeirri hugsjón eftir með því að fela einstaklingum og fyrirtækjum rekstur sem áður var heftur af ríki og sveitarfélögum sama og einkavæðing. Þetta er auðvitað gerólíkt, því með einkarekstri greiðir ríkið fyrir þjónustuna sem einkaaðilar sjá um að veita. Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að rfkið hefur nú selt 15,203% hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja. í ársskýrslu HV fyrir árið 2006 er hluturinn metinn á 1.133.356.000 kr. (rúman einn komma einn milljarð). Kaupandinn Geysir Green Energy mun hinsvegar greiða 7.617.000.000 kr. (rúmlega sjö og hálfan milljarð) fyrir hlutann. Með þessu er ríkisstjórnin undir forystu sjálfstæðismanna að losa um eignir og koma þeim í hendur einkaaðila. Eins og með aðra fjármuni ríkisins mun söluandvirðið verða nýtt til að bæta lífskjör í landinu. Fram- bjóðendur stjórnarandstöðunnar hafa kallað þessa sölu „siðlausa" og óttast að hér kunni að vera á ferðinni tækifæri fyrir einhverja til að hagnast. Vegna ákvarðana sjálfstæðismanna í ríkisstjórn og í bæjarstjórn Vestmannaeyja eiga Eyjamenn nú þrjá og hálfan milljarð í Hitaveitu Suðurnesja miðað við gengi bréfa. Vestmannaeyjabær á skv. fyrrgreindri ársskýrslu 6.878% hlut í þessu verðmæta fýrirtæki eða 512.756.280 að nafnvirði. Hlut þennan eignaðist bærinn þegar það heillaskrefvartekið að sameina Bæjarveitur Vestmanna- eyja við HV. Á sínum tíma var sú ákvörðun sjálfstæðismanna mjög umdeild og þótti vinstrimönnum í Vestmannaeyjum þetta mikið óheillaskref. V- listinn lagðist gegn sameiningunni, en Andrés Sigmunds- son stóð með D-lista. Lítið hefur heyrst frá V-lista hvað þetta varðar upp á síðkastið. Miðað við gengið á bréfum ríkisins er hluti Vestmanna- eyjabæjar nú 3.446.234.957 (rétt tæpir þrír og hálfur milljarður). Þá er einnig rétt að halda því til haga að HV hefur nú skrifað undir kaupsamning á nýrri vatnslögn til Vestmannaeyja sem kemur sennilega til með að kosta um milljarð. Slíkt hefði orðið þungur biti fyrir Bæjarveitur Vestmannaeyja.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.