Fylkir


Fylkir - 10.05.2007, Side 1

Fylkir - 10.05.2007, Side 1
li >§i§ m Nýirtímar átraustum grunni..! 59. árgangur Vestmannaeyjum 10. maí 2007 3.tölublað Atkvæði Eyjamanna geta ráðið úrslitum Öflugt fylgi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi lykilatriði til árangurs fyrir Vestmannaeyjar Grímur Gíslason 8. sæti D-lista í Suðurkjördæmi Það eru í raun tveir valkostir í boði í kosningunum á laugardaginn. Annars vegar sterk og kröftug stjórn undir forystu Sjálf- stæðisflokksins eða vinstri samsteypu- stjórn þriggja eða jafnvel fjögurra flokka. I boði er áframhaldandi uppgangur og velferð undir stjórn Sjálfstæðisflokksins eða óvissa, ókyrrð, skattahækkanir og versnandi lífskjör með vinstri stjórn. Þetta eru skýrir valkostir sem rétt er að kjósendur velti vel fyrir sér áður en þeir ganga að kjörborðinu á laugardaginn. Það er vissulega hætta á því, þegar kjósendur eru orðnir vanir velgengni og uppgangi, að þrengingarfortíðar gleymist. Það gleymist hvernig ástand var hér í efnahagslífi þegar Sjálf- stæðisflokkurinn tók við valda- taumum ríkisstjórnar árið 1991. Þeir sem muna þann tíma eða kynna sér hann vilja örugglega ekki snúa aftur til þess horfssem þá var. Hver hefði trúað því árið 1990? Ótrúlegur árangur hefur náðst í efnahagslífinu á undanförnum árum. Staða ríkissjóðs hefur aldrei verið sterkari og skuldir hans í raun engar. Hver hefði trúað því árið 1990 að slíkt gæti gerst á íslandi? Á sama tíma og skuldir ríkissjóðs hafa verið greiddar upp hafa skattar verið lækkaðir og auknu fjármagni verið veitt í velferðarkerfið. Framlög til samgöngumála hafa verið aukin, framlög til skólamála verið aukin og framlög til menntamála verið aukin, svo eitthvað sé nefnt. Hver hefði trúað því árið 1990 að slíkt yrði einhvern- tíma mögulegt? Traustur grunnur Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt það og sannað í verkum sínum að honum ertreystandi. Undir hans stjórn hefur verið þyggður traustur grunnur íslensks efnahagslífs og íslensks samfélags. Grunnur sem gefur möguleika á að horfa til nýrra tíma með bjartsýni og sókn í hug. Mýmörg verkefni bíða og Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn að halda áfram á þeirri góðu þraut sem rudd hefur verið. Braut hagsældar og framfara fyrir íslendinga. Mikill meirihluti þjóðarinnar treystir Geir H. Haarde best til \ V* að gegna starfi forsætisráðherra og leiða næstu ríkisstjórn. kvæma slíkt ef á sama tíma á að stöðva hjól atvinnulífsins og þannig minnka tekjuöflun ríkissjóðs. Til þess eru einungis tvær leiðir. Gamalkunnar leiðir vinstri aflanna. Skattahækkanir á launafólk og skuldasöfnun ríkissjóðs með tilheyrandi ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir landsmenn. Eina leiðin til að tryggja að Geir verði forsætisráðherra er að kjósa Sjálfstæðis- flokkinn í kosningunum á laugardaginn. Innistæðulaus loforð sem kosta munu skattahækkanir og skuldasöfnun ríkissjóðs Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins á vinstri vængnum hafa ausið út óábyrgum loforðum nú í aðdraganda kosninganna. Loforðum án skil- greininga eða skýringa um hvernig á að fjármagna og koma í framkvæmd. Þeir boða allsherjar stöðvun fram- kvæmda. Stöðvun á uppbyggingu iðnaðar. Stöðvun á nýtingu auðlinda til raforkuframleiðslu. Stöðvun á aukningu útflutningstekna. Eitt allsherjar stopp í atvinnulífinu með tilheyrandi atvinnuleysi. Á sama tíma og það er boðað eru gefin loforð um aukin útgjöld ríkissjóðs á öllum sviðum. í heilbrigðismálum, skóla- málum og samgöngumálum svo eitthvað sé nefnt. Hvernig á að fjármagna og fram- Eina örugga leiðin er X við D Á laugardaginn er það í höndum kjósenda hvora leiðina þeir vilja fara. Eina leiðin til að tryggja áframhald- andi vöxt og velferð er að Sjálf- stæðisflokkurinn komi öflugur út úr kosningunum. Eina trygga leiðin er að Sjálfstæðisflokkurinn verði svo öfl- ugur að ekki verði fram hjá honum gengið við myndun næstu ríkis- stjórnar. Mikill meirihluti þjóðarinnar treystir Geir H. Haarde best til að gegna starfi forsætisráðherra og leiða næstu ríkisstjórn. Eina leiðin til að tryggja að Geir verði forsætisráðherra er að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum á laugardaginn. Sameinumst um að tryggja það að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram forystuafl f ríkisstjórn ísiands. Sam- einumst um það að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið, nýtum þann trausta grunn sem byggður hefur verið og horfum til sóknar og framfara á komandi árum undirforystu Sjálfstæðisflokksins. Setjum X við D á laugardaginn, til sigurs fyrir okkur öll. Kosið um fram- tíðarhag okkar Ágæti kjósandi Nú eru aðeins tveir dagartil kosninga og skoðanakannanir síðustu daga hafa sýnt að mikið flökt er á fylgi flokkanna. Ljóst er að ef ÁmiM. Sjálfstæðisflokkurinn Mathiesen kemur ekki sterkur út fjarmalaraðherra kosningunum er meiri hætta á vinstri stjórn en ella. Hvað hefur skilað okkur árangri í málflutningi stjórnarandstöðunnará Alþingi eru málin ávallt sett upp þannig að allt sem fer miður í þjóðfélaginu er með einum eða öðrum hætti ríkisstjórninni að kenna. Það sem vel hefur verið gert er hins vegar vegna áskorunar þeirra sjálfra eða má þakka verkalýðshreyfingunni eða öðrum sem eru stjórnarand- stöðunni hiiðhollir. Sem betur fer sér almenningur í gegnum slíkan mál- flutning og gerir sér grein fyrir rökleysunni sem í honum felst. Árangur síðustu ára s.s. kaup- máttaraukning heimilanna í landinu, uppbygging í mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfinu, niðurgreiðsla skulda ríkisins og svo má áfram telja er til kominn vegna ákvarðana ríkisstjórnarinnar sem flestar voru harðlega gagnrýndar af stjórnar- andstöðunni þegar þær voru afgreiddar á Alþingi. Lækkun skatta á einstaklinga, lækkun matarskatts og sala ríkisfyrirtækja s.s. bankanna og símans voru allt ákvarðanir sem stjórnarandstaðan stóð gegn. Þessar ákvarðanir eru þó grundvöllur að því sem að ofan er nefnt, þ.e. aukning kaupmáttarins og innlausn fjármuna til þess að byggja upp samfélags- þjónustu sem við erum sammála um að ríkið eigi að veita. Kosningarnar sem nú fara í hönd snúast um það hvort við höldum áfram á þeirri braut sem við höfum verið á og bætum enn hag og velferð fólksins í landinu. Kosið um framtfð*rh«g okkar Kosningarnar sem nú fara í hönd snúast um það hvort við höldum áfram á þeirri braut sem við höfum verið á og bætum enn hag og velferð fólksins í landinu eða hvort við drögum í land og horfum á eftir öðrum þjóðum fara fram úr okkur í aukinni hagsæld og velmegun. Niðurstöður skoðanakannanna síðustu daga hafa gefið til kynna að auknar Ifkur geti verið á því að vinstri stjórn verði mynduð eftir komandi helgi. Fái Sjálfstæðisflokkurinn ekki öflugan stuðning kjósenda í þessum kosningum aukast líkur á því að vinstri öflin geti myndað tveggja eða þriggja flokka ríkisstjórn. Slík niður- staða væri ekki í samræmi við vilja þjóðarinnar sem hefur einnig gefið til kynna í skoðanakönnunum að hún vilji að Geir H. Haarde verði áfram forsætisráðherra þjóðarinnar og að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram leiðandi afl í ríkisstjórnarsamstarfi. Tökum því enga áhættu í kosningun- um á laugardag og tryggjum Sjálf- stæðisflokknum góða útkomu. Þannig tryggjum við framtíð okkar sjálfra. Það er raunveruleg hætta á vinstri stjórn Miðað við stöðuna f skoðanakönn- unum undanfarna daga eru líkurnará þriggja flokka vinstri stjórn að aukast verulega. Þetta kynni að vera stjórn með aðild Samfýlkingar og VG og svo annað hvort Frjálslynda flokksins eða Framsóknarflokksins. Burðarásarnir í slíkri ríkisstjórn væru flokkar sem hafa sett sig upp á móti öllum stærstu framfaramálum í íslensku þjóðfélagi undanfarin ár. Breytingar í ríkisrekstri, skattalækkanir, árangur í efnahags- stjórnun, hagvöxtur og kaupmáttur, uppbygging f menntakerfinu, EES- samningurinn og opnun markaða fyrir okkur, hefðu ekki orðið ef sjónarmið stjórn»randstöðunnar hefðu orðið ofan á. Það er engin ástæða til að ætla að málflutningur þeirra í ríkisstjórn yrði mikið betri. Það er ástæða til þess að koma kjósendum í skilning um að þessi staða er ekki aðeins fjarlægar hugrenningar heldur yfirvofandi möguleiki strax eftir helgi. Það skiptir meira máli nú en nokkurntíma að kjósendur setji X við D og tryggi áframhaldandi velferð þjóðarinnar.

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.