Fylkir


Fylkir - 01.06.2007, Page 1

Fylkir - 01.06.2007, Page 1
 ii Nýirtímar á traustum grunni..! 59. árgangur Vestmannaeyjum 1. júní 2007 4. tölublað Sjávarútvegur er fjölbreytt og krefjandi framtíðaratvinnugrein Einar Kristinn Guðfinnsson Sjávarútvegs- ráðherra Sjómennskan er einn mikilvægasti hlekkur- inn í keðju íslensks efnahagslífs. Þarásér stað feiknaleg verð- mætasköpun sem þjóðarbúið allt nýtur góðs af. Til þessa starfa þarf færasta fólk - útsjónarsama dugnaðarforka. Því miður hafa bönd mjög margra íslendinga við sæinn trosnað verulega. Það er hvorki jafn sjálfgefið að ungmenni sæki sumarvinnu í sjávarútveginn né að þau hafi yfir höfuð kost á því eins og áður var. Þetta leggur okkur þar af leiðandi auknar skyldur á herðar að kynna störfin í greininni. Störfin eru mjög mikilvæg og eiga að vera eftirsótt. í þessu sambandi má minna á að þeim sem fara til sjós líkar það vel samkvæmt niðurstöðum könnunar Capacent-Gallup sem kynntar voru á Sjómannadaginn ífyrra. Þar kom fram - og ástæða er til að Sjómennskan er einn mikih/ægasti hlekkur- inn í keðju íslensks efnahagslífs. Þar á sér stað feiknaleg verðmætasköpun sem þjóðarbúið allt nýtur góðs af. halda því á lofti - að um áttatíu og fimm af hundraði sjómanna kváðust bæði ánægðirog stoltiraf starfi sínu. Þetta er með því besta sem gerist í viðlíka könnunum meðal starfsstétta. Tveir þriðju hugðust vera til sjós næstu tvö til fimm ár eða þaðan af lengur og þrír af hverjum fjórum höfðu verið á sjó í áratug eða meira. Af þessu er augljóst að þeir sem gjörst þekkja til, telja sjómennsku vera gott starf. Höfum það einnig ávallt í huga að sjávarútvegurinn færði okkur frá örbirgð til allsnægta. Það gerist ekki af tilviljun. Þegar rætt er um stefnumótun sem snertir sjávarútveginn verður ætíð að hafa í huga að hann þarf svigrúm til athafna til þess að standast öðrum atvinnugreinum snúning í baráttunni um fólk og fjármagn. Hann þarf að sýna þá arðsemi sem tryggir honum aðgang að ódýru og hagkvæmu lánsfé og hann þarf að vera samkeppnisfær á komandi árum um besta fólkið til að vera sem fyrr starfsvettvangur þess afreksfólks sem staðið hefur í stafni sjávarútvegsins - og þar með þjóðarskútunnar. Sjávarútvegurinn er hátæknigrein. f honum felst mikil þekkingarstarfsemi sem krefst menntunar í samræmi við það og atgervis okkar færasta fólks. Nú sem fýrr ersjávarútvegurfjölbreytt og krefjandi framtíðaratvinnugrein sem ungt fólk á mikið erindi í. Með þetta í farteskinu göngum við bjartsýn og samhent fram veginn, landi og þjóð til heilla. Til hamingju með daginn. Til hamingju með daginn sjómenn aí mínum huga hefur Sjómannadagurinn alltaf verið mesti hátíðisdagur ársins. Þá er fagnað góðu gengi okkar manna í hættu mesta vinnu- umhverfi landsins og ÁrniJohnsen minnst þeirra sem Aiþingismaður hafa Qrðið að |úta f lægra haldi í baráttunni við ægi. Þjóðhátiðin er mikilvæg í okkar Eyjasamfélagi, en þar er tóm gleði og gaman og lífið leikur við. Ugglaust hefur það verið léttir í gegn um tíðina að geta fagnað Sjómanna- degi vegna þess að við sem höfum alist upp og búið í veiðimanna- samfélaginu höfum örugglega andað léttar þegar lokadagurinn 11. maí rann upp. Allan veturinn hafði ákveðinn ótti búið í brjóstinu, ótti við mannskaða á sjó og alltaf var það ævintýralega spennandi að sjá vertíðarbátana koma til hafnar að kvöldi dags. Það var eins og sigur að sjá hvern masturstopp koma fyrir Klettsnefið, því á masturstoppunum þekktum við bryggjupeyjarnir bátana. Sífellt á verði í öryggismálum sjómanna Ennersjórinn samurviðsig, enn þarf sífellt að vera á verði, en menn hafa sem beturfer lagt sívaxandi áherslur á öryggi sjómanna um árabil. Eitt að því sem mér sjálfum þykir vænst um af öllum þeim málum sem ég hef komið að á undanförnum áratugum er starf í Öryggismálanefnd sjómanna sem sett var á laggirnar í tengslum við Alþingi. Þar unnum við Pétur sjómaður og fleiri góðir menn að byltingarkenndum tillögum um átak í öryggismálum sjómanna og það var hrundið fram yfir 40 verkþáttum í þeim efnum sem hafa skilað stórkostlegum árangri, fækkun sjóslysa og mannskaða. En við megum aldrei slaka á klónni í þessum efum og til að mynda þarf nú að hnykkja á betri gerfihnatta- þjónustu vegna öryggismála, betri þjónustu í fjarskiptum við skip og betri þjónustu í tæknibúnaði til björgunar hvort sem það er tæknibúnaðurá landi, björgunarskip, þyrlureða flugvélar. Þakkirfyrir mikinn stuðning sjómanna f kjölfar kosninga vil ég þakka sjómönnum mikinn stuðning og saman þurfum við að vinna að framgangi hagsmunamála sjómanna. Þar þurfa markmiðin að vera skýr og baklandið klárt vegna þess að lenskan í þjóðfélaginu er allt önnur en að sinna til að mynda málefnum sjómanna, kerfisbúskapurinn í Ugglaust hefur það verið léttir í gegn um tíðina að geta fagnað Sjómannadegi vegna þess að við sem höfum alist upp og búið í veiðimannasamfélaginu höfum örugglega andað léttar þegar lokadagurinn 11. maí rann upp. Allan veturinn hafði ákveðinn ótti búið í brjóstinu, ótti við mannskaða á sjó og alltaf var það ævintýralega spennandi að sjá vertíðarbátana koma til hafnar að kvöldi dags. stjórnkerfi landsins hrópar sífellt á meiri umsvif, meir afskipti ,meiri fyrirhyggju. Þessu þurfum við lands- byggðarmenn að sporna gegn og það hefst aðeins með vinnu, vinnu, vinnu og meiri vinriu. Hér í Eyjum skipti það miklu máli fýrir marga sjómenn og fjölskyldur þeirra og útgerðir að skerðing á útflutning fersks fisks verður afnumin í haust. Tveir þriðju af þeirri skerðingu hafa bitnað á útgerðarmönnum og einn þriðji á sjómönnum. Það er um miklar upphæðir að ræða, skerðing sem engin rök voru fyrir. Endurnýjun bátaflotans er mikið gleðiefni Þá fögnum við innilega magnaðri endurnýjun bátaflotans í Eyjum, lífsankeris Eyjanna. Framtak og metnaður útgerðarmanna okkar er stórkostlegur. Það er gott dæmi um sýndarmennskuna í mörgu í þjóð- félaginu hvernig ráðist hefur verið á útgerðarmenn fyrir þeirra störf, en égv minnist þess ekki að nokkur fjölmiðill hafi minnst á það þegar Magnús Kristinsson tók fjármagn beint úr viðskiptum sínum óháð útgerðinni og keypti nýtt fiskiskip sem væntanlegt er í haust. Það er undarlegt eftirtektarleysi að fjölmiðlar skyldu ekki sjá þetta. Góð skip eru heimili og starfsvettvangur sjómanna að stórum hluta og þess vegna skiptir svo miklu máli að vinna fram á veginn. Til hamingju með daginn sjómenn, megið þið eiga góða ferð í hverri sjóferð og góða heimkomu. Megi lífið leika við ykkur eins og kostur er á aðstæðum hafsins. Baráttukveðjur í starfi og leik.

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.