Fylkir


Fylkir - 01.06.2007, Blaðsíða 2

Fylkir - 01.06.2007, Blaðsíða 2
2 FYLKIR- 1.júní2007 Leigusamningur framlengdur um eitt ár Málefni unga fólksins Hreinsunar dagurinn tókst vel Laugardaginn 5. maí sl. var haldinn Hreinsunardagurá Heimaey. Þráttfyrir leiðindaveður var þátttaka með ágætum. Eins og fyrri ár voru það félagasamtök sem sáu hver um sitt svæði. Að hreinsun lokinni sáu svo bæjar- fulltrúar og ráðsmenn í Umhverfis- og skipulagsráði um að grilla pylsur ofan í þátttakendur. Hreinsunardagurinn er áminning til okkarallra um umhverfið og þá staðreynd að hvert eitt handtak hjálpar við að gera Eyjuna okkar snyrtilegri þannig að við gerum sýnt gestum okkar hana með stolti alltáriðumhring. Mikilláhugiá nýjum lóðum við Litlagerði Alls bárust 10 umsóknir um 4 lóðir við Litlagerði og var dregið úr umsóknum á síðasta fundi Umhverfis- og skipulagsráðs. Fjórir umsækjendur hlutu eina lóð hver og er gert ráð fýrir því að lóðirnar verði tilbúnartil byggingarframkvæmda næsta haust. Töluverðar breytingar voru gerðar á gjaldskrá gatnagerðagjalda í ár og er nú stefnt að því að gatnagerðagjöld standi framvegis undirgatnagerðinni. Miklar fram- kvæmdir fyrirhugaðar hjá Vinnslu- stöðinni Vinnslustöðin hf. áformar að byggja síðar á þessu ári nýja stóra kæli- og frystigeymslu og hefur félagið sótt um lóð undir þessa starfsemi á Eiðinu með beinu aðgengi austasta hluta bryggjukantsins norðan hafnar. Málið hefur verið um til umræðu í Umhverfis- og skipulagsráði og Framkvæmda- og hafnarráði. Þessi fyrirætlan Vinnslustöðvarinnar sýnir styrkleika og metnað sjávarútvegsfyrirtækja í Eyjum og trú þeirra á framtíð sjávarútvegs í byggðarlaginu. Sem kunnugt er stórskemmdust upptökumannvirkin - skipalyftan- sem er í eigu Vestmannaeyjahafnar 17. október á síðasta ári. Allt frá þeim tíma hefur verið unnið að því að fá tjónið bætt svo hægt væri að ráðast í endurnýjun og endurbætur á lyftubúnaðinum. Alþingi samþykkti breytingar á hafnarlögum rétt fyrir þinglok í mars sl. sem gerir Hafnarbótasjóði mögulegt að bæta tjón á upptökumannvirkjun í eigu sveitarfélaga. Opinber stuðningur við slík verkefni eins og tjónabætur og uppbygging upptökumannvirkjanna er háð samþykki eftirlitsstofnunar ESA í Brussel. Erindi íslenskra stjórnvalda þar um er nú til skoðunar þar og er þess að vænta að niðurstaða liggi fyrir innan tíðar. Leigusamningur Vestmannaeyja- hafnar og Skipalyftunnar ehf. sem gerður var þegar upptökumannvirkin voru tekin í notkun 1982 var til 25 ára og rann út 1. júní 2007. Fulltrúar Vestmannaeyjahafnar og Skipa- lyftunnar hafa átt fundi vegna Framkvæmda- og hafnarráð samþykkti á síðasta fundi að festa kaup á nýjum löndunarkrana í Friðarhöfn. Nú fer öll fisklöndun smábáta fram í Friðarhöfn í nálægð við Fiskmarkað Vestmannaeyja. Löndunarkraninn á Nausthamars- bryggju er nú mest notaður við aðra hafnsækna starfsemi, svo sem við að sjósetja og taka upp slöngubáta, tuðrur og einnig er eitthvað um að beita sé hífð með honum í smábáta. Nýi löndunarkraninn verður leigusamningsins og tókst sam- komulag 25. máí sl. um að framlengja núverandi leigusamning til eins árs, þe. frá 1.júní2007 til 1. júní 2008. Arnar Sigurmundsson, formaður Framkvæmda- og hafnarráðs telur samninginn vera eðlilegan millileik að beggja hálfu, því mikil óvissa er um með hvaða hætti staðið verður að endurnýjum núverandi upptöku- mannvirkja Vestmannaeyjahafnar. Fiskiskipin hafa stækkað gríðarlega á undanförnum árum og nú er svo komið að eingöngu væri hægt að taka upp í lyftuna hluta af núverandi fiskiskipaflota Eyjamanna, verði búnaðurinn eingöngufærðurtilfyrra horfs. Miklu skiptirað hægt verði að ráðast í endurbyggingu sem fýrst, því það er ólþolandi að ekki skuli vera mögulegt að taka upp fiskiskip til viðgerðar í Vestmannaeyjum, stærsta og öflugasta sjávarútvegsplássi á íslandi. staðsettur við hliðina á núverandi löndunarkrana. Kaupverð á nýjum krana er rúmlega 2 millj. króna fyrir utan virðisaukaskatt og uppsetningu. Smábátamenn höfðu óskað eftir nýjum löndunarkrana í Friðarhöfn, en á álagstímum er oft mikið um að vera í kringum núverandi löndunarkana og flotbryggjur. Reiknað er með að nýi löndunarkraninn verði tekinn í notkun næsta haust, en 3-4 mánaða afgreiðslufrestur er á nýja krananum. Á síðastliðnu ári hefur Menningar- og tómstundaráð lagt áherslu á að efla félagsstarf ungs fóiks í Vestmannaeyjum og verður hér hlaupið yfir það helsta sem ráðið hefur gert í þeirra málum. Ungmennaráð Gengið var frá skipun í ungmennaráð í febrúar síðastliðnum og er ráðið skipað ungu fólki á aldrinum 15 til 20 ára. Hlutverk ráðsins er að koma fram sem talsmaður ungmenna og gera tillögur til MTV um mál er snerta hagsmuni og aðstæður þeirra. Fyrsta hlutverk ungmennaráðs var að undirbúa starfsemi Menningar- miðstöðvar unga fólksins og stendur súvinna ennyfir. Menningarmiðstöð unga fólksins Á fundi MTV þann 1. mars 2007 samþykkti ráðið að stofna Menningarmiðstöð unga fólksins fyrir ungmenni á aldrinum 16 til 25 ára í Vestmannaeyjum. Vosbúð, semáður hýsti starfsemi Miðstöðvarinnar við Strandveg var tekið á leigu undir starfsemina í kjölfar þess að skipulagsráð samþykkti breytta notkun á húsnæðinu. Ungmennin sjálf munu leggja upp meðtillögurað starfsemi í húsinu og aðstöðu og hefja undirbúning í gegnum Ungmennaráð og húsráð Menningarmiðstöðvarinnar þegar það hefur verið skipað. Auglýst verður eftir áhugasömum og duglegum ungmennum til setu í húsráðinu. Lagt er upp með að vinna í húsnæðinu geti farið fram í sumar og formleg opnun verði svo með haustinu. Endurskipulagning tómstundaúrræða Við undirbúning að starfsemi Menningarmiðstöðvarinnar var ákveðið að endurskipuleggja tómstundarúrræði fyrir ungt fólk í heild sinni og endurmeta stöðuna varðandi Félagsmiðstöð barna, Féló. Nú stendur því yfir heildar- endurskipulagning á tómstunda- úrræðum fyrir börn í Vestmanna- eyjum og á síðasta fundi MTV taldi ráðið að vel kæmi til greina að flytja starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Féló í hluta húsnæðis Rauðagerðis, Undanfarna mánuði hefur verið unnið að miklum framkvæmdum við Básaskersbyggju og er verkið samkvæmt samgönguáætlun og fjárhagsáætlun Vestmannaeyja- hafnar 2007. Á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs sem haldinn var 22. maí sl. kom fram að verkið er nokkuð á eftir áætlun og var lögð áhersla á það við verktakann að vinna að því að ná upp þeirri töf sem orðið hefur á verkinu. Búið er að endurnýja stálþil á stórum hluta bryggjunnar og nú verið að ganga frá festingum og skipta um jarðveg. Ekki liggur endanlega fýrir hvenær verkinu Á fundi MTV þann 1. mars 2007 samþykkti ráðið að stofna Menningarmiðstöð unga fólksins fyrir ungmenni á aldrinum 1 6 til 25 ára í Vestmannaeyjum. Vosbúð, sem áður hýsti starfsemi Miðstöðvarinnar. sérstaklega með tilliti til aldurs- skiptingar Grunnskóla Vestmanna- eyja og þess að eldra skólastig verður starfrækt í húsi Barnaskólans. Fyrirhugað er að vinnu við endur- skipulagninguna verði lokið áður en skólastarf hefst afturað hausti. Rokkeldið Þann 19. maí sl. var styrktarsamningur Vestmannaeyjabæjar og Gullrótar, aðstandenda rokkeldis í Fiskiðjunni undirritaður. í samningnum er kveðið á um að Vestmannaeyjabær muni styðja við bakið á listsköpun þeirri og tónlistarlífi ungmenna sem fram fer í Fiskiðjunni með 960.000,- kr. framlagi á ári. Samningurinn kom til framkvæmda í nóvember 2006 en skrifað var formlega undir samninginn í Fiskiðjunni þar sem ungmennin stóðu að opnu húsi og leyfðu gestum og gangandi að kynna sér aðstöðuna. Krakkarnir hafa komið sér vel fyrir í Fiskiðjunni og eru æfingaherbergin lokuð af, hljóð- einangruð með t.d. eggjabökkum á veggjum og dýnum í lofti og skreytt með fánum og fleira skemmtilegu. Sannarlega rokkað og flott hjá þeim. Bæjarlistamenn Vestmannaeyja Unga fólkið hefur átt hug MTV og til marks um það er að tilnefningu til starfslauna bæjarlistamanns árið 2007 hlaut rokkhljómsveitin Foreign Monkeys en hljómsveitin sigraði músíktilraunir árið 2006 og vinnur nú að gerð geisladisks. Sumir meðlimir hljómsveitarinnar hófu einmitt feril sinn í æfingahúsnæði Fiskiðjunnarvið Ægisgötu. Það hefur því mikið verið unnið í málefnum ungs fólks f Eyjum sem verður til þess að efla þau og hvetja enn frekar til dáða og góðra verka. lýkur, en umferð gengur nú greiðar fyrir sig en áður á bryggjunni. Síðasti verkþátturinn verður þegar varanlegt slitlag verður lagt á bryggjudekkið. Um þessar mundir eru liðin 70 ár frá því Básaskersbryggja var tekin í notkun og hefur það verið gríðarleg framkvæmd á sínum tíma. Þegar verkinu lýkur við Básaskersbryggju er áformað að fara í lagfæringar á Bæjarbryggjunni, en hún er langelsta bryggjan í Eyjum og hefur mikið sögulegt og menningarlegtgildifýrir Vestmannaeyjar. 3UMr Útgefandi: Eyjasýn fyrirhönd Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum. Prentvinnsla: Eyjasýn ehf. / Eyjaprent Upplag: 1800 eintök. Ritnefnd: Arnar Sigurmundsson Guðbjörg Matthíasdóttir Gunnlaugur Grettisson Hörður Óskarsson ábm. Magnús Jónasson Skapti Örn Ólafsson Bæta við öðrum löndunarkrana í Friðarhöfn Páley Borgþórsdóttir forrnaður Menningar-og tómstundaráðs Miklar framkvæmdir við Básaskersbryggju

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.