Fylkir


Fylkir - 01.06.2007, Blaðsíða 4

Fylkir - 01.06.2007, Blaðsíða 4
Leik- og grunnskóli amikið verið að gerast í málefnum leik- og grunnskóla bæjarins. í málum leiksólans ber hæst sameining Rauðagerðis og Sóla í Páii Marvin nýjan fimm deilda jónsson leikskóla. Hvað formaður varðar má|efni Skólamálaráðs grunnskó|ans er það aldursskipting skólans og skipulagning hans. Leikskólinn Sameining Rauðagerðis og Sóla er nú að að mestu lokið þó svo að enn sé verið að aðlaga innra starf skólans að nýju húsnæði. Það er óhætt að segja að sameiningin hafi gengið vel fyrir sig miðað við umfang framkvæmd- anna og þeirra miklu þreytinga sem þessi framkvæmd hefur haft, bæði á starfsmenn og börn skólans. Stýri- hópurinn sem skipulagði sameining- una á heiður skilið fyrir þá miklu og góðu vinnu sem hann lagði á sig til að gera þetta kleift. Starfsfólkið hefur þurft að sjá eftir sínum gamla vinnu- stað en nú sameinast það undir merkjum hins nýja leikskóla. Þrátt fyrir þessar erfiðu breytingar endur- spegla fyrstu starfsmánuðir hið metnaðarfulla skólastarf sem unnið er i Eyjum í nýju og glæsilegu umhverfi og við bestu mögulegu aðstæður. Grunnskólinn Á grunnskólastiginu eru jafnframt miklar breytingar að eiga sér stað. Það er trú mín að þessar aðgerðir í málefnum leik- og grunnskóla Vestmannaeyjabæjar skili okkur hagræðingu innan málaflokksins og að sú hagræðing komi til með að nýtast til frekari uppbyggingar á skólastafinu. Aldursskipting grunnskólastigsins í Eyjum er breyting sem kemur til með að hafa áhrif á alla íbúa bæjarins. Skólamálaráð skipaði á sýnum tíma stýrihóp til að koma með tillögur um hvernig best væri að innleiða aldurskiptinguna í skólann. Stýri- hópurinn hefur lokið störfum og skilað af sér tillögum til Skólamála- ráðs. Starf stýrihópsins var ekki einfalt og þurfti hópurinn að leysa úr ýmisskonar vandmálum og fjalla um fjölmargar tillögur frá hinum ýmsu hagsmunaaðilum. Stýrihópurinn var skipaður m.a. af fulltrúum kennara og foreldra og vil ég þakka þessum aðilum sérstaklega fýrir þeirra framlag íþessari vinnu. Á næsta skólaári mun 1. til 5. bekkur vera staðsettur í Hamarsskóla en 6. til 10. bekkur í Barnaskólanum. Þessi skipting þótti henta best þegar á heildina er litið þó svo að ákveðin rök væru færð fyrir því að hafa skiptinguna ofar eða við sötta eða sjönda bekk. Þessi skipting kallar á ákveðnar framkvæmdir og þá sérstaklega við Barnaskólann. Það er Ijóst að sumar þessar framkvæmdir eru löngu tímabæraren fjárhagsstaða bæajarins undanfarin ár hafa gert það að verkum að ekki hafi verið hafist handa. Á síðasta fundi skólamálaráðs var samþykkt tillaga um framkvæmdir sem ráðið leggur til að verði ráðist í fyrir næsta skólaár. Stefnt er m.a. að því að klára aðgengismálin í Barnaskólanum, laga félags- og mötuneytisaðstöðu og bæta starfsaðstöðu kennara. Við Hamarskólann er brýnt að skoða aðkomuna að skólanum og er umhverfis- og framkvæmdasvið bæjarins að vinna að úrbótum hvað það varðar. Það er trú mín að þessar aðgerðir í málefnum leik- og grunnskóla Vestmannaeyjabæjar skili okkur hagræðingu innan málaflokksins og að sú hagræðing komi til með að nýtast til frekari uppbyggingar á skólastafinu. Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóginn við þessa vinnu og ekki síst starfsfólki skólanna sem hefur þurft að standa frammi fýrir þessum breytingum í all langan tíma. Þökkum traustið XD SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN (SUÐURKJÖRDÆMI Við þökkum það mikla traust sem okkur var sýnt i nýliðnum kosningum. Utkoman er glæsileg og fjölmörg verkefni framundan. Við viljum þakka þeim fjölmörgu stuðningsmönnum sem lögðu hönd á plóginn í kosningabaráttunni. Ykkar framlag og stuðningur skipti sköpum. Við hlökkum til að að vinna með ykkur á komandi kjörtímabili. Við náum árangri! Sjálfstæðismenn I Suðurkjördæmi SJÓMANNADAGSHELGIN 1.-3. JÚNÍ FÖSTUDAGUR Kl. 12.00 Sjómannagolf Kl. 14.30 Knattspyrnumót áhafna Kl. 21.00 TónleikaríBetel Hið heimsfræga Glenn Kaiser Band - Hin stórgóða hlómsveit Jack London sérum upphitun. Kl. 22.00 Söngkvöld Árni Johnsen og KK ásamt þeim Ralla Þáls á túbu, Ósvaldi Frey á píanó, Sigurfinni á nikkuna, Sigurmundi Gísla og Jarli á gítar, Þórarni Ólasyni og fieirum í Akóges Dúndurfjör- mætið tímanlega. LAUGARDAGUR Kl. 13.00 SjómannafjöríFriðarhöfn Sr. Guðmundur Örn Jónsson blessar daginn Lúðrasveit Verkalýðsins Glenn Kaiser Band tekur nokkur lög og gerir mannskapinn kláran í kappróður, koddaslagur, reiptog, spretthlaup á lokum, kararóður, stakkasund, loftfimleikar. Stórsýning Mumma (Fúsa) á sjóbrettum, hann mætir með úrvalslið - krakkarnir fá að prófa einnig verður boðið upp á ferðir með sæþotum fyrir yngri kynslóðina. Kynnir Valmundur í Alþýðuhúsinu. Munið Fiskmarkað handknattleiksdeildar ÍBV Kl. 15.00 Skákmót í Básum Sjómenn gegn landkröbbum Kl. 16.00 Glenn Kaiser Band tónleikar í Betel Jack London hitar upp. Kl. 20.00 Hátíðarsamkoma í Höllinni Maturog myndasýning Lúðrasveit verkalýðsins Jóhannes Kristjánsson eftirherma Obbósí Bjarnitöframaður Klassískt rokk Tríkotog Lúðró K.K. Fjöldasöngur Árni Johnsen Veislustjóri Jarl Sigurgeirsson Hljómsveitin Daltón leikur fyrir dansi. Miðaverð kr. 5.300,- (matur, skemmtun, dansleikur) kr. 2.100,- (dansleikur) Matseðill kvöldsins: Hið rómaða hlaðborð Gríms kokks og félaga SUNNUDAGUR Kl. 10.00 Fánar dregnir að húni Kl. 13.00 Sjómannamessa Prestur Guðmundur Örn Jónssson Organisti GuðmundurGuðjónsson Ritningarlestur Guðný Bernódusdóttir og Halla BjörkJónsdóttir Kór Landakirkju Eftirmessu: Minningarathöfn við minnisvarða hrapaðra og drukknaðra. - ræðumaðurSnorri Óskarsson Blómsveigur lagður við minnisvarðann Sigurður Georgsson og Guðný Fríða Einarsdóttir Kl. 15.00 Hátíðardagskrá á Stakkagerðistúni Lúðrasveit Vestmannaeyja Hátíðarræða: Páley Borgþórsdóttir, formaður bæjaráðs Sjómenn heiðraðir Verðlaunaafhending Frábær barnadagskrá -Leikfélagið-eldgleypar-tröll hoppukastalar Bjarnitöframaður Fimleikafélagið Rán Tónleikar-Tríkotog Lúðró Kl. 21.00 Risatónleikar í Höllinni - Hljómsveitin Dúndurfréttir Á efnisskránni verður úrval laga með Led Zeppelin, Uriah Heep og Deep Purple. Aðgangseyrir á þessa glæsilegu tónleika Kr. 2500,- Miðaverð á tónleika + mat á sunnudagskvöldinu í Höllinni er kr. 4990,-. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00 en húsið opnað fýrir matargesti kl. 19.00 Nánari uppl. og borðapantanir í síma 481 2675,863 9337,481 2665 eða 897 1148. Panta þarf borð fyrir kl. 15.00 á sunnudeginum fyrir matargesti. Ekki þarf að panta borð á skemmtunina.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.