Fylkir


Fylkir - 23.12.2007, Page 3

Fylkir - 23.12.2007, Page 3
FYLKIR - jólin 2007 Jlí ?! ji ■a «* ii!i « rim ■■ ■ ■ ■ ■ ■■ Jólahugvekja, Séra Kristján Björnsson Leiðarstjarna allra tíma Þegar líður að jólum eykst eftirvænting í hjörtum allra sem eiga góðar min- ningar frá jólum. Aðrir kljást við kvíða vegna breyt- inga sem orðið hafa á aðstæðum í lífinu frá liðnum jóladögum. Hvoru tveggja byggir á því að við höfum átt önnur jól áður, sem við minnumst. Þannig hefur það að sjálfsögðu verið hjá mannkyni um aldir en ekki alltaf. Hin fyrstu jól gat hvorki gætt eftirvæntingar né kvíða. Á þann hátt var líf mannsins í kyrrstöðu fyrir fæðingu Frelsarans. Þá hafði ekki verið lögð sú leið sem fetuð hefur verið ár eftir ár og öld eftir öld. Á þeirri leið hefur margt gerst sem vert er að rifja upp á jólum eða í aðdraganda jóla og það gerum við óspart. Og það er óspart leikið á það stef sem ertir eftirvæntingu hinnar sælu vonar sem öll sönn og góð jólabörn bera í brjósti. Sú von er öll um það eitt að vera leidd inn til san- nrar jólagleði. Aðdragandinn ber þess vott. Við keppumst við að leiða hvert annað inn í þessa gleði og viljum gleðja ástvini og alla náungana okkar. Við reynum Sr. Kristján Björnsson Sóknaprestur Landakirkju Allt sem við gerum eru vörður á leiðinni til jóla. Eitt lítið Ijós í glugga getur vissu- lega leitt alla, sem sjá birtu þess, í áttina að gleðilegum jólum. að gleyma ekki okkar minnsta bróður og við gefum til hjál- parstarfs og viljum ekkert aumt sjá án þess að bregðast við því með gjöfum og uppörvun. Við kveikjum meira að segja Ijós í görðunum til að lýsa fyrir náunga okkar, gesti og gangandi. Allt sem við gerum eru vörður á leiðinni til jóla. Eitt lítið Ijós í glugga getur vissulega leitt alla, sem sjá birtu þess, í áttina að gleðilegum jólum. En það leiðir engan inn til fagnaðarríkrar hátíðar vegna fæðingar Guðs sonar í Betlehem nema þetta litla Ijós sé eins og blik af sjálfri jólastjörnunni yfir Betlehem forðum. Ljós af þeim atburði hefur ekki alltaf fengið að lýsa hátt hjá öllum þjóðum þótt fagnaðarerindið um Jesú Krist hafi verið ætlað öllum mönnum. Það er því mikilvægt að við kæfum ekki þetta Ijósjólanna eða setjum það undir kerald eða hyljum það á nokkurn hátt. Við skulum gera þetta Ijós að leiðarstjörnu og stefna í áttina að skærasta Ijósi allra tíma. Það er Ijós Drottins, sem kom til að lýsa upp myrkur þessa heims, frelsa manninn og skapa hjá honum endalausa eftirvæntingu gleði, trúar, vonar og kærleika. I Ijósi þess óska ég þér gleðilegra jóla með litlu Ijóði sem ég orti í logn- drífu í Eyjum í síðustu viku: Leiðarstjarnan lýsir hátt lyftir stuttum degi. Mjallar drífan mjúkt og smátt málarhús og vegi. Leiðar Drottins Ijúfa stef lýsir friðarstjarna. Breiði dýrð hans bænarvef bóiin yfir barna. Leiðarsteinninn vísar veg visku spádóm birtir. Ferð þótt verði tæp og treg í trú og von ei syrtir. Leiðsögn Drottins liki mér leið hans feta viljum. Áfram kærleik eflum hér allt til þess við skiljum. Lýsi Orð Guðs Ijóst um jól liti þjóð og siðinn. Maríu son þér skapi skjól og skenki jólafriðinn. Forsíðumyndina tók Sæþór Vídó ofan afhrauniskömmu eftirað rafmagn var tekið afbænum vegna skipta spenni. EFNISYFIRLIT Bls.3 Hugvekja eftir sr. Kristján Björnsson Bls. 5 Miðbærinn hefur alltaf haft mikið aðdráttarafl fyrir verslunarrekstur Brot afverslunarsögu Vestmannaeyja eftir Kristmann Karlsson, 2. hluti. Bls.11 Vestmannaey VE54 frá íslandsmiðum til Argentínustrandar eftir Grím Gíslason Bls. 12 Fyrst og fremst stoltur segir Magnús Kristinsson um samleið sína með Vestmannaey í 35 ár í spjalli við Grím Gíslason Bls. 14 Minningarbrot úr barnaskóla - einkum um Þorvald Sæmundsson - endurminningar Helga Bernódussonar frá árum sínum í Barnaskóla Vestmannaeyja Bls. 19 Ótrúleg átakamál á einum mánuði viðtal Árna Johnsen við Guðjón Rögnvaldsson útgerðarmann, gosnóttina, leit að týndu skipi í aftökum, strand Gjafars og undarlega röð atvika. Bls.21 Stofnun Sjálfstæðiskvenna- félagsins Eyglóar fyrir 70 árum og 75 ára afmæli Sjálfstæðisfélags Vestmannaeyja eftir Arnar Sigurmundsson Bls.23 Látnir kvaddir Myndiraffólki sem búið hefuríVestannaeyum ( lengri eða skemmri tíma og lést á árinu. Myndir íblaðinu: Sigurgeir Jónasson Sæþór Vídó FriðrikJesson Frá myndasafni Frétta og fleirum. ÚTGEFANDI: RITNEFND: PRENTVINNA: UPPLAG: Eyjasýn hf. fyrir hönd Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum Arnar Sigurmundsson, Magnús Jónasson, Gunnlaugur Grettisson, Hörður Óskarsson, ábm., Skaþti Örn Ólafsson og Guðbjörg Matthíasdóttir. Eyjasýn hf. Vestmannaeyjum 2300 eintök BLAÐINU ER DREIFT í ÖLL HÚS í VESTMANNAEYJUM OGAUK ÞESS SENT VÍÐA UM LAND OG SELT í LAUSASÖLU Á KLETTI, VESTMANNAEYJUM.

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.