Fylkir


Fylkir - 23.12.2007, Blaðsíða 5

Fylkir - 23.12.2007, Blaðsíða 5
FYLKIR - jólin 2007 Bárustígur, myndin er tekin uppúr 1950 af Friðrik Jessyni og sýnirhún Þorbjörn Guðjónsson bónda á Kirkjubæ með hestvagn. Húsin frá vinstri eru Fiskbúðin, Framnes, Fagri dalur, Hallóbar, Sælundur og Kaupfélagið Bárustíg 6. Brot af verslunarsögu Vestmannaeyja eftir Kristmann Karlsson 2. hluti Miðbærinn hefur alltaf haft mikið aðdráttarafl fyrir verslunarrekstur Þessi umfjöllun er framhald greinar eftir Kristmann Karlsson stórkaup- mann sem birtist í Jólablaði Fylkis í fyrra. Nú er sögu- maður kominn að horni Bárustígs og Strandvegar, en í jólablaðinu í fyrra fór hann yfir sögu verslana í austurbænum frá þeim tíma sem hann mundi eftir sér í Ingólfshvoli við Landagötu til vorra daga.. Segja má að mestallt sögusviðið í austurbænum hafi farið undir hraun í eldgosinu 1973. Gefum nú Kristmanni orðið á nýjan leik: Kristmann Karisson greinarhöfundur Fjölþætt starfsemi hefur verið til húsa á Bárustíg 1 Nú mun ég að fjalla um þann hluta af bænum sem við þekkjum betur í dag þó, mjög miklar breytingar hafi samt orðið. Ég lalla til suðurs frá gamla (sfélagshúsinu upp Bárustíginn. Húsið Bárustígur 1 var veiðar- færahús Ólafs Auðunssonar og síðar sonar hans Kjartans á Hrauni fyrir mb. Veigu og síðar mb.Tjald og einnig var þar fiskvinnsla. Þetta hús varð síðar í eigu ýmissa aðila og tekið töluverðum breytingum í áranna rás. Geir Ólafsson og Þorbjörn Pálsson opnuðu hér byggingavöruverslun í vestur helmingi neðstu hæðar og stórum hluta annarar hæðar. Kaupfélag Vestmannaeyja yfirtekur síðar þennan rekstur. Tóti rak Tóta Turn í austurhluta hússins eftir gos eins og áður var getið. Hildibrandarnir keyptu efstu hæðina, hófu innréttingar sem ekki tókst að klára. Seinna Á móti Bifröst var Hallóbar. Þetta var nú frekar furðuleg sjoppa. Jakob Ólafsson og Dunni eða Gunnar Bjarnsen, ráku Hallóbar saman. Það voru 4-6 tröppur uppí Hallóbar sem var nú varla nema 20 fermetra hús. Búðarborðið var svo hátt að ég þokkalega stór 12 ára, varð að teygja mig til þess að geta sett peninginn uppá borð. kaupa eða leigja þeir Hertoga- bræður, Ingi Brynjar og Guðmundur Erlingssynir þann hluta sem KV var með eftir að KV festi kauþ á Timbursölunni, en hún hafði verið til húsa við Garðaveg 15, þar sem Húsa- smiðjan er í dag. Hertoginn var áður á Hótel Þórshamri en flutti hingað og var opnaður veitinga- staður á tveimur hæðum. Þessi rekstur gekk ekki og fór í þrot. Eftir að Halli Tóta hætti með Turninn, tók Ágúst Karlsson við, síðan Þorsteinn Jónsson (Steini í Laufási) þá Lárus Jakobsson til dauðadags, síðan bróðir hans Sigurjón Rúnar og fór þá að halla undan fæti. Þeir Tölvubæjar- feðgar, Gísli Ragnarsson og Baldur Gíslason, sem ráku um tíma tölvubúð og einnig leik- fangabúð í Neistahúsinu Strand- vegi 51 tóku yfir Turninn, en allt fór á sama veg og þeir gáfust upp.Sigfús Scheving tekur við í nokkrar vikur eða mánuði og gefst upp og Turninum var lokað fyrir fullt og allt, allavega að sinni. í nokkur ár, var ekkert var um að vera í þessu húsi, en þá oþnar „Bjössabar" Áslaug Johnsen hefur flutt Jazz fatabúð yfir götuna, sem var áður í Drífanda. Nú á þessu hausti hefur Guðjón Hjörleifsson, fyrrv. bæjarstjóri og alþm. opnað í austur hluta neðri hæðar fasteignasölu og tryggin- gaumboð fyrir Vörð undir nafninu Heimaey ehf. Margir hafa verslað í Drífanda Næst förum við yfir í Drífanda, sem er Bárustígur 2. Jóhann Friðfinnsson eða Jói í Drífanda hafði rekið verslun í húsinu í mörg ár fyrir gos var í töluverðu basli með húsið eftir gos. Hann var kominn til starfa fyrir Bátaábyrgðarfélagið og leigði út húsið, en það. var illa farið og ýmsir stoppuðu þar í stuttan tíma. Tóta Turn, Flugfélag íslands, upplýsingamiðstöð ferðamála og minjagripasala, Blómabúðin Happó Ingibjörg Johnsen, nokkrar tískuvörubúðir í norður- hlutanum. Eftir Turninn í suðurhlutanum kemur Mexíkan- inn, spilasalur og sjoppa sem Kristinn Sigtryggsson sem þá bjó á Seljalandi v/Hásteinsveg rak. Fatamarkaður og síðar Jazz sem nú er flutt yfir götuna eins og áður er getið. Páll Scheving og Elías Bjarnhéðinsson eru hér með tískuvöruverslun um tíma. Páll Scheving og kona hanns Kristín Ellertsdóttir voru með DoReMi og Sæunn Sævarsdóttir rak þar Krakkakot og Linda í Götu með Smart, en er nú flutt á Vest- mannabrautina. Ég er örugglega að gleyma einhverju. Nú er Þröstur Johnsen með kaffihús og ölstofu í tengslum við Hótel Eyjar sem hann rekur nú á efri hæðum þessa sögufræga húss, sem hefur hýst fjölda skrifstofa, gisti- heimili og matstofu, svo nokkuð sé nefnt. Kaupfélagið og Kreml Ég fer yfir Miðstrætið vestan megin. Hér er hús KV, þar voru vefnaðarvöru- og búsáhalda- deildir, sem KV rak fram að gosi og opna svo aftur og starfa þar til kauptilboð kom í húsið frá Kolla og Marý sem flytja Mozart í þetta hús. Eftir að Mozart hættir, leigja þau plássið fyrir Róma, DoReMi og Krakkakot, síðar kaupir Steindór Árnason allt húsið fyrir verslun sína Axel Ó. ásamt íbúð á efri hæð. Á móti þessu húsi var á þessum tíma húsið Reynir, sem var rifið. f kjallaranum þar var verslunin Reynir hér var einnig Steingor Sigfússon, tannsmiður á efri hæðinni. Næsta hús er Bárustígur 7, þar var matvöru- verslun KV, þessi verslun tók ýmsum breytingum í höndum KV, fyrst var öll vara afgreidd yfir búðarborð, þá kom kjörbúð með kjötborði þar sem KV rak líka kjötvinnslu á efri hæðinni. Þessi verslun breyttist síðar í Betri Bónus, sem var lágvöruverðs verslun. Síðar var KV yfirtekið af Kaupfélagi Árnesinga. Bergur bakari keypti húsið og breytti því í bakarí og verslun, sem gengur bara nokkuð vel í dag. Ekkert hús var á næstu lóð fyrir sunnan, þar sem nú er Gallerí Heimalist eða Bárustígur 9. Þegar nýtt hús var reist, voru þar m.a. skrifstofa Alþýðubandalagsins og er húsið stundum kallað Kreml. Aníta barnafataverslun í nokkur ár. Þarna hófu Sigga sól og Maggi máni verslun sína Verslun Sigurbjargar Ólafsdóttur. Þau byggðu síðar á lóðinni sem nú er Sparisjóður Vm. Guðmundur Sigfússon, byrjaði með Fótó í suðurenda á húsnæði Tölvunar, en var þá í eigu Neista, en flutti síðar í þetta húsnæði, en byggði síðar núverandi verslunarhús á lóðinni Vesturvegur 2, eftir að húsið Sælundur hafði verið rifið. Eyjaprent og eflaust fleiri hafa verið hér til húsa. Nú er hér Heimalist, verslun og sýninga- salur. Bifröst og Bjössabar Næsta hús er Bifröst eða Bárustígur 11, þar ráku bræðurnir Björn og Tryggvi Guðmundssynir Bjössabar og síðar einnig Markaðinn. Það var mikið líf og fjör á Bjössabar. Þarna var Morgunblaðið afhent, því ( þá daga þurftu allir að sækja sitt blað og áttu því margir leið á „Barinn". Einnig var höndlað með tóbak, öl, sælgæti, fatnað, vinnufatnað og leikföng ásamt ýmsu öðru. Þeir bræður hófu ekki rekstur eftir gos. Markaðurinn var þar sem Lanterna var. Markaðurinn var flott fatabúð með „betri fatnað" á tveimur hæðum. Eftir gos var þarna raftækjaverslunin Stafnes í rekstri Hermanns Einarssonar og Sigurgeirs Sigurjónssonar. Þessi rekstur stóð í nokkur ár og kom Jónas Bergsteinsson að rekstr- inum um tíma. Hermann rak leik- fangaverslunina Miðhús þar um tíma Síðar var opnuð blómabúð í norðurhlutanum, Ingibjörg John- sen, Blómastofan og Blómaskerið og nú rekur Elona hér blóma og

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.