Fylkir


Fylkir - 23.12.2007, Page 7

Fylkir - 23.12.2007, Page 7
FYLKIR - jólin 2007 7 gjafavörubúð. Síðar var Bjössabar undir stjórn Grétars Jónatans- sonar opnaður í suðurhlutanum. Kjúklinga- og hamborgarastaður. Þessi rekstur tók ýmsar dýfur og var síðar endurvakinn að Bárustíg 1, eftir nokkurra ára brölt og brall á Grétari m.a. í Portugal. Næstur kom Marino frá þáverandi Júgó- slavíu og opnaði Lanterna, flottur matsölustaður með veitingasal á 1. og 2. hæð og með setustofur á þeirri þriðju. Þessi staður gekk mjög vel hjá Marino og Stefaníu í nokkur ár, en eftir skilnað þeirra hjóna, fór heldur að halla undan fæti og áhuginn að minnka. Marino seidi reksturinn til þjóns og kokks sem voru í vinnu hjá honum, Relja og Dominik. Relja seldi síðar Dominik og konu hans Helgu Georgsdóttur sinn hlut og ráku þau Lanterna stuttan tíma. Hallóbar, Fiskbúðin, Blaðaturninn og Múlamagasín Á móti Bifröst var Hallóbar. Þetta var nú frekar furðuleg sjoppa. Jakob Ólafsson og Dunni eða Gunnar Bjarnsen, ráku Hallóbar saman. Það voru 4-6 tröppur uppí Hallóbar sem var nú varla nema 20 fermetra hús. Búðarborðið var svo hátt að ég þokkalega stór 12 ára, varð að teygja mig til þess að geta sett peninginn uppá borð. Lagerinn fyrir Hallóbar var í kjal- laranum á næsta húsi sem var Landamót. Furðulegt hús með mikla sögu. Eitt hús var byggt nokkrum árum seinna á milli Fagradals og Garða, það var Blaðaturninn í eigu Bjössabars- bræðra sem ráku þá einnig Bjössabar og Markaðinn. Öll dag- blöð og tímarit, sælgæti, öl, gos, tóbak og ýmsar snyrtivörur feng- ust í Blaðaturninum. Einnig var fiskbúð norðan við Blaðaturninn og þar réðu ríkjum nokkrir eftirminnilegir menn m.a. Mangi Krumm eða Magnús frá Hrafnabjörgum, Kjartan fisksali, Guðlaugur Kristófersson og Jón Ingi Guðjónsson, svo nokkrir séu nefndir. Öll húsaröðin frá Halló- bar til og með Görðum hefur nú verið rifin ásamt fleiri húsum sem á fyrri árum gekk undir samheit- inu Þykkvibær. Á Múla var "Múlamagasín sem Gerða á Múla var með í kjallaranum hjá sér og í viðbyggingu við Sandprýði var félagsheimili Knattpsyrnu- félagsins Týs um tíma.Fyrir ofan Bifröst er Vík, þar sem Gunnar Ólafsson átti sitt heimili. Sparisjóðurinn byggði stórhýsi á lóð Baðhússins Fyrir sunnan Vík var Baðhúsið. Þar var heimili, sölubúð og baðhús, þar sem almenningur gat fengið að fara í bað, þar sem böð voru ekki algeng í húsum hér í bæ á þessum árum.Var þetta mjög vin- sælt af sjómönnum og vertíðar- fólki. Þarna var við stjórnvölinn Kristján faðir Halldórs J. núver- andi bankastjóra í Landsbank- anum. Halldór ólst upp í Bað- húsinu og einhvern veginn fannst mér hann ekki bankastjóralegur á þessum árum. í Baðhúsinu var síðar Náttúrulækningabúð og Bragi Straumfjörð tengdasonur Odds skó var allsráðandi um tima, hér var Emma á Heygum með nuddstofu og fór svo í Arnar- drang. Sigga á Sólheimum og Magnús Kristjánsson maður hen- nar byrjuðu á byggingu á þessari lóð fyrir verslun sína sem rekin var fram að gosi. Húsið var byggt einhvern veginn utanum Baðhúsið. Hér byrjaði síðan Mozart eftir gos og flytur síðar á Bárustíg 6. Þessi hús voru síðar rifin og byggt stórhýsi Sparisjóðs Vestmannaeyja. Á jarðhæð er afgreiðsla Sparisjóðsins. Þegar bæjarfógetinn flutti frá Tindastóli fóru skrifstofur bæjarfógetans á aðra hæðina og á þeirri þriðju var Byggðarsafnið til húsa í nokkur ár. Myndina tók Sigurgeir árið 1981 og sýnir neðri hluta Bárustigs, enþá voru verslanir Kaupfélagsins beggja vegna götunnar. Þessa mynd tók Sigurgeir Jónasson árið 1979 í Tóta Turni. Frá vinstri; Þórarinn Þorsteinsson, Harpa Gisladóttir, Ármey Óskarsdóttir, Haraldur Þórarinsson með dóttir sína Guðríði - Dæju. Nokkru eftir gos flutti bæjar- fógetinn á Heimagötu 35-37 og loks Hótel H.B sem þá var búið að breyta í stjórnsýsluhús. Spari- sjóðurinn tók þá aðra hæðina fyrir skrifstofur og endurskoðen- dur, síðan fór Deloitte á þriðju þegar Byggðasafnið fór í Safnahúsið árið 1978. Viðey er næsta hús fyrir sunnan Sparisjóðinn, þar á horninu var Engilbert Gíslason með mál- ningarbúð þegar ég man eftir mér og var hér í mörg ár. Áður var víst útibú frá Magnúsarbakaríi hér, ég man eftir því að þegar þeir bræður Gísli og Ragnar Engilbertssynir flytja málarabúði- na á Strandveginn, kemur Arnar Gestsson með Klaufina, Indriði með sjoppu og spilasal, Kata Harðar með gjafavörur og nú Margrét Grétars með Callas með gjafavöruverslun. í Viðey var tvíbýli og austanundir húsinu voru útihús, fjós og hlaða, sem var síðar rifið þegar Ragnar Hafliðason og Tryggvi Guð- mundsson fóru út í það að byggja Hressingarskálann eða Hressó eins og staðurinn var kallaður, en Hressó hóf starfsemi 1954. Þetta var mjög flott ísbúð með ísvél og allt, sælgæti, tóbak öl og gos- drykkir ásamt ýmsu öðru. Inn af afgreiðslunni var salur með borðum og bólstruðum bekkjum sem mynduðu bása. Þetta var aðal veitingastaðurinn í bænum, þarna var hægt að fá vöfflur með rjóma og heitt súkkulaði. Einnig var boðið uppá ís í glerskálum ásamt öðrum veitingum. Það var mikill hamagangur eftir bíó- sýningar á kvöldin að hlaupa niður á Hressó og redda borði. Hressingarskálinn tilheyrir Vestmannabrautinni, þangað er ég ekki kominn í upptalningu minni, nema með útidúrum. Fyrir nokkrum árum er byggt í sundið á milli Sparisjóðsins og Viðeyjar, tvær hæðir Þar sem hafa verið margvíslegar verslanir og skrifsto- fur m.a. hárgreiðslustofur, snyrtistofa, tannsmiður, gælu- dýrabúð, lögmannsstofa, kos- ningaskrifstofur, Eyjatölvur, Dóta- kistan og nú fatabúðin Sjöberg. Farið yfir á Hilmisgötu Suður af Bárustíg tekur við Hilmisgata. Vestan megin var sambyggt veiðarfærahúsi Einars ríka og lögreglu- og slökkvi- stöðinni tók við húsið sem Óli Oddgeirs og Baddi í Hvammi ráku í raftækjaverkstæðið Kjarna. Á Hilmisgötu 2 , sem nú hýsir Snyrtistofu Ágústu ráku synir Georgs Gíslasonar útibú frá versl- un þeirra við Vestmannabraut n.k. herradeild. Þá má nefna Smára- barinn hans Sigga á Háeyri en nokkrir hafa komið við sögu hér. Má m.a. nefna Sigurð Jónsson, Sigrúnu og Ragga í Skýlinu og Guðlaug Kristófersson. Má af upp- talningu þessari sjá að reksturinn gekk kannski ekki allt of vel. Guðni Pálsson kaupir síðar þetta hús og flytur verslunina Miðbæ þangað og síðar kom dóttir hans eins og áður er getið. í bakhúsi við Hilmisgötu 1, þar sem í eina tíð var félagsheimili íþróttafélagsins Þórs, var Anders klæðskeri og Steinar Júlíusson með saumastofu um tíma. Ekkert annað verslunarpláss var eða hefur verið við Hilmisgötuna síðan. En Hilmisgatan státaði á þessum árum af lögreglustöð, dómsal, slökkvistöð og þá var heilsugæslan í Arnardrangi. Fyrir sunnan Stakkótúnið, þar sem nú er Ráðhúsið okkar, var á þessum tíma Sjúkrahúsið og Villan og allt það fjör sem því fyl- gdi. Á þessum árum var líka mikið fjör í Álþýðuhúsinu. Kvikmynda- sýningar, dansleikir og ýmsir fundir. Mjög margir hafa komið að rekstri Alþýðuhússins í geg- num tíðina. Gengið eftir Vestmannabrautinni Nú stendur til að hefja ferð mína vestur eftir Vestmannabrautinni sem hefur ásamt Strandveginum alltaf verið aðal göturnar í bænum, hvað verslun og þjón- ustu varðar. K.F.U.M. & K. húsið er enn á sínum stað. Var talað um það í gosinu að þetta væri fyrsta vígða guðshúsið sem hraunið kæmi að á leið sinni yfir austur- bæinn. Hraunið tók Brúarhús, hús Gunnars Marels sem var númer 1 og Kalmanstjörn númer 3, en stoppaði áður en kom að KFUM&K. Ekki var nú verslun í þessu húsi en seinna var byggt viðbót sem alltaf var kallað Sjómannastofan. Þar var opið fyrir sjómenn og aðra fyrir blaðalestur og samveru ýmsa og smá veit- ingar var hægt að fá þar. Finnur í Eyjabúð var þar með umsjón. Áður er minnst á Rafnseyri, þar sem Alli rakari var með rakara- stofu. Þetta hús var flutt 1957 skömmu eftir að Útvegsbankinn var byggður. Samkomuhúsið þar sem nú er Hvítasunnukirkjan var aðal kvikmyndahúsið og dansstaður þessara ára og reyndar í nokkur ár eftir gos. Óli ísfeld sá um rekstur Hallarinnar og allar matarveislur sem haldnar voru í bænum fóru fram í Höllinni ein og Samkomu- húsið var alltaf kallað. Reksturinn gekk alltaf vel hjá Óla. Síðar var farið í það að byggja við húsið í þá mynd sem við þekkjum í dag. Póst- og símahúsið er á móti Samkomuhúsinu og hefur verið allan þennan tíma nema að byggt var við þegar sjálfvirka símstöðin og sæstrengirnir ásamt ýmsu öðru kom til. Næsta hús fyrir vest- an er Apótekið. Núverandi eig- andi húsnæðisins er Hanna María Siggeirsdóttir sem hætti sem apótekari hér í Eyjum, fljótlega eftir að Lyf og heilsa opna apótek að Strandvegi 48. Nokkrir apótekarar hafa farið með völdin á þessum bæ t.d. Aase Sigfússon, Kristján Hallgrímsson, Sigurjón Jónsson og Hanna María, sem nú rekur Laugarnesapótek í Reykjavík. Á móti Apótekinu var verslun Georgs Gíslasonar. Flott búð með föt og klæði, efni o.fl. og síðar opna synir Georgs útibú við Hilmisgötu eins og áður er getið. Kristján eða Kiddi G. varð framkvæmdastjóri fyrir Sam- komuhúsið, en Theódór eða Teddi G. varð lögfræðingur og fulltrúi hjá bæjarfógeta ásamt

x

Fylkir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.